Morgunblaðið - 14.07.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
LANDGRÆÐSLUFLUG-
VÉLIN Páll Sveinsson flýgur ekki
á þessu vori eins og undanfarin 34
ár.
Hvers vegna?
1. Engin þörf lengur
fyrir áburðardreifingu
á örfokaland við gróð-
urmörk hálendisins?
2. Allt land upp-
grætt og kominn tími
til að leggja flugvélinni
því engin frekari verk-
efni fundust fyrir
þetta afkastamikla
tæki lengur við að
styrkja gróður lands-
ins?
3. Flugvélin úrsér-
gengin og borgar sig
ekki að endurnýja
hana fyrir þessi óþörfu verkefni?
4. Flugmenn ekki til staðar, of
dýrir og áhugalausir um þetta þjóð-
þrifamál?
5. Engir flugvirkjar til staðar til
að sinna venjubundnu viðhaldi og
skoðunum á gamla þristinum?
6. Engir peningar til í þjóðfélag-
inu til þess að halda þessu 34 ára
verkefni áfram? Sem sagt, allt búið,
og öllu fjármagni og vinnu und-
anfarinna áratuga hent út í busk-
ann?
Svarið við þessum spurningum
öllum er auðvitað NEI, nei nei, ekki
aldeilis.
Þörfin er enn fyrir hendi og í
raun ekki minni en áður, landið
þarfnast enn frekara átaks við að
styrkja gróðurþekjuna á við-
kvæmum stöðum þar sem tækjum á
landi verður illa eða ekki við komið.
Flugvélin Páll Sveinsson, sem er í
eigu íslenska ríkisins, þ.e. íslensku
þjóðarinnar, er í stórfínu standi og
sjaldan betri til að takast á við
landgræðsluverkefni sumarsins.
Flugmenn í Félagi íslenskra at-
vinnuflugmanna eru mjög áhuga-
samir um að fljúga Páli Sveinssyni
næstu sumur við
áburðardreifingu fyrir
ekki eina krónu. Alger-
lega frítt fyrir ánægj-
una við að halda við og
bæta gróðurfarið á há-
lendinu. Flugvirkjar
eru og áhugasamir um
að halda þessum aldna
flugkosti við fyrir land
og þjóð. Peningar hafa
aldrei verið meiri til í
þjóðfélaginu til þess-
ara hluta, og því gott
tækifæri nú til að skila
landinu til baka því
sem við höfum oftekið af því um
aldir þegar óblítt veðurfar, fátækt
og hungur landans neyddi þjóðina
til þess að ganga freklegar að land-
gæðunum en réttlætanlegt var til
þess að þjóðin lifði af á þessu harð-
býla landi fyrir tæknibyltinguna á
20. öld.
Ég skora á nýjan landbún-
aðarráðherra að taka þetta mál nú
upp sem allra fyrst, því sumarið er
jú komið, landið hrópar á áburð
mjög víða, þar sem sandfok eyðir
gróðurþekjunni ef engin næring
kemur. Flugvélin Páll Sveinsson er
í fínasta lagi, flugmenn þurfa að
halda við hæfni sinni á þessa flugvél
með flugi hvert sumar og einnig
flugvirkjar með viðhaldi og skoð-
unum. Þetta glatast allt á 2-3 árum
ef flugvélinni er lagt nú.
Þótt Guðni Ágústsson, fyrrver-
andi landbúnaðarráðherra, sé á
stundum skemmtilegur, þá var
hann það ekki við Landgræðslu-
flugvélina Pál Sveinsson. Hafði eng-
an áhuga, þrátt fyrir áskoranir, á
því þjóðþrifaverkefni sem Land-
græðsluflugvélin hafði verið í und-
anfarna áratugi með mjög greini-
legum árangri víða á heiðum og
uppsveitum, og víða má sjá gróð-
urrákir eftir Pál, þar sem landið er
orðið sjálfbært að mestu, en þægi
einhverja áburðargjöf tímabundið
sem og ótalmörg önnur uppblást-
urssvæði. Auðvitað er það hlutverk
sameiginlegs sjóðs landsmanna að
standa undir kostnaði við land-
græðslu en ekki einstakra fyr-
irtækja í landinu sem greiða skatta
og skyldur til ríkissjóðs.
Nú er lag, Einar Guðfinnsson og
ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks. Skilum landinu árlega
að lágmarki 1.000 tonnum af áburði
úr Páli Sveinssyni og höldum þess-
ari sögufrægu flugvél á lofti fyrir
komandi kynslóðir og tryggjum
vor- og sumarkomu með til-
komumiklu hljóði hreyflanna sem
hafa yljað svo mörgum undanfarin
34 ár.
