Morgunblaðið - 17.07.2007, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
tímamótum var fagnað í gróðurhús-
unum í Dalsgarði.
Lífið blasti við Þorbergi og engan
grunaði þá að rúmum mánuði síðar
yrði þessi ljúfi drengur horfinn á
braut úr hópi ástvina. Nú verða ljós-
myndir og minningar úr þessari
hinstu veislu mörgum ómetanlegar.
við minnumst drengsins
sem óx úr grasi
í garði dalsins
en var svipt á brott
með þungu höggi
sumarhúmið læðist
yfir dalinn
vonarljós kvikna
á vegamótum
Við vottum aðstandendum og vin-
um Þorbergs okkar dýpstu samúð.
Fjölskyldan á Hvirfli í
Mosfellsdal.
Æjæja, elsku vinur minn, ég trúi
ekki enn að þetta hafi farið svona.
Mér finnst svo stutt síðan ég, Bergur
og Gísli reyndum að uppgötva
leyndardóma lífsins og héldum að til-
veran tæki enda við mynni Mosfells-
dalsins.
Ætli ég sé ekki aftur orðinn sömu
skoðunar, eftir atburði vikunnar. Þor-
bergur var einn elsti vinur minn og
einn vandaðasti og heilsteyptasti
maður sem ég hef kynnst. Hann var
hugrakkur, einlægur, sterkur, hrein-
skilinn og, að öðrum ólöstuðum, ein-
hver skemmtilegasti maður sem
hægt var að rabba við. Í eldmóði sín-
um sýndi hann okkur hinum hvernig
hægt var að takast á við hindranir
lífsins með æðruleysi og dirfsku. Það
var ekki að ástæðulausu sem ég sagði:
„Það sem kom okkur til bjargar var
hvað Bergur var harður“ í laginu
Mosó. Nei, það var af því að harkan
og seiglan í Þorbergi var öðrum inn-
blástur. Ég man þegar ég, Þorbergur
og Gísli kepptum um það hver okkar
þroskaðist hraðast. Líklega fékkst
ekki botn í þá keppni fyrr en á út-
skriftardaginn hans og í veislunni í
Dalsgarði. Þá sá ég að hann var orð-
inn karlmaður, en ég og Gísli vorum
enn bara drengir. Bara ef hann gæti
búið til eina sprengju í viðbót, veitt
eina mús, eða bara glott einu sinni
enn framan í mig. Klökkur kveð ég
Berg, lífskúnstner, og heimurinn er
verri staður án hans. Þó svo að við
værum alltaf samstiga í trúleysi okk-
ar veit ég núna að auðvitað er til stað-
ur fyrir meistara eins og Þorberg.
Mosfellsdalur himinhallanna. Þar sit-
ur hann eflaust, borðar svissneskt
súkkulaði, dundar sér við að búa til
bombur, les náttúrulífsbækur og eld-
ar eitthvað ótrúlega gott fyrir liðið.
Við sjáumst þegar við sjáumst og ég
er strax farinn að hlakka til.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm …
(Halldór Laxness)
Halldór Halldórsson.
Hver og ein manneskja hefur eitt-
hvað fallegt um þig að segja. Góð-
mennska þín og hlýja varpar enn
birtu á okkur, til að vernda okkur og
hughreysta, eins og þegar þú varst
enn hjá okkur. Vittu til, það er alveg
víst að héðan í frá verður hluti af þér í
öllum sem þú kynntist. Ég vil að þú
vitir að fræið sem þú sáðir í sál okkar
mun vaxa og gera okkur næmari, um-
hyggjusamari, hugrakkari og frum-
legri, færa okkur nær þér og persón-
unni sem þú varst. Þú munt vaxa með
okkur þar til við verðum eitt.
Þú varst mikil sól og ljós þitt skein
á okkur.
Þú ert hundruð trjáa og það erum
við sem munum skína á þig.
Gilles Tasse.
Viskuklettur, fundinn fengur.
Í minningunni lifir lengur.
Við vini sína aldrei vargur.
Varð hann af því vinamargur.
Um fjársjóð þann er dauðinn kyssti.
