Morgunblaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is DR. Árni Einarsson, forstöðumaður Nátt- úrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir mikla uppsveiflu í lífríkinu við vatnið en fyrstu merki hennar fóru að sjást fyrir tveim- ur árum. Að hans sögn eru mýfluga og önnur áta í vatninu í mikilli framför og mun bráð- lega ná hámarki. Nefnir hann þá helst korn- átu, langhalafló og skötuorm sem eru lítil krabbadýr. Varp flestra andartegunda segir hann sterkt þetta árið og gróskan í kringum vatnið er mikil. Mývetningar kalla hana ætíð mýgras því flugan klekst í vatninu og þjónar svo hlutverki næringar fyrir fisk, fugl og gróður í og við Mývatn. „Það er mikill sveiflu- gangur í lífríkinu hér og nú er komið að næstu uppsveiflu. Hún er þó óvenjulega mikil í þetta skiptið. Að jafnaði hefur mý verið að koma upp úr vatninu í um tvær vikur á vorin en nú mokaðist það upp í fimm vikur,“ segir Árni. Sveiflan í lífríkinu tekur fimm til níu ár, en það kveður hann of skamman tíma til þess að bleikjustofn vatnsins geti náð sér hratt á strik. Það geti tekið mjög langan tíma. Líklegast vegna verksmiðjunnar Niðursveiflur segir hann hafa verið orðnar mjög djúpar en þeirrar þróunar hafi fyrst gætt upp úr 1970. „Sveiflurnar verða svo djúpar að silungurinn drepst. Í uppsveiflunni komast ekki nógu margir árgangar á legg til þess að það dugi til að fleyta honum yfir næstu lægð, því sveiflan er of stutt,“ segir Árni. Hann telur annað ólíklegt en að nið- ursveiflan frá því um 1970 tengist kísiliðj- unni, en hún tók til starfa árið 1967. Ekki er þó útséð um það að hans mati hversu mikil uppsveiflan í lífríkinu verður, hún geti haldið áfram upp eða farið aftur niður á við. Árni segir verksmiðjuna hafa verið mikið inngrip í lífríkið. Með henni hafi verið gerð hola í flat- an botn vatnsins sem dregur til sín lífræn efni sem mýflugulirfur gætu annars étið. Mýið þarf því að standa í samkeppni um fæðuna við þessa holu og afkoma þess verður ekki jafn góð. Fiskurinn sveltur þá og stofninn minnk- ar, auk þess sem flugan verður gróðri ekki sama næring og áður. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíf- fræði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, segir uppbyggingu bleikjustofnsins geta tek- ið aldir. Samkvæmt gögnum Líffræðistofn- unar var veiði í Mývatni á árunum 1900 til 1970 í kringum 32.000 fiskar á ári, en hver fiskur var um 1,5 kíló að meðaltali. Að sögn Gísla hefur veiðin í vatninu minnkað stöðugt eftir 1970 og undanfarin 6-7 ár verið undir 2.000 fiskum á ári með meðalþyngd um 500 grömm. Tengdi það alltaf verksmiðjunni Árni Halldórsson, bóndi í Garði I við Mý- vatn, segist alltaf hafa vitað að ástand lífrík- isins tengdist kísiliðjunni. Hann segir Mývatn hafa verið mesta veiðivatn landsins þangað til kísiliðjan hóf störf og veiðin gegndarlaus. Vitnar hann í annál frá vorinu 1866 þar sem segir að 150.000 silungar hafi veiðst í vatninu. „Það var ekki einleikið að það varð fisk- og fugladauði og hrun í mýflugunni á sama tíma og kísiliðjan byrjaði. Fyrsta veiðilausa árið var 1969, en þá var verksmiðjan búin að dæla í tvö ár,“ segir Árni. Árið 2004 segir hann að bleikjan hafi verið nánast horfin, fugl hafi ekki komið upp ungum við vatnið eins og áður og mýflugan svo til verið horfin af Mývatni. Ekki útséð með sveiflurnar Bóndinn Árni kveður lífríkið stöðugt hafa sótt í sig veðrið eftir að kísiliðjan lagðist af árið 2004. „Flugan hefur lagst hér niður í tún- in við vatnið og aukið sprettu þeirra svo um munar. Hún er besti áburður sem hægt er að fá, en lífríkið hefur komið hressilega til hér við vatnið.“ Óvenju mikil uppsveifla við Mývatn  Kísiliðjan við Mývatn hætti starfsemi árið 2004, síðan þá hefur mikill uppgangur verið í lífríkinu í kringum vatnið  Mýið fæðir fisk, fugl og gróður við vatnið, en bleikjan hefur ekki náð sér á strik Morgunblaðið/BHF Líf gefur líf Mýið mokaðist upp úr vatninu í fimm vikur í vor, en undanfarin ár hefur það ein- ungis tekið tvær vikur. Lífríkið blómstrar vegna þessa. Hér sést flugnastrókur við vatnið í júní. FULLTRÚAR Vinnumálastofnunar á Norður- landi vestra héldu í gær fund með starfsmönnum Ramma hf. á Siglufirði sem missa munu störf sín í kjölfar þess að rækjuvinnsla fyrirtækisins leggst af. Rúmlega þrjátíu manns munu missa störf sín frá og með október næstkomandi. Líney Árna- dóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Norðurlands