Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 22

Morgunblaðið - 27.08.2007, Page 22
22 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður ÖrnHermannsson fæddist í Keflavík 9. ágúst 1959. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Emils- dóttir f. 30. 7. 1930 og Hermann Sig- urðsson f. 19. 6. 1930, búsett í Reykjanesbæ. Al- bræður Sigurðar eru Skúli Hafþór f. 9. 9.1956, Helgi Þór f. 25. 9.1957, Emil Ásólfur f. 19. 7. 1961, Hermann Rúnar f. 18. 8. 1962 og Margeir f. 21. 8. 1966, allir búsettir í Reykja- nesbæ. Systir hans sammæðra er Hjördís Árnadóttir f. 28. 12. 1952, búsett í Reykjanesbæ. Systkini samfeðra eru Katrín f. 23. 12. 1951, Egill f. 19 11. 1952, bæði búsett á Akureyri, og Elsa Katrín f. 25. 9. 1953, búsett í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Alma Tóm- asdóttir f. 22. 10. 1966. Foreldrar Ölmu eru Hrefna Pétursdóttir f. 7. 1. 1943 og Tómas Skaphéðinn Sig- urgeirsson f. 4. 3. 1936, látinn 22. 2. 1976, fósturfaðir Ölmu er Almar Viktor Þórólfsson f. 21. 12. 1946. Syskini Ölmu eru Sigurgeir Guðni f. 19. 3. 1960, Guðrún Petra f. 19. 3. 1960, Hrefna Guðný f. 17. 4. 1969 og Viktoría Ósk f.2. 9. 1980. Synir Sigurðar og Ölmu eru Tómas Örn f. 14. 4. 1985, sam- býliskona hans er Karen Ösp f. 2. 7. 1988, Hermann Sigurjón f. 13. 3. 1990, kærasta hans er Ísabella Ósk f. 29. 6. 1991 og Viktor f. 7. 8. 1992. Útför hans fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju mánudaginn 27. ágúst n.k. og hefst athöfnin kl. 14. Elsku engillinn okkar, hér sit ég dofin og innantóm að reyna að skrifa þér kveðjuorð, sem er óþarft því þú ert í hjarta okkar og huga og verður alltaf. Þegar þú varst aðeins 4 mánaða varst þú svo veikur að þér var vart hugað lengra líf. Þá létum við skíra þig, því ég var svo fullviss um að þér myndi þá batna og þau miklu undur gerðust að það var rétt. Eftir mánaðar dvöl á sjúkrahúsi fengum við þig heim og má segja að eftir það varð þér varla mis- dægurt öll þín uppvaxtarár. Við fengum að hafa þig hér með okkur í 48 ár og sjá þig vaxa og verða dugandi maður. Síðan eignaðist þú yndislega konu, hana Ölmu þína, og drengina þína þrjá sem nú verða að sjá á eftir þér alltof fljótt. Ég veit að þú fylgist með þeim og okkur öllum sem núna sitjum sorg- mædd og hnípin og skiljum ekki af hverju þú varðst að fara núna. Það er ekki á okkar valdi að ráða för- inni. Ég vil þakka þér enn og aftur fyrir hvað þú varst duglegur að styrkja okkur í þeirri ákvörðun að hafa bústaðaskipti og alla snún- ingana með okkur eftir að pabbi þinn veiktist og þurfti að vera upp á aðra kominn með svo margt. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og eflaust lögðum við meira á þig en heilsa þín leyfði, þess vegna er höggið svo þungt fyrir okkur að missa þig svo fljótt. Við hefðum viljað að þú gætir verið með okkur hér á nýjum slóð- um rétt hjá þínu heimili, en fékkst að vera hér einn heilan dag og gleðjast með okkur þó helsjúkur værir og þökkum við það. Þú stóðst meðan stætt var, það sjáum við núna. Þú varst svo ljúf- ur og góður drengur að það hefur verið tekið vel á móti þér í heimi ljóssins. Þú verður alltaf í hjarta okkar og huga og tekur á móti okkur þegar þar að kemur. Guð geymi þig, ljúflingur, við elskum þig, og við munum hugsa vel af veikum mætti um Ölmu þína og drengina ykkar. Mamma og pabbi. „Þú ert það yndislegasta sem hefur komið í mitt líf. Þú ert minn besti vinur. Ást mín á þér er með orðum ólýsanleg. Ég hef elskað þig frá fyrsta degi sem ég sá þig og ást mín á þér hefur vaxið frá ári til árs. Þú ert sá engill sem guð sendi mér og ég þakka honum fyr- ir hvern dag með þér.