Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
NÝ RANNSÓKN leiðir í ljós, að
breskar konur hrífast mjög af
blæjubílum. Um milljón konur þar í
landi eiga blæjubíl og algengasta
tegundin er Peugeot 206. Hlutfalls-
lega flestir eru bílarnir í þéttbýli í
suðausturhluta Englands en fæstir í
Skotlandi.
Samkvæmt könnun sem gerð var
fyrir breskt tryggingafélag, Dia-
mond, er sérhæfir sig í að tryggja
konur, eiga þrefalt fleiri konur nú
blæjubíla í Bretlandi en fyrir ára-
tug, eða rúm milljón.
Í lok síðustu aldar og frameftir
þessari var Mazda MX-5 lang-
vinsælasti blæjubíllinn meðal
breskra kvenna. Árið 2005 leysti
Peugeot 206cc hann hins vegar af
og hefur haldið fyrsta sæti síðan.
Talsmaður Diamond segir að
franski bíllinn hafi eiginlega hleypt
blæjubílaæðinu af stað þar sem
hann var mun ódýrari og mun fleiri
höfðu því efni á honum.
Fleiri framleiðendur hafa brugð-
ist við æðinu og bjóða upp á blæju-
bíla. Keppa þeir um hylli kvenna
með því að spyrja hvaða blæjuþak
opnist og lokist hraðast. Þar stend-
ur nýi MX-5 Roadster-bíllinn vel að
vígi, þak hans leggst saman á 12
sekúndum en það tekur 20 sek-
úndur á 206cc-bílnum. Og það tekur
enn meiri tíma á arftaka hans, Peu-
geot 207cc, eða 25 sekúndur.
Morgunblaðið/Golli
Sumarlegur Blæjubílar njóta mikla kvenhylli í Bretlandi.
Breskar konur hrífast af blæjubílum
Ágúst Ásgeirsson
VERKFRÆÐISTÚDENTAR í Cam-
bridge í Englandi hafa smíðað bíl
sem talar til eigandans, eða vél-
virkjans, ef svo ber undir. Byggist
hann á Fiat Stilo-bíl.
Bíllinn getur tjáð vélvirkja hvað
virkar og hvað ekki í gangverki og
búnaði hans. Senda vélarhlutar frá
sér tiltekna hljóðrunu sem segir til
um ástand þeirra. Af þeim má og
ráða hvort viðkomandi hlutur hafi
verið þjónustaður eða ekki og eins
hvort borgi sig að hirða hann eða
ekki ef bíllinn er á leið til niðurrifs.
Verkfræðisveitin á að sögn tíma-
ritsins Auto Express í samningum
við „nokkur fyrirtæki“ um að selja
þeim þessa talandi tækni.
Morgunblaðið/Golli
Málglaður Bíllin getur tjáð vél-
virkja hvað virkar og hvað ekki.
Smíða „tal-
andi“ Fiat
SÝSLUMAÐURINN í Nott-
inghamskíri á Englandi, söguslóð-
um Hróa hattar, hefur skorið upp
herör gegn ökuföntum og eig-
endum hraðskreiðra bíla. Til að
uppræta hávaða sem fylgir metingi
er slíkir mætast hefur verið gripið
til þess ráðs að banna samkomur
hraðskreiðra bíla.
Frá og með nýliðnum mán-
aðamótum og fram í júní árið 2009
verða hvers konar samfundir fimm
eða fleiri akandi eða kyrrstæðra
bíla bannaðir í Nottinghamskíri.
Mega þeir heldur ekki aka saman í
hóp eða reyna með sér á vegum.
Til bannsins er gripið til að auka
á umferðarsiðferði í sýslunni sem
þótt hefur heldur losaralegt. Gerð
var mun vægari ráðstöfun í október
í fyrra sem lítinn árangur hefur
borið. Lögregla mun fylgjast með
því í eftirlitsmyndavélum sem víða
er að finna hvort bannið sé virt.
Getur hún gripið fljótt inn í rísi ein-
hver „Hrói“ upp gegn sýslumanni.
Þannig sást um miðjan mánuð í
myndavélum til þriggja unglinga
spreyta sig á mótorhjóli í bæ nokkr-
um í sýslunni. Lögregla skundaði á
staðinn og í ljós kom að þótt eigandi
hjólsins væri tryggður til að aka því
voru hinir unglingarnir það ekki.
Gerði hún mótorhjólið upptækt og
krafðist 200 punda lausnargjalds,
auk þess sem eigandinn var sekt-
aður um 80 pund á staðnum fyrir
„óviðeigandi orðbragð“.
Morgunblaðið/Kristinn
Porsche Hraðskreiðir bílar eru
ekki vel séðir í Nottinghamskíri.
Sker upp
herör gegn
hraðskreið-
um bílum
LO
R
E
M
IP
SU
M
B
O
X
H
JÓ
LA
G
R
IN
D
U
R
T
O
P
P
B
O
G
A
R
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður
Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
Upplifðu Ísland með THULE ferðavörum.
Margvíslegar lausnir fyrir mismunandi þarfir.
Allar upplýsingar um ferðaboxin
er að finna á vef Stillingar www.stilling.is