Morgunblaðið - 16.08.2007, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 3
Hörður MárMagnús-
son, reyndasti
leikmaður HK,
verður í leik-
mannahópi Kópa-
vogsliðsins í
fyrsta skipti í
sumar þegar það
tekur á móti
Keflavík í 13. umferð úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu í kvöld. Hörður
Már, sem er 35 ára, hefur spilað 250
deildarleiki og leikur nú sitt 20. ár í
meistaraflokki, en hefur verið frá
vegna meiðsla síðan í ágúst á síðasta
ári. Hann lék á sínum tíma 115 leiki í
efstu deild með Val og Leiftri en
gekk á ný til liðs við HK 2002 og hef-
ur spilað með félaginu síðan.
Helgi Sigurðsson úr Val var val-
inn besti leikmaður Landsbanka-
deildar karla í knattspyrnu í umferð-
um 7 til 12 en niðurstaðan í valinu
var kynnt í gær. Guðjón Þórðarson
úr ÍA var valinn besti þjálfarinn á
þessu tímabili og Kristinn Jakobs-
son besti dómarinn. Þá fengu KR-
ingar verðlaun sem bestu stuðnings-
menn umferða 7-12.
Helgi hefur þar með unnið tvöfaltí sumar en hann var líka kjör-
inn besti leikmaðurinn í fyrstu sex
umferðum deildarinnar.
Úrvalslið umferða 7-12 er þannigskipað: Markvörður: Stefán
Logi Magnússon, KR. Varnarmenn:
Atli Sveinn Þórarinsson, Val, Sverr-
ir Garðarsson, FH, Arnór S. Aðal-
steinsson, Breiðabliki, Dario Cingel,
ÍA. Miðjumenn: Bjarni Guðjónsson,
ÍA, Arnar Grétarsson, Breiðabliki,
Davíð Þór Viðarsson, FH. Fram-
herjar: Helgi Sigurðsson, Val, Guð-
mundur Benediktsson, Val, Sinisa
Valdimar Kekic, Víkingi R.
Ókeypis aðgangur verður á leikFH og Fram í Landsbankadeild
karla í kvöld, í boði Actavis. Fjöl-
skyldudagur FH og Actavis hefst í
Kaplakrika klukkan 16 og þar verð-
ur samfelld dagskrá fram að leikn-
um sem hefst kl. 19.15.
Njarðvíkingarhafa samið
við bandaríska
körfuknattleiks-
manninn Joe
Webb um að hann
leiki með liðinu í
vetur. Hann er
198 sentimetra
hár og alhliða
leikmaður. Miðherji Njarðvíkur,
Egill Jónasson, hefur ekki samið við
félagið á ný en hann hefur hug á því
að reyna fyrir sér erlendis á næstu
leiktíð. Egill er hávaxnasti íslenski
leikmaðurinn en hann er um 2,14 m.
á hæð. Eins og áður hefur komið
fram mun Teitur Örlygsson þjálfa
Njarðvíkinga en hann tók við af Ein-
ari Árna Jóhannssyni.
Fólk sport@mbl.is
n-
k
ar
da
t-
Þá
n
ið
ð-
n-
l-
8
d-
m-
n
i-
sa
á í
ir
m
g
að
d-
g
að
n-
g,
m
ki
Kópavogsliðið tekur á mót Keflavík í
kvöld. Nýliðar HK með 11 stig í áttunda
sæti en fráfarandi bikarmeistarar
Keflavíkur með 18 stig í fjórða sæti. HK
á leik til góða og með sigri í kvöld færi
liðið í 14 stig en Keflvíkingar gætu tillt
sér við hlið ÍA í þriðja sætið.
Finnur Ólafsson, miðjumaður HK,
verður í leikbanni, en hann var úrskurð-
aður í það eftir fjögur gul spjöld 31. júlí
og tekur út leikbannið núna.
