Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 11
ÚR VERINU
Baltimore/
Washingtone
FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 24.050* KR.
New York
FARGJALD AÐRA LEIÐ FRÁ 24.050* KR.
Boston FARGJALD AÐRA LEIÐFRÁ 24.050* KR.
KYNNTU ÞÉR ÚRVAL BORGARFERÐA,
SÉRFERÐA OG FERÐATILBOÐA Á WWW.ICELANDAIR.IS
– UPPLÝSINGAR UPPFÆRAST DAGLEGA.
‘07 70ÁR Á FLUGI
FLUG
OG GISTING
Í 3 NÆTUR
Í NEW YORK
FRÁ 73.100 KR.
Á mann í herbergi
m.v. 2 fullorðna á Hotel
Beacon **** í New York
23. –26. nóv. 2007.
Innifalið: Flug báðar leiðir,
flugvallarskattar
og gisting í 3 nætur.
* Með flugvallarsköttum.
FLUG OG GISTING
Í 3 NÆTUR Í BOSTON
FRÁ 59.500 KR.
Á mann í tvíbýli á The Lenox
Hotel **** í Boston 7.–10. sept.,
5.–8. okt. , 15–18. nóv.
og 6.–9. des. 2007.
Innifalið: Flug báðar leiðir,
flugvallarskattar og gisting.
* Með flugvallarsköttum.
FLUG OG GISTING
Í 3 NÆTUR Í BALTIMORE
FRÁ 48.900 KR.
Á mann í tvíbýli á Days Inn
Inner Harbor*** í Baltimore,
8.–11. nóv., 22.–25. nóv. og
6.–9. des. 2007. Innifalið: Flug
báðar leiðir, flugvallarskattar
og gisting.
* Með flugvallarsköttum.
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
W W W. I C E L A N DA I R . I SFerðaávísun gildir
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
85
71
0
8
/0
7
Finnur fiskurinn til? Hefur hann til-finningar og svo framvegis? Þessumspurningum eru menn að velta fyrirsér í Noregi þessa dagana. Meðal
annars sem um er rætt er krafa dýraverndar-
samtakanna Nóa (Noah) um að hætt verði að
veiða lax og sleppa honum aftur. Þar segja
menn að sportveiðimenn séu að leika sér með
lifandi skepnur sem finni til og því sé ekki
hægt að flokka þessar aðfarir öðru vísi en sem
illa meðferð á dýrum. Það er rætt um velferð
eldisfisks í kvíum og það hvernig villtur fiskur
er veiddur. En helzt vilja fylgjendur Nóa að
fólk borði hvorki fisk né kjöt.
Hér er kannski rétt að staldra við. Ábyggi-
lega finna fiskar eitthvað til. Auðvitað hlýtur
aðbúnaður eldisfisks í kvíum að skipta máli.
Séu aðstæður slæmar vex fiskurinn hægar og
afföll verða meiri. Það eru því hreinlega prakt-
ískar aðstæður fyrst og fremst fyrir því að láta
fiskinum líða vel í kvíunum. Það er nokkuð
þekkt staðreynd að við fáum hvorki fisk né kjöt
á okkar disk öðru vísi en að drepa dýrin fyrst.
Hvernig farið er að því að slátra dýrum okkur
til matar getur vissulega skipt máli. Það á að
Það er full ástæða til að staldra við þegar
umræðan er komin inn á þessar brautir. Nátt-
úru- og dýrverndarfólk verður að átta sig á
þeim staðreyndum að heimsbyggðin er háð
kjöti og fiski. Þeir mega ekki ganga of langt í
baráttu sinni í þágu dýranna. Getum við átt
það á hættu að allar veiðar verði bannaðar?
