Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ENGAN sakaði þegar TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, nauð- lenti í sjónum skammt utan við Straumsvík rétt fyrir kl. 19 í gær- kvöldi. Fjórir voru um borð í þyrl- unni og komust þeir allir um borð í björgunarbát. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur tekið yfir svæðið og vinnur að rannsókn á slysinu. Samkvæmt upplýsingum frá LHG var áhöfnin á TF-SIF við æfingar með áhöfninni á Einari Sigurjóns- syni, björgunarbát Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Eftir því sem blaðamaður kemst næst missti þyrlan afl í lítilli hæð. Þegar áhöfnin fann að þyrlan var að missa afl skaut hún út neyðarflotum með þeim ár- angri að lendingin varð mjúk. Áhöfn- in kom sér sjálf frá borði og um borð í björgunarbátinn sem flutti hana í land rétt fyrir kl. 21. Í áhöfn voru Sigurður Heiðar Wiium flugstjóri, Jens Þór Sigurðsson flugmaður, Torben J. Lund stýrimaður og Daní- el Hjaltason flugvirki. Farið var með áhöfnina til hafnar á athafnasvæði Alcans í Straumsvík þar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar (LHG), tóku á móti þeim. Forstjóri LHG segir viðbrögð áhafnar hafa verið hárrétt „Það er gott að sjá ykkur alla,“ sagði Björn Bjarnason dóms- málaráðherra við áhöfnina og fagn- aði því að hún hefði bjargast giftu- samlega. „Það er ánægjulegt að þetta gekk vel, þó að svona færi og þið stóðuð ykkur með prýði. Gangi ykkur vel,“ sagði Björn áður en áhöfnin fór aftur upp í lögreglubílinn og var ekið burt. „Við þökkum guði fyrir að áhöfnin skuli hafa sloppið heil á húfi,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri LHG, í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann viðbrögð áhafnarinnar hafa á allan hátt verið hárrétt og eins vel staðið að björgun og nokkur kostur var. „Þannig að það er áhöfninni sjálfri að þakka að hún skuli vera á lífi.“ Samkvæmt upplýsingum blaða- manns maraði þyrlan eftir nauðlend- inguna í hálfu kafi á hvolfi í sjónum. Hún var um kílómetra frá landi, norðanmegin við álverið í Straums- vík. Eftir því sem blaðamaður komst næst var þyrlan í vegi fyrir sigl- ingum á svæðinu og það kallaði á að henni yrði komið á land sem fyrst. Rétt fyrir kl. 21.30 var áhöfninni ekið í lögreglubíl í gegnum hliðið að athafnasvæði Alcan. Þar stillti hún sér upp fyrir fjölmiðla ásamt for- stjóra LHG og dómsmálaráðherra sem fagnaði giftusamlegri björgun mannanna. Áhöfnin bar sig vel, mennirnir virtust brattir þrátt fyrir volkið í sjónum, en þeir voru enn í appelsínugulum björgunargöllum sínum og augljóslega enn nokkuð blautir eftir veruna í sjónum. Fjöl- miðlum var tjáð að fjórmenningarnir gætu, samkvæmt fyrirmælum í flug- rekstrarbók LHG, ekki veitt viðtöl, en áhöfnin mun í framhaldinu veita Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) allar nauðsynlegar upplýsingar um slysið og tildrög þess. Samkvæmt upplýsingum frá LHG hafa verið gerðar ráðstafanir til að áhöfnin fái áfallahjálp vegna slyssins. Búist við að björgunaraðgerðir standi í alla nótt Eftir því sem blaðamaður kemst næst komu nokkrir tugir manna að björgunaraðgerðum. Dýpk- unarprammi kom á slysstað um kl. 22.30 í gærkvöldi og var útlit fyrir að aðgerðir til að ná björgunarþyrlunni TF-SIF á þurrt land stæðu í alla nótt. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur tekið yfir svæðið og vinnur að rannsókn á slysinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Valdimarsson, hjá Rannsókn- arnefnd flugslysa (RNF), að nú færi í gang ákveðið rannsóknarferli og far- ið væri eftir tilteknum gátlista sem kveður á um hvaða upplýsingum þarf að safna. Segir hann fullljóst að tekið verði eins mikið af ljósmyndum og hægt er áður en hróflað verði við neinu á þyrlunni. Segir hann þetta gert sökum þess að reynslan sýni að hlutir bogni og brotni þegar farið sé að skoða flök. Spurður hvenær búast megi við því að tildrög slyssins verði upplýst og liggi fyrir segir Páll það geta tekið daga eða vikur. Benti hann á að aðstæður til rannsókna væru ekki auðveldar þegar um slys á sjó væri að ræða. Í fréttatilkynningu sem RNF sendi frá sér á tólfta tímanum í gær- kvöldi kom fram að enn væri ekkert hægt að segja um orsakir slyssins. Unnið væri að því að ná flugrita þyrl- unnar og verður hann sendur til Bretlands þar sem gögn hans verða lesin. „Það er gott að sjá ykkur alla“ Morgunblaðið/Sverrir                 !"      Á vettvangi Seint í gær var unnið að því að ná TF-Sif upp. Þyrlan marar í kafi til vinstri á myndinni, en þrír björgunarbátar eru við hlið hennar. Í miðju er björgunarskipið Einar Sigurjónsson og lengst til hægri dýpkunarprammi. Snæfellsjökull skartar sínu fegursta í baksýn. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ ER mikið áfall að missa TF-SIF í hafið,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í samtali við Morg- unblaðið í Straumsvík í gærkvöldi. „Þetta er þyrla sem hefur verið 22 ár í störfum fyrir Landhelgisgæsluna. Það er mikil og góð reynsla af henni. Hún er búin að bjarga tugum ef ekki hundruðum mannslífa. Það er því mikill skaði að missa þyrluna. Aðalatriðið í okkar huga er hins vegar að mennirnir björguðust og það hefur allt gengið að óskum,“ sagði Björn. Aðspurður sagði hann að að- stæður til björgunar hefðu ekki getað verið betri og vís- aði þar bæði til nálægðar við land, staðsetningar björg- unarbátsins vegna æfinga, veðurfars og þess hve gott var í sjóinn. „Þannig að þeir gátu farið beint í fangið á björg- unarmönnum. Þeir þurftu, að mér skilst, að synda í sjón- um, en allt gekk það vel.“ Aðspurður sagði Björn ljóst að allt yrði gert til að koma þyrlunni í land, en ljóst væri að hún væri ónýt. „Al- menn skynsemi segir okkur það að þyrla sem er búin miklum rafeindatækjum og lendir í því að fara á hvolf í sjó, hún sé ekki til margra hluta nýt eftir það,“ sagði Björn og upplýsti að þegar hefði verið haft samband við Eurocopter, sem er framleiðandi að þyrlunum. Benti Björn á að þyrlur LHG væru tryggðar og tók fram að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að útvega aðra þyrlu. Þyrlan kostar um einn milljarð Í samtali við Morgunblaðið sagði Georg Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, þá dómsmálaráðherra hafa flogið yfir slysstað og að það hefði verið skelfileg sjón að sjá þyrluna mara í hálfu kafi á hvolfi. „Ég held að það sjái það hver maður að vélin hlýtur að vera ónýt,“ sagði Georg. Hann áætlar að þyrla á borð við TF-SIF kosti um einn milljarð króna. „Eins og Björn sagði þá erum við þegar farnir að leita leiða til að afla nýrrar vélar sem yrði bráðabirgðalausn og erum vongóðir um að það muni takast,“ sagði Georg og tók fram að það myndi ekki skapast neyðarástand í landinu þó eina af fjórum þyrlum LHG vantaði um tíma. „Það er auðvitað mjög slæmt að missa þessa vél, en við erum með þrjár öflugar vélar og vonumst til þess að geta fengið afleysingavél eins fljótt og auðið er.