Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 20

Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 20
20 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Toronto í sex vikur. Í Ottawa var meðal annars haldið kynningarkvöld í íslenska sendiherrabústaðnum þar sem stúlkurnar kynntu Snorra- verkefnið fyrir meðlimum Íslands- vinafélagsins í borginni, röktu sögu vesturferðanna frá Íslandi jafnframt því sem þær gerðu grein fyrir gagna- grunni Íslendingabókar og ættfræði- og erfðarannsóknum á Íslandi. NÝLOKIÐ er fyrsta Snorra vestur- verkefninu í Ontario og riðu á vaðið tvær stúlkur, Friðný Ósk Her- mundardóttir, laganemi við Háskól- ann á Akureyri, og Unnur Ýr Krist- mundsdóttir, nemi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Verkefnið var byggt upp eins og Snorra vestur- verkefnið og dvöldu stúlkurnar í Montreal, Québec City, Ottawa og Snorri vestur í Ontario Friðný Ósk Hermundardóttir háskólanemi og Unnur Ýr Kristmundsdóttir framhaldsskólanemi með sendiherrahjón- unum í Ottawa, Steinunni Ármannsdóttur og Markúsi Erni Antonssyni. Tvær riðu á vaðið í Ontario ERIC Stefanson og Wanda Anderson með þátttakendunum í Snorraverk- efninu í Manitoba, en þeir eru Þóra Samúelsdóttir, Hrafnhildur Sigmars- dóttir, Katrín Jónsdóttir, Íris Hauksdóttir, Eygló Einarsdóttir, Andrea Björnsdóttir, Lára Gústafsdóttir og Sindri Viktorsson. Snorri vestur í sjöunda sinn Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er frábær upplifun og það er ótrúlegt að hitta áður óþekkt skyldfólk eftir öll þessi ár,“ segir Ronald Johnson, þátttakandi í Snorra plús verkefni Þjóðræknis- félags Íslendinga og Norræna fé- lagsins. Snorri plús verkefnið fer nú fram í fimmta sinn. Það hefur farið fram í lok ágúst síðan sumarið 2003 og eru þátttakendur nú 16 en áður höfðu samtals 38 manns sótt þetta um tveggja vikna námskeið. Um 50 íslenskir ættingar „Námskeiðið hefur gengið óskap- lega vel,“ segir Ásta Sól Kristjáns- dóttir, verkefnisstjóri, og bætir við að sú ákvörðun að koma þátttakend- um í samband við skyldfólk hérlend- is hafi mælst mjög vel fyrir. Í því sambandi vísar hún til þess að í mótttöku á fyrsta degi hafi mætt um 50 ættingjar til að hitta gestina sem þeir höfðu ekki séð áður. Snorri plús er hugsað fyrir fólk eldra en 28 ára, einskonar viðbót við Snorraverkefnin, sem eru ætluð fyr- ir yngri þátttakendur. Þegar fólk sækir um fyllir það meðal annars út ættartré og vísaar á ættingja sem það veit um. Í kjölfarið er reynt að hafa upp á þessum ættingjum og þeim sagt frá verkefninu. Ásta Sól segir að viðbrögðin séu almennt mjög góð og yfirleitt sé fólk mjög spennt fyrir því að hitta ókunna ætt- ingja frá Norður-Ameríku. Verkefnið er í nokkuð föstum skorðum. Í fyrri vikunni er boðið upp á fyrirlestra um land og þjóð, heimsóknir til fyrirtækja að eigin vali. Ferðalög, meðal annars til Hofsóss, einkenna seinni vikuna. Þar var hópurinn um helgina, en hann fer frá Akureyri á morgun aft- ur til Reykjavíkur. Útskrift verður síðan á miðvikudag. Að þessu sinni eru þátttakendur á aldrinum 43 til 74 ára, 10 frá Kanada og sex frá Bandaríkjunum. Allir eru í fyrstu heimsókninni til Íslands en í sumum tilfellum hafa skyldmenni áður tekið þátt í Snorraverkefni. Gaman að kynnast áður ókunnum ættingjum Ljósmynd/Arngrímur Baldursson 3 km hlauparar Daginn eftir komuna skelltu þátttakendur sér í Glitnishlaupið. Aftari röð frá vinstri: Dorothy Johnson, Ronald Johnson, Barbara Johnson, David Garrett, Arnette Anderson, Susan Lee Garrett, Shirley Una Syms, Elizabeth Ann Magnusson Lawrence, Leigh Syms, Elizabeth Arend, Amanda Hargis og Almar Grímsson, formaður þjóðræknisfélagsins. Neðri röð frá vinstri: Linda Wilkinson, Beverly Anderson, Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri, Halldor Bjarnason og Anna Björk Guðbjörnsdóttir. 