Morgunblaðið - 17.08.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Útgáfur Mini bílsins eru orðnar æði
margar og í raun líklega fleiri en upp
var lagt með í fyrstu. Þannig er ný-
verið búið að kynna Clubman útgáfu
bílsins, í fyrra var það Mini Works
sem var ætlaður til brautarnotkunar
og virðast viðtökur síðastnefnda bíls-
ins hafa verið þvílíkar að Mini ákvað
að fara alla leið og smíða nýjan kapp-
akstursbíl fyrir 2008 sem efnaðir
Mini áhugamenn geta keypt til að
keppa á.
Öflugri, léttari og liprari
Nýi Challenge bíllinn hefur gengið
í gegnum miklar breytingar til þess
að verða kappaksturshæfur. Þannig
hefur vélaraflið verið aukið en nú
skilar vélin 207 hestöflum og tog hef-
ur einnig aukist. Fjöðrun bílsins hef-
ur líka algjörlega verið tekin í gegn
með stillanlegri KW keppnisfjöðrun
allan hringinn. Bíllinn hefur líka
fengið 6 gíra gírkassa, 17" felgur frá
Borbet og keppnisdekk frá Dunlop
sem voru sérhönnuð fyrir bílinn.
Þá er yfirbygging bílsins útbúin
stillanlegum vindskeiðum að framan
og aftan og bremsukerfi bílsins er
framúrskarandi en bíllinn getur farið
úr 100 km/klst. í kyrrstöðu á aðeins
3,1 sekúndu. Ökumanninum er haldið
föstum í bílnum í öllum látunum með
Recaro körfustólum, útbúnum sex
punkta öryggisbeltum og HANS ör-
yggisbúnaði líkt og notaður er í
Formúlu 1.
Herlegheitin verða því miður ekki
ódýr því bíllinn mun kosta tæplega 50
þúsund evrur eða 4,5 milljónir króna.
Mini kappakstursbíll
Öruggur Bíllinn er sérhannaður fyrir brautarnotkun og í raun tilbúin til
keppni ef til þess kemur. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í
Frankfurt og mun verða klár til afhendingar næsta vor.
Töff Mini Cooper Works Challenge er ansi verklegur að sjá enda mun hann kosta skildinginn, eða um 50 þúsund evr-
ur. Fyrir það fæst reyndar ýmislegt góðgæti eins og afskaplega öflugar bremsur, veltibúr, körfustólar og fleira.
BERNIE Ecclestone, stundum
nefndur alráður formúlu 1, hefur
ákveðið að selja 50 afar fágæta
bíla úr safni fornbíla sem hann
hefur byggt upp allt frá því hann
setti á fót lítið fyrirtæki í Kent í
Englandi fyrir rúmri hálfri öld og
hóf að selja mótorhjól og notaða
bíla í litlum stíl.
Bílarnir verða seldir á uppboði í
Battersea Park í London og þar
verður m.a. að finna bíla allt frá
Mercedes 540K Special Roadster
árgerð 1937 sem metinn er á 3,25
milljónir punda, um 425 milljónir
króna, ofan í Ford Anglia sem tal-
in er 5.000 punda virði en sá bíll
kostaði 660 pund, 85.000 krónur,
nýr árið 1964.
Uppboðshaldararnir RM Auc-
tions telja að a.m.k. 15 milljónir
punda, um 1,9 milljarður króna,
fáist fyrir bílana sem hinn 76 ára
gamli milljarðamæringur Eccle-
stone ætlar að selja úr safni sínu.
Safnið hefur Ecclestone byggt
upp af natni og bílarnir af mörg-
um gerðum og tegundum og
spanna mörg tímabil bílasögunnar.
Safn hans kemur í fyrsta sinn fyrir
almenningssjónir á uppboðinu, sem
fram fer 31. október en hægt verð-
ur að skoða bílana í krók og kima
daginn áður og uppboðsdaginn.
Terry Lovell, höfundur Bernie’s
Game, ævisögu Ecclestone, undr-
ast söluna í samtali við breskt
blað. „Ákvörðun hans að selja
safnið sem honum er svo kært vek-
ur upp spurningar. Eigandi auðæfi
upp á þrjá milljarða punda [tæpir
500 milljarðar króna] þarf hann
tæpast á milljónunum að halda
sem salan gefur af sér. En hann
verður 77 ára í október og telur
kannski tíma til kominn að taka
aðeins til í eignasafni sínu,“ sagði
Lovell.
Benz frá 1930 Ecclestone hefur byggt safn sitt upp af natni og bílarnir af
mörgum gerðum og tegundum og spanna mörg tímabil bílasögunnar.
Ecclestone sel-
ur dýrgripi úr
bílasafni sínu
Meistarabón
Hjá Málningarvörum ehf - áður Gísli Jónsson ehf -
færðu heimsþekktar bón- og bílahreinsivörur,
frá Concept og Meguiar´s. Komdu og fáðu réttu
efnin fyrir bílinn þinn og ráðgjöf í kaupbæti um
hvernig þú getur gert bílinn hreint og beint
skýnandi fallegann! LÁGMÚLA 9 REYKJAVÍK
Um síðustu helgi fór fram kapp-
akstur fornbíla á Nurburgring-
brautinni í Þýskalandi. Keppnin
sem ber heitið AvD Oldtimer
Grand Prix hefur verið haldin ár-
lega í rúmlega þrjátíu ár. Á þeim
tíma hefur keppendum fjölgað úr
60 í rúmlega 600 en slíkur var
fjöldinn í keppninni sem fór fram
síðustu helgi. Keppninni var skipt
niður í tólf aðskilda kappakstra
eftir aldri og getu bíla. Eins og
gefur að skilja mátti sjá margar
glæsilegar bifreiðir þessa helgi
eins og t.d. Maserati 300S frá
1955, Lotus 22, nokkrar fornar og
fágaðar Porsche bíla og ýmislegt
fleira.
Maserati 300S Þjóðverjinn Werner Max reynir á bílinn sem er frá 1955.
Reuters
Fágaður Gestir virða fyrir sér
þennan glæsilega Porsche.
Kappakstur fornbíla
í Þýskalandi