Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 10

Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 10
10 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF www.utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA • 71506 Viðtalstímar sendiherra í haust Sendiherrar Íslands í Peking, París, Ósló og Ottawa eru til viðtals sem hér segir: Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Peking, mánudaginn 27. ágúst Auk Kína eru átta önnur ríki í umdæmi sendiráðsins: Ástralía, Kambódía, Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam. Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, miðvikudaginn 29. ágúst Auk Frakklands er umdæmi sendiráðsins Alsír, Andorra, Ítalía, Marokkó, Portúgal, San Marínó, Spánn og Túnis. Sendiráðið gegnir hlutverki fastanefndar gagnvart Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Stefán Skjaldarson, sendiherra í Ósló, fimmtudaginn 6. september Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Noregs: Barein, Egyptaland, Grikkland, Íran, Jemen, Líbía, Óman, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Súdan. Markús Örn Antonsson, sendiherra í Ottawa, þriðjudaginn 23. október Auk Kanada er umdæmi sendiráðsins Belís, Bólivía, Ekvador, Hondúras, Kostaríka, Kólumbía, Panama, Perú, Níkaragva, Úrúgvæ og Venesúela. Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiskrif- stofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti: utflutningsrad@utflutningsrad.is Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir: svanhvit@utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Þátttökugjald kr. 1.500 með morgunverði Allir velkomnir – skráning á www.sa.is         L O F T S L A G S S A M N I N G A R O G A T V I N N U L Í F A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 7 Mánudaginn 3. september kl. 8:30-10:00 Á Grand Hótel Reykjavík – Gullteig Morgunverður hefst kl. 8:00 Halldór Þorgeirsson forstöðumaður hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna ræðir um stöðuna í loftslagsmálum og áhrif alþjóðaskuldbindinga á atvinnulíf. Hvert stefnir? Hvernig má nýta verkefni í þróunarríkjum til að draga úr útstreymi heima fyrir? Hvernig starfa alþjóðlegir kolefnissjóðir? Hver verða áhrif á orkunýtingu og orkuvinnslu Íslendinga? Umræður og fyrirspurnir - 800 milljarða króna aukagjöld á neytendur GJALDTAKA kortafyrirtækja og banka var meðal umræðuefna á ár- legum fundi samtaka verslunar- og þjónustufyrirtækja á Norðurlöndun- um, sem fór fram í Stykkishólmi sl. föstudag. Meðal fyrirlesara var Xav- ier Durieu, framkvæmdastjóri Euro- Commerce, Evrópusamtaka versl- unarinnar. Fram kom í máli hans að í Evrópu legðist viðbótarálag upp á 9 milljarða evra, jafnvirði nærri 800 milljarða króna, á neytendur með ýmsum kortagjöldum. Það voru Félag íslenskra stór- kaupmanna, FÍS, og Samtök versl- unar og þjónustu, SVÞ, sem stóðu saman að því að taka á móti norræn- um kollegum sínum í Hólminum. Meðal annarra fyrirlesara má nefna Gunnar Sigurðsson, forstjóra Baugs. Dregið úr höftum Xavier Durieu sagði í samtali við Morgunblaðið að samtökin sem hann starfaði fyrir hefðu ávallt unnið með hagsmuni viðskiptavina verslunar- innar að leiðarljósi. Eitt helsta bar- áttumál samtakanna í þeim efnum væri að stuðla að aukinni fríverslun og draga úr höftum í viðskiptum, ekki síst á sviði landbúnaðar. Borið hefði á aukinni verndarhyggju hjá einstökum ríkjum og við því þyrfti að bregðast. Innan EuroCommerce starfa sex milljónir fyrirtækja með alls um 30 milljónir starfsmanna. Durieu sagði þessar verslanir og þjónustufyrir- tæki sinna þörfum hátt í 500 millj- ónum neytenda í Evrópu. Hvað kortagjöldin varðar sagðist hann telja að hið sama ætti við um ís- lenska