Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 2

Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Nýtt öryggishlið hefur verið sett upp íflugstöðinni. Spurningar vöknuðu um hvort opinbert fé færi í sérþjónustu fyrir ákveðna hópa. »Lögreglustjóri segir klárt að embættisitt beri engan kostnað af tilrauninni. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra tjáði við- horf sín til nýs öryggishliðs á Keflavíkurflugvelli á heimasíðu sinni í gær, en í flugstöðinni er nú boðið upp á sérstaka braut fyrir Saga Class-farþega Ice- landair í gegnum vopnaleit. Segir hann að í því efni eigi að „gilda sama regla og í skattamálum, það er að fjárhagslegt svigrúm nýtist til að lækka skatta á öllum en ekki til að ívilna sumum“. Einnig segir hann þá kenningu góða, að sérreglur fyrir útvalda leiði frekar til mistaka en alúð við almennar regl- ur, sem gilda fyrir alla. Viðbragða var leitað hjá Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suð- urnesjum, vegna ummæla ráðherra. Sjálfhætt ef ráðherra er því andsnúinn „Þetta er tilraunaverkefni sem stendur yfir í tvo mánuði og með því átti að skoða kosti og galla þessarar framkvæmdar. Það átti að koma til aukin þjónusta sem átti að bæta aðstæður fyrir alla. Kostnaðurinn skyldi vera sérgreindur og greiddur af þeim sem báðu um þjónustuna. Ef dómsmála- ráðherra er hins vegar á móti þessu og það er af- staða ráðuneytisins eftir að farið hefur verið yfir verkefnið frá öllum hliðum í lok ágúst, þá er verk- efninu einfaldlega sjálfhætt,“ segir Jóhann. Sérstök hlið eru þegar fyrir hendi Jóhann segir sérstök hlið lengi hafa verið í flug- stöðinni, eitt fyrir starfsmenn og annað fyrir áhafnir. „Þetta er framkvæmt í öðrum flugstöðv- um, meðal annars í Kaupmannahöfn, Amsterdam og Frankfurt. Við töldum okkur vera að gera gott kerfi ennþá betra með þessu,“ segir hann. Jóhann segir það hins vegar alveg skýrt að sitt embætti beri engan kostnað af hliðinu. Það hafi verið for- senda fyrir samstarfi af þessu tagi við flugstöðina og Icelandair. Hann kveðst því ekki skilja for- stjóra flugstöðvarinnar þegar hann segir kostn- aðinn dreifast á aðila verkefnisins. „Verkefninu er sjálfhætt ef ráðherra er á móti því“ Morgunblaðið/ÞÖK Leifsstöð Ráðherra efast um nýja hliðið.  Dómsmálaráðherra viðraði efasemdir sínar um öryggishlið fyrir Saga Class Dr. INGÓLFUR Johannessen hefur hlotið 35 milljóna króna rannsókn- arstyrk frá skoska heilbrigðisráðu- neytinu til þróunar nýrrar meðferðar við inflúensusýkingum. Verkefnið fer fram við læknaskóla Edinborgarhá- skóla þar sem Ingólfur starfar sem lektor í klíniskri veirufræði. Verkefnið byggist á nýrri að- ferðafræði þar sem ónæmisfrumum er beint gegn tilteknum veirupró- teinum. „Frumur sýktar af inflúensuveir- unni hafa á yfirborði sínu prótein sem veiran framleiðir. Það ætti því að vera hægt að forrita ónæm- isfrumur þannig að þær sjái slík veiruprótein og drepi flensusýktar frumur, “sagði Ingólfur í samtali við Morgunblaðið. „Auðvitað er áhugi skosku heimastjórnarinnar á verk- efninu að hluta til sá að enginn veit fyrir víst hvort núverandi veiru- lyf muni duga vel gegn H5N1 fuglaflensunni sem er líklegust til þess að valda næsta flensu- heimsfaraldri. Hins vegar er okkar nálgun ekki bundin við H5N1, og verkefnið ætti að nýtast gegn öðrum af- brigðum flensu sem er mikilvægt þar sem næsti heimsfaraldur gæti allt eins verið eitt- hvert annað flensuaf- brigði en H5N1. Skoska heimastjórnin hefur ný- verið varið 250 milljónum króna til samstarfsverkefnis háskólanna í Ed- inborg, Glasgow og St. Andrews um flensu- rannsóknir undir for- ystu Anthony Nash prófessors og yf- irmanns smit- sjúkdómastofnunar Edinborgarháskóla, en áður höfðu skólarnir lagt fram svipaða upp- hæð. „Tony studdi okk- ur vel og við hlökkum til að starfa náið með honum innan þessa nýja samstarfs milli há- skólanna þriggja, sagði Ingólfur. „Enda þótt ég stýri þessu verkefni hafði ég góða með- umsækjendur sem voru dr. Simon Talbot, dósent í veirufræði, og Dorothy Crawford, prófessor í sýkla- fræði hér í Edinborg, en ég hef unnið með Dorothy allt frá því ég var fyrst í Lundúnum fyrir 15 árum. Ég ætlaði þá að vera á rannsóknarstofunni hennar í 1 ár og taldi að ég færi síðan heim, en það hefur ekki gerst enn. Ég held þó að ég sé og verði ævinlega á heimleið. Eru það ekki örlög allra Íslendinga erlendis?