“ Ástin mín, þessa fallegu ástar- játningu ritaðir þú til mín, ég vil segja þér að hugur minn til þín er sá sami. Þín er sárt saknað af mér og strákunum en minningin af þér lifir í hjörtum okkar. Þín að eilífu, Alma. Elsku Siggi bróðir. Ég er ekki alveg búinn að ná því að þú ert farinn, ég á eftir að sakna þín,, kæri bróðir. Það var alltaf gott að spjalla við þig um fótbolta því þú hafðir mikinn áhuga á þeim enska. Mig langar að minnast Sigga bróður með tveimur atvikum úr æsku okkar. Það fyrra var þegar ég var um 7-8 ára og Siggi var 10-11 ára. Það gerðist í gömlu sundlauginni í Keflavík. Ég var ekki búinn að ná tökunum á að synda í djúpu laug- inni, en Siggi og Ómar, vinur hans, má segja „kenndu“ mér að synda í djúpu. Sú aðferð er líklega ekki skráð í skólanámsskránni. Siggi var við bakkann öðrum megin og Ómar hinum megin. Þeir köstuðu mér til skiptis út í djúpu og þurfti ég að bjarga mér og það tókst. Ég náði að synda í djúpu lauginni. Siggi vissi að ég gæti þetta og ég vissi að Siggi bróðir myndi ekki láta neitt koma fyrir mig. Seinna atvikið gerðist nokkrum árum seinna þegar Siggi var á unglingsárunum. Siggi kom heim eitt kvöldið og hafði fengið slæmt höfuðhögg. Um það var rætt að hann mætti ekki sofna, vegna þess að það væri slæmt að sofna eftir höfuðhögg. Þegar allir voru farnir að sofa, læddist ég inn til Sigga og var hjá honum um nóttina til þess að fylgjast með honum eins og hann hafði fylgst með mér. Ég vissi að Siggi hefði gert það sama ef þetta hefði verið eitthvert annað af okkur systkinunum og ég veit að hann fylgist með okkur þar sem hann er núna. Kæri Siggi, þú fylgist með fót- boltanum og tippar þarna uppi í góðu samlæti með hinum hörðu Leedsurunum t.d. Billy Bremner. Þangað til við hittumst aftur, bróðir. Hermann. Elskulegur bróðir minn Sigurð- ur Örn Hermannsson, ávallt kall- aður Siggi, er látinn. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. ágúst sl. eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Siggi var sjö árum yngri en ég. Þegar hann var kornabarn var hann alvarlega veikur og vart hug- að líf. Kraftaverk gerast stundum og Siggi vann bug á veikindum sínum þá og óx og dafnaði í stórum systkinahópi. Siggi var fallegt barn og sú feg- urð óx með honum allt til enda, jafnvel síðustu vikurnar þegar hann var fársjúkur, var hann fal- legur. Siggi var hæglátur alla tíð og tróð sér hvergi fram, hann var hinsvegar alltaf til staðar og tilbú- inn til hjálpar þar sem hjálp var þörf. Þannig var hann alltaf til staðar fyrir aldraða foreldra okkar og er missir þeirra og harmur mikill. Kraftur Sigga var mikill og hlífði hann sér ekki þó líkaminn væri hættur að halda í við vilja- styrkinn. Siggi bróðir hjálpaði mér mikið á síðasta ári þegar ég var á tíma- mótum í mínu lífi og þurfti aðstoð við að koma mér fyrir í nýrri íbúð, þá var hann allt í senn, flutnings- maður, rafvirki, smiður og reddari. Þá var gott að eiga marga bræður sem allir snerust í kringum stóru systur líkt og þegar við vorum börn. Það besta í lífi Sigga var fjölskyldan hans, elskan hans hún Alma og strákarnir Tómas, Her- mann og Viktor. Ég