Morgunblaðið - 27.08.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
MEIRA en 15 erlendir starfsmenn
Arnarfells slösuðust þegar rúta á leið á
Egilsstaði fór út af veginum í Bessa-
staðafjalli. Rúmlega 30 starfsmenn
voru í rútunni en tveir þeirra slösuðust
alvarlega og liggja á gjörgæslu.
Slysið varð rétt fyrir klukkan eitt í
gærdag. Rútan var að koma úr vinnu-
búðum Arnarfells við Ufsarveitu á
Fljótsdalsheiði en starfsmennirnir
voru á leið í frí á Egilsstöðum og áttu
að snúa aftur til búða sinna um kvöldið.
Rútan var á leið niður fjallið þegar bíl-
stjóri hennar varð þess var að ekki var
allt með felldu og gerði farþegum við-
vart. Hann náði að hægja á rútunni og
sveigja henni að brekkunni svo hún
endastakkst fram af veginum og ofan í
læk. Engin vegrið eru á þessum stað í
fjallinu, en í sömu beygju fóru tveir
ruslaflutningabílar út af í fyrra. Af
ökurita bílsins að dæma var rútan á um
60 kílómetra hraða á klukkustund þeg-
ar hún fór út af. Bílbelti eru í rútunni
en talið er að þau hafi ekki verið notuð
af farþegum þegar slysið varð. Eftir
því sem næst verður komist kastaðist
þó enginn út úr rútunni heldur skullu
farþegar á sæti fyrir framan sig. Engin
bremsuför voru eftir rútuna á vegin-
um.
Fjöldahjálparstöð opnuð
í Grunnskólanum á Egilsstöðum
Um leið og Neyðarlínunni barst til-
kynning um slysið um klukkan eitt
voru sendir sjúkrabílar frá Egilsstöð-
um, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og
Kárahnjúkum, auk þess sem björgun-
arsveitir voru kallaðar út. Stjórnstöð
aðgerða var komið upp á Egilsstöðum.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-
GNÁ og TF-EIR, voru settar í við-
bragðsstöðu. Eins og venjan er þegar
fjöldaslys eiga sér stað var samhæfing-
armiðstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík
virkjuð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins
voru jafnframt kallaðir út og komið var
upp fjöldahjálparstöð í Grunnskólan-
um á Egilsstöðum.
Á slysstað hafði öllum farþegum
verið komið út úr rútubifreiðinni fyrir
klukkan tvö. Læknar, sem komu með
sjúkrabílum frá Egilsstöðum, for-
gangsröðuðu sjúklingum, en um 15
voru taldir vera það slasaðir að þeir
þyrftu á læknisaðstoð að halda. Farið
var með þá í sjúkrabílum á Heilbrigð-
isstofnun Egilsstaða þar sem læknar
tóku á móti þeim. Búið var að flytja alla
þá sem slösuðust til Egilsstaða um
einni og hálfri klukkustund eftir að til-
kynning barst um slysið. Átján farþeg-
anna hlutu hins vegar einungis skrám-
ur eða vægari högg. Þeir voru keyrðir í
rútu í fjöldahjálparstöðina í grunnskól-
anum þar sem sjálfboðaliðar Rauða
krossins og áfallahjálparteymi tók á
móti þeim.
Flogið með slasaða farþega
á aðrar sjúkrastofnanir
Strax var ljóst að slasaðir væru það
margir að aðstaða og fjöldi starfs-
manna væri ekki nægur á Egilsstöð-
um. Læknar og hjúkrunarfólk voru
flutt til Egilsstaða með flugvélum og
var síðan ákveðið að koma þeim sem
hlotið höfðu alvarlegri meiðsl á Fjórð-
ungssjúkrahúsin á Akureyri og í Nes-
kaupstað og til Reykjavíkur. Flogið
var með þá tvo sem voru hvað verst
slasaðir til Reykjavíkur á Landspítala
– háskólasjúkrahús. Annar þeirra
gekkst undir aðgerð vegna meiðsla á
báðum öxlum en hvorugur þeirra er
lífshættulega slasaður. Sjö aðrir komu
á sjúkrahúsið nokkru síðar. Tveir
farþeganna voru fluttir með sjúkra-
flugvél til Akureyrar og fjórir í Nes-
kaupstað. Þeir eru allir með beinbrot
eða önnur meiðsli sem ekki þykja al-
varleg.