Keflvíkingar féllu út úr bikarnum um
helgina þegar Blikar höfðu betur,
Breiðablik lagði líka Keflavík í síðustu
umferð deildarinnar þannig að Keflvík-
ingar vilja sjálfsagt klekkja á Kópavogs-
liðinu, þó svo það séu ekki Blikar að
þessu sinni.
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni
unnu Keflvíkingar öruggan 3:0 sigur.
Mikilvægt í Fossvoginum
Það verður áhugaverður leikur í
Fossvoginum þegar Víkingar taka á
móti KR. Víkingar eru í sjöunda sæti
með tólf stig og því ekki langt niður í
botnbaráttuna en í neðsta sæti situr KR
með sjö stig. Með sigri færi KR úr fall-
sætinu að því gefnu að FH vinni Fram.
Víkingar myndu laga stöðu sína veru-
lega með sigri, væru þá komnir með 15
stig.
Þegar liðin mættust í vor í Frosta-
skjólinu unnu Víkingar 2:1. Síðan þá
hefur margt gerst, nýr þjálfari er kom-
inn hjá KR og mun Logi Ólafsson
stjórna KR í sínum öðrum deildarleik í
kvöld.
skotið?
a Blika Fyrsti leikur
rhug gegn Fylki
Reuters
ns í ensku úrvalsdeildinni í gær og hér er
a spjaldi fór tvívegis á loft í leiknum.
SENAL er með vænlega stöðu
mferð forkeppni Meistara-
dar Evrópu en enska liðið hafði
r, 2:0, á útivelli í gær gegn
rtu Prag í Tékklandi. Liðin
eftir að mætast í síðari leikn-
á heimavelli Arsenal. Það tók
enal tíma að brjóta niður vörn
rta Prag en Spánverjinn Cesc
regas skoraði fyrra markið á
mínútu og Aleksandr Hleb það
ra rétt fyrir leikslok. Arsene
ger knattspyrnustjóri Arsenal
ánægður með úrslitin. „Við
m gegn liði sem lagði sig í
a verkefni og það var erfitt að
ta niður vörn þeirra.
Við vorum
heppnir að fá
ekki á okkur
mark þegar
þeir skutu í
stöngina en síð-
ara markið sem
við skoruðum
var gríðarlega
mikilvægt fyrir
síðari leikinn.
Jens Lehmann markvörður Arsen-
al átti fína spretti í leiknum og er
hann greinilega búinn að jafna sig
eftir mistökin sem hann gerði gegn
Fulham í ensku úrvalsdeildinni sl.
sunnudag.
Arsenal með góða stöðu
Arsene Wenger
ÚKRAÍNUMAÐURINN Andriy Voronin
skoraði glæsilegt mark fyrir Liverpool á
útivelli gegn franska liðinu Toulouse í gær í
3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evr-
ópu. Voronin tryggði enska liðinu sigur
með markinu sem er hans fyrsta frá því
hann kom til liðsins í sumar á frjálsri sölu
frá þýska liðinu Bayern Leverkusen. Rafael
Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hrós-
aði Voronin fyrir markið. „Markið var stór-
kostlegt og lýsir þeim eiginleikum sem Vor-
onin býr yfir. Við getum nýtt okkur styrk-
leika hans á ýmsa vegu. Hann getur leikið
fyrir aftan framherjana eða verið sjálfur í
fremstu víglínu. Hann getur einnig verið
hættulegur úti á kantinum. Við erum að
sjálfsögðu ánægðir með úrslitin en verkefn-
inu er ekki lokið. Tou-
louse er gott lið sem sæk-
ir hratt þegar tækifærin
gefast. Það munu þeir
reyna að gera gegn okk-
ur á Anfield og það er
mikilvægt fyrir okkur að
halda okkur á jörðinni.
