Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 1

Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TÍSKAN Í DAG FATAHÖNNUN, HÁR OG FÖRÐUN Í HÁTÍSKUBORGINNI REYKJAVÍK >> 30 GÖNGUFERÐ 101-ÍBÚA Á MENNINGARNÓTT SAMTÍMINN? ÓALANDI >> MIÐOPNA AÐ minnsta kosti fimmtán manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar rúta fór út af veginum í Bessastaðafjalli nærri Skriðu- klaustri. Óljóst er um tildrög slyss- ins og ekki hefur náðst að taka skýrslur af þeim rúmlega þrjátíu mönnum sem voru í rútunni. Slysið varð rétt fyrir klukkan eitt í gær. Rútan keyrði beint út af veg- inum í brekku. Talið er að hún hafi verið á um 60 km hraða á klst. þeg- ar hún fór út af veginum en ekki mátti greina nein bremsuför. Far- þegar rútunnar voru allir erlendir verkamenn verktakafyrirtækisins Arnarfells sem voru á leið til Egils- staða í eins dags frí. Voru þeir ekki í bílbeltum þegar rútan fór út af veg- inum. Fjölmargir aðilar komu að björg- unarstörfum og komið var upp fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Egilsstöðum. Þeir farþeganna sem hlutu einhver meiðsl voru flutt- ir með sjúkraflugi til Reykjavíkur, Akureyrar og Neskaupstaðar. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir að tildrög slyssins séu enn óljós enda hafi áherslan í gær verið lögð á að koma öllum mönnunum af slysstað og undir læknishendur. Aðgerðin hafi verið stór og samhæfingarmiðstöð al- mannavarna í Reykjavík hafi séð til þess að nægar bjargir hafi borist hratt á staðinn. „Það var allt sett af stað, bæði hér í nágrenninu og í Reykjavík og Akureyri. Síðan var dregið úr viðbúnaði þegar ljóst var að við höfðum stjórn á aðstæðum.“ Aðgerðin hafi gengið vel og menn hafi unnið hratt og örugglega. Ljósmynd/Egill Gunnarsson Tildrög rútuslyss óljós  Fjölmargir slösuðust og þar af tveir alvarlega Slys Margt björgunarfólk dreif að slysstaðnum skömmu eftir að rútan fór út af veginum í Bessastaðafjalli.  Fjöldaslys á Austurlandi | 6 Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „VIÐ eiginlega rifum þær bara upp og hlupum með þær út,“ segir Sigurður A. Jónsson slökkviliðsmaður sem var fyrstur á staðinn ásamt félaga sínum Arngrími Vilhjálmssyni, þegar kvikn- aði í meðferðarheimilinu Stuðlum í gær. Mikill eldur braust út í einni álm- unni og króuðust stúlkurnar tvær af inni í einu svefnherbergjanna. Þeir fé- lagar biðu því ekki boðanna heldur köfuðu inn í svartan reykinn til bjarg- ar stúlkunum og mátti vart tæpara standa. Eldtungur við útganginn „Við fundum eldinn á undan þeim og hann var mjög mikill við útleiðina svo við slökktum hann eins og við gát- um á leiðinni til þeirra.“ Fámennt var í húsinu í gær og hafði öðru heimilis- og starfsfólki tekist að komast út, en það gat gefið slökkviliðinu greinargóða lýsingu á því hvar stúlkurnar væri að finna og það gerði gæfumuninn við leitina enda gekk hún mjög hratt. Þegar slökkviliðsmennina bar að höfðu stúlkurnar skriðið undir borð og sátu þar í hnipri undir sæng. „Það var mikill reykur í herberginu hjá þeim, eiginlega alveg ofan í gólf og hitinn mikill, svo það var ekkert ann- að í boði en að drífa þær upp, það var bara hviss bang og út,“ segir Sigurð- ur. Aðeins tók um 3 mínútur að kafa inn eftir stúlkunum sem verður að teljast góður tími, en eftir það tók við um klukkutíma slökkvistarf. Arngrímur Vilhjálmsson, félagi Sigurðar, er nýliði í slökkviliðinu og var þetta hans fyrsta reykköfun utan æfinga og auk þess hans fyrsta líf- björgun. Hann var að vonum ánægð- ur með árangurinn. „Mér fannst þetta ganga mjög vel. Við leituðum í her- berginu eins og okkur var kennt og svo heyrðum við í þeim, það var aldrei spurning um hvað við áttum að gera.“ Hlutskipti reykkafara er ekki öf- undsvert enda vinnuaðstæður afar erfiðar vegna hita og reyks. „Við sáum mjög lítið fyrir reyknum, við þreifuðum okkur áfram en ég þurfti eiginlega að halda í félaga minn til að vita hvert við vorum að fara.“ Stúlkurnar voru fluttar á neyðar- móttöku með reykeitrun og væg brunasár, en reyndust ekki alvarlega slasaðar. Mikið eignatjón varð hins- vegar á Stuðlum. Króaðar af inni í eldhafi Morgunblaðið/Júlíus Hetjur dagsins Sigurður A. Jónsson og Arngrímur Vilhjálmsson. Slökkviliðsmenn björguðu tveimur ungum stúlkum úr eldsvoða á Stuðlum Í HNOTSKURN »Álman þar sem eldurinnkom upp hýsti lokaða deild á Stuðlum. Því eru engir neyðarútgangar og óbrjótan- legt gler í gluggum. »Miklar skemmdir urðu áálmunni og óvíst um fram- hald á starfseminni. »Eftir að tilkynnt var umbrunann tók það slökkvi- liðið aðeins 6 mínútur að kom- ast á staðinn og 3 mínútur að koma stúlkunum út.  Hefði getað farið | 2 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is GRUNNSKÓLABÖRN eru flest hver sest á skólabekk að nýju, en kennsluform er mismunandi eftir skólum og fjöldi nemenda í bekkj- um einnig. Sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 en meðan ríkið rak þá var hámarks- fjöldi nemenda í bekk 22 í yngri bekkjum en 28 í eldri bekkjum. Í dag eru engar sérstakar reglur um hámarksfjölda nemenda í bekkjum. Anna Kristín Sigurðar- dóttir, menntunarfræðingur við Kennaraháskóla Íslands, segir að í raun sé hið hefðbundna bekkjar- form grunnskólanna á undanhaldi. Það færist í vöxt að tveir eða fleiri kennarar séu saman með stærri hóp. Best sé ef hægt sé að hafa hópana í sömu kennslustofu og að þessu sé hugað í nýjum skólum á borð við Ingunnarskóla og Korpu- skóla. Eldra skólahúsnæði setji stundum skorður en þrátt fyrir það „eru menn samt að reyna þetta og þá með svolítið öðrum hætti“. Þess- ir nýju kennsluhættir séu meðal annars til komnir vegna áherslu á einstaklingsmiðað nám. Séu 2-4 kennarar saman með nemendahóp verði auðveldara að sinna hverjum og einum nemanda. Börnin kynnast betur Ingunnarskóli leggur áherslu á að kenna nemendum í stærri hóp- um. Guðfinna Emma Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi skólans, segir börnin kynnast betur með þessu móti. „Þetta minnkar fordóma, þau þekkja hvert annað, rígur minnkar, samheldni og samhygð eykst,“ seg- ir hún. Skólinn er að byrja sitt þriðja ár í núverandi húsnæði, sem hannað var með tilliti til þess að hægt væri að kenna á svæði þar sem gætu verið allt að 90 nemendur. Starfið sé í þróun og reynt sé að finna út hvernig megi nýta húsnæðið sem best. Hefðbundn- ir bekkir á undanhaldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.