Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 15
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 15 HVAÐ VILTU VERÐA? HVAÐ VILTU LÆRA? HVERT VILTU FARA? ÞÚ ERT LEIKSTJÓRINN Í ÞÍNU LÍFI, OG ÞAÐ ER SAMA HVAÐA HLUTVERK ÞÚ VELUR, KAUPÞING STENDUR MEÐ ÞÉR. KAUPÞING BÝÐUR ÞJÓNUSTU SEM ER SNIÐIN AÐ ÞÖRFUM UNGS FÓLKS. KANNAÐU MÁLIÐ Á WWW.KAUPTHING.IS/UNGTFOLK EÐA HRINGDU Í SÍMA 444 7000. HVERT ER ÞITT HLUTVERK? E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 3 4 9 aðkall. Ætli þau græði eitthvað á þessu? Getur verið að Kolaportið sé með efnahagslíf sem er sjálfstætt frá restinni af landinu? Innbyrðis við- skipti þar sem peningar skipta um hendur en fara þó aldrei út úr míní-hagkerfinu? Ætli harðfisksala sé eina auðlind Kolaportsins og sjái hinum fyrir „gjald- eyri“? x x x Áleiðinni í Kolaport-ið stoppaði Vík- verji á skyndibitastað og keypti sér ljúffengan rétt. Víkverji var rukkaður um 700 krónur og síðan bent á, þegar hann ætlaði að yfirgefa staðinn, að gos fylgdi með. Víkverji þakkaði fyrir sig og labbaði út en uppgötvaði síðan að hann ætlaði aldrei að kaupa gos. En þetta var búið og gert þannig að Víkverji lét sig hafa það. Svona getur gerst er samlandar Víkverja kaupa sér flugfar með Ice- land Express. Alsaklausir neytend- urnir ætla sér ekki að kaupa neina forfallatryggingu – en uppgötva svo á leiðinni í flugið að það er búið og gert. Innifalið í verðinu. x x x Hrós Víkverja að þessu sinni fertil gatnamálastjóra fyrir lagn- ingu göngu- og hjólastígar Árbæj- armegin við Elliðaárnar í Stíflu- hringnum. Kominn tími til! Víkverji vill endilega sjá meira af þess háttar framkvæmdum enda göngu- og hjóla- stígakerfi borgarinnar löngu úrelt. Víkverji ákvað í síðustu viku að hjóla frá Kirkjusandi og upp að Hádeg- ismóum og valdi Sæbrautina sem heillavænlegustu leiðina. Víkverji hefði betur tekið strætó – þetta reyndist hættuför. Oftar en einu sinni er Víkverji hjólaði eftir gangstéttinni tók hún upp á því að enda skyndilega og neyða Víkverja ýmist út á Sæ- brautina eða í torfæruakstur á gras- inu. Þvílík og önnur eins hættuför verður ekki farin aftur fyrr en þetta verður lagað. Víkverji skellti sér íKolaportið um helgina og sá þar sýn- ishorn af skrautlegu mannlífi borgarinnar. Merkilegast fannst honum þó að mestu við- skiptin virtust fara fram á milli seljenda. Einn báseigandi keypti hatt hjá öðrum og stillti honum síðan upp á eigin bás á upp- sprengdu verði. Bóka- strákurinn skaust á milli borðanna með reglulegu millibili og at- hugaði hvort hann fengi nú ekki hina og þessa bók á hundr-          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is NÍU af hverjum tíu launþegum at- huga einkatölvupóst, skoða verald- arvefinn eða sinna öðrum einka- erindum í vinnutímanum, að því er ný rannsókn frá Analyse Danmark leiðir í ljós. Það voru 1.078 launþegar sem tóku þátt í könnuninni sem sýnir svo ekki verður um villst að það er ekki eingöngu unnið eftir starfslýs- ingu í vinnutímanum en hvorki stéttarfélög né vinnuveitendur telja þetta þó vera vandamál. Minnst klukkutími á dag Í könnuninni kemur fram að 10% launþega noti minnst klukkutíma á dag í það að skoða tölvupóst, hringja einkasímtöl, skoða verald- arvefinn í eigin þágu og til þess að hafa samband við banka, skóla og aðrar opinberar stofnanir, en einnig í styttri útréttingar í vinnutím- anum. Launþegar nota einnig tímann til þess að spila tölvuspil og spjalla við aðra tölvunotendur í gegnum spjall- forrit en þó í mun minna mæli. Það var Jens Christian Tonboe, prófessor við félagsfræðideild Ála- borgarháskóla sem greindi frá nið- urstöðum rannsóknarinnar en hann segir jafnframt að meira sé um að fólk noti vinnutímann til útréttinga í Kaupmannahöfn en t.d. á Jótlandi. Hann telur að Jótar séu almennt húsbóndahollari en borgarbúarnir og séu meðvitaðri um hvað má og hvað ekki og taki þar með sínar skyldur alvarlegar. Jens segir einnig að munur sé á höfuðborgarbúunum og Jótum að því leytinu til að Jótar séu ólíklegri til að taka sér veikindafrí og mæti frekar í vinnuna en að sitja veikir heima. Þó þessi munur sé á landsbyggð- inni annarsvegar og höfuðborginni hinsvegar virðast vinnuveitendur ekki telja þetta vandamál. Ástæðan er sögð vera sú að tæknin hafi gert það að verkum að frítími og vinnu- tími renni sífellt meira saman. Þannig vita vinnuveitendur vel að þótt starfsfólk noti vinnutímann til að sinna einkaerindum upp að vissu marki þá notar starfsfólk líka mik- inn hluta af sínum frítíma til að sinna vinnunni sinni. Aðeins 8% þátttakenda í könn- uninni sögðust aldrei myndu sinna einkaerindum í vinnutímanum. Útréttingar Mörk vinnutíma og einkalífs renna æ meira saman og ein afleiðingin er að fólk notar vinnutíma til að sinna einkaerindum. Einkalífi og vinnu bland- að saman Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.