“ Aðspurður hvort tímasetningar lægju ljósar fyrir svar- aði Georg því neitandi. „Þetta er erfiður „bissness“ og það þarf að leita eftir vél út um allan heim,“ sagði hann og tók fram að ekki væri auðvelt að finna vél sem hentaði LHG. Benti hann á að LHG hefði á undanförnum árum öðlast mikla reynslu í því að leita að vélum og finna, þannig að menn væru komnir með ágæt sambönd og væru því bjartsýnir. Sagði Georg ljóst að um yrði að ræða bráðabirgðaþyrlu sem þjónað gæti hérlendis þang- að til hægt væri að fjárfesta í nýrri, en biðtíminn eftir nýrri vél er tvö til fjögur ár. Þegar búið að óska eftir nýrri þyrlu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ábúðarmiklir á strandstað Georg Lárusson og Björn Bjarnason þökkuðu forsjóninni giftusamlega björgun. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LANDHELGISGÆSLAN eignaðist sína fyrstu þyrlu, TF EIR, af gerð- inni Bell Ranger, árið 1965 og lauk ævi hennar með brotlendingu á Rjúpnafelli í október 1971. Hvor- ugur mannanna tveggja um borð slasaðist. Næst var keypt hingað Si- korsky-þyrla 1972 sem hlaut nafnið TF GNA, og var hún sérstaklega hönnuð til gæslustarfa yfir sjó. Gná brotlenti á Skálafelli 1975 eftir að öxull í stélskrúfu brotnaði en áhöfn- ina sakaði ekki. 1976 var keypt hing- að þyrla af Hughes-gerð, TF GRO, hún brotlenti við Búrfellsvirkjun 1980 eftir að hafa flogið á loftlínu. Eina þyrluslysið í sögu Gæslunnar sem hefur kostað mannslíf var þegar TF RAN, þyrla af Sikorsky-gerð, hrapaði í æfingaflugi í Jökulfjörðum árið 1983. Með henni fórust fjórir starfsmenn Gæslunnar. Gæsluþyrlan sem hrapaði í sjóinn í gær, TF SIF, kom hingað til lands árið 1985. Sif er með tvo 700 hest- afla hreyfla, hún er af gerðinni Ae- rospatiale Dauphin SA-365 N. Há- markshraði þyrlunnar er um 324 km á klukkustund og hámarks- flugdrægi er um 720 km og getur þyrlan verið allt að þrjár og hálfa stund á flugi. Sif var keypt ný hing- að til lands frá Frakklandi. Í áhöfn Sifjar eru tveir flugmenn, einn sigmaður, einn spilmaður og einn læknir, alls fimm manns. Eng- inn læknir var þó með þyrlunni í gær. Þyrlan getur tekið átta farþega í sæti og einar sjúkrabörur. Einnig er þyrlan búin vörukrók og er mesta lyftigeta um 1.300 kg. Á henni eru utanáliggjandi flotholt sem blásast upp við nauðlendingu á sjó. Sif hefur tekið þátt í fjölmörgum frægum björgunum en hefur einnig lent í óvæntum hremmingum. Í maí 2001 skemmdist hún töluvert þegar hún var á eftirlitsflugi yfir Faxaflóa og Breiðafjörð og flaug inn í lárétt- an vindstrók við suðurbrún Urð- armúla á Snæfellsnesi. Tók það flugmennina að sögn Rannsóknarnefndar flugslysa réttar níu sekúndur að ná aftur stjórn á þyrlunni. En þeir urðu varir við óeðlilegan titring í þyrlunni og ákváðu að lenda á túni. Kom í ljós að þyrilblöð höfðu rekist í þrjá lóðrétta stélfleti þyrlunnar. Það tók um tvo mánuði og kostaði um 55 milljónir króna að gera við þyrluna. Tafði það verkið að erfiðlega gekk að fá vara- hluti. Mikilvæg björgunar- tæki en mörg slys Morgunblaðið/RAX Æfingar á Viðeyjarsundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.