Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 27
Afdrep en ekki biðstöð Hugmyndafræðin sem liggur í hönnuninni finnst glöggt er gengið er inn; þar er einungis að finna heildarlausnir en enga lausa enda. Laus húsgögn, eins og tíðkast í flest- um hefðbundnum sumarbústöðum, eru til að mynda mjög fá. Á gólfum er korkur, sem er bæði hlýr og slit- sterkur; birkikrossviður leysir pan- elinn af hólmi og innréttingar eru allar innbyggðar í stað þess að vera hengdar á veggi hússins eins og yf- irleitt tíðkast. Húsið er svo byggt upp í einingum sem væri hægt að raða saman eftir hentugleikum og aðstæðum, ef húsið yrði endurgert á öðrum stað. Svefnálman er út af fyrir sig, nokkuð sem á stóran þátt í að gera húsið að góðu afdrepi fyrir þá sem þar leita athvarfs frá hversdags- amstrinu. Þannig geta þeir sem vilja hvíla sig verið út af fyrir sig – svefn- álman beinlínis hvetur fólk til hvíld- ar. Aðalrými hússins, sem er tengt með litlum glergangi eða holi, trufl- ar ekki þá sem vilja hvílast eða njóta einveru. Þannig er hugsað fyrir þörfum einstaklinga en ekki bara fjölskyldu sem heildar, því sá vandi er úr sögunni sem fylgir því að full- orðnir fari seint að sofa og trufli börnin á kvöldin, en börnin vakni snemma og trufli foreldrana á morgnana. Það sama má segja með baðher- bergi hússins. Þangað er farið til að hreinsa hugann ekki síður en líkam- ann. Hægt er að fara út undir bert loft af baðherberginu og njóta sólar í einrúmi en það stuðlar að þeirri til- finningu að baðherbergið bjóði upp á meira en fljótlega sturtu. Baðher- bergið er því ekki síður afdrep en önnur sjálfstæð rými hússins. Gróður náttúrunnar sem útveggir Aðalrými hússins, sem var byggt 1998, er rúmgott og bjart. Birtan flæðir í gegnum stóra glugga sem ramma inn Eiríksjökul til vesturs og garðinn og ósnortna náttúruna til austurs. Þetta sameiginlega aðalrými er breytilegt eftir því hvort það er kvöld eða dagur því lýsing hússins að utan, hönnuð af Lúmex, lýsir upp garðinn í stað þess að lýsa upp sjálft húsið. Með því móti opnast að- alrýmið í raun út í garðinn þegar dimma tekur í stað þess að einangra fólk inni í aðalrýminu með myrkrið úti fyrir eins og algengast er. Gróð- urinn í garðinum verður þannig að eiginlegum útveggjum aðalrýmisins og er þetta aðeins enn eitt atriðið sem afhjúpar hversu þaulhugsað þetta „hús í sveit“ er. Staður er afdrep Uppbygging hússins – sem miðuð er við eins konar lagskiptar þarfir dvalargesta – og uppbygging þess í sjálfstæðum einingum, markar hverju rými hlutverk sem er í senn afmarkað og sveigjanlegt. Þarna hefur verið skapaður íverustaður er tryggir hverjum og einum svigrúm til einveru og útivistar, til að efla tengslin við þá sem hann deilir rým- inu með. Tengingin við umhverfið bæði sjónrænt og skynrænt er ekki síður sterk. „Hús í sveit“ er því ekki bara sumarbústaður, eða heilsárs- hús, heldur staður sem býður upp á náin tengsl við umhverfið, hvort heldur sem er úti eða inni, í persónu- legum, landfræðilegum eða sögu- legum skilningi og ekki sem stoppi- stöð heldur sem staður, til að njóta. Andlegt afdrep Baðherberginu er ætlað það hlutverk að hreinsa hugann ekki síður en líkamann. Hvíld Svefnálman er aðskilin frá aðalrýminu með birtumiklu litlu holi og er því verður þessi hluti hússins að afdrepi í sjálfu sér. Birta Aðalrýmið er bjart og einfalt með innbyggðum innréttingum og klætt birkikrossviðarplötum. Birtan flæðir í gegn- um stofu og er kvölda tekur er garðurinn lýstur upp frá húsinu og þannig verður til nýtt rými á kvöldin ólíkt dagrýminu. Byggingin er öll rétthyrnd og það sama á við um palla og grasflatir í kring. Allt er hornrétt á sjálfa bygginguna. Samt sem áð- ur virkar húsið sem hluti af landslaginu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.