Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 14
|mánudagur|27. 8. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Hvað er yndislegra en að vera
með 40 m² svalagarð á móti
suðri? Þess njóta Else Zimsen
og Guðmundur Gústafsson. »16
daglegt
Ófáar krónur liggja í seðilgjöld-
um sem rukkuð eru inn er send-
ir eru út reikningar t.d. fyrir
húsnæðislánum og síma. »16
fjármál
Ég hef haft áhuga á dýr-um síðan ég man eftirmér og hef alltaf áttmér gæludýr. Þetta
byrjaði á því að maður fór að
draga heim einhverja flækings-
ketti, mömmu til mikillar armæðu,
en svo eignaðist ég sjálf hamstra,
páfagauka, ketti, hunda og hesta
og hef alltaf jafn gaman af því að
umgangast dýr,“ segir Stella
Kristjánsdóttir, sem er Kópa-
vogsbúi, en hefur verið búsett á
Selfossi undanfarin fjögur ár. Eftir
að Stella fluttist á Selfoss fóru vin-
ir og kunningjar að biðja hana um
að passa hundana sína ef þeir
þurftu að bregða sér frá og nú er
orðið svo mikið að gera hjá Stellu í
hundapössunarhlutverkinu að hún
er alvarlega að spá í að gera
hundapössunina að fullu starfi og
fara út í rekstur heimilislegs
hundahótels. Heimasíða Stellu,
www.hundakofinn.is, er í burð-
arliðnum og segir hún það rétt-
nefni enda búi hún í hálfgerðum
hundakofa.
„Hingað til hefur þetta snúist
um vinargreiða. Ég sé nú fram á
að geta látið gamlan draum ræt-
ast, en þarf bara að koma mér í
stærra húsnæði og í almennilega
aðstöðu, helst úti í sveit. Eins og
er bý ég í pínulitlu einbýlishúsi
ásamt sambýlismanni, hálfsystk-
inunum Seif og Heru, sem eru af
Dobermann-kyni, og kisunni Birtu.
Mig vantar fleiri herbergi, en þrátt
fyrir þrengslin hefur verið góð sátt
milli manna og dýra á heimilinu.
Sambúð hunda og katta gengur
sömuleiðis vel enda eru allir vinir
hér.
Ég anna bara ekki lengur eftir-
spurn og fólk, sem ég jafnvel
þekki engin deili á, er nú farið að
hringja til að biðja mig um að
passa hunda. Það er m.a.s. farið að
biðja um pössun yfir jólin. Um síð-
ustu jól passaði ég tík fyrir vin-
konu mína og níu hvolpa, sem
komu svolítið óvænt í heiminn. Það
var yndislegt. Hundarnir, sem ég
tek að mér, eru bara inni á heim-
ilinu með mínum hundum og fara
út að labba og leika með okkur
þegar svo ber undir. Ég fer með
hundana í langa labbitúra, oft upp
á Hellisheiði, niður í fjöru eða út í
sveit þaðan sem sambýlismaðurinn
er ættaður. Ég legg mikla áherslu
á hreyfingu dýranna sem er óneit-
anlega góð líkamsrækt fyrir mig í
leiðinni.“
Ástríkir og blíðir varðhundar
Þegar talið berst að eigin dýr-
um, segir Stella að hálfsystkinin
Seifur og Hera séu búin að bræða
fjöldamörg hjörtu í gegnum tíðina.
En hvernig lýsir hún lundarfari
dýranna sinna?
„Öfugt við það sem margur
heldur eru Dobermann-hundar
með eindæmum ástríkir og blíðir
þó vissulega geti heyrst mjög hátt
í þeim þegar þeir setja sig í varð-
hundastellingar enda er tegundin
ræktuð með það í huga að passa
upp á sitt og sína. Þeir eru ekki
grimmir að eðlisfari, aðallega bara
háværir og stundum svolítið mikið
brussulegir. Ég var til dæmis
hlaupin niður um daginn þegar
mágkona mín kom í heimsókn að
sækja voffann sinn í pössun því
gleðin og fjörið var svo mikið við
að fá gest.
