Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar N ýr Santa Fe var kynnt- ur hér á landi fyrir um ári síðan og fékk bíll- inn strax góðar viðtök- ur enda hafði eldri kynslóð bílsins selst mjög vel hjá B&L. Nýi bíllinn er þó mjög frá- brugðin þeim gamla og í raun mætti segja að þeir deili fáu nema nafninu og einstaka tæknibúnaði. Í fyrra var dísilbílnum reynsluekið en nú hefur bílablaðið fengið til próf- unar bensínbílinn sem er útbúinn 2,7 lítra V6 vél sem skilar 188 hestöflum en að auki er bíllinn með lúxuspakka. Gæðalegt yfirbragð Hönnun Santa Fe hefur tekið miklum stakkaskiptum frá fyrri gerð bílsins og það sama má segja um smíðagæðin. Þannig er nýi bíllinn frekar vel heppnaður útlitslega að mati undirritaðs og innréttingar bíls- ins eru til fyrirmyndar, bæði hvað varðar fyrirkomulag og efnisval en einnig hvað varðar samsetningu. Á þessa tilfinningu er aukið í lúxusút- gáfu Santa Fe bílsins sem kemur með leðri sem staðalbúnað. Það er þó vissulega ekki allt því í lúxuspakk- anum fylgja einnig skyggðar aftur- rúður, tvívirk sóllúga, rafstýrt bíl- stjórasæti, sjálfvirkur hleðslujafnari sem er kærkomin viðbót t.d. fyrir þá sem draga aftanívagna en einnig kælibox og síðast en ekki síst eru tvö aukasæti aftur í sem eru bara mjög boðleg. Hyundai hefur þannig tekist að veita smáatriðunum nógu mikla at- hygli til þess að yfirbragð bílsins verði mun gæðalegra. Smáatriði eins og kúptur barnabaksýnisspegill sem hægt er að fella niður úr lofti bílsins frammí og notast má við til að fylgj- ast með börnunum aftur í er gott dæmi um einföld en sniðug atriði sem lyfta bílnum á hærra plan. Lipur og þægilegur Prófunarbíllinn var talsvert mikið prófaður á þjóðvegum landsins, bæði á möl og malbiki og þar skein gæða- tilfinningin líka í gegn. Þannig er bíll- inn t.d. áberandi hljóðlátur og af- skaplega þægilegur í umgengni og akstri. Það er helst að hægt sé að kvarta yfir tveimur atriðum. Fjöðrun bílsins ræður frekar illa við holur og misfell- ur í malbiki en þetta virðist orðið loða við marga bíla í dag. Það er eins og fjöðrunin sé ekki nógu „hröð“ til þess að ná að dempa misfellurnar. Al- mennt kemur þetta ekki mikið að sök og má t.d. telja bílnum til framdrátt- ar að almennir aksturseiginleikar innanbæjar eru betri en hjá mörgum öðrum jepplingum í þessari stærð. Vélin hentar vel í innanbæjar- keyrslu en er ekki sérlega öflug þeg- ar út fyrir bæinn er komið og rýkur hún upp á snúning með miklum lát- um við framúrakstur án þess þó að viðbragðið sé í samræmi við fyrir- höfnina. Tog vélarinnar er þó ágætt og í raun var mun skemmtilegra að aka bílnum þannig að togið fengi að ráða og þá var kjörið að nota ágæta handskiptimöguleikann á sjálfskipt- ingunni. Fyrir vikið varð aksturinn að sjálfsögðu enn afslappaðri. Í reynsluakstrinum frá því í fyrra var bíllinn prófaður rækilega í veg- leysum og kom hann á óvart fyrir jeppling í þessari stærð. Það er t.d. hægt að læsa aflmiðluninni þannig að hún dreifist til helminga á fram- og afturöxul og er bíllinn þá ansi seigur en hann nýtur líka þess að vera á ágætum dekkjum til þess að glíma við léttari torfærur. Þá virkaði stöðugleikastýring bíls- ins afskaplega vel á malarvegum þar sem bíllinn var rásfastur og stöðugur þótt harkalega væri hemlað og beygt. Vel útbúinn Í raun má segja að lítið skorti í Santa Fe lúxusútgáfuna ef nokkuð – í það minnsta ekki í þessum flokki bíla. Hraðastilling og loftkæling, með sér hitastillingum fyrir ökumann og far- þega, er staðalbúnaður sem var mik- ið notaður í veðurblíðunni og eins kælihólfið á milli framsætanna. Útlit bílsins er fremur látlaust en fágað. Þegar verðmunurinn á dísilbílnum og bensínbílnum er hafður í huga, en hann er 300 þúsund krónur, má vera ljóst að bensínbíllinn er mun betri kostur en margir ætla. Dísilvélin hef- ur vissulega mun meira tog, 335 á móti 248 NM, sem hentar vel í fram- úrakstri og til dráttar en við þær að- stæður sem svona bílar eru oftast notaðir er bensínvélin bara of hljóð- lát og þýð til þess að hægt sé að líta framhjá henni. Þá má líka horfa til þess að þótt dísilbíllinn sé ódýrari í rekstri þá þarf að reka dísilbílinn í fimm ár til þess að eldsneytissparnaðurinn borgi sig og miðast það við 20 þúsund kílómetra akstur á ári sem er víst ríf- legt. Morgunblaðið/Frikki Nútímalegur Útlit Santa Fe bílsins er fágað og látlaust og skarar langt fram úr útliti eldri gerðar bílsins og ætti bíllinn að eldast vel hvað hönnun snertir. Santa Fe nær góðri fótfestu REYNSLUAKSTUR Santa Fe II Lux Bensín Ingvar Örn Ingvarsson Rúmgott Skott bílsins er mjög rúmgott en augljóslega gengur á plássið þegar aukasætin tvö eru tekin upp. Lúxus Þessi gerð Santa Fe er útbúin lúxuspakka og bíllin þar af leiðandi klæddur leðurinnréttingu en einnig fylgir ýmis annar aukabúnaður. Vönduð Innrétting Santa Fe færir Hyundai skör ofar á gæðaskalanum og í samkeppni við japönsku bílana. Þýður Vélin er 2,7 lítra V6 vél sem skilar 188 hestöflum og hentar hún bílnum mjög vel til innanbæjar aksturs. Vél: Sex strokkar, V6, 2700 rúmsentimetrar. Afl: 188 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 248 Nm 4.500 snúninga á mínútu. Gírskipting: 4 þrepa sjálfskipting með handskiptimöguleika. Drif: Fjórhjóladrif, driflæsing. Hröðun: 11,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 176 km/klst. Lengd: 4.675 mm. Breidd: 1.890 mm. Hæð: 1.725 mm. Eigin þyngd: 1.853 kg. Veghæð: 20,3 cm. Hjólbarðar og felgur: 235/65 17, álfelgur. Eyðsla: 14,2 lítrar innanbæjar. 10,6 í blönduðum akstri. Verð: 4.340.000 kr. CO2 útblástur: 252 g/km. Umboð: B&L. Santa Fe II Lux Bensín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.