neytendur og aðra í Evrópu. Þeir greiddu alltof mikið fyrir korta- viðskiptin, mun meira en viðskipta- færslurnar raunverulega kostuðu banka og kortafyrirtæki. Hann sagði EuroCommerce hafa barist af hörku gegn óhóflegri gjaldtöku og að nokk- ur mál væru í gangi innan fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Hann tók fram að þessi gjöld væru þó mismunandi eftir löndum, þau væru t.d. nánast engin í Finn- landi. Durieu sagði mjög mikilvægt að auka gegnsæi í þessum viðskiptum og samkeppni milli kortafyrirtækj- anna. Hann bindur vonir við jákvæða niðurstöðu samtakanna í máli gegn MasterCard, sem von sé á fljótlega, en kortafyrirtækin muni ekki gefa sig baráttulaust, enda miklir fjár- hagslegir hagsmunir í húfi fyrir þau. Þá sagði hann samtökin hafa staðið á varðbergi gagnvart áformum um sameiginlega greiðslumiðlun í Evr- ópu, skammstafað SEPA, sem koma á í gang á næsta ári. Framkvæmdastjóri EuroCommerce á fundi hér á landi Verslun Xavier Durieu, fram- kvæmdastjóri EuroCommerce, í Stykkishólmi fyrir helgi. HB Grandi var rekinn með 2,9 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins á móti nær 2,6 milljarða tapa á sama tímabili í fyrra og munar þar mestu að fjármagnsliðir (einkum gengismunur og verðbætur lána) voru jákvæðir um nær 1,7 milljarð fyrstu sex mánuði ársins en þeir voru neikvæðir um 3,76 milljarða á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur voru tæplega 8,2 milljarðar á móti 7,7 milljörðum í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir af- skriftir og fjár- magnsliði var (EBIDTA) án sölu- hagnaðar skipa var 1,93 milljarðar (23,6% af tekjum) á móti 1,6 milljarði (21,5% af tekjum) árið áður. Við bæt- ast síðan 609 milljónir vegna hagn- aðar af sölu Engeyjar að frádregnu tapi af sölu Sunnubergs. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn 527 milljónum. HB Grandi með 2,9 milljarða í hagnað KAUPÞING banki hefur veitt 28 starfsmönnum, sem flestir eru nýir, kauprétt að samtals 1,155 milljónum hluta, að nafnverði 11.550.000 krón- ur. Rétturinn er á samningsgenginu 1.110 krónur á hlut á fyrsta innlausn- artímabili, 1.166 krónur á hlut á inn- lausnartímabili 2011 og 1.224 krónur á hlut á innlausnartímabili 2012. Þá hefur Landsbankinn gefið út nýja kauprétti til tiltekinna starfs- manna bankans í London. Kauprétt- irnir eru veittir í tengslum við kaup Landsbankans á Bridgewell Group. Um er að ræða kauprétti að 66,8 milljónum hluta á genginu 39,4. Fleiri kaupréttir MARORKA hefur gert samstarfs- samning við svissneska fyrirtækið Aquametro um markaðssetningu á eldsneytisstjórnunarkerfi fyrir skip. Kerfið byggist á mælitækni þróaðri og framleiddri af Aqua- metro og orkustjórnunarkerfi framleiddu af Marorku. Eldsneyt- isstjórnunarkerfið sem um ræðir er staðlað kerfi sem hentar öllum skipum sem ganga fyrir svartolíu. Samkvæmt upplýsingum frá Marorku munu með þessum samn- ingi opnast ný og spennandi mark- aðssvæði fyrir fyrirtækið sem í dag starfar í Noregi og Danmörku, auk Íslands. Til þessa hefur Marorka einbeitt sér að markaðssetningu orkustjórnunarkerfa til skipaút- gerða við N-Atlantshaf og eru margar helstu skipaútgerðir heims meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Samstarfið við Aquametro opnar leið fyrir Marorku að skipa- smíðastöðvum í Asíu. Jafnframt mun svissneska fyrirtækið, sem sér- hæfir sig í framleiðslu flæðimæla og orkumælingakerfa, markaðs- setja allar kerfislausnir sínar fyrir skip ásamt hugbúnaði frá Marorku. Á myndinni undirrita þeir samning- inn, dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, og Fritz Hauff, forstjóri Aquametro. Nýir sölumarkaðir opnast fyrir Marorku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.