Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÞÓRUNN Svein-
bjarnardóttir um-
hverfisráðherra
segir að lögfræð-
ingar ráðuneytis-
ins séu að fara yf-
ir beiðni Péturs
M. Jónassonar,
vatnalíffræðings.
Hann telur að úr-
skurður ráðu-
neytisins frá 10.
maí um stjórnsýslukæru hans vegna
Gjábakkavegar hafi ekki verið und-
irbúinn í samræmi við gildandi lög
og óskaði því eftir endurupptöku.
„Við eigum eftir að taka afstöðu til
beiðninnar og erum að skoða hana
vel hvað varðar stjórnsýslulögin. Að
öðru leyti er ekkert annað um málið
að segja nú,“ sagði Þórunn. Hún
minnti á að samkvæmt lögum væri
úrskurður ráðherra, líkt og sá sem
kveðinn var upp 10. maí síðastliðinn,
endanlegur.
Endurupp-
taka skoðuð
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
EINUNGIS tveimur mínútum eftir
að tilkynning barst kl. 14.30 í gær
um bruna í meðferðarstöðinni Stuðl-
um í Grafarvogi var fyrsti sjúkrabíll-
inn mættur á staðinn, og fyrsti
slökkviliðsbíllinn kom innan fjögurra
mínútna.
Þessi stutti viðbragðstími skipti
án efa sköpum við björgun tveggja
unglingsstúlkna sem voru fastar inni
í brennandi álmunni. Slökkviliðinu
hafði strax í upphafi verið tilkynnt
um stúlkurnar og fyrir vikið voru
reykkafarar fullbúnir tækjum þegar
á staðinn var komið og spöruðu
þannig töluverðan tíma við skipu-
lagningu og undirbúning.
Viðvörunarkerfið bjargaði
Að sögn Jóns Viðars Matthíasson-
ar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, var
það þó fyrst og fremst öflugu viðvör-
unarkerfi að þakka að ekki fór verr.
„Þarna hefði getað farið mjög illa en
það sem hjálpaði til var að þarna var
viðvörunarkerfi sem skynjaði hætt-
una strax, auk þess sem starfsmenn
á Stuðlum unnu þetta mjög vel og
gáfu okkur mjög góðar upplýsingar
frá fyrstu stundu um hversu margir
voru í húsinu og hvar þeir voru,“ seg-
ir Jón Viðar.
Starfsmenn gátu upplýst reykkaf-
arana um að stúlkurnar væri að
finna í herbergjum vinstra megin í
húsinu, og gátu þeir því takmarkað
leitina við þann helming hússins.
Björgunarmennirnir tveir gengu
fumlaust til verka því rétt um þrem-
ur mínútum eftir að þeir mættu á
staðinn voru stúlkurnar komnar út
undir bert loft, báðar með meðvit-
und. Jón Viðar segir að metið sé eftir
aðstæðum hvernig fólk sé flutt út úr
brennandi húsum sem þessu, stund-
um sé t.d. reynt að vefja viðkomandi
í teppi til að hlífa þeim við hitanum
og ef útgönguleiðin er löng þurfi
jafnvel að gefa þeim öndunargrímu.
Í þessu tilfelli var herbergið þar
sem stúlkurnar höfðust við einungis í
um 10-15 metra fjarlægð frá útidyr-
unum, en auk þess var hitinn og
reykurinn orðinn svo mikill að
slökkviliðsmennirnir mátu það svo
að koma þyrfti stúlkunum út án frek-
ari tafa. Önnur þeirra hlaut væg
brunasár auk þess sem báðar fengu
snert af reykeitrun en þær eru þó
báðar við ágætis heilsu að sögn vakt-
hafandi læknis á Barnaspítala
Hringsins, þar sem þær dvöldust í
nótt.
Starfsmaður reyndi
að bjarga stúlkunum út
Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir
unglinga og var álman þar sem eld-
urinn kom upp svokölluð lokuð deild
eða neyðarvistun, þar sem ungling-
ar, allt að 18 ára aldri, eru vistaðir
tímabundið í gæslu að beiðni barna-
verndarnefndar. Vistun á lokaðri
deild er þess eðlis að þar búa börn og
unglingar við einangrun og eru her-
bergi því ekki búin neyðarútgöngum
auk þess sem nánast ómögulegt er
að brjóta rúður í gluggum. Eftir að
eldurinn breiddist út áttu stúlkurnar
því í raun engrar undankomu auðið.