Við erum ekki búnir að
tryggja okkur áfram en
staða okkar er góð,“
sagði Benítez. Steven Gerrard fyrirliði Liv-
erpool haltraði af velli í síðari hálfleik en
meiddist á ökkla en ekki er vitað hvort
meiðslin séu alvarleg. „Við verðum að bíða
og sjá til. Ég veit ekki hver staðan er á
Gerrard,“ sagði Benítez.
Benítez ánægður með Voronin
Andriy Voronin
MANCHESTER City vann í gær 1:0
sigur á Derby og hefur þar með
unnið báða leiki sína í ensku úrvals-
deildinni til þessa án þess að fá á sig
mark, undir stjórn Svíans Sven-
Göran Eriksson.
Knattspyrnustjórinn eyddi tals-
verðum upphæðum í leikmenn fyrir
tímabilið, en í gær var það 19 ára
gamall heimamaður, Michael John-
son, sem sá um að skora. „Það var
gaman að sjá uppöldu strákana.
Johnson skoraði frábært mark, Mi-
cah Richards spilaði einkar vel og
[Stephen] Ireland átti stórkostleg-
an leik,“ sagði Eriksson, sem kvaðst
hlakka til nágrannaslagsins við
United um næstu helgi.
Aftur vann
Man. City
„ÞAÐ var reyndar bara eitthvað
drulluslen yfir okkur í þessum leik,
og við áttum í erfiðleikum með að
koma inn marki. En Víkingsliðið er
samt allt annað og betra nú en þegar
við mættum því í fyrri umferðinni og
hreinlega mjög gott fótboltalið, sagði
Hjörtur Hjartarson, framherji
Þróttar, sem skoraði fyrra mark liðs-
ins eftir um 80 mínútna leik, í 2:0
sigri á Víkingi frá Ólafsvík á Val-
bjarnarvell í Laugardal í gærkvöldi.
Hann lagði einnig upp síðara markið
fyrir félaga sinn, Adolf Sveinsson,
stuttu áður en dómari leiksins flaut-
aði af.
sumar og er markahæstur. „Ég er
náttúrulega með fjóra eða fimm leik-
menn í kringum mig sem eru mjög
duglegir við að finna mann inni í ví-
tateignum, og svo er maður svo sem
eldri en tvævetur í þessum bransa og
veit hvar er gott að staðsetja sig,“
sagði Hjörtur, sem var þó sammála
því að hugsanlega hefði verið um
rangstöðu að ræða þegar hann skor-
aði markið sitt.
„Línuvörðurinn var í góðri að-
stöðu til að sjá þetta. Ég hélt reynd-
ar að ég væri rangstæður en maður
stoppar ekkert heldur klárar sitt
færi,“ sagði Hjörtur.
Þetta var fyrsti leikurinn í 15. um-
ferð fyrstu deildar karla í knatt-
spyrnu, og með sigrinum komust
Þróttarar í efsta sæti deildarinnar.
Grindvíkingar geta þó náð toppsæt-
inu á ný, sigri þeir Njarðvík annað
kvöld.
„Hélt að ég væri rangstæður“
„Mikilvægast er náttúrulega að
koma sér upp, en mér finnst við vera
með sterkasta hópinn í deildinni í
dag og það væri kjánalegt ef við
myndum ekki stefna á að enda á
toppnum,“ sagði Hjörtur. Hann hef-
ur nú skorað 14 mörk í deildinni í
Morgunblaðið/Kristinn
Brosa Michael Jackson, leikmaður Þróttar, virðist betur meðvitaður um um myndatökuna en Peter Ferme, leik-
maður Víkings, en leikur liðanna endaði með 2:0 sigri Þróttar sem komst þar með í efsta sæti 1. deildar.
„Við erum með sterkasta
hópinn í deildinni í dag“
Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik Vals og Breiðabliks.
Sækja þarf miðana í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2.
Klippið út auglýsinguna og framvísið við afhendingu.
Valur - Breiðablik
Laugardalsvelli
16. ágúst kl. 19:15
býður áskrifendum
á völlinn