Gamlir hlutir eru svo margfalt
skemmtilegri komi þeir að lifandi
gagni en steindauðir á safni!
Vorboðinn ljúfi þagnaður
Jón Karl Snorrason
skrifar um landgræðslu
og flugvélina Pál Sveinsson
» Skilum landinu ár-lega að lágmarki
1.000 tonnum af áburði
úr Páli Sveinssyni …
Jón Karl Snorrason
Höfundur er flugmaður
og áhugamaður.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
kom fram í fjölmiðlum til að til-
kynna þjóðinni að með ákvörðun
sinni um að lækka lánshlutfall
íbúðalána úr 90% í 80% væri rík-
isstjórnin að senda mikilvæg skila-
boð til fjármálakerfisins og þjóð-
félagsins í heild sinni. Hvað þýðir
þetta? Hver eru þessi mikilvægu
skilaboð?
Verulegar skerðingar
Í fyrsta lagi er rétt
að leggja áherslu á að
þessar hlutfallstölur
segja aðeins hálfan
sannleikann. Há-
markslán frá Íbúða-
lánasjóði eru nú 18
milljónir. Það eitt þýð-
ir að íbúð má að há-
marki kosta 22,5 millj-
ónir til þess að
kaupandi geti náð 80%
hámarki. Samkvæmt
auglýsingum eru fjög-
urra herbergja íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu
nú seldar á um 30
milljónir króna. 18
milljóna króna lán er
60% af því. Lækkun
lánshlutfallsins kemur
að sjálfsögðu harðast
niður á þeim sem eru
tekjuminnst og glíma
við að kaupa smæstu
íbúðirnar. Kaupandi
sem fékk 90% lán frá
Íbúðalánasjóði til
kaupa á 15 milljóna
króna íbúð fékk að há-
marki 13,5 milljónir
króna en mun eftir
síðustu breytingu ríkisstjórn-
arinnar fá að hámarki 12 milljónir.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar veldur
því skertum lánamöguleikum hjá
þessum aðila sem nema 1,5 millj-
ónum! Hvernig á hann að fjármagna
skerðinguna? Væntanlega með
skammtímaláni með allt að 20% yf-
irdráttarvöxtum eða þá með því að
taka lán með veði í eign ættingja
sinna. Þetta þýðir á mannamáli
aukna vaxtabyrði og meiri fjárútlát.
Heggur sá er hlífa skyldi.
Fleiri sperrur
Ekki er sagan þar með sögð því
að eitt skilyrðanna fyrir lánveit-
ingum úr Íbúðalánasjóði er að lánið
má ekki nema hærri upphæð en
brunabótamati að viðbættu lóð-
arverði. Hér eru dæmi úr raunveru-
leikanum: Einstaklingur keypti ný-
lega íbúð á 17,3 milljónir.
Brunabótamat þessarar íbúðar var
11,5 milljónir og lóðarmat 2 millj-
ónir, samtals 13,5 milljónir. Í stað
þess að fá 15,5 milljónir, sem er 90%
af 17,3 milljónum, fékk viðkomandi
aðeins 13,5 milljónir sem að sjálf-
sögðu var ekki neitt 90% lán heldur
78% lán. Annað dæmi úr raunveru-
leikanum: Íbúð var seld á 15,9 millj-
ónir. Brunabótamat ásamt lóð-
armati er 10,7 milljónir. Í stað þess
að fá 14,3 milljónir fékk viðkomandi
aðeins 10,7 milljónir sem er 67% lán.
Er hálf önnur milljón
í vexti of lítið?
Með ákvörðun sinni nú er rík-
isstjórnin að torvelda aðgang að
lánum Íbúðalánasjóðs, sem getur
bitnað hart á millitekjuhópunum.
Þeim allra lægst launuðu hefur fyrir
löngu verið úthýst af eignamarkaði
vegna óheyrilega erfiðra lánskjara.
Eða hafa menn hugleitt að 4,8%
með uppgr. þókn. og 5,05% vextir
(eins og lán Íbúðalánasjóðs bera) í
4% verðbólgu jafngilda u.þ.b. 9%
nafnvöxtum sem svo aftur þýðir
fjármagnskostnað upp á 1,35 millj-
ónir kr. á ári af 15 milljón króna láni
(ódýrasta kjallaraíbúð)? Samsvar-
andi kostnaður af 18 milljón króna
láni eru 1,62 milljónir. Þetta þykir
ríkisstjórninni ekki vera nóg, eða
hvað?