Vissu færri þar til missti.
Viskuklettur, klár og hraustur.
Vinum sínum trúr og traustur.
Ég gæfi hlut af ævi minni,
ef fengi að hitta hann öðru sinni.
Engan þekkti betri mann.
Heima í dalnum hvílir hann.
Á viskukletti er eini gallinn.
Að Þorbergur er frá oss fallinn.
Fallna hetju sem við gröfum.
Eina huggun hin við höfum.
Það vita þeir sem þekktu hann náið.
Að orðstír getur aldrei dáið.
Þinn vinur
Sigurður.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að kynnast Þorbergi Gíslasyni og fyr-
ir það verð ég ævinlega þakklát.
Hann hafði svo mikið að gefa, naut
þess að gleðja aðra og vera til þannig
að ekki var hægt annað en að líða vel í
návist hans.
Fjölmargar ljúfar minningar koma
upp í huga minn sem við höfum átt
saman og munu ávallt lifa meðal okk-
ar.
Bið ég guð að geyma þig,
góða vininn bjarta.
Ég mun alltaf muna þig
innst í mínu hjarta.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldu Þorbergs í þessari miklu
sorg.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Þín vinkona,
Helga Clara Magnúsdóttir.
Bergur var ein merkilegasta og
skemmtilegasta manneskja sem ég
hef kynnst á minni lífsleið. Við kynnt-
umst stuttu eftir að ég flutti upp í
Mosfellsdal, og urðum fljótt góðir vin-
ir.
Bergur var alltaf einu skrefi á und-
an í öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur og fór ávallt sínar eigin leiðir.
Hann var svo uppátækjasamur og
sniðugur og kom manni sífellt á óvart.
Hann var alltaf svo fyndinn og
skemmtilegur og lét öllum í kringum
sig líða vel. Ég hef aldrei þekkt mann
sem var jafn einlægur.
Hann talaði alltaf beint frá hjart-
anu, af hreinskilni, og það var stór
ástæða þess hve dáður hann var. Ég
get varla annað en brosað þegar ég
hugsa til hans því ég á bara góðar
minningar sem lifa af eilífu.
Bergur mun alltaf eiga stóran hluta
af hjarta mínu og ég er innilega þakk-
lát fyrir að hafa hafa kynnst svona
yndislegum strák. Hann sýndi mér
leið til þess að takast á við lífið og skil-
ur því margt eftir
Ég kveð góðan vin með trega og
söknuði. Bergur er á góðum stað
núna og horfir niður og fylgist með
okkur. Ég mun alltaf elska hann og
einhvern tímann munum við hittast
aftur, í Dalsgarði á himnum.
Megi minning hans verða foreldr-
um, systkinum og öllum ástvinum
huggun á þessum erfiðu tímum. Guð
varðveiti ykkur og gefi ykkur styrk í
þessari sorg.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Svava Dís Reynisdóttir.
Elsku Bergur, núna stöndum við
vinirnir frammi fyrir því sem enginn
okkar hafði ímyndað sér að þurfa að
gera, það er að fylgja okkar besta vini
til grafar. Lífið gengur ekki alltaf eins
og maður vill að það gangi, það er
ekki hægt lýsa hversu erfitt það er að
sjá á eftir besta vinir okkar fara eins
snögglega og þú gerðir, elsku vinur.
Þú áttir alla framtíðina fyrir þér, ný-
útskrifaður og í blóma lífsins og við
vorum svo stoltir af þér. Við gátum
ekki beðið eftir að fá að taka utan um
þig þegar þú kæmir í bæinn til okkar,
við vissum alveg hversu mikið þú
hlakkaðir til að komast í miðbæjar-
mengunina og bensínangan, eins og
þú orðaðir það svo skemmtilega. Það
er hægt að segja svo margt sem lýsir
því hvernig maður þú varst og við vit-
um hreinlega ekki á hverju við eigum
að byrja. Þú varst sá brosmildasti,
áhyggjulausasti, lífsglaðasti, afslapp-
aðasti og kærleiksríkasti af okkur öll-
um. Þú ert lýsandi dæmi um hvernig
menn eiga að lifa lífinu.