Fámennt var á Stuðlum í gær, en
alls munu 8 manns hafa verið í hús-
inu og komust allir klakklaust út
nema stúlkurnar tvær. Einn starfs-
maður lagði sig í hættu í tilraun til að
sækja þær inn og kláraði úr slökkvi-
tæki en eldurinn breiddist of hratt út
og hitinn var svo mikill að pússning
var hrunin af veggjum og plast
bráðnað. Að sögn Jóns Viðars brugð-
ust starfsmenn rétt við að öllu leyti
og með yfirveguðum hætti.
Eftir að búið var að ráða niðurlög-
um eldsins þurfti að reykræsta allt
húsið og mæltist slökkviliðsstjóri til
þess að heimilisfólki yrði útveguð
önnur gisting fyrir nóttina vegna
reykmengunar. Álman sjálf þar sem
eldurinn kom upp er gjörónýt og
ljóst að starfsemi getur ekki haldið
þar áfram að sögn Sólveigar Ás-
grímsdóttur, forstöðumanns Stuðla.
„Ég á von á því að eftir þrif getum
við haldið áfram annars staðar í hús-
inu, en eðli starfseminnar þarna er
allt öðruvísi svo ég sé ekki fram á að
hún geti færst yfir,“ segir Sólveig. Í
dag verður nánar farið yfir málin og
möguleg úrræði.
Vel þjálfaðir slökkviliðsmenn
Sé litið til vinnubragða slökkviliðs-
manna á staðnum segir Jón Viðar
allt benda til þess að þjálfun slökkvi-
liðsins skili sér. „Það sem okkar starf
og þjálfun gengur út á er að ná fólki
út við svona aðstæður en það er allt-
af ánægjulegt þegar það heppnast
og ég er gífurlega stoltur af mínum
mönnum að hafa tekist þetta við svo
erfiðar aðstæður því reykur og hiti
var umtalsverður á staðnum.“
Hefði getað farið mjög illa
Morgunblaðið/Júlíus
Gjörónýtt Mikill eldur var í rýminu framan við herbergið þar sem stúlkurnar voru, sem sést hér til vinstri.
Alvarlegur
bruni varð á
meðferðarheim-
ilinu Stuðlum
BJÖRN Th. Björnsson,
listfræðingur og rithöf-
undur, andaðist á líkn-
ardeild Landakotsspít-
ala 25. ágúst, nær 85
ára að aldri.
Björn fæddist í
Reykjavík 3. september
1922. Foreldrar hans
voru Baldvin Björnsson
gullsmiður og Martha
Clara Björnsson, fædd
Bemme, húsmóðir.
Björn ólst upp í
Reykjavík og Vest-
mannaeyjum og lauk
stúdentsprófi frá MR 1943. Hann
nam listasögu við Edinborgarhá-
skóla, Lundúnaháskóla og Kaup-
mannahafnarháskóla.
Björn kenndi listasögu við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands, Kennaraskóla Íslands og
síðar Kennaraháskóla Íslands og
Háskóla Íslands. Hann var m.a.
fulltrúi í útvarpsráði og í undir-
búningsnefnd um stofnun íslensks
sjónvarps, sat í menntamálaráði og
var formaður og
varaformaður Rithöf-
undasambands Ís-
lands. Þá var Björn
forstöðumaður Lista-
safns Háskóla Ís-
lands.
Björn var afkasta-
mikill rithöfundur og
liggja m.a. eftir hann
bækur um íslenska
listasögu og lista-
menn, skáldsögur og
heimildaskáldsögur,
endurminningar,
sagnaþættir, þjóðleg-
ur fróðleikur, leikrit og þýðingar.
Björn hlaut fyrstu verðlaun í skáld-
sagnasamkeppni menntamálaráðs
1959 fyrir Virkisvetur og bók-
menntaverðlaun DV 1988 fyrir
Minningarmörk í Hólavallakirkju-
garði.
Eftirlifandi eiginkona Björns er
Ásgerður Búadóttir myndlistar-
maður. Þau eignuðust þrjú börn,
Baldvin, Björn Þránd og Þórunni,
sem öll lifa föður sinn.