Ekki verður önnur ályktun dreg-
in af „hinum mikilvægu skila-
boðum“ félagsmálaráðherra til fjár-
málakerfisins og þjóðfélagsins í
heild sinni. Með því að takmarka að-
gang að lánum Íbúðalánasjóðs er
fólki ýtt í ríkari mæli
til bankanna sem bjóða
lán á hærri vöxtum en
Íbúðalánasjóður.
Bankarnir tóku strax
skilaboðum ráðherra
og ríkisstjórnar fagn-
andi, fleiri kúnnar,
hærri vextir! Forstjóri
KB banka var mættur
kampakátur í sjónvarp
fáeinum klukkustund-
um eftir að félagsmála-
ráherra sendi út skila-
boð ríkisstjórnarinnar
til að skýra lands-
mönnum frá því að
bankinn myndi að öll-
um líkindum hækka
vexti sína fljótlega.
Skilaboðin voru semsé
meðtekin.
Einfeldningsleg
skýring
Allt er þetta eflaust
gert í þeirri trú að mik-
ið framboð á láns-
fjármagni á skaplegum
lánskjörum þenji upp
íbúðaverð. Það komi
kaupendum síðan í koll.
Þetta er afar einfeldningsleg skýr-
ing. Eða hvernig skyldi standa á
hinum gríðarlega verðmismun á
suðvesturhorninu annars vegar og
víða í dreifbýlinu hins vegar?
Hvernig skyldi standa á því að verð
á íbúðum í „álbæjum“ fer nú hækk-
andi, sbr. frásögn Blaðsins 6. júlí?
Skyldu framboð og eftirspurn ekki
ráða þarna einhverju? Þenslu-
svæðin þenja nefnilega jafnframt út
verðlagið á húsnæði því alls staðar
eru húsnæðislánin jafnhá. Reyndar
eru þau rýmri víða í dreifðustu
byggðunum – þar sem verðið er
lægst – því þar er brunabótamat
ekki sá þröskuldur sem það er á
þenslusvæðunum þar sem markaðs-
verð er umfram brunabótamat.
Samfylking segir eitt
en gerir annað
Niðurstaðan er þessi.
Ríkisstjórnin telur að lánskjör
íbúðalána séu of góð, það þurfi að
takmarka aðgang að lánsfé á þeim
„kostakjörum“ sem Íbúðalánsjóður
býður og hvetja bankana til að okra
meira! Hvernig var það annars, er
það ekki Samfylkingin sem tíðrætt
hefur orðið um „Evrópuvexti“? En
eru þeir ekki stórhættulegir? Er
ekki stórhættulegt að lækka vext-
ina, myndi íbúðaverð ekki margfald-
ast með þeim afleiðingum að enginn
gæti keypt neitt, svo hátt yrði verð-
lagið? Samkvæmt skilaboðum fé-
lagsmálaráðherra og hvatningu um
meira okur á íbúðakaupendum
mætti halda að vaxtalækkun væri af
hinu illa. Mikið væri annars gaman
ef Samfylkingunni tækist að vera
sjálfri sér samkvæm í málflutningi
sínum, þó ekki væri nema í þessum
málaflokki.
Okrið meira á
íbúðakaupendum
Ögmundur Jónasson segir
skilaboð ríkisstjórnarinnar til
bankanna vera að okra meira á
íbúðakaupendum
Ögmundur Jónasson
» Samkvæmtskilaboðum
félagsmálaráð-
herra og hvatn-
ingu um meira
okur á íbúða-
kaupendum
mætti halda að
vaxtalækkun
væri af hinu
illa.
Höundur er alþingismaður.
UNDANFARIN ár hefur ferða-
þjónusta verið í örum vexti á suð-
austurhorni landsins. Vatnajökull
er án efa stærsta aðdráttaraflið
fyrir ferðamenn á
þessum slóðum. Enda
er gjarnan talað um
það á suðausturhorni
landsins sé maður
staddur í ríki Vatna-
jökuls. Langt er síðan
Hornfirðingar áttuðu
sig á aðdráttarafli jök-
ulsins í augum ferða-
manna. Sveitarfélagið
og ýmsir aðilar tengd-
ir ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu hafa
kerfisbundið mark-
aðssett Hornafjörð
með skírskotun til
Vatnajökuls. Allir vita að snjó-
sleðaferð á Skálafellsjökul í góðu
veðri er ferð sem enginn gleymir.
Annað gott dæmi um markaðs-
setningu og metnað Hornfirðinga
tengdan Vatnajökli er Jöklasýn-
ingin sem staðsett er á Höfn. Það
er verkefni sem hefur heppnast
ákaflega vel og við sjáum stöðuga
aukningu á heimsóknum ferða-
manna þangað yfir sumartímann.
