Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 13

Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 13 MENNING DÚÓ Stemma, sem er skipað þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhaut, leikur á sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morg- un. Herdís og Steef munu leika á marimbu, víólu, slagverk og steinaspil Páls á Húsafelli. Flutt verða tónverk sem Snorri Sigfús Birgisson, Áskell Másson og Sveinn Lúðvík Björnsson hafa samið sér- staklega fyrir þau, auk eigin útsetninga á íslensk- um þjóðlögum. Tónleikarnir hefjast á morgun, þriðjudaginn 28. ágúst, kl. 20:30. Tónleikar Dúó Stemma leikur á víólu og steinaspil Steef van Oosterhaut PÍANÓLEIKARINN Agnar Már Magnússon sendir frá sér nýjan geisladisk, sem hann nefnir Láð, þann 30. ágúst næstkomandi. Agnar Már er í fremstu röð íslenskra djasspíanista og á Láð sýnir hann á sér nýja og spennandi hlið með frum- sömdum tónsmíðum sem vísa beint og óbeint í íslensk þjóð- lög. Láð kemur formlega út 30. ágúst nk. á 33 ára afmæli Agnars Más en þá verða jafnframt útgáfu- tónleikar í Iðnó undir merkjum Djasshátíðar Reykjavíkur. Tónlist Agnar Már sendir frá sér Láð Agnar Már Magnússon UM ÞESSAR mundir eru liðn- ir þrír áratugir frá fyrstu út- gáfu Kvöldfrétta, LP plötu þar sem Olga Guðrún flutti lög og texta Ólafs Hauks Símonar- sonar. Nú hefur Kvöldfréttir verið endurútgefin á geisla- diski í tilefni af 60 ára afmæli höfundarins. Þegar Kvöldfréttir komu út höfðu Ólafur Haukur og Olga Guðrún þegar slegið í gegn með barnaplötunni Eniga meniga. Kvöldfréttir féllu á vissan hátt í skugga barnaplötunnar, en ef- laust muna þó margir eftir lögunum „Keflavíkur- vegurinn“, „Allar leiðir“ og „Karl Marx“. Tónlist Kvöldfréttir koma út að nýju Ólafur Haukur Símonarson BANDARÍSKI rithöfundurinn Cormac McCarthy hlaut um helgina hin virtu James Tait Black Memor- ial-bókmenntaverðlaunin sem afhent voru á bókmenntahátíðinni sem nú fer fram í Edinborg í Skotlandi. Verðlaunin hlaut McCarthy fyrir bók sína Road en í apríl fékk hann Pulitzer-verðlaunin fyrir bókina. Bókin Road fjallar um ferðalag feðga sem ferðast um Ameríku eftir miklar hörmungar. Í flokki æviminninga og fræði- bóka hlaut rithöfundurinn og blaða- maðurinn Byron Rogers verðlaun fyrir bók sína um breska ljóðskáldið R.S. Thomas. Hvor höfundur fékk 10 þúsund pund, 1,3 milljónir króna, í verðlaun. McCarthy mætti ekki við verðlauna- afhendinguna en hann þykir mjög fjölmiðlafælinn. Auk McCarthy voru þau Chimamanda Ngozi Adichie, Alice Munro, Sarah Waters, James Lasdun og Ray Robinson tilnefnd til verðlaunanna sem voru fyrst veitt árið 1919. Meðal þeirra sem hafa hlotið þau eru skáldin D.H. Lawr- ence, E.M. Forster, Evelyn Waugh og Iris Murdoch. Í lok desember í fyrra sagði Óttar Proppé, bóksali og tónlistarmaður, í viðtali við Morgunblaðið að bókin Road hefði verið eftirminnilegasta bók sem hann las á árinu. „Óskilgreindar hamfarir hafa skil- ið eftir sig sviðna jörð á borð við kjarnorkuvetur. Fótgangandi maður er á leið til sjávar með ungan son sinn í kulda og myrkri. Lífsbarátta þeirra felst í að finna ómengaðar vistir í hálfbrunnu umhverfinu og forðast aðra eftirlifendur því það er ljóst að engum er treystandi. Í fyrstu minnir bókin á vísindaskáld- sögur sjötta og sjöunda áratugarins en síðan tekur saga samskipta feðg- anna yfir. Einföld bók í margbreyti- leika sínum sem vekur áleitnar spurningar um hvert við stefnum hnattrænt en ekki síður persónu- lega,“ að sögn Óttars Proppé. Góður McCarthy fékk einnig Pulitzer-verðlaunin fyrir Road. Bókmennta- verðlaun fyrir Road McCarthy skrifaði um ferðalag