Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 20
Í HNOTSKURN
»Listasumar er á fullu spanium þessar mundir og boðið
er upp á ótal viðburði.
»Hádegistónleikar á föstu-dögum og djasstónleikar á
fimmtudögum eru meðal fastra
viðburða Listasumarsins.
»Einnig verður boðið upp áfjölda myndlistarsýninga
og verða fjórar þeirra opnaðar
í dag.
LISTASUMAR stendur nú sem
hæst og í dag verða opnaðar fjórar
sýningar. Í Ketilhúsinu opna Jóna
Hlíf Halldórsdóttir og Kristina
Bengtsson sýninguna Make It Big
Or Keep It Simple í salnum kl. 14.
Sýndar verða ljósmyndir, skúlptúr-
ar og handverk. Jóna Hlíf og Krist-
ina útskrifuðust báðar frá Glasgow
School of Art í vor: „Við kynntumst í
skólanum og ákváðum að halda
saman sýningu,“ segir Kristina sem
fæst við ljósmyndun og er frá Sví-
þjóð. „Titillinn á sýningunni er
þannig til kominn að Jóna vildi að
við sýndum stóra hluti, en ég vildi
að við héldum okkur við að hafa sýn-
inguna eins einfalda og hægt væri.
Á endanum reyndum við í sýning-
unni að samræma þessar skoðanir,
sem kunna að virðast ólíkar en
þurfa ekki að vera það,“ segir Krist-
ina sem lætur vel af samstarfinu við
Jónu Hlíf og bætir við að áhersla
verði lögð á skæra liti á sýningunni.
Á sama tíma opnar Bjargey Ing-
ólfs sýningu á svölum Ketilhússins.
Sýningin er nefnd Þræðir, „en í því
orði felst annað og sterkara orð,
nefnilega æði,“ segir Bjargey.
„Verk mín fjalla um æði okkar
gagnvart lífsþráðum náttúrunnar.
Spyrja má hvort græðgi okkar og
æði skammsýnna valdhafa sem hafa
lífsþræði náttúrunnar í hendi sér,
muni spinna þann örlagaþráð sem
setja mun líf allsmannkyns á annan
endann, sjálfan Endann.“
Á móti Ketilhúsinu, í Deiglunni,
mun Una Berglind frá Egilsstöðum
sýna myndir úr náttúrunni og trjá-
kurli Hallormsstaðarskógs. Sýn-
ingin kallast Tré í mynd og verður
opnuð kl. 15. Allar þrjár sýning-
arnar standa til 29. júlí.
Jafnframt sýnir Helgi Krist-
insson, sem býr og starfar í Hol-
landi, verkið Sound Orb í DaLí gall-
eríi kl. 17. Verk hans er innsetning
og hljóðverk í viðkvæmum gifs-
kúlum sem áhorfandi/hlustandi get-
ur handfjatlað og lagt við hlustir
hljóð hverrar kúlu fyrir sig. Lista-
maðurinn setur fram spurningar
um sýningarrýmið og tilvist þess og
skapar í leiðinni ákveðið andrúms-
loft fyllt hljóðum.
Fjórar sýningar
opnaðar í dag
Sýnt á svölum og í aðalsal Ketil-
hússins, DaLí galleríi og í Deiglunni
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Æði Bjargey Ingólfs sýnir verkið Vefi á svölum Ketilhússins í dag.
Skærir litir Kristina Bengtsson frá Svíþjóð sýnir ásamt Jónu Hlíf.
20 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Sigurð Jónsson
Stokkseyri | „Nú er þetta orðin fjögurra
daga hátíð hér á Stokkseyri sem byrjar á
fimmtudegi og endar á sunnudag. Þetta
gengur allt mjög vel og það eru allir til-
búnir að vera með sem er mjög mikilvægt
til þess að ná fram góðri stemmningu og að-
dráttarafli fyrir fólk. Við erum með heima-
tilbúin atriði að stórum hluta en fáum líka
til liðs við okkur góða listamenn,“ sagði
Björn Ingi Bjarnason sem er einn forsvars-
manna Hrútavinafélagsins á Stokkseyri sem
er framkvæmdaraðili hátíðarinnar en
Hrútavinafélagið lætur sér annt um stað-
armetnað Stokkseyringa og frumkvöðla-
vakningu með markaðssetningu þorpsins.
Með Bryggjuhátíðinni er byggð brú til
brottfluttra og annarra áhugasamra og
þeim gefið tækifæri til að heimsækja
Stokkseyri og eiga þar ánægjulegar stundir
í góðra vina hópi.
Lendingarpallur
„Núna er bryggjan orðinn lending-
arpallur fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar
og Stokkseyringar því komnir í flug-
samband við umheiminn,“ sagði Björn en í
gær var björgunarsýning þyrlunnar á dag-
skránni. Í dag og á morgun er vegleg dag-
skrá hátíðarinnar og allir þjónustustaðir á
Stokkseyri bjóða fram krafta sína og þjón-
ustu fyrir gesti og gangandi frá klukkan 9
að morgni. Mini-golf er í boði við Shell-
skálann, útimarkaður er í Töfragarðinum
ásamt ýmsum uppákomum, leikir og grín í
sundlauginni eftir hádegi. Þá verður eina
garðyrkjustöðin í Árborg opin, Heiðarblómi
sem er á Stokkseyri. Glerlistagallerí Ellu
Rósinkrans í Menningarverstöðinni opnar,
Veiðisafnið er opið með nýjum sýningarsal
þar sem eru ljón, sebrahestur og fleira.
