Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 16
daglegt líf
16 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar reikningur upp á1.000 krónur ber 250króna seðilgjald getatvær grímur farið að
renna á greiðandann. Sá kostnaður
er hins vegar ekki óumflýjanlegur.
Í það minnsta eru til leiðir til að
lækka hann verulega.
„Seðilgjöldin eru leifar frá þeim
tíma þegar það var viðtekin venja
að greiðslustaður væri hjá seljanda
eða veitanda þjónustunnar,“ segir
Hildigunnur Hafsteinsdóttir hjá
Neytendasamtökunum. „Hug-
myndin með seðlunum var upp-
runalega að spara greiðandanum
kostnaðinn og fyrirhöfnina af því
að fara á marga staði með peninga
í poka. Í staðinn gæti hann látið
nægja að fara á einn stað með
greiðsluseðlana, þ.e. í bankann.“
Rafrænir reikningar
Hún segir gjöldin hins vegar
ekki alltaf endurspegla raunveru-
legan kostnað fyrirtækjanna af
innheimtunni.
„Bankarnir taka gjald fyrir að
gera þessa seðla og senda út en
stundum er ekki samræmi milli
þess sem bankinn rukkar fyr-
irtækið um og þess sem fyrirtækið
rukkar greiðandann um. Þetta má
sjá með því að bera saman gjald-
skrá bankanna og upphæðina sem
innheimt er á greiðsluseðlinum.
Við fáum jafnvel mál til okkar þar
sem fram kemur í gjaldskrá banka
að seðilgjald sé 200 krónur en á
reikningum er rukkað um 500
krónur. Þess vegna er mikilvægt
að fólk sé vakandi yfir þessu, t.d.
með því að kynna sér gjaldskrár
bankanna.“
Vilji fólk hins vegar losna við
eða draga úr gjöldunum ráðleggur
Hildigunnur því að hafa viðskiptin
sem mest pappírslaus, ef þess er
nokkur kostur. Í sumum tilfellum
má gera það með því að láta skuld-
færa upphæðirnar beint á krít-
arkort eða bankareikninga. „Það
er líka hægt að lækka þennan
kostnað verulega með því að fá
rafræna greiðsluseðla í gegnum
heimabanka og greiða þá þar. Í
einhverjum tilfellum fellur seð-
ilgjaldið þá alveg niður en í öðrum
Seðilgjöld endurspegli
raunverulegan kostnað
Ófáar krónur liggja í seðilgjöldum sem rukkuð eru
inn þegar sendir eru út reikningar fyrir þjónustu á
borð við orkuveitu, síma og húsnæðislán. Bergþóra
Njála Guðmundsdóttir kynnti sér leiðir til að draga
úr seðilgjöldunum.
! #$%&
' ($$$ )
& *
)+
,
$ -
".
/
$*%
0
$ *$1"
($ 2
$$ *$1"3
$1""$ 4
. $1"
$1"
($ $1"
. $1"
$1"
$1"
. 2
$$ *$1"
. $1"
$1"
$&'()
*+)
*,+
,-+
,-+
,+)
,'(
,'(
,'+
,*)
.()
$&*&.,/
"0
1
2
fjármál fjölskyldunnar
Else Zimsen lyfjatæknirog Guðmundur Gúst-afsson, fyrrverandibankamaður, fluttu fyr-
ir þremur árum úr íbúð á Rauða-
læk, þar sem þau höfðu búið mest-
an sinn búskap og í
„penthouse“-íbúð í Grafarholti.
Íbúðin er stór og útsýnið í allar
áttir en líklega myndu flestir óska
sér að geta tekið svalagarðinn
með sér heim svo fremi þeir eigi
ekki stóran garð fyrir. „Svalirnar
hjá okkur á Rauðalæknum voru
ekki stórar en við vorum þar samt
með nokkra potta með sum-
arblómum og svo keilugreninu
sem við fluttum með okkur hing-
að,“ segir Else.