feðga TÝND teikning eftir listamanninn John Constable fannst á Breska bókasafninu í London nýverið. Teikningin, sem er af kirkju, týndist eftir að hún var seld af barnabarni Constable árið 1896. Hún fannst síðan í rissbók sem innihélt ýmsar upplýsingar um deil- ur keppinautanna Constable og JMW Turner. Bókin var eign við- skiptajöfursins og dómarans Johns Platt sem lést árið 1902. Platt setti teikningu Constable á milli blað- síðna í bókinni þar sem var efni sem hann skrifaði og sankaði að sér um deilurnar á milli listamannanna. „Fólk vissi að þessi teikning væri til en það vissi enginn hvert hún hafði farið,“ sagði fræðimaðurinn Felicity Myrone sem fann teikning- una. „Við vitum ekki enn hvort þetta var rissa fyrir væntanlegt olíumálverk en það eru miklir möguleikar á því.“ Teikning Constable finnst Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ er óhætt að segja að Sigurður Flosason saxófónleikari sé með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Nýverið komu út tvær plöt- ur með kappanum, Dívan og jazz- maðurinn og Bláir skuggar, þar sem hann leitar á ólíkar slóðir. „Dívan og jazzmaðurinn er dúett- plata okkar Sólrúnar Bragadóttur óperusöngkonu. Við flytjum klassísk íslensk sönglög, sem hvert manns- barn þekkir, en með óhefðbundnum hætti. Við frumfluttum þetta verk- efni á Listahátíð síðasta vor og vor- um síður en svo með það í huga þá að gefa út plötu enda er þetta mjög sjónrænt, með látbragði og leikara- skap. En svo gerðum við litla til- raun, tókum upp smá hluta, og fund- um að þetta gat bara vel gengið og erum mjög ánægð með útkomuna. Efniviðurinn á þessum disk er vel þekktur þó meðferðin sé stundum nokkuð brött,“ segir Sigurður. Blússkotinn djass Á Bláum skuggum eru eingöngu frumsamin lög eftir Sigurð. „Þetta er djassplata undir töluvert miklum blúsáhrifum. Bláir skuggar er inn- blásin af tvennu, annars vegar blús- uðum eldri djassstíl frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, þar sem Hammond-orgelið var oft áber- andi og margir djassarar voru á blúsaðri bylgjulengd, og hins vegar er hún innblásin af þeim sem ég spila með, en þeir tilheyra orðið elstu kynslóð starfandi djasstónlist- armanna hérlendis og eru þjóð- sagnapersónur í íslenskri tónlist,“ segir Sigurður en ásamt honum leika á plötunni Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Páll Bjarna- son á gítar og Pétur Östlund á trommur. „Við spiluðum saman á tvennum tónleikum þegar við tókum upp og síðan komum við fram á Djasshátíð Reykjavíkur sem hefst í vikunni.“ Sigurður segir efnið á Bláum skuggum ekki mjög líkt því sem hann hefur gert áður. „Auðvitað eru alltaf einhver höfundareinkenni á fólki en það kveður við nýjan og blúsaðri tón hér. Megnið af lögunum er samið með mennina, sem leika með mér, í huga.“ Draumkennd tónlist Eins og áður var sagt kemur Sig- urður fram á Djasshátíð í Reykjavík ásamt bandinu sem leikur á Bláum skuggum en hann mun einnig frum- flytja þar nýtt efni ásamt öðrum tónlistarmönnum. „Sú hugmynd að halda samsetta tónleika kom frá Djasshátíðinni og það vildi svo til að ég átti í fórum mínum dálítið af óhljóðrituðum sönglögum sem ég hef gert við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, þannig að ég ákvað að gera tilraun með lög úr því safni og fékk til liðs við mig söngvarana Egil Ólafsson og Ragnheiði Gröndal og annað band sem í eru, auk mín, Kjartan Valdimarsson á píanó og Matthías Hemstock á slagverk. Við munum leika lýríska og draumkennda músík sem er líka nokkuð ólík því sem ég hef gert áð- ur, maður er alltaf að reyna að út- víkka sjálfan sig,“ segir Sigurður og hlær að þessari tilraunastarfsemi sinni. Leikur í Lincoln Center Í október kemur Sigurður í annað sinn á sínum ferli fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem flutt verður nýtt einleiks- verk fyrir saxófón og hljómsveit eft- ir Veigar Margeirsson. „Þetta er stykki sem byggir á íslenskum þjóð- lagastefjum og minn partur í þessu er að miklu leyti spuni en ég flyt líka skrifaðar laglínur.