Nú þegar eru Nóa-samtökin að beina spjótum
sínum að fiskeldi. Þau segja að fiskurinn hafi
verið tekinn úr náttúrulegu umhverfi sínu og
hrúgað í kvíar, þar sem honum líði illa. Það
getur svo sem vel verið að fiskinum líði illa í
kvíunum, en út í náttúruna hefur hann aldrei
komið og hefur ekki hugmynd um hvernig lífið
utan kvíanna er. Auðvitað verðum við að halda
áfram að veiða og ala fisk. Það verðum við að
gera á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Maðurinn
lifir ekki af brauði einu saman. Jesú stundaði
fiskveiðar og bauð upp á fisk með brauðinu á
sínum tíma.
Finnur fiskurinn til á önglinum?
» Öll þurfum við að borða ogblávatn og gras er kannski
ekki á óskalistanum.
BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
gera á þann hátt sem „mannúðlegastur er“.
Hvernig skilgreinum við svo mannúð? Getur
það að veiða fisk á öngul flokkast undir mann-
úð, eða veiða hann í net eða troll? Flokkast það
undir mannúð að loka hænsn inni í búrum og
ala þau þar til þess eins að verða étin?
Já, það getur svo sannarlega flokkast undir
mannúð. Öll þurfum við að borða. Það er veru-
leikafirrt fólk sem heldur það að hægt sé að
seðja heimsbyggðina án þess að ala og veiða og
drepa dýr sér til matar. hjgi@mbl.is
VEIÐAR á túnfiski hafa staðið í
stað undanfarin ár en árlegur afli
er ríflega 4 milljónir tonna og ekki
er fyrirsjáanlegt að veiðar aukist á
komandi árum þar sem flestir tún-
fiskstofnar heimsins eru ýmist full-
nýttir eða ofnýttir. Sagt er frá
þessu á heimasíðu Glitnis.
Túnfiskur er almennt nokkuð
dýr og eftirsótt fiskafurð en af
heildarvirði heimsviðskipta með
fiskafurðir er túnfiskur í fjórða
sæti með um 7.6% hlutdeild. Þegar
fjallað er um túnfisk er almennt átt
við fimm undirtegundir en þær eru
randatúnfiskur (e. skipjack),
gulugga túnfiskur (e. yellowfin),
gláparatúnfiskur (e. bigeye), hvítur
túnfiskur (e. albacore) og bláuggat-
únfiskur (e. bluefin). Í magni talið
eru randa- og guluggatúnfiskur
stærstu tegundirnar en samtals eru
þær um 84% af veiddu heildar-
magni. Bláugga-túnfiskurinn er
aftur á móti verðmætasta tegundin
þegar litið er á verð fyrir hvert
veitt kíló en hann vegur hins vegar
aðeins um 1,3% af veiddu heild-
armagni.
Niðursoðinn
túnfiskur á niðurleið
Eftirspurn eftir niðursoðnum
túnfiski hefur heldur minnkað und-
anfarin ár og hefur heimsneysla
dregist nokkuð saman en áætlað er
að hún hafi verið 0,45 kíló á mann
árið 2006 samanborið við 0,49 kíló
árið 2004. Vinsældir fersks túnfisks
hafa á hinn bóginn aukist talsvert,
sérstaklega innan landa ESB og í
Bandaríkjunum, hækkandi verð á
túnfiski hefur þó orðið til þess að
eftirspurn eftir honum hefur lítið
aukist upp á síðkastið.
Túnfiskeldi að aukast
Árið 2004 tók eldi á bláugga-
túnfiski nokkurn kipp en þá jókst
eldið um tæp 80% samanborið við
árið á undan. Af heildar-heims-
framboði er alinn túnfiskur þó að-
eins lítið brot eða 0,5% af heild-
armagni ársins 2005. Nánast allt
eldi á túnfiski í heiminum í dag er
áframeldi, þ.e. smár fiskur er
veiddur, settur í kvíar og alinn þar
upp í markaðsstærð. Þróun á seiða-
framleiðslu og notkun á þurrfóðri
eru helstu hindranir sem túnfisk-
eldisiðnaðurinn þarf að komast yfir
til að framtíðarvöxtur og sjálfbærni
slíks eldis séu tryggð.
Veiðar á
túnfiski
standa í stað
Morgunblaðið/Golli