Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 17
lækkar það verulega. Með þessu
losnar maður líka við glugga-
umslögin og pappírinn sem þeim
fylgir. Hins vegar er þetta vissu-
lega ákveðið óréttlæti gagnvart
þeim sem eru ekki með heima-
banka.“
Í einhverjum tilfellum er hægt
að spara seðilgjöld með því að
skipta reikningum á færri
greiðslur að sögn Hildigunnar.
„Þeir sem geta hagnast á því að
hafa gjalddagana sem fæsta því
þannig lækkar heildarupphæðin
sem fer í seðilgjöld.“
Bölvað og borgað
Og það er eftir heilmiklu að
slægjast ef marka má Hildigunni.
„Seðilgjöldin eru frá því að vera í
kringum 200 krónur og allt upp í
tæplega 500 krónur svo að upp-
hæðirnar geta orðið stórar þegar
þær safnast saman. Ef meðalheim-
ilið greiðir um 10 greiðsluseðla
mánaðarlega og meðalupphæð seð-
ilgjaldsins er í kringum 300 krónur
fara um 3.000 krónur í seðilgjöld í
hverjum mánuði. Á ári gera það 36
þúsund krónur.“ Hún bætir því við
að stundum séu gjöldin nefnd ein-
hverjum öðrum nöfnum, s.s. til-
kynningar- og greiðslugjald, út-
skriftargjald o.þ.h., en þau eigi það
sammerkt að vera ekki hluti af því
sem greiðandinn kaupir heldur
bætast þau við upphaflega samn-
ingsupphæð.
Hún segir marga ekki nægilega
meðvitaða um hversu háar upp-
hæðir er um að ræða. „Maður bara
borgar og bölvar og telur þetta
ekkert saman. Raunar eru margir
ekki meðvitaðir um reikninga yf-
irleitt, hvað þeir eru að borga fyr-
ir. Þannig geta þeir uppgötvað
seint og síðar meir að þeir hafa
verið að borga fyrir eitthvað sem
þeir áttu ekki að borga fyrir. Hvað
seðilgjöldin varðar ættu þeir sem
geta að biðja um rafræna reikn-
inga eins og hægt er og/eða fækka
gjalddögum. Þeir sem eru hins
vegar í greiðsluþjónustu hjá við-
skiptabanka sínum ættu að ræða
við sinn þjónustufulltrúa um leiðir
til að draga úr þessum gjöldum.“
ben@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 17
SUMIR ERU TRYGGÐIR, ÁN ÞESS AÐ VITA
NÁKVÆMLEGA FYRIR HVERJU.
VERTU VISS
eru þarna ófá tré og runnar.
Reynitrén eru þónokkur og af
ýmsum afbrigðum og síðan eru
trjákenndir runnar á borð við run-
namuru sem blómstrar, hvítum,
gulum og bleikum blómum. Sú
með gulu blómin er viljugust að
blómstra en í sumar eru komin
hvít og bleik blóm líklega á hin
tvö afbrigðin vegna þess hversu
sólríkt hefur verið. Í svalagarð-
inum eru líka gljámisplar og hyrn-
ar (cornus). Þeir eru bæði með
rauðum og lime-grænum leggjum
sem halda litnum allt árið og eru
því fallegir á veturna. Keilugrenið
gleður augað allt árið en það á að
geta orðið a.m.k. eins og hálfs
metra hátt en á þó nokkuð í að ná
þeirri hæð enn sem komið er.
Gróðurinn dafnar vel enda natni
þeirra Else og Guðmundar mikil.
Það skemmir svo heldur ekki þeg-
ar sólskinsstundirnar er eins
margar og þær hafa verið í sumar.
Kannski glerhús Hver veit nema í austurenda svalanna verði komi glerhús
einn góðan veðurdag. Þangað til er hægt að sóla sig þar á sólbekkjunum.
Grænt og blátt Keilugrenið í suðvesturhorni svalanna
er sígrænt og fallegt allan ársins hring. Það á að geta
hækkað a.m.k. um helming. Þessar þrjár plöntur eru
orðnar 5 ára og komu í pottunum af Rauðalæknum.
Sólarblóm Sólfífillinn er gulur og appelsínurauður á lit-
inn og ofsalega fallegur með sínum stóru blómum sem
auka enn á litríki svalanna. Else segir að hann hafi
blómstra meira í fyrra þótt sólin væri þá minni.