Bílstjórinn vann afrek
Farþegar rútunnar voru allir út-
lendingar, starfsmenn verktakafyrir-
tækisins Arnarfells. Þeir voru á leið frá
vinnubúðum fyrirtækisins við Ufsar-
veitu, austan Snæfells, til Egilsstaða
en á sunnudögum eiga verkamennirnir
frídag. Þeir eru frá Póllandi, Lettlandi
og Portúgal. Gísli Rafnsson, staðar-
stjóri Arnarfells, var staddur á Egils-
stöðum þegar honum barst tilkynning
um slysið. Hann fór þegar á Heilbrigð-
isstofnunina til að taka á móti mönn-
unum. „Þetta er skelfileg upplifun. En
maður fékk fljótlega þær fréttir að
enginn væri stórslasaður og enginn
hefði látist.“ Gísli segir að hann hafi
strax vitað hvar slysið varð. „Þetta er
mjög hættuleg beygja. Ef þeir hefðu
farið fram af hefði þetta getað farið
miklu verr.“ Engin vegrið eru við
beygjuna, sem heimamenn kalla „Ingi-
ríði“ og er efst í fjallinu. Gísli segir ljóst
að bílstjórinn hafi bjargað mönnunum
með því að keyra beint út af í stað þess
að taka beygjuna. „Það er mjög líklegt
að honum hafi tekist að bjarga miklu.
Hann hefur unnið gríðarlegt afrek.“
Bílstjórinn er pólskur og er líðan hans
eftir atvikum. Gísli segir hann vera í
hálfgerðu taugaáfalli eftir slysið. Ljóst
sé að verkamönnunum hafi verið mjög
brugðið. „En þeir voru ótrúlega rólegir
miðað við hvað hafði gengið á.“
Farið var með þá verkamenn sem
ekki slösuðust aftur upp í vinnubúð-
irnar síðdegis í gær eftir að læknir
hafði skoðað þá. Gísli segir að það hafi
verið metið svo að skynsamlegast væri
að mennirnir fengju að jafna sig í fé-
lagsskap vina sinna uppi í búðum.
Læknir sé í búðunum og muni hann sjá
um þá.
Gísli varð vitni að viðbrögðum björg-
unaraðila og segir ótrúlegt hve allt hafi
gengið fumlaust fyrir sig og hversu
fljótt aðstoð barst.
Fjöldaslys á Austurlandi
Á sama stað
og bílum var
ekið út af í fyrra
Ljósmynd/Egill Gunnarsson
Á slysstað Björgunarmenn hlúðu að hinum slösuðu sem síðan voru fluttir á sjúkrahús.
Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson
Skemmd Rútan var á um 60 km hraða þegar hún fór út af veginum.
PÉTUR Heimisson, yfirlæknir á Heilbrigðis-
stofnun Austurlands, var eini læknirinn á
stofnuninni þegar komið var með fyrstu far-
þegana úr rútuslysinu í Bessastaðafjalli. Tveir
fullmannaðir sjúkrabílar með læknum fóru frá
Egilsstöðum um leið og tilkynning barst.
„Stjórnstöð aðgerða kallaði til mannskap í
Kárahnjúkum, niðri í fjörðum og síðan frá Ak-
ureyri og frá Reykjavík. Einnig var kallað til
greiningarteymi auk lækna og vanra sjúkra-
flutningamanna.“ Hann segir að mjög fljótlega
eftir að tilkynningin barst hafi verið kominn
saman á Egilsstöðum mjög stór hópur fag-
manna frá ýmsum stöðum á landinu. „Ég held
að þegar mest var höfum við verið 11 læknarn-
ir hérna.“
Á heilbrigðisstofnunina voru fluttir þeir far-
þeganna sem taldir voru vera með alvarlega
áverka. Pétur segir að það hafi sýnt sig að þeir
sem sáu um að forgangsraða sjúklingum hafi
metið aðstæður og meiðsl
sjúklinga rétt. Læknar og
hjúkrunarfræðingar fóru
síðar yfir í fjöldabjörg-
unarmiðstöðina og mátu þá
sem farið hafði verið með
þangað. „Þar var einn ein-
staklingur sem við mátum
svo að hann hefði þurft að
fara til okkar.“ Hann segir
verkamennina almennt
hafa verið í áfalli eftir slysið en þeir hafi þó
tekið öllu saman af mikilli rósemd. „Þetta eru
allt saman harðjaxlar sem báru sig ótrúlega
vel.“
Aðallega beinbrot á útlimum
Allir farþegarnir voru útlendingar og þurfti
því á túlkum að halda til að miðla upplýsingum
milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Pétur
segir að sá þáttur hafi gengið tiltölulega
snurðulaust fyrir sig þrátt fyrir að þurft hafi
að túlka úr pólsku, lettnesku og portúgölsku.