Umburðarlyndur tuðari
Seifur heldur að hann sé Casa-
nova, en hann er líka alveg rosa-
lega mikill pabbi í sér. Þegar ég
vann í Húsdýragarðinum fyrir
nokkrum árum tók hann miklu ást-
fóstri við fjölmörg dýr og gekk í
mörgu ungviðinu í föður stað.
Hann ól til dæmis upp nokkra
grísi, tók á móti þeim þegar þeir
fæddust, þreif eyrun þeirra,
skeindi og smalaði þeim svo undir
hitaperuna svo þeim yrði ekki kalt.
Þegar grísirnir gerðust óstýrilátir
var hann Seifur minn eins og um-
burðarlyndur faðir að næstum
óskiljanlegt var. Hann er líka mjög
árvökull og passar vel upp á sitt
og sína. Hann er duglegur og
vinnusamur fjörkálfur, en er svo-
lítill tuðari og spjallar mikið þegar
honum liggur mikið á hjarta. Hann
er mikil kelirófa og minnir stund-
um á gamlan, rymjandi og stynj-
andi karl, sem vill láta dekstra
sig,“ segir Stella um Seif, sem hún
fékk tveggja mánaða fyrir sjö ár-
um.
Ropandi matargat
„Hera, sem nú er þriggja og
hálfs árs, er ofsalega umburð-
arlynd og skemmtileg tík. Hún er
mun hægari týpa en stóri bróðir,
en dugleg og árvökul. Hún fleygir
sér fram af klettum og syndir út í
straumharðar ár á eftir dótinu sínu
svo passa þarf að henda því ekki á
of glæfralega staði. Líkt og Seifur
hefur hún foreldraeðlið í sér og er
alltaf ákaflega glöð þegar litlir
hvolpar koma í pössun. Hún er
reyndar ekki eins góð í uppeldinu
því hún leyfir þeim að komast upp
með alltof mikinn hamagang og á
endanum ræður hún ekkert við
þessa prakkara. Henni lyndir al-
veg svakalega vel við alla hunda og
er mjög leikglöð. Hún er hinsvegar
ofboðslegt matargat og betra er að
skilja ekki stórsteikurnar eftir á
borðinu ef maður bregður sér af
bæ því þá er ekki ólíklegt að mað-
ur komi að henni á ný ropandi eft-
ir skyndibitann. Hera er mikil keli-
rófa eins og Seifur og keppast þau
systkinin um að liggja í fanginu á
mér yfir sjónvarpsglápinu á kvöld-
in,“ segir Stella.
Heimtufrek kelirófa
Birta, kisan hennar Stellu, er
norskur skógarköttur, kafloðin,
blíð og heimtufrek kelirófa. „Ef
hún vill klapp og knús um miðja
nótt er maður vakin með mali,
nuddi, narti og stappi og svo treð-
ur hún sér stundum líka undir
sængina. Það er vart hægt að
glugga í bók nálægt henni því hún
ýtir lesefninu bara úr höndunum á
mér og plantar sér sjálf þar fyrir
og malar. Helst drekkur hún bara
úr baðvaskinum og leggur sig
gjarnan í blauta sturtu þegar ég er
búin að athafna mig þar. Birta er
nefnilega dálítið furðuleg.“
join@mbl.is
Draumurinn heimilislegt hundahótel
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Dýravinur Stella Kristjánsdóttir ásamst heimilishundunum þeim Seif og Heru og norska skógarkettinum Birtu sem er, líkt og hundarnir, mikil kelirófa.
Langt er síðan Stella Kristjánsdóttir tók ástfóstri við hunda. Hún sagði Jóhönnu
Ingvarsdóttur að hún væri alvarlega að spá í að segja upp vinnunni sinni og ger-
ast hundapassari í fullu starfi enda væri eftirspurnin næg.
ÞAÐ kallast víst ekki beint blíðusvipur sem kötturinn
Nude Dude sendir ljósmyndaranum, enda víst ekki í tísku
að brosa þegar maður stillir sér upp fyrir ljósmyndarann
að hætti háttlaunaðra fyrirsætna. Nude Dude er af teg-
undinni hárlaus Sphynx og var meðal katta sem tóku þátt
í kattasýningu sem haldin var í Waco í Texas á dögunum.
Og brosa svo …
Reuters