Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 12

Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 12
12 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is MIKLIR skógareldar hafa geisað í Grikklandi síðan á föstudag og hefur minnst 61 maður látið lífið í eldunum. Þeir eru meðal þeirra mannskæð- ustu í heiminum síðustu 150 árin en neyðarástandi og þjóðarsorg var lýst yfir í landinu á föstudag. Mestu eldarnir voru á Pelóps- skaga og á Evia-eyju, sem er norður af Aþenu, og talið var að ástandið væri mjög slæmt á um 42 stöðum. 60 nýir eldar brutust út í gær en sam- kvæmt embættismönnum í Grikk- landi höfðu menn þegar náð stjórn á 40 þeirra í gærkvöldi. Tugir sviðnaðra mannslíka hafa fundist í fjallaþorpum á Pelópsskaga en svæðið í kringum bæinn Sakaro hlaut verstu útreiðina. 37 lík hafa fundist þar enn sem komið er. Um 40 þorp höfðu verið rýmd í gærkvöldi. Íkveikjur taldar líklegar Grísk stjórnvöld segjast hafa grun um að margir eldanna séu af manna- völdum og segja ekki einleikið hversu margir eldar brutust út á sama tíma. 10 manns hafa verið handteknir vegna gruns um íkveikju eða vítavert gáleysi við meðferð elds, þar á meðal kona á níræðisaldri og 65 ára maður. Stjórnvöld hafa lýst yfir að allt að 88 milljónir séu í boði fyrir þá sem geta gefið upplýsingar um brennuvarga. „Allir gráta,“ segir Jóhannes Lyb- eropoulos, sonur íslenska ræðis- mannsins í Grikklandi. Hann segir ekki nóg af vélum og fólki til að berj- ast við eldinn og að það sé ólýsanleg tilfinning að vita af samlöndum sín- um í þessum ótrúlegu aðstæðum. „Þegar eldurinn berst inn í litlu þorpin eru allar vélar og tækir slökkviliðsmenn að berjast við elda sem geisa annars staðar. Þorpsbúar eru einir á móti óviðráðanlegum skógareldum sem eyðileggja þorpin þeirra og taka líf ættingja þeirra,“ segir Jóhannes. Hann segir slökkvi- starf mjög erfitt bæði vegna þess að sterkur vindur hafi verið í gær og einnig vegna könglanna á furutrján- um, en þeir springa og kastast yfir í nálæg tré og leggja þannig eld að þeim. „Þegar maður stendur á móti 30 metra eldhafi skilur maður hvað maður er lítill í raun og veru,“ segir Jóhannes. Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir hjálp frá Evrópusambandinu og í gærkvöldi höfðu 18 flugvélar borist frá Frakklandi, Kanada og Ítalíu. Ein rússnesk flugvél hefur verið í slökkvistörfum í Grikklandi síðan í júlí.Von var á sjö flugvélum í viðbót og 13 þyrlum frá hinum ýmsu lönd- um. 60 franskir slökkviliðsmenn, 30 kýpverskir og 18 ungverskir börðust við hlið um 1500 innlendra her- og slökkviliðsmanna. Evrópusambandið segir viðbrögð sambandslanda þau stærstu síðan sérstakt kerfi, sem vernda á borg- ara, var sett upp árið 2001. Einir mestu skógareldar í heiminum síðastliðin 150 ár AP Sigurgyðjan Eldtungur sleiktu hina fornfrægu Ólympíu en engar minjar skemmdust. Sérstakt úðakerfi ver minjarnar og varðlið var á staðnum. „Allir gráta – maður skilur núna hvað maður er lítill í raun og veru“               ! "      #  $ %   Hyperabad. AFP, AP. | Tugir slösuðust og 42 létu lífið er tvær sprengjur sprungu á laugardag með nokkurra mínútna millibili í Hyperabad í Ind- landi. Sprengjunum var komið fyrir á fyrirlestrarsvæði í almenningsgarði og á veitingahúsi. Þriðja sprengjan var gerð óvirk er hún fannst í bíósal. Stjórnvöld á Indlandi leita nú með logandi ljósi eftir þeim sem bera ábyrgð á sprengingunum en enginn hefur lýst yfir ábyrgð. Telja þau lík- legt að íslamskir öfgamenn í Pakist- an eða Bangladesh standi að baki sprengjutilræðinu. Talið er að sprengingarnar á laug- ardag tengist tilræði er átti sér stað þremur mánuðum fyrr, en þá létust 11 manns þegar sprengja sprakk í mosku. Mannskæð sprengju- tilræði á Indlandi AP Blóðugt Önnur sprengjan sprakk á meðal áheyrenda á fyrirlestri. HÖFRUNGURINN Winter missti sporðblöðkurnar er hann festist í krabbagildru en hann er eini höfrungur- inn sem vitað er um sem hefur lifað af þrátt fyrir sporð- missi. Hann hefur lært að synda án sporðs, en sund- aðferðin fer illa með hrygg höfrungsins þannig að hann er í sjúkraþjálfun hvern dag. Sérfræðingur í gervilim- um vinnur nú að því að græða nýjar blöðkur á Winter. Hann segir að nýta megi reynslu Winter fyrir menn. AP Sporðlaus höfrungur hvíldinni feginn Ankara. AP. | Líklegt þykir að Abdull- ah Gul, utanríkisráðherra Tyrk- lands, tryggi sér stöðu forseta á morgun. Aðeins þarf einfaldan meirihluta í kosningum þingsins til að tryggja sigur hans í kosningun- um. Eiginkona Gul, Hayrunnisa, klæð- ist hefðbundinni höfuðslæðu að hætti múslima og hefur það vakið mikla andstöðu meðal veraldlegra valdhafa í landinu. Ríkisstjórn Tyrklands telst múslímsk að meiri hluta en ver- aldleg öfl í Tyrklandi hafa lengi átt í útistöðum við ríkisstjórnina vegna árekstra trúar og ríkis. Hafa þau lagt áherslu á að ráðamenn haldi trú sinni aðskilinni frá starfinu. Veraldarhyggjumenn eru áhyggjufullir vegna slæðuburðar væntanlegrar forsetafrúar og óttast afturför í landinu vegna þessa. Slæð- ur af þessu tagi eru bannaðar bæði í skólum og á skrifstofum hins opin- bera. Þeir eru einnig hræddir um að Hayrunnisa Gul muni berjast fyrir að slæðubanninu verði aflétt í land- inu en hún hefur áður leitað álits Mannréttindadómstóls Evrópu á því hvort hún megi klæðast slæðu í há- skóla og hefur verið leiðandi í bar- áttu kvenna fyrir rétti til að bera slæður. Klæðaburður vekur ugg AP Hjónin „Ég verð forseti, ekki konan mín,“ sagði Gul vegna slæðunnar. ÓLYMPÍULEIKARNIR verða haldnir í Peking á næsta ári og hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar. Sú nýjasta er framtak tveggja bænda sem telja of mikið af flugum í borg- inni. Þeir hafa fylgst með salernum og görðum og gert myndband til að kynna sér fjölgun flugnanna. Þeir bjóða 16 krónur fyrir hverja hand- samaða flugu, dauða eða lifandi. Tveir fræknir flugnabanar ÍBÚAR í Afganistan mótmæltu í gær á götum úti vegna fótbolta sem þeir töldu vera guðlast. Bandarísk- ir hermenn höfðu dreift boltunum til barna en á knöttunum voru fán- ar ýmissa þjóða, þar á meðal fáni Sádi-Arabíu. Á fánann er nafn Allah ritað og ekki þótti við hæfi að sparkað væri í nafn hans. Knattguðlast í Afganistan Colombus. AP. | Óveður hefur geisað í miðvesturríkjum Bandaríkjanna síð- astliðna viku og hafa minnst 18 manns látið lífið vegna flóða sem fylgt hafa úrhellisrigningu og roki á svæði sem nær frá Minnesota til Ohio. Hundruð þúsunda heimila voru enn án rafmagns í gær. Veðrið var farið að ganga niður í Michigan í gær en þrátt fyrir það voru yfir 42 þúsund heimili án raf- magns. Í Illinois voru enn tugir þús- unda heimili án rafmagns í gær- kvöldi en um sex hundruð þúsund heimili endurheimtu aftur rafmagn í gær í ríkinu eftir að hafa verið án rafmagns síðan á fimmtudag. Um 1500 heimili urðu fyrir tjóni í Minnesota og um 1400 í Wisconsin en þar eyðilögðust algerlega 44 hús. Látin vegna óveðurs ♦♦♦ ♦♦♦ LÖGREGLAN í Bretlandi hefur nú sex unglinga í haldi vegna morðsins á Rhys Jones, 11 ára drengnum sem skotinn var til bana í fyrradag. Lögreglan hefur áður sleppt úr haldi tveimur 15 ára drengjum en yfirheyrir nú unglingana sex sem eru á aldrinum 15–19 ára. Yfirvöld hafa hvatt vitni til að gefa sig fram og bjóða lögregluvernd í staðinn. Sex unglingar handteknir HEIMSMEISTARAMÓT í farsíma- kasti var haldið í Finnlandi um helgina. Finnar voru í 17 efstu sæt- unum, fyrir utan Kanadamann sem varð í 10. sæti. Tommi Huotari kastaði síma 82,62 metra og sigraði í karlaflokki en Eija Laasko vann í kvennaflokki. Finnar fleygja farsímum langt STAÐFEST hefur verið af ráða- mönnum sjálfstjórnarhluta Abkh- azia-héraðsins, að vél hafi brotlent þar en ekki er vitað hvaðan vélin er. Telja þeir hana georgíska. Staðfesta brot- lendingu vélar NOURI Maliki, forstætisráðherra Íraks, segir bandaríska þingmenn láta eins og Írak sé „þeirra eign“ og biður þá að virða lýðræði landsins. Hann beinir orðum sínum sér- staklega að Hillary Clinton og Carl Levin, en þau hafa bæði nýlega ráð- lagt íröskum þingmönnum að velja sér nýjan leiðtoga. Maliki geldur hart með hörðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.