Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 9 DODGE DAKOTA 4WD QUAD SPORT. Árg. 2003, ek. 66 þ. km, Sjálfsk. Verð 1.790 þ. Verð áður 1.980 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. TOYOTA YARIS VVTI. Árg. 2001, ek. 114 þ. km, 5 gírar. Verð 690 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. NISSAN PRIMERA ACENTA. Árg. 2004, ek. 78 þ. km, 5 gírar. Verð 1.190 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. M.BENZ E 200 KOMPRESSOR SPORT. Árg. 2006, ek. 29 þ. km. Sjálfsk. Verð 4.790 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. NISSAN ALMERA ACENTA. Árg. 2004, ek. 57 þ. km. Sjálfsk. Verð 1.280 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. FORD MUSTANG COUPE. Árg. 2005, ek. 26 þ. km. Sjálfsk. Verð 2.580 þ. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Til sýns og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. CHRYSLER PACIFICA 4WD LIMIT- ED. Árg. 2005, ek. 59 þ. km. Sjálfsk. Verð 3.590 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. AUDI A6 QUATTRO. Árg. 2001, ek. 86 þ. míl. Sjálfsk. Verð 1.980 þ. Verð áður 2.790 þ. Til sýnis og sölu hjá Bílalíf, s. 562 1717. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Bílalíf.is - Kletthálsi 2 110 Reykjavík - Sími 562 1717 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Skotinn Ian Sykes og konahans og aðstoðarbílstjóri,Frances Sykes,mæta nú tilReykjavíkur áttunda árið í röð en þau munu taka þátt í Rallý Reykjavík á nokkuð merkilegum bíl, Land Rover Freelander sem var framleiddur árið 2000 í eingöngu sex stykkjum. Bíllinn er um margt merkilegur því hann var endurbættur af Mot- orsport-deild Ford til þess að þjóna sem undanfari. Bíllinn fékk sérstaka fjöðrun og varnarhlífar og hefur ver- ið notaður meðal annars í Afríku, Ástralíu, Argentínu og Bretlandi. Bíllinn fór síðan til Colins McRaes sem eins og margir vita varð heims- meistari í rallý árið 1995 en hann notaði bílinn til þess að undirbúa sig fyrir rallý og taka leiðarnótur og þjónaði Colin vel þann tíma sem hann átti bílinn enda var Colin í öðru sæti til heimsmeistaratitils árið 2001. Endurbygging í stað brotajárns Eins og gengur og gerist í rallý verða bílarnir stundum fyrir skakka- föllum og þessi tiltekni bíll valt eftir að Colin McRae seldi bílinn frá sér og hefur því verið endurbyggður frá grunni. Upprunalega voru allir sex bílarnir málaðir í sama fölbláa litn- um en bíll Ians hefur verið málaður hvítur. Ian bjargaði svo bílnum frá pressunni því Land Rover ætlaði að setja bíla í brotajárn eins og oft er gert með frumgerðir af bílum sem ekki eru ætlaðir á almennan markað. Bíllinn er að taka þátt í rallý í fyrsta skiptið eftir endursmíðina og er hann útbúin 260 hestafla V6 bens- ínvél, öllum nauðsynlegum búnaði til þess að geta tekið þátt í rallý. Fimmtugsafmæli og Ísland Fyrir 8 árum síðan á fimmtugs- afmæli Ians gaf Frances honum rallýferð í afmælisgjöf en Ian er í dag í stjórn torfærusambands Bret- lands og því ágætlega kunnugur í þessum heimi akstursíþróttanna. Aðstæður höguðu því þannig að ekki var mikið um rallý í Bretlandi á þeim tíma árs sem Ian átti afmæli og því hringdi Frances í kunnuga til að komast að því hvar næsta rallý í heiminum yrði haldið og svarið var í Reykjavík á Íslandi. Ian og Frances fóru því til Íslands en þar nutu þau gestrisni Þórarins Þórssonar sem einnig hefur keppt í rallý. Þau hjónin féllu svo endanlega fyrir Íslandi þegar þau komu um páska nokkrum mánuðum síðar en þá var þeim boðið í ferð til Land- mannalauga. Rallý Reykjavík hófst í gær en í dag og á morgun verða eknar sér- leiðir, meðal annars um Geitasand, Tröllháls og Uxahryggi. Nánari upp- lýsingar um rallýið má finna á vefsíð- unni www.rallyreykjavik.net. Notalegur Það er ekki leiðum að líkjast og ljóst er að það verður á brattann að sækja ef feta á í fótspor heimsmeistarans fyrrverandi. Morgunblaðið/Frikki Á ferðinni Ian og Frances Sykes ætla sér að verða ofarlega í jeppaflokknum í rallinu enda telja þau bílinn hafa það sem til þurfa og sjálf hafa þau orðið þónokkra reynslu af því að aka hérlendis. Tilbúin Frances er aðstoðarökumaður og Ian ekur svo bílnum of situr því í sama sæti og Colin McRae heims- meistari gerði árið 2001. Í Rallý Reykjavík á bílnum hans Colins McRaes Framleiðendur Nissan Qashqai geta með góðri samvisku hreykt sér af einum öruggasta bíl ver- aldar. Bíllinn náði metárangri í árekstraprófun Euro NCAP, hlaut fullt hús stjarna og 36,83 stig af 37 mögulegum en aldrei áður hefur bíll hlotið eins mörg stig í þau tíu ár sem stofnunin hefur starfað. Í hliðar- og framanáárekstri hlaut Qashqai mjög háa einkunn og fullt hús stiga fyrir bílbeltabúnað fyrir fullorðna. Þá hlaut hann fjórar stjörnur fyrir öryggisbúnað fyrir yngri farþega en ennþá hefur eng- inn fjölskyldubíll í þessum stærð- arflokki hlotið þar allar fimm stjörnurnar. Qashqai kom á markað snemma á þessu ári og hefur hlotið góðar viðtökur. Bíllinn er fjölnota hlað- bakur, fjölskylduvænn, og býðst hann með fjórhjóladrifi. Hægt er að velja um fjórar vélar, tvær bensín og tvær dísil. Áður en Qashqai kom á markað hafði Nissan ekki komið með nýja gerð minni fjölskyldubíla fram á sjónarsviðið síðan 2001. Örugg- asti jepp- lingurinn Öruggastur Nissan Qahqai náði metárangri í Euro NCAP árekstrarprófunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.