“ Ingólfur lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 1992 og hlaut almennt lækn- ingaleyfi og sérfræðileyfi í veirufræði árið 2000. Hann lauk MSc-prófi í sýklafræði 1993 og PhD-prófi í veiru- fræði árið 1997 frá London School of Hygine & Tropical Medicine. Hann fékk 5 ára styrk frá bresku Well- come-stofnuninni til framhaldsrann- sókna í veirufræði við læknadeild Edinborgarháskóla þar sem hann hlaut klíníska lektorsstöðu árið 2002. Ingólfur lýkur öðru doktorsprófi frá Edinborgarháskóla síðar í sumar. Hann er sonur Matthíasar Johann- essens rithöfundar og Hönnu Jo- hannessen hárgreiðslumeistara. Edinborgarháskóli var stofnaður 1583 og læknadeild skólans á rætur að rekja allt aftur til 16. aldar enda þótt hún hafi fyrst verið formlega viðurkennd innan skólans árið 1726. Fyrstu læknar Bandaríkjanna voru menntaðir á vegum deildarinnar, og meðal fyrrum læknanema hennar má telja Charles Darwin, höfundinn að kenningunni um þróun dýrategunda, og meðal kennara deildarinnar var Joseph Lister, prófessor í skurð- lækningum og frumkvöðull að sótt- vörnum.  Dr. Ingólfur Johannessen hlýtur 35 milljóna króna rannsóknarstyrk frá skoska heilbrigðisráðu- neytinu  Áhugi vegna óvissu um hvort núverandi veirulyf muni duga gegn H5N1-fuglaflensunni Ný meðferð við fuglaflensu Dr. Ingólfur Johannessen „HANN var óskaplega líflítill og ég hélt að hann væri að drepast,“ segir Þórólfur Árnason í Lambhaga við Skógtjörn á Álftanesi, sem í gær bjargaði háhyrningskálfi frá því að verða reka á land í fjörunni við Skógtjörn. Að sögn Þórólfs voru það barna- börn hans tvö, systurnar Hildur Dóra og Helga Guðný Hallsdætur, sem fundu kálfinn og gerðu afa sín- um viðvart. „Ég fór þegar niður í fjöru þar sem ég fann hvalinn hreyfing- arlausan í fjöruborðinu. Ég óð út í og beindi honum til hafs með því að taka í sporðinn á honum og ugg- ann,“ segir Þórólfur og tekur fram að hvalurinn hafi við þetta tekið við sér og synt frá landi þar sem straumurinn bar hann út á haf síð- degis í gær. „Þetta var mjög spennandi og gaman á meðan því stóð,“ segir Þórólfur sem eðlilega var hetja dagsins í augum barnabarna sinna. Bjargaði háhyrningskálfi frá því að reka á land á Álftanesi Ljósmynd/Magnhildur Gísladóttir Þungt dýr Að sögn Þórólfs Árnasonar var hvalurinn um 3 m að lengd og hefur sennilega vegið um 100-200 kg. „Ég hélt hann væri að drepast“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráð- herra heldur í vikulanga vinnu- ferð til Mið-Aust- urlanda nk. mánudag. Til- gangur ferðar- innar er að kynna sér stöðu mála í Ísrael og Palest- ínu og kanna aðstæður Íraka sem flúið hafa ofbeldið í landi sínu og hafast nú við í Jórdaníu. Í heimsókninni til Ísraels mun Ingibjörg hitta þarlenda starfssyst- ur sína, Tzipi Livni, og einnig er gert ráð fyrir fundi með Ehud Bar- ak varnarmálaráðherra. Þá er von- ast til þess að fundur komist á með Shimon Peres sem nú um helgina tekur við sem forseti Ísraels. Ráð- herrann mun einnig hitta þing- mennina Yossi Beilin og Colette Avital, skoða aðstæður á Gólanhæð- um og heimsækja Helfararsafnið í Jerúsalem. Ingibjörg mun einnig heimsækja Ramallah og eiga þar fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, og Salam Fayyad forsætis- og utanríkisráðherra. Þá mun hún hitta dr. Mustafa Barghouti, en hann var heiðursgestur á flokks- þingi Samfylkingarinnar hér á Ís- landi 2002. Ingibjörg mun heim- sækja Fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem og palestínskar flótta- mannabúðir í nágrenni Betlehem. Í Jórdaníuhluta ferðarinnar mun utanríkisráðherra eiga fund með Abdul Illah Khatib, jórdönskum starfsbróður sínum, hitta fulltrúa Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og heimsækja spítala sem Rauði hálfmáninn rekur í Ashrafieh. Fer til Mið-Aust- urlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hittir ísraelska og pal- estínska ráðamenn Mahmoud Abbas Shimon Peres

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.