Við munum minnast þín að eilífu,
elsku vinur, við vitum að þú ert bros-
andi á góðum stað.
Hvíldu í friði og sjáumst seinna,
kæri vinur.
Þínir vinir,
Daníel, Jón Sveinbjörn og Egill.
Þegar ég fékk símtal seinnipart
sunnudagsins 8. júlí sl. og þær fréttir
að vinur minn Bergur hafi látist í
hræðilegu bílslysi snemma um morg-
uninn, vissi ég ekki í hvorn fótinn ég
ætti að stíga. Það var eins og jörðin
hefði gleypt mig í stutta stund. Sagt
er að þeir deyi ungir sem guðirnir
Þorbergur Gíslason Roth
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS FINNBOGASON
verslunarmaður,
Gnoðarvogi 68,
andaðist föstudaginn 6. júlí á Landspítalanum við
Hringbraut.
Útför hans fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn
18. júlí kl. 15:00.
Steinunn Stefanía Magnúsdóttir, Ísleifur Jónsson,
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir,
Hafliði Sigtryggur Magnússon, Svanhildur Agnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og
vinarþel við fráfall og útför hjartkærrar systur
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HERDÍSAR HELGADÓTTUR,
Tómasarhaga 55,
Reykjavík.
Skúli Helgason,
Hrafn Helgi Styrkársson,
Sveinbjörn Styrkársson, Willy Johannes,
Auður Styrkársdóttir, Svanur Kristjánsson,
Snorri Styrkársson, Kristrún Ragnarsdóttir,
Unnur Styrkársdóttir, Sveinn Bragason,
Herdís Styrkársdóttir, Jón Ágúst Reynisson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
PÉTUR G. JÓNSSON
vélvirki,
Holtagerði 13,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut,
fimmtudaginn 12. júlí, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 18. júlí kl 13:00.
Margrét Veturliðadóttir,
Jóna Lilja Pétursdóttir,
Jón Pétur Pétursson, Kristín Guðmundsdóttir,
Gunnar Pétursson, Lísbet Grímsdóttir,
Katla Þorsteinsdóttir,
Þorlákur Pétursson, Sigríður Sigmarsdóttir,
Margrét P. Cassaro, Sigurgeir Gunnarsson,
afabörn, langafabörn og systkini.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, stjúpa og afa,
PÁLMA GUNNARSSONAR,
Ásholti 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar 13D á
Landspítala og starfsfólks Droplaugarstaða.
Álfheiður Gísladóttir
Guðrún Böðvarsdóttir, Hafsteinn Jónsson,
Ingólfur, Álfheiður og Guðrún Una Hafsteinsbörn.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa,
SVEINBJARNAR ÞORSTEINSSONAR,
Skálholtsstíg 2.
Sérstakar þakkir einnig til allra sem styttu honum
stundir og önnuðust hann í veikindum hans.
Kristín Sveinbjarnardóttir
Guðrún Sveinbjarnardóttir, Robert Boyce,
Helga Sveinbjarnardóttir,
Unnur Sveinbjarnardóttir, Georg Klütsch
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur,
fyrrverandi eiginmaður og afi,
JÓN HAUKUR HERMANNSSON,
Dalseli 31,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, föstudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, föstudaginn
20. júlí kl. 15.00.
Sigurrós Arna Hauksdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Þórarinn Hauksson, Margrét Valgerður Pálsdóttir,
Hulda Hauksdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir,
Ólína Fjóla Hermannsdóttir, Pétur Torfason,
Díana Svala Hermannsdóttir, Þorleifur Kristján Guðmundsson,
Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra,
GRÉTA S. SVAVARSDÓTTIR,
Grundarsmára 3,
Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 12. júlí.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju, fimmtudaginn
19. júlí kl. 15.00.
Guðmundur Gunnlaugsson,
Óskar Bragi Guðmundsson,
Ingvar Geir Guðmundsson,
Oliver Aron Guðmundsson,
Svavar B. Bjarnason,
Gunnlaugur B. Óskarsson
og systkini hinnar látnu.