Fljótlega voru þrír túlkar komnir inn á stofn-
unina og sáu þeir um að miðla upplýsingum.
Aðspurður um hvers eðlis meiðsli verkamann-
anna séu segir Pétur að fyrst og fremst sé um
að ræða beinbrot á fótum og höndum. „Síðan
er einstaklingur sem er með verk í baki og
hann þarf að greina nánar. Því miður er ekki
hægt að útiloka að það séu hryggáverkar.“
Að liðnum degi segir Pétur að verkið hafi
gengið vel. „Það sem mér finnst mikilvægast
er að manni sýnist að enginn einstaklingur
muni sitja eftir með varanleg meiðsl af því að
honum var ekki sinnt í tíma. Hins vegar fer
ekki hjá því með svona stórt slys, að það fer
strax fram úr bæði viðbúnaði, reynslu og að-
stöðu sem við höfum. Það er því fullt af hlutum
sem við reynum að læra af.“
Farþegarnir í áfalli en tóku slysinu með ró
Morgunblaðið/Gunnar Páll
Á Egilsstöðum Þeim sem ekki slösuðust að
ráði var ekið aftur í vinnubúðirnar.
Pétur Heimisson
MARÍA Har-
aldsdóttir er
svæðisstjóri
Rauða kross
Íslands á
svæðinu frá
Hornafirði
að Vopna-
firði. Rétt
fyrir klukk-
an tvö barst
henni til-
kynning um fjöldaslys í hennar
umdæmi og að setja þyrfti upp
fjöldahjálparstöð. Tæpum
tveimur tímum síðar kom rúta
með þá 18 farþega rútunnar
sem þóttu ekki hafa slasast að
ráði.
„Þetta gekk rosalega vel.
Við vorum nýbúin að halda æf-
ingu þar sem viðbrögð voru
æfð við fjöldaslysi eins og
þessu. Það gekk allt upp og
þetta sýnir hvað æfingarnar
borga sig.“ María segir að
mennirnir hafi augsjáanlega
orðið fyrir miklu áfalli. „Sumir
voru með skurði, höfuðverki
og axlarverki. Við hófum strax
að hlúa að þeim og seinna meir
komu hingað læknar og hjúkr-
unarfræðingar og mátu
meiðslin.“ Síðdegis voru síðan
allir fluttir yfir á Heilbrigð-
isstofnun Austurlands þar sem
aðgætt var að engin meiðsl
hefðu farið framhjá greining-
araðilum en mennirnir sneru
aftur heim til vinnubúða sinna
um kvöldið. María segir að
fyrst og fremst hafi brunnið á
mönnunum að komast í sam-
band við sína nánustu í heima-
löndunum og hafi verið mögu-
legt að koma því í kring að þeir
gætu það.
Í fjöldahjálparstöðinni störf-
uðu rúmlega 20 einstaklingar.
Skyndihjálparteymi sem sam-
anstóð af sjálfboðaliðum
Rauða krossins hlúði að verka-
mönnunum og veitti þeim
hressingu. „Síðan kölluðum við
út áfallahjálparteymi sem sam-
anstóð af presti og kaþólskum
munkum frá Reyðarfirði. Þess-
ir menn þurftu virkilega á sál-
gæslunni að halda.“ Sá Rauði
krossinn jafnframt um að kalla
út túlka fyrir fjöldahjálp-
arstöðina og heilbrigðisstofn-
unina. Um klukkan hálf sex
var aðgerðum síðan lokið í
grunnskólanum.
Vildu
hringja
heim í sína
nánustu
María
Haraldsdóttir