man þegar hann kom fyrst með ástina sína og kynnti hana fyrir stóru systur. Alma var þá 17 ára og þau voru svo ástfangin. Það voru þau allt til síðasta dags og mátti hann ekki af ástinni sinni líta í veikindum sínum og Alma stóð eins og klettur við hlið hans. Siggi var góður eiginmaður og faðir. Hann var stoltur af strákun- um sínum, var vinur þeirra og fyr- irmynd. Það er erfitt fyrir Ölmu og strákana að sætta sig við að horfa á bak ástvininum langt fyrir aldur fram. Þegar Siggi vissi hvert stefndi sagðist hann hafa gert ráð fyrir að sjá drengina sína eldast og gefa sér barnabörn. Hann mun vernda fjölskylduna sína um ókomin ár, frá æðri stað. Í miðjum veikindum Sigga fluttu foreldrar okkar milli íbúða. Hann náði því að heimsækja þau og var svo glaður yfir því hversu vel fór um þau í nýju íbúðinni. Þegar andlát bróður míns bar að var ég stödd erlendis, langt inni í Julionsku ölpunum ásamt Ósk dóttur minni. Það var erfitt að vera svo langt í burtu en ég hugg- aði mig við síðustu stundirnar sem við áttum saman ég og Siggi, ég var svo lánsöm að vera hjá honum allan laugardaginn 11. ágúst og fékk að sinna honum, gefa honum fótanudd, faðma hann og kyssa. Elsku Alma, Tómas, Hermann, Viktor, mamma, pabbi, Hrefna, Al- mar og allir aðrir sem elskuðu Sigga, góður Guð veri með okkur öllum á þessum erfiða tíma og um alla framtíð. Minningin um góðan dreng lifir. Elsku bróðir minn, takk fyrir allt. Þín elskandi stóra systir, Hjördís. Elskulegur bróðir minn er fall- inn frá eftir stutta en hetjulega baráttu við erfið veikindi. Siggi var fjórði í röðinni af okkur sjö systkinum sem ólumst upp saman. Hann eignaðist duglega og ynd- islega eiginkonu, Ölmu, og strák- ana Tómas, Hermann og Viktor. Þau voru honum allt. Hann lenti í vinnuslysi fyrir þónokkuð mörgum árum. Þau veikindi reyndust hon- um erfið, þrátt fyrir það harkaði hann af sér og vann fyrir okkur fé- lagana í Víkurási í mörg ár. Og var hann með duglegri mönnum, ósér- hlífinn og æðrulaus. Elsku Siggi, ég á eftir að sakna þín sárt, stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskyldu okkar en ég veit fyrir víst, eins og ég sagði við þig, að við eigum eftir að hittast aftur. Elsku Alma, Tómas, Hermann, Viktor, mamma og pabbi, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við ykk- ar mikla missi, sem og okkur öll- um sem elskuðum hann. Þinn vinur og bróðir, Skúli. Hann elsku Siggi er dáinn. Hann hefur kvatt þennan heim eft- ir baráttu við krabbamein. Siggi var algjört gull af manni. Alla tíð hefur Siggi reynst mér mjög vel og nú er hans sárt sakn- að því erfitt er fyrir nokkurn mann að fylla það skarð sem Siggi hefur skilið eftir í lífi okkar. Þar sem að hann var í senn, sannur vinur og ástríkur eiginmaður og faðir. Þó svo að ég hafi alla tíð dýrkað Sigga og litið upp til hans þá hef ég samt sem áður heyrt sögur af því þegar ég var lítil og frekar ósátt við Sigga, en það var þegar hann „stal“ henni Ölmu minni frá mér. En hún Alma gat nú ekki fundið sér betri mann þar sem þau tvö hafa verið fyrir mér hin full- komnu hjón, alltaf jafn ástfangin. Ég sagði alltaf og stend við það enn að Siggi er pabbi minn númer 2. Þar sem ég var mjög mikið hjá þeim sem barn og hef alltaf komið reglulega í heimsókn eftir að ég hætti að passa strákana og fá að gista. Pabbi minn var svo mikið á sjó á uppvaxtarárunum og ég mik- ið hjá Ölmu og