Morgunblaðið - 13.07.2007, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 7
ójöfnur í malbiki en fyrirrennarinn
Z3 M Coupé var. Öll áhersla við
hönnun bílsins hefur verið lögð á
aksturseiginleika hans og aksturs-
upplifun og þar hefur tekist sérlega
vel til. Bíllinn hegðar sér óaðfinn-
anlega innanbæjar en lifnar allur við
þegar stefnan er tekin á fáfarinn og
kræklóttan sveitaveg. Ökumaður
situr mjög aftarlega í bílnum og
finnst sem hann sitji hreinlega á
milli afturdekkjanna en langt húdd-
ið á stóran þátt í því að skapa þessa
tilfinningu.
Stýri bílsins er þykkt og hárná-
kvæmt og þarf aðeins litlar hreyf-
ingar til að bíllinn skipti um stefnu –
allt eftir vilja ökumanns.
Gírskiptingin er stíf, en nákvæm
og virkar þannig að mjög gaman er
að láta gírkassa og vél vinna saman
en það hefur lengi verið aðalsmerki
BMW og er þessi skipting í raun
ekki svo frábrugðin því sem maður á
að venjast almennt í BMW – nema
auðvitað styttra á milli gíra og með
mun meira afli að spila úr.
Vélin er togmikil, hljómfögur og
einstaklega lífleg enda býr hún yfir
nógu afli. Með því að þrýsta á
„sport“-hnappinn við gírstöngina
má svo breyta allri hegðan bílsins úr
ljúfum kraftabíl í hið mesta óarga-
dýr því þá er eins og bíllinn hnykli
alla sína vöðva og búi sig undir átök.
Bensíngjöfin verður mun næmari og
fjöðrunin stífnar og bíllinn hreinlega
breytir um eðli þegar ýtt er á þenn-
an ágæta hnapp. Reyndar er best að
láta þennan hnapp vera innanbæjar
því bíllinn verður öllu erfiðari við-
fangs með hann á, og því er ekki
eins auðvelt að aka mjúklega – enda
ekki til þess ætlast á svona bíl þegar
sport-hnappurinn er virkur.
Bremsur bílsins eru líka magn-
aðar enda eru þær frá gamla M3
CSL-bílnum sem er einn sá þekkt-
asti sem BMW hefur sent frá sér og
var síðasti harðkjarnabíllinn á und-
an Z4 M Coupé. Þessi blanda trygg-
ir að M Coupé er t.d. fljótari að aka
Nordschleife-brautina alræmdu í
Þýskalandi en síðasta kynslóð BMW
M3. Bremsurnar eru líklega mik-
ilvægasti þátturinn í því, ásamt
fjöðrun og svo auðvitað driflæsingu
sem er staðalbúnaður í bílnum, en
þar gæti Porsche lært ýmislegt af
BMW því mikið hefur verið kvartað
undan að Cayman S hafi ekki drif-
læsingu.
BMW Z4 M Coupé er því bíll sem
hefur flest það sem þarf að prýða
sportbíl. Undirritaður kann af-
skaplega vel við línur bílsins og tel-
ur þennan bíl einn þann best heppn-
aða sem BMW hefur sent frá sér
ásamt hinum topplausa bróður hans.
Spurning um stíl og notkun
Það er hins vegar ljóst að bíladell-
an þarf að vera á háu stigi til að taka
M Coupé fram yfir t.d. Z4 M Roads-
ter í sömu útgáfu. Sætin eru bara
tvö og við íslenskar aðstæður, þar
sem ekki er hægt að þeysa mikið á
meðan engin er brautin til að leika
sér á, væri líklega hægt að hafa enn
meiri ánægju út úr BMW Z4 M
Roadster.
Hvað stíl varðar hallast ég þó að
M Coupé. Eigandi bíls af þessu tagi
sendir ákveðin skilaboð um smekk,
fágun og fleira í þeim dúr og sýnir
líka að hann, eða hún, lætur sér í
léttu rúmi liggja hvað öðrum finnst.
Sportbílar vekja oft blendnar til-
finningar hjá fólki en öllum sem
komu nálægt Z4 M Coupé meðan á
reynsluakstrinum stóð þótti hann
hreint út sagt æðislegur.
Kröftugur Geysilega kröftugur bíll en á sama tíma afskaplega öruggur enda útbúin góðum bremsum frá M3 CSL.
Breiður Bíllinn er breiður að sjá og allsstaðar eru í honum sérstakar línur.
Afturljósin eru sérstök en þó ekki allra. Púströrin fjögur gefa til kynna
hverskonar afl er falið undir húddinu.
Smátriði Í BMW M Coupé er mikið
lagt allskonar smáatriði sem geta
komið eigandanum og öðrum sem
bílinn sjá á óvart.
ingvarorn@mbl.is
Vél: sex strokka línuvél,
3,2 l.
Afl: 343 hö.
Eldsneytisnotkun: 12.1
l/100km
CO2-útblástur: 292 g/km
Snerpa: 5 sek. upp í 100
km/klst.
Dekk: 225/45 R18 -
255/40 R18.
Drif: Afturdrif með drif-
læsingu.
Þyngd: 1495 kg.
Staðalbúnaður: Xenon-
ljósabúnaður, leðursæti,
leiðsögutæki, sjónvarp,
bakkskynjarar o.fl.
Verð á þessu eintaki:
8.300.000 kr.
Umboð: B&L
BMW Z4
Forester 2.590.000,- Forester PLUS 2.890.000,- Forester LUX 3.190.000,-
Subaru Forester sameinar það besta úr
fólksbíl og jeppa. Hann er lipur í akstri
eins og fólksbíll en hefur dráttar- og
drifkraft á við marga stærri jeppa.
„Mér finnst stundum eins og ég sé á
tveimur bílum. Ég kemst í þröng stæði
innanbæjar en dríf síðan í torfærum
á landsbyggðinni eins og ekkert sé.“
Forester liggur mjög vel á veginum en
er samt með mun meiri veghæð en aðrir
jepplingar. Hann er á svipuðu verði og
venjulegur fólksbíll þrátt fyrir að vera
með 158 hestafla vél, sem er mun meiri
kraftur en í mörgum stærri jeppum.
„Maður er orðinn of góðu vanur á
Forester. Það er í raun ótrúlegt hvað
maður fær rosalega mikið fyrir lítið.“
Subaru hefur verið seldur á Íslandi í yfir
30 ár. Reynslan af bílnum við þær erfiðu
og óvenjulegu aðstæður sem hér eru
hefur gert Subaru að samnefnara fyrir
endingu, hörku og úthald. Raunar er
hvergi selt meira af Subaru miðað við
höfðatölu en einmitt á Íslandi.
Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess
að koma fyrst og reynsluaka Subaru.
Spyrðu bara Subarueigendur. Þeir vita af
hverju Subaru eru sennilega gáfulegustu
bílakaup sem þú gerir:
„Hey, þetta er Ísland!“
Opið: Mán. 10 - 18, þri.-fös. 9 - 18, lau. 12 - 16.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000
Akureyri
464-7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Umboðsmenn
um land allt
200.000 kr. ferðapakki fylgir öllum nýjum Forester.
innifalið: Upphækkun, heilsársdekk og dráttarbeisli.
Naumur Innrétting bílsins er
hugguleg en þó ekki sérlega lúx-
usleg að sjá. Allt er sniðið að akst-
ursánægju.