“ En það er ekki allt því nýlega bauðst Sigurði að halda tónleika í Lincoln Center í New York. „Aðdragandinn að því var sá að af einhverjum ástæðum var óskað eftir íslensku djassbandi til að halda tón- leika þar. Íslenskir djassleikarar fengu tækifæri til að senda inn upp- lýsingar og upptökur eftir sjálfa sig og ég er nýbúinn að fá þær fréttir að ég hafi orðið fyrir valinu og fái að standa fyrir tónleikum þar í janúar eða febrúar. Það er ekki orðið alveg ljóst hvaða verkefni ég mun fara með en það mun væntanlega vera tengt því sem ég hef verið að gera á undanförnum árum. Þetta er mjög spennandi og heilmikill heiður enda er um mikla listamiðstöð að ræða,“ segir Sigurður sem heldur eina tón- leika í Lincoln Center en segist trú- lega ætla að nýta ferðina og leika víðar í New York. Margt í deiglunni Það er ekki hægt að segja Sigurð staðnaðan í starfi enda finnst honum skemmtilegt að leita nýrra leiða. „Mér finnst mjög spennandi að geta spannað sem víðast svið í tón- listinni og nýta þann bakgrunn og þekkingu á tónlist sem ég hef. Part- ur af íslensku tónlistarlífi er að spila í mörgu, kannski frekar en hjá stærri þjóðum þar sem hlutirnir verða sérhæfðari. Hér, m.a. af því að markaðurinn er lítill, kemur maður víða við og ég hef líka sóst eftir því og stundaði þannig nám, fyrir utan hvað það er skemmtilegt.“ Spurður hvort fleiri verkefni séu í deiglunni segir Sigurður það ekkert launungarmál að hann standi í að koma út fleiri plötum. „Ég stefni að því að koma einhvern tímann út plötu með sinfónísku efni, með verki eftir sænskt tónskáld sem ég flutti með Sinfóníuhljómsveitinni 1996 og er til hljóðritað nú þegar og vonandi þessu nýja verki Veigars. Ég geri líka ráð fyrir því að í mars muni ég koma fram sem einleikari með einni fremstu stórsveit Svíþjóðar, Norr- botten big band, og líklega taka upp eitthvað sem gæti orðið plata með þeim. Það eru um tíu ár síðan ég hóf samstarf við sænskan útsetjara sem hefur útsett lög eftir mig fyrir stór- sveit með sjálfan mig sem einleikara og höfum við spilað þau víða en þetta er ekki ennþá komið á plötu svo það verður upptaka líklega í mars. Ég er því dálítið að horfa á þessi stærri form, sinfóníu- hljómsveit og stórsveit, og reyna að láta mína rödd heyrast í fleiri en einu samhengi.“ Sigurði Flosasyni hefur verið boðið að leika í Lincoln Center í byrjun næsta árs Með mörg járn í eldinum Þjóðsagnapersónur Sigurður Flosason ásamt Þóri Baldurssyni, Jóni Páli Bjarnasyni og Pétri Östlund en þeir leika með honum á Bláum skuggum sem er ný blússkotin djassplata með lögum eftir Sigurð. Morgunblaðið/ÞÖK Saxófónn Sigurður leikur í Lincoln Center í byrjun næsta árs. Leikur á Djass- hátíð í Reykjavík Í HNOTSKURN »Sigurður á hlut í fjórum plöt-um sem hafa komið út á þessu ári. Auk Blárra skugga og Dívunnar og jazzmannsins kom út fyrr á árinu plata með Kvart- etti Sigurðar Flosasonar og Jóels Pálssonar, sem tekin var upp í Kína. Þá kom einnig út plata með færeysk-íslenska tríóinu Trisfo. »Sigurður og Sólrún eru nú átónleikaferð um landið. Á morgun koma þau fram á Höfn í Hornafirði, á fimmtudaginn í Stykkishólmi og á sunnudaginn á Akureyri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.