Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Úr lífslestinni heltist
fljótt það þykir mér,
nafnið þitt það festist
í hug og hjarta mér.
Þú í mínu minni
ert brosmildur að sjá.
Fremst í víglínunni
þar varstu alltaf – já.
Þú í mínu lífi
ég alltaf horfði á,
sem fyrirmyndarprýði
þú fljótt mér fórst nú frá.
Þú bætt hefur og bjargað
hug og lífi fólks,
þótt hjartað hafi logað
þá brástu aldrei oss.
Hug og hjörtu manna
þú sigraðist nú á,
þetta ætti að banna
að hverfa okkur frá.
Þinn frændi og nafni,
Óskar Már Atlason.
HINSTA KVEÐJA
✝ Óskar StefánÓskarsson
fæddist í Keflavík
30. maí 1961. Hann
lést á ferðalagi í
Tyrklandi 3. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Óskar Veturliði
Grímsson, f. 11.
apríl 1934, og Mar-
grét Gestsdóttir, f.
1. febrúar 1932.
Systir Óskars var
Guðbjörg, f. 2. febr-
úar 1954, d. 3. des-
ember 1975. Bróðir Óskars er
Atli Már, f. 2. júlí 1955. Uppeld-
isbróðir Óskars er Gestur Pét-
ursson, f. 27. september 1971.
Hinn 27. september 1986
kvæntist Óskar Olgu Alexand-
ersdóttur, f. 12. febrúar 1961.
Foreldrar hennar eru Alda
Magnúsdóttir, f. 6. ágúst 1943, og
Alexander Jóhannesson, f. 27.
september 1928, d. 9. júní 1999.
Börn Óskars og Olgu eru 1) Guð-
björg, f. 23. september 1983, unn-
usti Gunnar Páll Ólafsson, f. 5.
júní 1980. 2) Júlíana Alda, f. 1.
júlí 1988, unnusti Björn Ingi
Björnsson, f. 9. apr-
íl 1987.
Óskar ólst upp í
Njarðvík og hóf
störf hjá slökkviliði
Keflavíkurflug-
vallar 1982. Árið
1993 fluttust Óskar
og fjölskylda hans á
Sauðárkrók þar
sem hann hóf störf
sem slökkviliðs-
stjóri Skagafjarðar.
Frá mars til loka
maí árið 2003 starf-
aði Óskar sem
slökkviliðsstjóri innan frið-
argæslunnar á flugvellinum í
Pristina í Kosovo. Hann starfaði
sem slökkviliðsstjóri í Skagafirði
þar til hann lést en ásamt starfi
sínu þar sat hann í ýmsum nefnd-
um og ráðum. Árið 2004 hóf Ósk-
ar nám í byggingariðnfræði við
Háskólann í Reykjavík en því
lauk hann með útskrift hinn 9.
júní síðastliðinn þar sem hann
fékk verðlaun fyrir góðan náms-
árangur.
Útför Óskars verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Pabbi getur allt. Það sögðum við
alltaf enda gast þú allt. Ef það var
eitthvað sem okkur vantaði þá þurft-
um við ekki annað en að tala við þig og
málinu var reddað. Við vildum bara
óska þess að þú gætir verið hérna hjá
okkur núna. Við söknum þín svo mik-
ið, það er svo skrítið að þú sért ekki
hérna, við erum alltaf að bíða eftir því
að þú komir og segir: Jæja, það geng-
ur ekki að hanga svona, förum að gera
eitthvað. Því þú þurftir alltaf að vera
að gera eitthvað.
Við erum svo þakklátar fyrir að
hafa fengið að eyða þessum síðustu
dögum með þér. Við áttum okkar
skemmtilegasta dag þarna úti í Tyrk-
landi þegar við fórum í siglinguna,
bara við fjölskyldan, það var nú ekk-
ert smá sem við öll höfðum gaman af
því. Ef tíminn gæti staðið í stað þá
myndum við velja þennan dag. Þú
ætlaðir nú alltaf að kaupa þér sjálfur
bát, varst meira að segja búinn að
ákveða nafnið á hann.
Það var svo ótrúlegt hvað þú náðir
mikið til fólks, persónuleikinn þinn
var bara þannig að þú talaðir við alla
og vildir kynnast öllum, ef fólki hins
vegar líkaði ekki við þig þá var þér
bara alveg sama, enda reyndir þú
aldrei að vera annar en þú varst. Á
hótelinu úti dýrkuðu þjónarnir þig,
þeir kölluðu þig allir Baba sem þýðir
pabbi og komu með eftirrétti í boði
hússins sem við óskuðum ekki einu
sinni eftir. Þetta sýnir bara hversu vel
þú náðir til fólks.