vestra, segir þjónustu Vinnu- málastofnunar hafa verið kynnta fyrir starfs- mönnunum en almennt hafi starfsfólk enn verið að átta sig á því hvað tæki við. Ákveðið hafi verið að halda annan fund í ágúst til að fara betur yfir málin. „Þetta var ágætur fundur og ég held að fólk hafi verið ánægt með að fá þessar upplýs- ingar vegna þessarar nýju stöðu,“ segir Líney. Vinnumálastofnun býður upp á starfsráðgjöf og býðst fólki aðstoð við atvinnuleit og hvernig rétt sé að bera sig að við leit að starfi. „Við bjóð- um líka upp á vinnumiðlun fyrir atvinnurekendur og atvinnuleitendur. Síðan bjóðum við upp á úr- ræði eins og námskeið eða stuðning til að taka frekara nám,“ segir Líney. Hún segir stofnunina ekki hafa markað stefnu um hvað gert verði á Siglufirði. „Við eigum eftir að kynnast hópnum betur og meta óskir hans og þarfir.“ Funduðu með starfs- mönnum Ramma NÍU sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafn- réttisstofu sem var auglýst laust til umsóknar 24. júní sl. Umsóknarfrestur vegna starfsins rann út 9. júlí sl. Helena Þuríður Karlsdóttir, forstöðumaður, Akureyri, Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþing- maður, Sauðárkróki, Hjördís Ýrr Skúladóttir, skipulagsstjóri, Hrísey, Jóna Lovísa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, Kópavogi, Katrín Oddsdóttir, meistaraprófsnemi, London, Englandi, Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðumaður, Reykjavík, Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, þjónustu- og kennslustjóri, Ísafirði, Sigríður Margrét Sigurð- ardóttir, skólastjóri, Akureyri, Þuríður Helga Þorsteinsdóttir, kennari, Reykjavík. Níu vilja Jafnréttis- stofu og allt konur ÁRLEGUR sumarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farinn nú á dögunum. Gróður og dýralíf í eynni var rannsakað en að sögn Borgþórs Magnússonar, líffræð- ings og leiðangursstjóra, kom fjöldi nýrra landnema á óvart. Annað árið í röð fundust fimm nýjar tegundir háplantna í eynni en þær eru þrílaufungur, vallhumall, háliðagras, hálm- gresi og klappadúnurt. Borgþór segir þrílaufunginn sennilega markverðasta fundinn: „Við fundum hann nú á þremur stöð- um en það er frekar merkilegt þar sem þrílaufungur er fremur algengur í birkiskógum og hraunsprungum á Vestur-, Norður- og Austurlandi en finnst lítið sunnanlands. Það vekur því athygli að finna hann þannig að hann var ríkjandi í mávavarpinu á eynni.“ Það kom hins vegar á óvart að álka sást á sjó undir bjarginu og þótti at- ferli hennar benda til varps. Aldrei áður hafa álkur fundist verpandi í Surtsey og segir Borgþór það mögulegt að þarna sé nýr varpfugl að koma inn. Mun endast í árþúsundir Sjö vísindamenn auk fjögurra blaðamanna voru í leiðangrinum sem styrktur var af Toyota. Við lok goss árið 1967 var Surtsey um 2,7 ferkílómetrar en er nú 1,3 ferkílómetrar. Borgþór segir eyna munu endast í árþúsundir en eftir nokkrar aldir má reikna með að mestur hluti hennar verði horfinn í hafið og eyin þá orðin lík öðrum úteyjum Vest- mannaeyja. fyrir þær sakir að mikill þurrk- ur hefur verið í Surtsey í sumar. Borgþór segir gróðurinn hafa verið mjög illa farinn af þurrki, sérstaklega á hraunklöppunum þar sem lítill jarðvegur er. Hann segir aðrar úteyjar Vest- mannaeyja ekki komast með tærnar þar sem Surtsey hefur hælana hvað fjölbreytileika í flóru og samsetningu hennar varðar. Hinar eyjarnar hafa brotnað svo mikið niður að eftir stendur einungis gróskumikill en tegundafár fuglabyggðagróð- ur. Að sögn Borgþórs var greini- legt að varp máva hefur gengið illa í sumar. „Það var lítið af sílamávi í eynni sem að jafnaði hefur verið mest um á undan- förnum árum en hinsvegar var talsvert meira af svartbaki allt í einu í Surtsey.“ Að sögn Borgþórs fór að bera mikið á nýjum teg- undum gróð- urs í kjölfar þess að máv- ar hófu að verpa í Surts- ey fyrir um tuttugu árum. Síðan hægðist um og á síðustu árum hafa einungis fundist ein til tvær nýjar teg- undir ár hvert. Nú hafi hins veg- ar orðið mikil aukning auk þess sem tegundir fundust sem höfðu ekki sést í nokkur ár. Nýr varpfugl í eynni? Fundur þessara fimm land- nema er ekki síst merkilegur Aldrei jafnmargar tegundir háplantna í Surtsey og nú Surtsey Gosið hófst í nóvember 1963 og stóð með hléum í rúm þrjú og hálft ár. Þessi 1,3 ferkílómetra friðlýsta ey er syðsta ey Íslands. Borgþór Magnússon Ljósmynd/Borgþór Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.