Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Nú þegar umræða um um-hverfis- og náttúruvernder alltumlykjandi kepp-ast bílaframleiðendur við að búa til „grænustu“ bifreiðirnar. Á sama tíma reyna þeir að forðast eftir bestu getu að skerða gæði bílanna. Þá er ýmist boðið upp á léttari og eyðslu- minni vélar, aukið úrval af dísilvélum, tvinnbíla og í örfáum tilvikum vélar sem notast eingöngu við umhverf- isvænt eldsneyti. Vefsíðan grist.com, sjálfstæður fréttavefur um umhverf- ismál, tók nýverið saman lista yfir fimmtán bestu umhverfisvænu bíl- ana. Forvitnilegt er að skoða nokkra þá bíla sem prýða listann sem er merkilega fjölbreyttur. Þess ber að geta að samantektin miðar fyrst og fremst við bandarískan bílamarkað. Fjölbreytni Í fyrsta sæti er tvinnbíllinn Toyota Prius en hann er eflaust þekktasti tvinnbíllinn í dag. Tæp 800.000 eintök hafa verið seld um heim allan og virð- ist hann falla vel í kramið hjá kaup- endum sínum. Honda Civic- tvinnbíllinn situr í öðru sæti. Að mörgu leyti svipaður Priusnum en þó vinnur rafmótorinn sjaldnast einn heldur er hann aðallega notaður til að styðja við bakið á 1,3 lítra og fjögra sílindra bensínvélina. Þriðja sætið verma þrír bílar, Peu- geot 107, Citroën C1 og Toyota Aygo. Þeir byggja í raun á sama grunni enda allir framleiddir í sömu verk- smiðju í Tékklandi. Sérlega sparneyt- nir og nettir bílar sem bjóðast bæði með bensín- og dísilvélum. Upp- haflega framleiddir til að keppa við Smart Car. Þá er orðrómur uppi um að Toyota hyggist senda frá sér nýja útgáfu af Aygo á næsta ári. Fimmta sætið á Renault eco2 sem hefur hlotið jákvæð viðbrögð kaup- enda frá því hann kom fyrst á markað í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum. CO2-útblásturinn er undir 140 g/km og svo eru 95% af þunga hans end- urnýtanleg þegar hann hafnar loks á haugunum. Grænn sportbíll Smart ForTwo hlaut að hafna á þessum lista en hann vermir sjöunda sætið. Hann hefur þó enn ekki náð til Bandaríkjanna en er þó væntanlegur þangað innan skamms. Smart ForTwo er með smæstu og jafnframt léttustu bílum á markaðnum. Smábíllinn Honda Fit hefur reynst vel í Evrópu og Asíu. Hann þykir sér- lega sparneytinn og situr í þrettánda sæti listans. Þá er mjög athyglisvert að sjá sportbílinn Mazda MX-5 Miata á þessum lista en hann vermir fjór- tánda sætið. Vélin er heldur smá, tveggja lítra og fjögra sílindra, en er engu að síður nokkuð öflug. Bíll sem greinilega hefur náð að heilla um- hverfismeðvitaða sportbílaunnendur. Vefsíðan fjallar líka um fáeina hug- myndabíla sem nýlega hafa verið kynntir á bílasýningum og gefa vís- bendingu um það sem koma skal í þróun grænna bíla. Þar er meðal ann- ars nefndur Chevy Volt frá GM sem er tvinnbíll með eins lítra bensín- tanki með túrbó-innspýtingu ásamt rafmótor. Eins og við er að búast virðist vera einhver bið þangað til bíllinn kemur á markað. Einnig eru nefndir Ford HySeries Edge, Honda FCX og Tango T600. Sá síðastnefndi er örmjór tveggja sæta rafmagnsbíll sem leikarinn George Clooney hreppti eitt eintak af. Chevy Volt Þessa hugmyndabíls er beðið með mikilli eftirvæntingu. Aygo Smábíllinn frá Toyota hefur farið vel í kaupendur. Smart Þessir smábílar hafa lengi verið á meðal sparneytnustu bíla. Prius Líklegastur til að koma upp í hugann þegar minnst er á tvinnbíl. Bestu „grænu“ bílarnir MAZDA 3 H/B TS SJÁLFSKIPTUR árg 10/2004 ek. 32 þ.km. Verð 1.690 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 250176. NISSAN PRIMERA ACENTA SJÁLF- SKIPTUR árg 5/2003 ek. 68 þ.km. Verð 1.290 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 103035. CITROEN C3 SX SJÁLFSKIPTUR árg 6/2004 ek. 60 þ.km. Verð 1.190 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 103224. LAND ROVER DEFENDER 130 TDI DOUBLE CAB DÍSEL árg 4/2003 ek. 144 þ.km. Verð 1.890 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 103101. MAZDA 6 TS SJÁLFSKIPTUR árg 1/2004 ek. 58 þ.km. Verð 1.790 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 103414. HONDA CR-V I-V-TEC 150 HÖ SJÁLF- SKIPTUR árg 5/2003 ek. 72 þ.km. Verð 2.190 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 250136. TOYOTA LAND CRUISER 90 DÍSEL árg 1997 ek. 194 þ.km. Verð 1.490 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 250177. TOYOTA YARIS SOL SJÁLFSKIPTUR árg 2001 ek 53 þ.km. Verð 990 þ. Sjá fleiri myndir á www.heimsbilar.is Raðnúmer 250159. Heimsbílar - Kletthálsi 2 110 Reykjavík - Sími 567 4000 Næstum tveir af hverjum þrem- ur karlkyns ökumönnum í Bret- landi aka að jafnaði yfir 160 km/klst. (100 mph) á þjóðvegum landsins samkvæmt nýlegri könnun. Um fjögur þúsund breskir ökumenn tóku þátt í könnuninni og þar af játuðu 63% karlanna að keyra að jafnaði um 50 km/klst. hraðar en lögin segja til um. Aftur á móti játuðu aðeins 36% kvennanna slíkt hið sama. Í sömu könnun kom jafn- framt fram að 90% karlkyns þátttakendanna og þrír fjórðu kvenkyns þátttakendanna við- urkenndu að keyra að jafnaði yf- ir leyfilegum hámarkshraða sem er um 110 km/klst. (70 mph). Þrátt fyrir þessar tölur hafa aðrar tölur sýnt að akstur á þjóðvegum er um tíu sinnum hættuminni en hægari akstur í þéttbýli. Þá sýnir könnunin jafn- framt að breskar konur eru var- kárari bílstjórar en breskir karl- ar og ólíklegri til að taka óþarfa áhættur á þjóðvegunum. Morgunblaðið/Ómar Hraðahvöt Um þriðjungur breskra karla viðurkennir að keyra að jafnaði um 50 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða. Breskum körlum liggur á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.