Við vildum óska þess að þú hefðir
getað orðið afi, þú hefðir orðið frábær
afi, við hefðum reyndar ekki mikið
fengið að hafa börnin okkar því þú
hefðir pottþétt alltaf verið með þau að
bardúsa og að spilla þeim eitthvað.
En við eigum minningarnar og við
sjáum til þess að ef við eignumst ein-
hvern tímann börn fái þau að vita
hvernig afi þeirra var enda nóg af
minningum til.
Við vitum að þú varst stoltur af
okkur og við ætlum að halda áfram að
gera þig stoltan. Við erum líka stoltar
af því að hafa átt þig sem pabba.
Við elskum þig pabbi.
Guðbjörg og Júlíana.
Ég lít til baka litla stund á lífs míns veginn
genginn,
ég man þá læknis mjúka mund mér fékk
litla drenginn.
Við höfum fylgst um farinn veg á förnum
lífsins vegi,
ást til þín ég ætíð ber nú eftir situr tregi.
Sofðu vært sofðu vel minn sonur elskulegi.
Ég fylgi þér nú fram að gröf þó fallið þitt mig
beygi
og enn þá verði einhver töf á ævi minnar degi.
Ég ennþá stend á ystu nöf eftir beinist tregi
en okkur skilur ekki gröf annarra lífs á vegi.
(H.B.)
Hvíl í friði, elsku sonur.
Saknaðarkveðjur,
mamma og pabbi.
Elskulegi bróðir minn.
Það var erfið stund þegar bankað
var upp heima hjá mér og mér til-
kynnt um andlát þitt og þú varst í út-
skriftarferð í Tyrklandi þar sem þið
mæðginin Guðbjörg voruð bæði að
klára nám, Guðbjörg frá Bifröst og þú
frá Háskólanum í Reykjavík. Það var
búin að vera mikil eftirvænting fyrir
þessa ferð þar sem öll fjölskyldan fór
saman; njóta samverunnar, fagna
áföngunum og slappa af. Þú varst
duglegur að senda mér tölvupóst í
þessari ferð og fengum við að fylgjast
með bæði í máli og myndum en síð-
asta bréfið sem ég fékk frá þér var af-
mæliskveðja þar sem þú óskaðir mér
til hamingju með daginn og spurðir
hvort mér þætti ekki gaman að vera
svona gamall, en mér hefði aldrei
dottið í hug að þú myndir hverfa frá
okkur daginn eftir og það er ekki
sjálfgefið að verða svona gamall.
Þú hverfur frá okkur langt um ald-
ur fram ekki nema fjörutíu og sex ára
og manni finnst ekkert sem réttlætir
það.
Minningarnar streyma í gegnum
hugann og maður fer að hugsa um
ýmislegt sem upp hefur komið í lífinu
eins og þegar þú fluttir á Sauðárkrók,
þá fannst mér önnur tilfinning að eiga
allt í einu bróður sem var svo nærri
mér en ekki fyrir sunnan, í Njarðvík.
Þá fékk maður að kynnast meira ýms-
um uppátækjum og sprellum hjá þér
þar sem þú varst ófeiminn að láta ým-
islegt í ljós bæði í látbragði og orði og
gerðir grín að samferðamönnum og
sjálfum þér. Það eru margar góðar
minningar sem við eigum eftir ylja
okkur við um ókomna tíð.
Í allri þinni vinnu varst þú ná-
kvæmur, samviskusamur, skipulagð-
ur og varst tilbúinn að leggja á þig
mikla vinnu og gerðir oft meira en til
var ætlast sem kom víða fram í þínum
verkum, hvort sem var í skóla,
vinnunni eða fyrir samferðamenn
þína og ég tala nú ekki um þína nán-
ustu sem þótti auðvelt að sækja til þín
og leystir flest vandamál sem upp
komu.
Við minnumst Óskars Stefáns sem
skemmtilegs drengs sem var fljótur
að svara fyrir sig og hafði skemmti-
legan húmor þó svo við hefðum viljað
skapað fleiri minningar með honum í
framtíðinni en við fáum litlu um það
ráðið. Við viljum þakka Óskari bróður
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum með honum og víst er lífið allt
miklu tómlegra án hans.
Við vitum að það verður tekið vel á
móti þér, elsku Óskar minn.
Elsku Olga, Guðbjörg, Júlíana
Alda, mamma, pabbi og aðrir að-
standendur, megi guð veita okkur öll-
um styrk í þessari miklu sorg. Minn-
ingin um þig mun lifa með okkur um
alla tíð. Hvíl í friði, elskulegi bróðir
minn.
Er lífið svo stutt
og krafturinn svo mikill.
Þú lifðir í gleði
og tókst okkur með.
Nú ertu farinn
og tómt er þig eftir
En hlátur svo djúpur
og bros þitt eftir er.
Í hjörtum okkar þú lifir
og hjá guði styður þú okkur
sem sakna þín svo.
(Margrét J. Atladóttir)
Þinn bróðir,
Atli Már Óskarsson.
Óskar er horfinn frá okkur langt
um aldur fram á sama tíma og hann
stóð sjálfur á tímamótum í lífi sínu.
Hann og Olga voru að halda upp á að
hafa verið saman í 30 ár, Óskar var að
halda upp á útskrift frá Háskólanum í
Reykjavík og Guðbjörg að halda upp
á útskrift sína frá Bifröst. Óskar hafði
helgað sig starfi sem hann sinnti með
mikilli sæmd. Fyrst sem slökkviliðs-
maður á Keflavíkurflugvelli þar sem
hann naut leiðsagnar góðra manna.
Síðan fyrir 14 árum var hann ráðinn
sem slökkviliðsstjóri í Skagafirði. Ég
man hvað fjölskyldan var öll ánægð
með að hann væri að fara að sinna
skemmtilegu starfi á stað þar sem
fjölskyldan á djúpar rætur. Gaman er
að segja frá því að ein af elstu minn-
ingum mínum um Óskar er þegar
hann kveikti óvart í kofanum okkar á
Njarðvíkurbraut 12 ásamt vinum sín-
um. Þannig að snemma beygist krók-
urinn, ef maður vill túlka þessa minn-
ingu sem svo.
Björgunarstörfum helgaði hann sig
af lífi og sál en þó aldrei þannig að
fjölskyldan félli í skuggann. Það er
nefnilega svo merkilegt að alltaf tókst
honum að gera það sem mörgum öðr-
um tekst ekki, sem er að hlúa ein-
staklega vel að maka og börnum í
hraða nútímans.
Óskar var kátur og stríðinn en um
leið var hann líka ófeiminn við að gera
grín að sjálfum sér. Hann var líka
ákveðinn og óhræddur við að segja
sína skoðun á málum.
Óskar átti drauma sem hann var
óhræddur við að láta rætast og vann
hörðum höndum að því. Sem dæmi
vann hann hart að því að bæta við sig
menntun samhliða vinnu og náði
ávallt afburðaárangri með tilheyrandi
viðurkenningum. Hann var líka
óhræddur við að takast á við ný og
krefjandi verkefni. Gott dæmi er þeg-
ar hann fór með mjög skömmum fyr-
irvara á vegum íslensku friðargæsl-
unnar til að sinna uppbyggingarstarfi
í Kosovo. Eins og með annað sem
hann tók sér fyrir hendur skilaði hann
því verkefni með mikilli sæmd.
Kæri bróðir, við söknum þín sár-
lega og þess sem hefði getað orðið.
Við erum stolt af þér og munum
heiðra þína minningu.
Þinn bróðir,
Gestur.
Elsku frændi og nafni. Að svona
gerist án fyrirvara fær okkur til að
hugsa hve daglegt amstur og vinna er
ómerkileg í samanburði við stundir
með fjölskyldu og vinum. En samt
sem áður virðist það alltaf ganga fyrir
og við höldum að við höfum nægan
tíma í framtíðinni. Síðasta heimsókn
átti að vera tveggja mínútna stopp á
leiðinni í bæinn en sem betur fer
spjölluðum við þig og Olgu í nokkrar
klukkustundir. Þetta var mjög
ánægjuleg stund og var það alltaf á
dagskrá að eyða meiri tíma saman.
Þú varst einstaklega laginn við að
láta fólki finnast það velkomið í fjöl-
skylduna og þegar Kimberly hitti fjöl-
skylduna í fyrsta skipti byrjaðir þú
auðvitað að stríða henni með að tala
íslensku mjög hratt og þú gafst henni
„íslenska“ nafnið Kimba.
Núna ertu í góðum höndum með
Guðbjörgu, móður minni og stóru
systur þinni.
Óskar Veturliði Sigurðsson
og Kimberly Buchan.
Kveðja frá Félagi
slökkviliðsstjóra Íslandi
„Heyriði karlarnir mínir, ég verð
ekki í sambandi næstu vikur, ég er að
fara í langt frí, langt í burtu.“ Þetta
voru síðustu skilaboð Óskars til okkar
daginn áður en hann og fjölskylda
hans héldu til Tyrklands í sumarfrí.
Óskar var ekki bara að skila þessu til
okkar stjórnarmanna í Félagi
slökkviliðsstjóra, hann var einnig að
senda skilaboð til annarra fé-
lagsmanna. Óskar hefur síðustu ár átt
sæti í stjórn FSÍ og verði virkur þar.
En hann hefur einnig verið virkur fé-
lagi utan stjórnar og stutt við félagið
alla tíð með ráð og dáð.
Hann hefur t.d. verið okkar helsti
tölvusérfræðingur og unnið margt
þrekvirkið á þeim vettvangi fyrir fé-
lagið sem og Brunamálastofnun,
nægir að nefna eftirlitsforrit sem
unnið er eftir hjá mörgum slökkvilið-
um landsins.
Óskar var ætíð léttur og hress og
gleðigjafi þegar félagar hittust. Minn-
isstæð er ferð FSÍ til Pétursborgar,
en þangað fóru nokkrir slökkviliðs-
stjórar ásamt mökum sínum.
Létt fas og lund í bland við um-
hyggju og virðingu fyrir konu sinni
smitaðist til okkar ferðafélaganna og
úr urðu stundir sem gott er að ylja sér
við í minningunni.
Við höfum alla tíð séð að þar sem
Óskar og Olga fóru voru samhent
hjón á ferð og þau báru gagnkvæma
virðingu og væntumþykju fyrir hvort
öðru.
Á síðasta ári hefur Óskar lagt á sig
og sína mikið nám sem hann stundaði
samhliða vinnu sinni. Þetta hefur án
efa reynt á alla togþræði, sem þau
hjón fóru í gegnum af áhuga og elju.
Fríið í Tyrklandi var því kærkomið og
þar átti að „hlaða rafhlöðurnar“ eins
og Óskar orðaði það þegar við kvödd-
um hann á síðustu ráðstefnunni sem
hann sat með okkur um daginn í
Reykjavík.
Að komið væri að leiðarlokum
hérna megin lífs leiddum við ekki
hugann að.
En svona er þetta bara, það þarf
víst að hafa þetta bak við eyrað. Þetta
er okkar leið, þó á mismunandi tíma.
Sumir fara of fljótt, það varð hlut-
skipti Óskars.
Hans er sárt saknað í okkar hópi,
blessuð sé minning hans.
Olgu og fjölskyldu sendum við okk-
ar bestu strauma í þeirri sorg og
söknuði sem þau fást við á þessari
stundu og í framtíðinni.
Við, samferðafólk Óskars, eigum
eftir góða minningu um hann og öll
þau fjölmörgu verkefni sem hann
kom að okkur til heilla.
Félögar í FSÍ og makar.
Stundum gerast hlutirnir hratt. Sá
er þetta ritar gat ekki getið sér til um
hversvegna flaggað væri í hálfa stöng
á Ráðhúsi Sauðárkróks í síðustu viku.
Fréttin barst og það var Óskar Stefán
Óskarsson slökkviliðsstjóri sem kvatt
hafði fyrirvaralaust laugardaginn 3.
júlí, staddur á erlendri grund í sum-
arfríi með konu sinni.
Ég kynntist Óskari eftir að hann
flutti til Sauðárkróks. Hann var val-
inn úr fjölda umsækjenda til að gegna
starfi slökkviliðsstjóra á Sauðárkróki
og í Skagafirði, en sveitarfélögin ráku
sameiginlegar brunavarnir undir
stjórn Héraðsnefndar Skagfirðinga.
Við ráðningu Óskars var haft sam-
band við fyrri húsbændur hans, en
hann starfaði við Slökkvilið Keflavík-
urflugvallar. Forsvarsmenn þar
sögðu sér ljúft að gefa Óskari öll sín
bestu meðmæli, enda þótt þeir gerðu
sér ljóst að slík umsögn stuðlaði að því
að þeir misstu hann úr starfi. Bruna-
varnir og slökkvilið var hér í þróun á
þeim tíma sem Óskar tók við því og
þarfnaðist kraftmikils og dugandi
manns. Forsaga brunavarna hér á
Sauðárkróki nær allt til ársins 1909,
er fyrsti slökkviliðsstjórinn var kjör-
inn. Síðan hafa margir gegnt þessu
starfi, lengst af við ófullnægjandi
tækjakost. Um og eftir síðustu alda-
mót varð veruleg breyting á þessu og
Óskar átti því láni að fagna að stýra
þeirri uppbyggingu. Að hans tilstuðl-
an fékkst mjög góður slökkvibíll fyrir
viðráðanlegt verð frá Slökkviliði
Varnarliðsins. Þá hefur Rauði kross-
inn byggt upp sinn tækjakost hér á
Sauðárkróki, en Óskar stjórnaði einn-
ig þeirri starfsemi. Hann var mjög
áhugasamur um alla uppbyggingu og
gerði meðal annars sjálfur vandað
tölvuforrit til notkunar fyrir fleiri
slökkvilið. Hann lagði áherslu á að
slökkviliðsmenn væru vel upplýstir
um alla áhættuþætti á umráðasvæð-
inu og gætu á augabragði fengið upp-
lýsingar um húsaskipan og möguleika
til vatnsöflunar, jafnvel í bílnum á
leiðinni á brunastað.
Óskari nægði ekki starfsvettvang-
urinn í Skagafirði. Þegar vantaði frið-
argæsluliða til Kosovo bauð hann sig
fram og fór til starfa þar og gat sér
gott orð við stjórn brunavarna og
störf sem tengdust flugvellinum þar.
Kveðjustundin kemur óvænt og
mér verður orða vant.
Hann sem átti svo margt ógert af
því sem hann langaði að gera. Við
ræddum stundum um það, t.d. langaði
hann að fara til Afganistan í friðar-
gæslu. En hann vildi líka hugsa vel
um fjölskylduna og til þess þurfti að
vera heima.
Ég þakka árin sem við störfuðum
saman, alltaf var Óskar tilbúinn að
veita aðstoð, jafnt í starfi sem einka-
lífi. Ég votta fjölskyldu hans ættingj-
um og öllum sem honum þótti vænt
um innilega samúð og bið Guð að
blessa minninguna um góðan dreng.
Magnús H. Sigurjónsson.
Óskar Óskarsson, slökkviliðsstjóri
á Sauðárkróki, er látinn, 46 ára að
aldri. Hann var í sumarleyfi með fjöl-
skyldu sinni erlendis þegar ósköpin
dundu yfir.
Óskar var ráðinn til Brunavana
Skagafjarðar frá 1. febrúar 1993.
Fljótlega eftir komuna á Krókinn hóf
hann æfingar í körfuknattleik með
íþróttafélaginu Molduxum og þar hóf-
ust kynnin. Strax setti þessi stóri og
sterki maður sinn svip á félagið, æf-
ingar þess og félagslíf. Á árshátíðum
félagsins kvað að okkar manni þegar
hann, með látbragði sínu og húmor,
kætti gestina svo um munaði. Þau
voru fá skemmtiatriðin sem hann tók
ekki einhvern þátt í. Það sópaði að
Óskari utan vallar sem innan, enda
ákveðinn maður á ferð. Við skipulag
móta og fleira var leitað til Óskars, því
það sem hann tók að sér var gert og
framkvæmt af öryggi og festu. Við
minnumst ferða á mót þegar Óskar
var bílstjóri, jafnvel þótt hann gæti
ekkert spilað sjálfur með. Óskar var
maður sem hægt var að treysta. Síð-
ustu misserin hafði Óskar stundað
krefjandi nám meðfram fullu starfi
sínu, með framúrskarandi árangri.
Slökkvilið Skagafjarðar er vel
mannað og í góðri æfingu og reglu-
semi á búnaði þess hefur vakið at-
hygli. Þetta eru verk Óskars.
Nú er skarð fyrir skildi og söknum
við sárt félaga okkar sem fallinn er frá
í blóma lífsins. Við sendum Olgu og
fjölskyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og óskum þeim alls hins
besta á þessum erfiðu tímum og í
ókominni framtíð.
F.h. Molduxanna,
Ágúst Guðmundsson.
Á svona stundu eru til fá orð. Ekk-
ert finnst manni vera til sem réttlætir
Óskar Stefán
Óskarsson