Sigga á þeim tíma, því er nú kannski ekki svo skrítið að ég hafi séð smápabba í honum. Ég man að oft hjálpaði Siggi mér með stærðfræðina, enda ekki margir í fjölskyldu minni með eitt- hvert stærðfræðivit. Hann sýndi öllum mínum áhugamálum enda- lausan áhuga. Ég held hann hafi verið eina manneskjan í fjölskyld- unni minni sem gaf sér tíma til þess að hlusta á og horfa á Take That-myndbönd með mér þegar ég var unglingur. Það þarf nú sterkan og góðan mann til að sitja undir allri þeirri vitleysu. Það skipti mig engu máli þegar ég kom heim til Ölmu og Sigga að Alma væri ekki heima. Því við Siggi gátum enda- laust talað um daginn og veginn. Margir segja að hann hafi verið feiminn, en ég þekkti það ekki. Þegar strákarnir voru litlir passaði ég þá og það hef ég fengið greitt margfalt til baka eftir að Hildur Alma fæddist. Þegar við Steinþór fórum til Kaupmanna- hafnar í apríl sl. tók Siggi það að sér að passa gullið okkar. Siggi sá ekki sólina fyrir henni Hildi Ölmu og sagði ætíð að hún væri litla barnabarnið sitt. Enda eru Alma og Siggi, amma og afi á ská. Ég á alltaf eftir að muna þau orð þegar Siggi sagði að Hildur Alma væri eina barnabarnið sem hann fengi að sjá. En ég veit í hjarta mínu að þó svo að hann hafi kvatt okkur þá vakir hann yfir okkur og leiðir okkur í lífinu. Hann mun fylgjast með henni Ölmu sinni og sonum að handan. Hann mun sjá öll barnabörnin sín og vernda þau um ókomna tíð. Elsku Alma, Tómas, Hermann og Viktor, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Þið hafið misst yndislegan mann, eiginmann og föður. Hann vakir yfir ykkur og leiðir ykkur áfram um ókomin ár. Þó svo að hann sé farinn frá fjöl- skyldu sinni og vinum er hann ekki einn því ég veit að hann er í góðra vina hópi nú þegar og að lokum munum við hittast aftur. Viktoría Ósk. Elsku hjartans Siggi okkar, fal- legi Siggi. Nú erum við, ástvinir þínir, minnt á að vegir lífsins eru órannsakanlegir. Við stöndum agndofa frammi fyrir þeirri stað- reynd að þú ert frá okkur tekinn. Við viljum fyrst og fremst þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér, svo góður og ljúfur sem þú varst. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við fjölskyldan höfum notið með þér og fjölskyldunni þinni. Það er stórt skarð komið í hópinn okkar. Þín verður sárt saknað sem mágs, svila, frænda, ferðafélaga og vinar. Elsku Alma og „strákarnir“ það er erfitt að koma orðum að svo að þau veiti stuðning og styrk á svona tímum þegar harmurinn er svo mikill, en minningin um Sigga okkar mun lifa. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og öllum öðrum ástvinum. Hrefna, Ásgeir og strákarnir. Það er ekkert auðvelt við það að setjast niður til að rita til þín mína hinstu kveðju Siggi minn en þó finnst mér ég knúinn til þess þar sem mér finnst ég ekki hafa náð að kveðja þig áður en þú kvaddir, svo miklu fyrr en ég hafði gert mér í hugarlund. Síðast þegar við töluðum saman var í ganginum á Faxabrautinni Sigurður Örn Hermannsson Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✡ Ástkær bróðir minn, RICHARD TALKOWSKY sellóleikari, Klapparstíg 7, Reykjavík, lést sunnudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. ágúst kl. 15:00. Joan Talkowsky. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ BJÖRN TH. BJÖRNSSON er látinn. Ásgerður Búadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.