Tíu ára með fræ í poka
Else og Guðmundur hafa
löngum haft áhuga á gróðri. Afi
Else byggði sumarbústað við El-
liðavatn árið 1918 og foreldrar
hennar tóku við ræktuninni þar
upp úr 1938. Þau bjuggu síðan all-
mörg ár í Stykkishólmi þar sem
faðirinn var apótekari. Við Elliða-
vatnið var megináhersla lögð á
trjárækt en í Stykkishólmi var
ræktaður garður og það þótt fólk
segði að þar gæti ekkert sprottið.
Guðmundur ólst upp í Laugarnes-
hverfinu og þar var fallegur garð-
ur í kringum hús fjölskyldu hans.
Hann hefur nú hvað mestan áhuga
á trjárækt og hefur plantað þús-
undum trjáa í sumarbústaðarlandi
hjónanna austur í sveitum. Þegar
hann var ekki nema 10 ára fór
hann vestur í Dýrafjörð til sum-
ardvalar og hafði þá með sér fræ-
poka með blönduðum fræjum, lík-
lega nokkuð óvenjulegt fyrir lítinn
dreng. Fræjunum sáði hann og
upp spruttu blóm, svo óhætt er að
segja að hann hafi lengi haft
áhuga á gróðri.
Svalirnar í Grafarholtinu snúa
mót suðri og eru umluktar hálf-
háum steinveggjum og ofan á þá
er sett hert gler. Til endanna er
glerið meira en mannhæðarhátt og
Else segir að þau hafi fengið að
koma með hugmynd um þessa
hækkun strax á meðan húsið var á
teikniborðinu. Vissulega hefði orð-
ið nokkuð vindasamt á svölunum
ef endaveggirnir hefðu verið lægri
og segja má að blásturinn geti
stundum orðið óþægilega mikill
þrátt fyrir þá.
Dreymir um
glerhús en ekki pott
„Mig dreymir um að fá glerhús
yfir þriðjung svalanna en það hef-
ur ekkert verið gert í því enn sem
komið er. Þá myndum við geta
gengið beint út úr svefnherberg-
inu út í húsið en vestari hluti sval-
anna yrði óyfirbyggður þar sem
gengið er út úr stofunni.“
Else hafnar eiginlega alveg hug-
myndinni um heitan pott, segist
ekki geta hugsað sér að sitja í
heitum potti „úti á götu“, fyrir
augum þeirra sem aka framhjá.
Hún viðurkennir þó að bílstjór-
arnir hafi kannski ekki tíma til að
horfa mikið upp á svalir þegar
þeir aka framhjá. En potturinn
bíður betri tíma.
Hjónin höfðu eingöngu verið
með bláa, glerjaða útipotta á svöl-
unum í fyrri heimkynnum sínum
og ákváðu að halda sig við bláa lit-
inn. Það hefur gengið vel og nú
eru öll blómin, trén og runnarnir á
svölunum í stórum og fallegum
bláum pottum og litur blóma og
potta fer svo sannarlega vel sam-
an.
Tré, runnar
og marglitt blómskrúð
Sumarblómin eru mest áber-
andi, enda litir þeirra sterkir og
tegundirnar margar. Hins vegar
Grænir fingur í Grafarholti
Hvað er yndislegra en að vera með hátt í 40 m² svala-
garð á móti suðri? Þess njóta þau Else Zimsen lyfja-
tæknir og Guðmundur Gústafsson, fyrrverandi
bankamaður. Fríða Björnsdóttir fylltist öfund er hún
fékk tækifæri til að njóta sólar og gróðurs á svölunum.
Notalegt í sólinni Fyrir miðjum svalagarðinum eru garðhúsgögnin og þar
er hægt að njóta þess að fá sér te eða kaffi á sólskinsdögum.
Morgunblaðið/Frikki
Stundum hvasst Else nýtur sólarinnar en segir oft ansi hvasst á svölunum.