10 km hlauparar Systurnar Solveig Christie og Karen Botting. ÚR VESTURHEIMI Borgarbyggð | Borgarfjarðar- deild Rauða kross Íslands hefur ráðið nýjan starfskraft í 20% stöðu. Ása S. Harðardóttir tók við stöðunni í sumar og segir að markmið starfsins sé fyrst um sinn að leggja áherslu á þjónustu við erlenda íbúa svæðisins og þjónustu sem kölluð er heimsókn- arvinur. ,,Heimsóknarvinaþjón- usta Rauða krossins er liður í því að sporna við félagslegri ein- angrun hinna ýmsu þjóðfélags- hópa, en samkvæmt skýrslu RKÍ ,,Hvar þrengir að“ er einangrun eitt alvarlegasta þjóðfélagsmein nútímans. Heimsóknarvinur er sjálfboðaliði sem heimsækir gest- gjafa sinn að öllu jöfnu einu sinni í viku og geta sjálfboðaliðar verið á öllum aldri, jafnt konur sem karlar. Og þeir sem fá heimsókn- ir eru líka konur, karlar, ungir og aldraðir. Ása segir heimsókn- arvinina og gestgjafana hafa ým- islegt fyrir stafni s.s. tala saman, hlusta á tónlist, spila, föndra, fara saman út að ganga, í bíó, á kaffi- hús, fara í bíltúr eða bara það sem þeim dettur í hug. ,,Mik- ilvægt er að geta tekið hverjum og einum eins og hann er, og fyr- irkomulag heimsóknarinnar er samkomulag beggja“. Sjálfboðaliðar sem heimsækja fara á sérstakt námskeið hjá Rauða krossi Íslands og eru bundnir trúnaði og þagnarskyldu. ,,Það þarf að vera tryggt að vitn- eskja um persónulega hagi fari ekki lengra,“ segir Ása. Námskeið fyrir sjálfboðaliða í Borgarbyggð og nágrenni sem vilja gerast heimsóknarvinir verð- ur haldið í lok september nk. og er hægt að skrá sig sem sjálf- boðaliða á heimasíðu RKÍ, www.redcross.is. Mikil þörf á náinni samvinnu Borgarfjarðardeild RKÍ bauð erlendum börnum á grunn- skólaaldri í Borgarbyggð upp á aukanámskeið í íslensku í ágúst. ,,Já, við töldum mikilvægt að halda námskeið fyrir þessa krakka og réðum kennara úr Grunnskól- anum til þess að kenna. Nám- skeiðið stóð í 8 daga, nemendum var skipt í tvo hópa eftir aldri, yngri og eldri. Þátttaka var mjög góð enda nemendur meðvitaðir um að aukin íslenskukunnátta bætir sjálfstraustið og ýtir undir gagn- kvæma virðingu í vinahópunum. Ýmislegt fleira var brallað en bein kennsla því einn daginn var farið í sund og síðasta daginn var skroppið í Húsafell. Kennarar voru þær Ingibjörg Grétarsdóttir og Sólrún Tryggvadóttir. Ása tók þátt í því að stofna grasrótarhreyfinguna ,,Félag áhugafólks um margmenningu í Borgarbyggð“ sl. vetur og var í stjórn félagsins um tíma. ,,Ég sagði mig úr stjórn félagsins þeg- ar ég var ráðin í þessa stöðu, og kýs frekar að starfa náið með fé- laginu á vegum Rauða krossins, þótt ég sé auðvitað enn í félaginu. Mikil þörf er á náinni samvinnu allra íbúa Borgarbyggðar í gras- rótinni vegna ört breyttrar sam- setningar fólksins á svæðinu. Hér búa nú um 300 erlendir íbúar og fer fjölgandi, hingað flyst fjöl- skyldufólk í meira mæli en áður. Búið er að ákveða fjölþjóðahátíð í Borgarnesi í samvinnu við Marg- menningarfélagið en framkvæmd þess hefur verið frestað fram á næsta ár. Ástæða frestsins er fyrst fremst tímaskortur við und- irbúning, en við viljum standa vel að svona uppákomu. Svo er auð- vitað mikilvægt að nefna að ann- an hvern sunnudag í vetur verður opið hús í húsnæði RKÍ í Borg- arnesi á vegum Margmenning- arfélagsins. Húsnæði RKÍ er í safnaðarheimilinu Félagsbæ við Borgarbraut og eru allir velkomn- ir sem áhuga hafa á margmenn- ingu og betra mannlífi í Borg- arbyggð. Heimsóknarvinir og margmenning Morgunblaðið/Guðrún Vala Þjónusta Ása S. Harðardóttir var í sumar ráðin starfsmaður Rauða krossins hjá Borgarfjarðardeild. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.