Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Stuttir kjólar og pils HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 HAUST 2007 JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Hefst á miðvikudag azzREYKJAVÍK07 ALLIR ELSKA JAZZ! DAGSKRÁ: sjá www.jazz.is 29. ágúst - 1.september 2007 AÐGÖNGUMIÐAR: sjá www.midi.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BIRGIR H. Sigurðsson, skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að nákvæmlega hafi verið unnið innan þess ramma sem deiliskipulagið geri ráð fyrir í sambandi við tillögu um niðurrif húsa við Laugaveg 4-6 og byggingu fjögurra hæða hótel- og verslunarhúss í staðinn. Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins, segir að áður en hús byggð fyrir 1918 séu rifin eigi að koma til álit Húsafrið- unarnefndar. Fyrir rúmu ári hafi hún fengið erindi frá þáverandi arkitekt nýrrar byggingar við Laugaveg 4-6 varðandi niðurrif núverandi húsa á lóðinni. Í svarinu hafi komið fram að til að veita endanlegt svar við er- indinu væri nauðsynlegt að fá teikn- ingar af fyrirhuguðum byggingum, ekki síst vegna þess að nágrannahús- ið Laugavegur 2 væri friðað hús. Þær hefðu ekki enn borist og því hefði ekkert álit verið gefið. Tillagan rædd á morgun Tillagan verður tekin til umfjöllun- ar á fundi byggingafulltrúa á morg- un, en málinu var frestað á síðasta fundi þar sem eftir átti að ganga frá nokkrum tæknilegum atriðum. Birg- ir H. Sigurðsson segir að deiliskipu- lag lóðarinnar hafi verið samþykkt 2002 að undangenginni umfjöllun eins og getið sé um í lögum. Fyrir- liggjandi tillaga að nýbyggingum sé innan marka deiliskipulagsins, bæði hvað varði hæð, umfang, tölur og notkun, og að mati þeirra sem að af- greiðslu málsins hafi komið falli hún vel að götumynd Laugavegar. Að- koma Húsafriðunarnefndar að mál- inu hafi verið frá fyrstu stigum þess og fram hafi komið í umsögn hennar, að hún vilji koma að málinu á síðari stigum og þá varðandi útlit nýbygg- inga. Af þessu verði ekki annað ráðið en að Húsafriðunarnefnd hafi með umsögn sinni ekki lagst gegn niður- rifi núverandi bygginga að Lauga- vegi 4 og 6 og nýrri byggð í stað þeirra en í erindi nefndarinnar dags. 18. maí 2006 komi m.a. fram að sýna verði „ýtrustu nærgætni við hönnun nýbygginga“. Af gögnum málsins sé ljóst að Húsafriðunarnefnd hafi í um- fjöllunum sínum ekki gert kröfu um friðun umræddra húsa. Hlutverki nefndarinnar í þessu máli hafi þar með lokið. Birgir segir að rétt sé að ítreka það sem þegar hafi komið fram að það sé ekki hlutverk Húsafriðun- arnefndar og ekki í hennar verka- hring að veita Reykjavíkurborg álit á útliti nýbygginga. Auk þess hafi sér- stakur rýnihópur komið að málinu þegar fjallað hafi verið um útlit fyr- irhugaðra nýbygginga en í honum sitji m.a. varaformaður Húsafriðun- arnefndar. Á síðari stigum hafi menn verið ósáttir við kynnt útlit og skipu- lagsráð því óskað eftir að embætti skipulagsstjóra legði fram fleiri til- lögur þar að lútandi. Fagaðilar hafi verið fengnir til að leggja fram sitt álit og eftir umfjöllun í rýnihópnum og í skipulagsráði hafi niðurstaðan verið sú tillaga, sem nú sé til af- greiðslu hjá byggingafulltrúa. Teikning GP-arkitektar ehf. Laugavegur 4-6 Tillaga að fjögurra hæða húsi þar sem gert er ráð fyrir hótel- og verslunarhúsnæði er til afgreiðslu hjá byggingafulltrúa borgarinnar. Unnið innan ramma deiliskipulagsins Morgunblaðið/Ásdís Gömul hús Húsin sem nú standa á Laugavegi 4-6 og í bígerð er að rífa. FIMM voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akranesi síðdegis í gær eftir aftaná- keyrslu í sunnanverðum Hvalfjarð- argöngum. Sá sjötti úr bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum kom á sjúkahúsið stuttu síðar. Þrír þurftu frekari rannsóknar við og fengu aðhlynningu. Um var að ræða tvo karla, þrjár konur og eins árs gamlan dreng. Þau voru öll útskrif- uð í gær, að sögn vakthafandi lækn- is. Aftanákeyrslan varð um kl. 15.30 og var lokað fyrir umferð um göngin kl. 15.35. Opnað var aftur fyrir um- ferð um göngin kl. 16.27. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mynd- aðist talsverð biðröð við göngin, enda um að ræða annatíma í um- ferðinni á þessum slóðum. Lögregl- an beindi umferðinni eftir gömlu leiðinni fyrir Hvalfjörð meðan göng- in voru lokuð og völdu margir að aka þá leið í stað þess að bíða við göngin. Draga þurfti annan bílinn sem lenti í árekstrinum af vettvangi en hinn var ökufær, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Morgunblaðið/ÞÖK Á annatíma Talsverð biðröð myndaðist við göngin vegna lokunarinnar. Aftanákeyrsla í Hvalfjarðargöngum TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni á Suðurnesjum aðfaranótt sunnudagsins. Tvær grófar líkams- árásir áttu sér stað í bænum þá um nóttina. Önnur þeirra var gerð í Sandgerði en hin á Hafnargötunni í Reykjanesbæ. Í báðum tilvikum voru árásar- mennirnir voru handteknir og árás- arþolar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Hafnargötu í Reykjanesbæ um nóttina, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í bænum. Tvær grófar líkamsárásir ARON Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi og síðar stofufang- elsi í Texas undanfarin 10 ár, kom til landsins snemma í gærmorgun með flugi frá Boston. Hann dvelur nú hjá móðursystur sinni í Kópavogi þar sem hann hvíldist í gær og hitti íslenska ætt- ingja sína sem hann hefur ekki séð í rúman ára- tug, frá síðustu heimsókn. Aron Pálma hafði lengi dreymt um að snúa aftur til Íslands eftir að hafa afplánað fangelsisvist sem hann var dæmdur í aðeins 13 ára að aldri. Hann heimsótti Ísland oft sem barn og var nýsnúinn aftur eftir heimsókn hérlendis þegar atvikið átti sér stað sem átti eftir að breyta lífi hans til hins verra. Að sögn Einars S. Ein- arssonar, formanns RJF-samtak- anna sem barist hafa fyrir frelsi Ar- ons Pálma, líður honum sem nú sé hann kominn heim, enda eigi hann hér mjög sterkar rætur og Ísland sé hans draumaland eftir hremming- arnar í Texas. Aron Pálmi snúinn heim Aron Pálmi Ágústsson SALA á sígarettum jókst um 6,3% í júní og júlí sl. miðað við sömu mán- uði í fyrra. Reykingabann á veit- inga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi 1. júní sl. virðist því ekki hafa dregið úr neyslu. Í Bretlandi hefur sala á sígarettum dregist saman um 7% í júlí, en reykingabann tók þar gildi í upphafi þess mánaðar. Einari S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að í júní og júlí í ár hafi selst 283 þúsund karton af sígarettum, en rúmlega 266 þúsund í sömu mánuð- um fyrir ári. Sígarettur eru 92% alls þess tóbaks sem selt er í land- inu. Sé tímabilið frá janúar til júlí á þessu ári borið saman við sama tímabil í fyrra hefur sígarettusala, að sögn Einars, aukist um 5%. Sala á tóbaki jókst í júní og júlí ÖKUMAÐUR var stöðvaður af lög- reglu í Svínadal í gærmorgun og var hann undir áhrifum fíkniefna. Var hann einnig með fíkniefni í fór- um sínum. Lögreglan í Stykkishólmi sagði ökumanninn ekki hafa verið yfir löglegum hraðatakmörkum en hann hefði verið stöðvaður vegna gruns um tengsl hans við annað mál. Ók undir áhrif- um fíkniefna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.