Fjöruborðið opnar, Drauga-, álfa-, trölla- og
norðurljósasetrið er opið og menningarkaffi
í Menningarverstöðinni Hólmaröst þar sem
eru listsýningar sem og í Listaskála Sjafnar
Har. Kappróður veður á Löngudæl klukkan
13 þar sem fyrirtæki eigast við og opið hús
verður í orgelverkstæði Björgvins Tóm-
assonar í Menningarverstöðinni.
„Svo erum við með skemmtilegan þátt
sem er sandkastalakeppni fjölskyldunnar
sem hefst klukkan 14.30 austan við Stokks-
eyrarbryggju þar sem allir fá viðurkenn-
ingu.
Í framhaldi af þeim dagskrárlið kemur
svo steypubíll frá Mest með 10 tonn af snjó,
þar sem Kóka Kóla og sælgæti frá Nóa-
Síríus er hrært saman við og þessu sturtar
bíllinn á Stokkseyrarbryggju. Krakkarnir fá
svo að grafa eftir gosi og nammi á bryggj-
unni og það verður áreiðanlega handagang-
ur í öskjunni þegar það byrjar,“ sagði Jón
Jónsson í Shell-skálanum.
Um kvöldið kl. 20 leikur svo Bítlavina-
félag Suðurlands gullaldarpopp á Stokks-
eyrarbryggju og hljómsveitin Vítamín leik-
ur á Draugabarnum frá klukkan 23.
Á sunnudag eru allir sýningarstaðir og
söfn opin ásamt þjónustustöðum. Hags-
munafélag hestamanna verður með hátíð-
ardagskrá við gervigrasvöllinn á staðnum í
tilefni 30 ára afmælis félagsins. Síðasta dag-
skráratriðið er svo söguferð um Stokkseyri
með Grétari Zophoníassyni, fyrrverandi
bæjarstjóra á Stokkseyri, eins og segir í
dagskrá.
„Við vonumst eftir fjölda gesta og að
veðrið verði gott,“ sagði Björn Ingi en í
fyrra var veður frekar hryssingslegt á há-
tíðinni. „Það er mikil og vaxandi umferð á
Stokkseyri og með ströndinni. Það er orð-
inn lítill munur á helgum og virkum dögum
ef veðrið er gott enda alveg tilvalið að
bregða sér í bíltúr hingað og dóla með
ströndinni til að njóta þess sem í boði er,“
sagði Jón Jónsson í Shell-skálanum sem
þekkir vel umferðina á Stokkseyri.
Börnin fá að grafa eftir
gosi og nammi í snjóhlassi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Bryggjuhátíð Björn Ingi Bjarnason, formaður Hrútavinafélagsins, og Jón Jónsson í Shell-
skálanum standa við bálköstinn og hugsa til helgarinnar. Í baksýn sér í hátíðarsviðið.
Bryggjuhátíðin
á Stokkseyri er brú
til brottfluttra
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
NÆSTKOMANDI sunnudag verður hald-
inn starfsdagur í Gamla bænum Laufási
við Eyjafjörð. Þá gefst gestum og gang-
andi færi á að sjá hvernig smjör, skyr og
aðrar mjólkurafurðir voru búnar til með
gamla laginu. Einnig verður sýnt hvernig
gert var við gamla torfbæi og hvernig far-
ið var að við heyskap fyrir tíð heyvinnu-
véla. Hægt verður að fylgjast með fólki við
ýmsa aðra iðju frá því kl. 13.30 og 17.
Í baðstofunni verður tóvinna. Unnið
verður úr mjólkinni, undirstöðu mataræð-
is Íslendinga fyrr á öldum. Kynnt verður
undir hlóðum og bakaðar gómsætar
lummur. Boðið verður upp á ýmislegt góð-
gæti sem unnið verður í gamla bænum.
Torfmenn verða að störfum við end-
urgerð hlóðareldhússins og litlu stofu og
því hægt að fylgjast með þeirri vinnu. Á
hlaðinu verður heyskapur í fullum gangi
og danshópurinn Vefarinn stígur dans eft-
ir að honum lýkur.
Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13.30 þar
sem Gerður Bolladóttir syngur við undir-
leik Hlínar Erlendsdóttur fiðluleikara og
Sophie Schoonjans hörpuleikara. Þær
munu flytja veraldleg og trúarleg þjóðlög
frá ýmsum tímum.
Veitingasala verður í Gamla presthús-
inu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum
haft.
Heyskapur Lummubakstur, tógvinna,
söngur og dans verður í Laufási á morgun.
Starfsdagur
í Laufási