Andlát
Björn Th. Björnsson
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
AÐFARANÓTT sunnudags var
annasöm mjög hjá lögreglunni í
Reykjavík og höfðu vaktmenn í nógu
að snúast vegna útkalla. Alls komu
upp tíu líkamsárásarmál, misalvarleg
þó, auk tveggja innbrota, eldsvoða og
ölvunaraksturs.
Einn lögreglumaður varð fyrir árás
í slagsmálum sem brutust út um þrjú-
leytið við Gróttuheimilið á Seltjarn-
arnesi, þar sem fram fóru Stuð-
mannatónleikar. Dyraverðir höfðu
óskað eftir aðstoð vegna þriggja
manna sem vísað hafði verið af staðn-
um vegna óláta. Þegar lögreglumenn
hugðust fjarlægja mennina réðst að
þeim annar hópur manna sem reyndi
að hindra þá í störfum sínum m.a.
með grjótkasti.
Skemmdir á lögreglubíl
Rúða brotnaði í einum lögreglubíl-
anna vegna grjótkastsins auk þess
sem lögreglumaður var barinn í
bringuna af manni með grjóthnullung
í hönd. Árásarmaðurinn tók svo á rás
og kastaði áfram grjóti og flöskum í
átt að lögreglumönnunum, sem náðu
honum á hlaupum. Enginn meiddist
alvarlega í átökunum, en sjö voru vist-
aðir í fangageymslum í kjölfarið.
Klukkan 2.30 var lögreglan kölluð
að skemmtistað við Tryggvagötu, þar
sem dyravörður hafði verið sleginn í
andlitið með glerglasi og skorist illa.
Árásarmaðurinn var handtekinn af
lögreglu. Um klukkutíma síðar stökk
ölvaður maður út úr bíl í Lækjargötu
og sló vegfaranda í höfuðið með kylfu.
Árásin reyndist þó ekki eins alvarleg
og í fyrstu leit út fyrir.
Þó nokkrir pústrar voru fyrir utan
Hlégarð í Mosfellsbæ þar sem hald-
inn var dansleikur í tilefni bæjarhá-
tíðarinnar Í túninu heima. Að sögn
lögreglu var mikill hiti í mönnum og
var einn sleginn í höfuðið með flösku.
Hann slasaðist þó ekki alvarlega og
enginn var handtekinn.
Tilkynnt var um hópslagsmál á
Sportbarnum í Hafnarfirði kl. 3.20, en
þegar lögreglan kom á staðinn voru
árásaraðilarnir farnir af vettvangi.
Árásarþolanum var ekið blóðugum á
slysadeild, en hann vildi ekki tjá sig
um hverjir hefðu verið að verki og var
því enginn handtekinn.
Þá var tilkynnt um blóðugan mann
á gangi við Brimborg á Bíldshöfða og
var hann fluttur á slysadeild mikið
slasaður. Maðurinn, sem er af erlendu
bergi brotinn, sagðist hafa orðið fyrir
árás nokkurra manna, einnig er-
lendra, en hann hafði að eigin sögn
aldrei séð mennina áður.
Litlir hópar á vaktinni
Á helgarvakt sem þessari eru að
sögn lögreglu að staðaldri þrír stórir
bílar á ferðinni og í hverjum þeirra
fjórir lögreglumenn. Milli þess sem
þeir sinna útköllum er bílunum lagt í
miðborginni á meðan lögreglumenn
ganga um svæðið og sinna eftirliti.
Slagsmál og grjótkast á lögregluna
Morgunblaðið/Júlíus
Í HNOTSKURN
»Alls komu upp tíu líkams-árásarmál aðfaranótt
sunnudags, þar af nokkur
vegna hópslagsmála og ein
árás á lögregluþjón.
»Tvær tilraunir til innbrotsvoru stöðvaðar af lögreglu
eftir að íbúar urðu varir við
umgang. Báðir mennirnir
voru handteknir á staðnum.
»Lögreglumenn við eftirliturðu varir við reyk á verk-
stæði við Lyngháls og var
slökkvilið strax kallað út.
Tókst þannig sennilega að
koma í veg fyrir mikið tjón.
»Einn maður var settur ífangageymslur eftir út-
afakstur á Reykjanesbraut,
grunaður um ölvun við akstur.