Einnig sjáum við stöðuga aukningu
á jaðartímum ferðaþjónustunnar
sem beinlínis er tengd jöklinum og
aðdráttarafli hans. Af þessum sök-
um þarf engan að undra þótt Horn-
firðingar hafi miklar væntingar til
stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs,
stærsta þjóðgarðs í Evrópu.
Mikilvægt að hraða uppbygg-
ingu stærsta þjóðgarðs Evrópu
Hinu má þó ekki gleyma að und-
irstöðuatvinnuvegur Hornfirðinga
er sjávarútvegur og þess vegna er
ljóst að sá niðurskurður á þorsk-
kvóta sem sjávarútvegsráðherra
hefur nú ákveðið mun hafa mjög
neikvæð áhrif á atvinnulíf Horn-
firðinga. Þess vegna er mjög brýnt
að bregðast hratt og ákveðið við
niðurskurðinum með markvissum
aðgerðum. Stofnun Vatnajök-
ulsþjóðgarðs og það að
hraða allri uppbygg-
ingu í tengslum við
þjóðgarðinn kemur að
mati okkar sem sitjum
í bæjarstjórn sterk-
lega til greina sem
mótvægisaðgerð. Það
eitt og sér dugir þó
ekki til. Hornfirðingar
hafa lengi verið þeirr-
ar skoðunar að öll yf-
irstjórn þjóðgarðsins
eigi að vera staðsett í
sveitarfélaginu og þá í
Nýheimum, fræðslu-
og frumkvöðlasetri
Hornfirðinga. Það er einnig mat
undirritaðs að starfsemi Umhverf-
isstofnunar falli vel inn í hug-
myndir manna um þjóðgarðinn.
Þess vegna tel ég að ríkisvaldið
eigi að íhuga það gaumgæfilega að
staðsetja hluta starfsemi Umhverf-
isstofnunar á Hornafirði til þess að
vega upp á móti þeim neikvæðu
samfélagslegu áhrifum sem sam-
drátturinn í þorskveiðum mun hafa
í för með sér. Slík ráðstöfun myndi
hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir
væntanlegan þjóðgarð og rík-
isstjórnin myndi með slíkri ráð-
stöfun sýna metnað sinn í verki
gagnvart Vatnajökulsþjóðgarði.
Aukin verðmætasköpun
í sjávarútvegi
Mikið starf hefur verið unnið á
undanförnum árum á vegum Matís
í Nýheimum þar sem m.a. er stefnt
að því að auka verðmætasköpun í
sjávarútvegi. Flestir kannast
sennilega við humarhótelið þar
sem lifandi humar er geymdur í til-
tekinn tíma eða þar til aðstæður á
markaði eru hagstæðar. Þá er hann
seldur ferskur oftast til landa við
Miðjarðarhafið sem lúxusvara.
Þetta verkefni hefur vakið gríð-
arlega athygli og er þegar farið að
skila árangri. Það er mjög mik-
ilvægt að stjórnvöld átti sig á mik-
ilvægi þess að styðja myndarlega
við bakið á þróunar- og nýsköp-
unarstarfi eins og þessu sem Matís
á Hornafirði hefur unnið að. Þetta
á ekki hvað síst við um þróun-
arvinnu þar sem markmiðið er að
auka verðmætasköpun í sjávar-
útvegi. Til þess að það geti gengið
eftir er mikilvægt að stjórnvöld
fjölgi störfum í þessum geira á
landsbyggðinni bæði sem mótvæg-
isaðgerð vegna skerðingar þorsk-
kvótans en ekki síður til þess að
efla rannsóknar- og þróunarstarf á
landsbyggðinni. Það styrkir stoðir
atvinnulífsins á landsbyggðinni og
eykur fjölbreytnina í atvinnulífinu.
Þótt það sé rétt hjá sjávarútvegs-
ráðherra að ekkert komi í staðinn
fyrir 60 þúsund tonn af þorski er
ljóst að aðgerðir eins og þær sem
hér hafa verið reifaðar geta orðið
til þess að styrkja innviði og
grunnstoðir samfélags útgerð-
arbæja eins og Hornafjarðar til
framtíðar.
Ekkert kemur í staðinn fyrir
60 þúsund tonn af þorski
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
um þróun ferðaþjónustu og nið-
urskurð á þorskkvótanum
» Það er einnig matundirritaðs að starf-
semi Umhverfisstofn-
unar falli vel inn í hug-
myndir manna um
þjóðgarðinn.
Árni Rúnar
Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjar-
stjórnar Hornafjarðar
og oddviti Samfylkingarinnar.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn