Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.07.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 35 það að láta þig hverfa svona frá konu þinni og börnum en kannski var þín einmitt þörf á æðri stað. Þú varst allt- af með bros á vör, góður maður. Ég minnist þess er Gestur maður- inn minn kom fyrst með mig heim til Maju og Óskars á Njarðvíkurbraut- ina. Þá strax urðum við góðir vinir. Þið Olga og stelpurnar komuð oft til okkar í Arnarstaði. Þá var mikið hleg- ið og alltaf mátti sjá gleði í svip krakk- anna þegar þú hringdir á undan og sagðist vera að koma í heimsókn. Eitt sinn er ykkar var von sagði Unnar strákurinn okkar: „Jæja þá verð ég víst í því í dag að ná í mjólk út í fjós.“ Ég hef aldrei séð neinn drekka eins mikið af mjólk eins og þig því þér þótti hún svo góð, svona beint úr tanknum. Það voru fleiri en mín börn sem litu upp til þín. Eitt sumar var hjá mér um stund lítill strákur, Eyþór, hann er blindur. Þú fórst með hann og „sýnd- ir“ honum slökkviliðsstöðina, kveiktir á sírenunum og leiddir hann um allt og þegar þú varst staddur í Reykjavík náðir þú í hann heim til hans og fórst með hann á slökkviliðsstöðina þar. Þetta var einstakt og lýsir þér hvern- ig þú varst. Megi góði Guð blessa þína minningu. Elsku Olga, Guðbjörg, Júlíana, Maja og Óskar, Atli og Steina og fjöl- skylda megi minning um góðan mann styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Jóna á Arnarstöðum. Dauði nákominna ættingja er okk- ur jafnan áfall, jafnvel þótt fyrirsjáan- legur sé, þar sem höggvið er á tengsl tilfinninga sem þróast hafa um árabil. En þegar um er að ræða andlát langt um aldur fram, fólks í blóma lífsins þar sem manni finnst sem bestu árin séu jafnvel ókomin, er um meira en áfall að ræða og maður verður gripinn harmi og vanmætti. Þannig fór mér er Atli Már syst- ursonur minn hringdi í mig og sagði mér að Óskar Stefán bróðir sinn væri allur, hefði látist snögglega úti í Tyrk- landi, þar sem hann var staddur í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Að hluta til hefur ferðin væntanlega verið farin til að halda upp á útskrift hans sjálfs frá Háskóla Íslands og dótturinnar Guð- bjargar frá Háskólanum á Bifröst, síðastliðið vor. Á sárum tímamótum sem þessum sækja á hugann minningar tengdar samskiptum við fjölskyldu Margrétar systur minnar gegnum tíðina, sem hafa verið mikil og náin. Þegar Óskar var ungur drengur fylgdi hann for- eldrum sínum í heimsókn til afa og ömmu hans á Arnarstöðum og í sam- bandi við veikindi og andlát afa hans dvaldist hann ásamt móður sinni um alllangan tíma hér hjá ömmu sinni. Á þessum árum sköpuðust tengsl sem síðan héldust þótt lengra yrði milli samfunda. Þegar Óskar hafði lokið námi gerðist hann húsasmiður en staldraði þar stutt við en gerðist slökkviliðsmaður í slökkviliði Kefla- víkurvallar. Slökkviliðið á Vellinum var rómað fyrir framúrskarandi árangur og var það Óskari góður skóli til að takast á við meiri ábyrgð á þessum vettvangi. Upp úr 1990 gerðist hann slökkviliðs- stjóri á Sauðárkróki og í Skagafjarð- arsýslu og hafði gegnt því starfi síðan við góðan orðstír og naut virðingar og trausts sem fagmaður á þessu sviði. Við komu Óskars á Krókinn end- urnýjuðust kynni fjölskyldna okkar. Auk gagnkvæmra heimsókna var það ekki sjaldan sem ég leit inn á slökkvi- stöðina til frænda míns og nafna, þáði kaffisopa og innti frétta. Við ræddum þá um það sem efst var á baugi og var Óskar ætíð hress á manni og ekki víl- samur. Hafði ég ætíð mikla ánægju af þessum heimsóknum, sem endaði allt- af með þéttu og hlýju handtaki og góðum óskum af hans hálfu. Þeir verða ekki fleiri samfundirnir því snögglega lagðist að nótt þótt sól væri rúmlega í hádegisstað. Nú er mér þakklæti efst í huga í bland við treg- ann er ég hugsa til baka. Við hér á Arnarstöðum sendum Olgu og dætrunum svo og elskulegri systur minni og mági, sem nú mega sjá á eftir öðru barni sínu í blóma lífs- ins, innilegar samúðarkveðjur og biðjum þess að algóður guð styrki þau og blessi á þessum erfiðu tímum. Megi ljúfu minningarnar um góðan dreng verða ástvinum huggun í harmi. Stefán Gestsson. Kæri félagi, fáein minningarorð fylgja þér úr hlaði. Við mjög óvænt og ótímabært fráfall þitt setur okkur öll hljóð. Það myndast ákveðið tómarúm og erfitt er að skilja að þetta sé raun- veruleikinn. Á stundum sem þessari leita minningar á hugann. Minningar um náinn samstarfsmann og félaga. Við, sem þekktum þig í fjölbreyttu starfi slökkviliðsstjóra, þekktum fag- manninn Óskar Stefán, mann sem hafði mikinn metnað í starfi og lagði sig fram við að rækja það af fag- mennsku og alúð. Við, sem líka þekkt- um manninn Óskar Stefán, vissum að þar fór ljúfur félagi, hóflega stríðinn húmoristi sem hafði góða nærveru. Fjölskyldumanninn Óskar Stefán þekktum við líka. Við vissum um alla þá væntumþykju sem þú barst til fjöl- skyldu þinnar, við vissum að Olga og dæturnar voru þér ætíð efstar í huga. Missir þeirra er mikill. Kæra Olga, við starfsfélagarnir í tæknideild sveitarfélagsins Skaga- fjarðar sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við trúum því að minningin um góðan dreng geri ykkur léttara að takast á við þá erfiðu staðreynd að vinur okkar Óskar Stefán sé svo snögglega á braut genginn. Jón Örn Berndsen. Mig langar í örfáum orðum að minnast Óskars Stefáns Óskarssonar byggingariðnfræðings og slökkviliðs- stjóra á Sauðárkróki. Kynni okkar hófust er Óskar hóf fjarnám í bygg- ingariðnfræði við Tækniháskóla Ís- lands, nú Háskólann í Reykjavík, haustið 2004. Ég tók strax eftir því að hér var á ferðinni dugnaðarforkur, hress, skemmtilegur og greindur náungi sem lét í ljós sínar skoðanir ef með þurfti og gerði athugasemdir við það sem betur mátti fara hvað námið varðaði. Það sem mér þótti svo vænt um í fari Óskars var þessi jákvæði drifkraftur sem hann bjó yfir og geisl- aði frá honum. Dæmi um þennan já- kvæða drifkraft er að meðan Óskar stundaði iðnfræðinámið við HR þá útbjó hann aðstöðu á Slökkvistöðinni á Sauðárkróki fyrir samnemendur sína þar sem hann hvatti þá til að koma saman á ákveðnum tímum til að vinna að verkefnum og leysa þau dæmi sem lágu fyrir. Óskar var þarna eins konar skólastjóri sem rak sína nemendur áfram með harðri hendi þeim til ánægju og heilla. Hér má einnig nefna að þar hafi Óskar verið að vinna óbeint starf fyrir HR. Óskar útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík 9. júní sl. Hann lauk dip- lómaprófi í byggingariðnfræði með hæstu einkunn í sínum árgangi og fyrir það hlaut hann sérstök verðlaun frá skólanum. Óskar hugðist bæta við sig námi í rekstrariðnfræði í haust en því miður verður ekki af því. Góðs drengs er sárt saknað. Ég bið góðan Guð að blessa eiginkonu, börn og fjöl- skyldu hans í þeirra miklu sorg. Jens Arnljótsson, verkefnisstjóri, Háskólanum í Reykjavík. Óskar Stefán Óskarsson slökkvi- liðsstjóri er látinn langt um aldur fram. Andlátsfregn hans kom sem reiðarslag í skagfirskt samfélag. Kynni mín af Óskari hófust þegar ég flutti til Sauðárkróks fyrir 13 árum. Þar sem ég starfaði þá sem aðstoð- arskólameistari við FNV leið ekki á löngu þar til ég vissi hver Óskar slökkviliðstjóri var vegna vasklegrar framgöngu hans í málefnum eldvarna og slökkviliðs. Þetta var maðurinn sem umbúðalaust krafðist þess að brunavarnir væru í lagi og setti fram kröfur af festu en honum var mjög umhugað um að öll öryggismál væru í lagi. Árið 2002 þegar ég tók við starfi sveitarstjóra Skagafjarðar jukust kynni okkar Óskars þar sem við störf- uðum mjög náið saman til ársins 2006. Áttum við mjög gott og farsælt sam- starf. Óskar var húmoristi af bestu gerð og þótti honum ekki leiðinlegt þegar hann komst að því að við vorum jafnaldrar upp á dag og upp á klukku- tíma. Kallaði hann mig upp frá því „tvíburabróður“ sinn. Kynntist ég því þá að Óskar gerði miklar kröfur til sinna undirmanna en þó gerði hann mestar kröfurnar til sjálfs sín. Hann bar alla tíð, sem slökkviliðsstjóri, hag Brunavarna Skagafjarðar fyrir brjósti og þeirra sem nutu þjónust- unnar. Hann stýrði liði sínu af mynd- arskap og hvergi bar skugga á rekst- ur Brunavarna Skagafjarðar. Hann var skjótur til verka og sú manngerð sem vindur sér í verkefnin og finnur lausnir í stað þess að sjá nýjum við- fangsefnum allt til foráttu. Hann var til að mynda með fyrstu slökkviliðs- stjórum á landinu til að gera Bruna- varnaáætlun þegar sú tilskipun kom. Hann var með eindæmum jákvæður, samviskusamur, nákvæmur og fylginn sér. Hann hafði góða yfirsýn yfir verksviðið, sem kom m.a. glögg- lega í ljós á almannavarnaæfingum sem á vettvangi atburða. Óskar var einnig viðkvæmur maður, sem tók hörmuleg slys og afleiðingar þeirra nærri sér. Áttum við oft spjall saman í Ráðhúsinu um aðstæður þeirra sem starfa við brunavarnir og sjúkraflutn- inga og var Óskar jafnan að leita leiða til að gera hin erfiðu andlegu og lík- amlegu störf sinna manna léttbærari. Ég hitti Óskar um daginn á förnum vegi og sagði hann mér frá framtíð- aráformum sínum. Hann vildi mennta sig enn meira, verða enn betri fag- maður á sínu sviði og víkka sjóndeild- arhringinn en skjótt skipast veður í lofti. Blessuð sé minning Óskars Stef- áns Óskarssonar. Votta ég Olgu, Guðbjörgu, Júlíönu, foreldrum og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og styrki. Ársæll Guðmundsson. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS PÁLA BENEDIKTSDÓTTIR fyrrv. bankafulltrúi, Raufarseli 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 12. júlí. Útförin verður tilkynnt síðar. Sigurður E. Guðmundsson, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Friðrik Friðriksson, Benedikt Sigurðsson, Kjartan Emil Sigurðsson, Aldís Eva Friðriksdóttir, Dagur Páll Friðriksson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR SVANBERG GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, fimmtudaginn 12. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Hálfdánardóttir, Ingvar Hauksson, Sigríður Axelsdóttir, Elín Hauksdóttir, Svavar Helgason, Guðmundur Vignir Hauksson, Lilja Guðmundsdóttir, Sigurdís Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, kær bróðir okkar og mágur, HANNES JÓHANNSSON málarameistari, Bollagötu 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, miðvikudaginn 27. júní. Útför hans fór fram í kyrrþey, mánudaginn 9. júlí. Þökkum sýnda samúð við lát hans og útför. Hrefna Hannesdóttir, Arnar Andrésson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Kr. Jóhannsson, Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, Birgir Jóh. Jóhannsson, Heimir Brynjúlfur Jóhannsson, Friðrikka Baldvinsdóttir, Sigríður H. Jóhannsdóttir, Sveinn Sæmundsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, Jörfagrund 52, Kjalarnesi, andaðist á heimili sínu, miðvikudaginn 11. júlí. Karl Jósefsson (Drago VRH), börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR, Maríubaugi 139, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 12. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Haukur Otterstedt, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Haraldur Þorbjörnsson, Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir, Hinrik Hringsson, Björk, Rúnar, Brynjar og Ólafía. ✝ Ástkær eiginmaður minn, PÉTUR G. JÓNSSON vélvirki, Holtagerði 13, Kópavogi, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Veturliðadóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR SÆMUNDSSON kennari, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. júlí á Landspítalanum. Jakobína Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Baldur Þór Þorvaldsson, Katrín Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.