Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 23 daginn eftir að uppgötvaðist að þú væri haldinn þessu banvæna meini. Þú varst mjög brotinn þá og við spjölluðum um að það eina sem hægt er að gera í svona aðstæðum er að halla sér að Guði og trúnni. Það var gott að heyra þig segja að þú hefðir alltaf verið trúaður, haft þína trú. Þegar allt annað bregst þá er það Guð sem við leitum til. Nú ert þú kominn til Guðs og án efa farinn að undirbúa að taka móti okkur sem eftir lifum, þegar okkar tími kemur. En þú sagðir líka við mig, á okkar hinsta fundi, að þú vonaðist eftir að fá að lifa í tvö til þrjú ár í viðbót og ég hélt að það myndi nú að minnsta kosti verða svo en raunin varð allt önn- ur og núna, rétt um mánuði síðar, ertu farinn. Elsku Siggi minn, það var ávallt gott á milli okkar frændanna, ég bar alltaf virðingu fyrir þér og leit upp til þín á marga vegu sem þú eflaust gerðir þér aldrei grein fyr- ir. Hvernig þú barðist í gegnum árin við verkina sem fylgdu vinnu- slysinu á sínum tíma og lést aldrei buga þig er mér óskiljanlegt. Það þarf hugrekki til að standast slíka hluti og láta þá ekki buga sig, enda sýndirðu það í þessari stuttu baráttu þinni við krabbameinið. Það var allt lagt undir, ekkert væl, en andstæðingurinn var ósigrandi í þetta sinn. Já, þetta gerist allt saman svo hratt. Ég man hversu hreykinn þú varst af að fá frænda með sama af- mælisdag og þú þegar sonur minn fæddist fyrir þremur árum. Það eru bara þrjú ár síðan og nú, 48 ára og 5 daga, ertu allur. En þó að ekkert verði úr sameiginlegum veisluhöldum í framtíðinni þá veit ég að minningin um þig verður ávallt fersk á afmæli sonar míns, afmælinu þínu. Þannig verður það hjá mér og mömmu og öllum sem voru þér nánir. Það er gott að hugsa til þess. Kæri frændi, ég veit að þú ert stoltur af henni Ölmu þinni, Tóm- asi, Hermanni og Viktori. Þau stóðu sig öll eins og hetjur í kistu- lagningunni, eins erfið og hún var, og amma og afi eru eins og klett- ar. Ég veit að þannig vildir þú hafa það og þannig er það. Siggi minn, nú er komið að kveðjustundinni. Takk fyrir að vera vinur minn og frændi og ég veit að við munum hittast aftur á öðrum og betri stað. Þangað til … Þinn frændi og vinur, Þór Jóhannesson. Elsku vinur. Það var erfitt að trúa og reyna að sættast við það þegar þú hafðir greinst með krabbamein. Daginn sem ég kom í heimsókn til þín varst þú nýbyrj- aður í lyfjameðferð og ég man það þegar við töluðum saman um að þetta hefði verið þinn besti dagur. En það var svo erfitt að horfa á þig svona veikan. Elsku Siggi minn, stundirnar og tímarnir sem við áttum saman voru margir og góðir og þá vil ég geyma í hjarta mínu. Fljótlega eftir að við kynntumst þá náðum við ótrúlega vel saman, hvort sem það var saman í vinnunni eða utan vinnunnar. Ég man vel eftir þeim degi er ég fór að kalla þig Sigga „bróður“ og hvað Ölmu fannst það yndislegt og við höfðum gaman af. Það skipti ekki máli hvort við strákarnir í vinnunni eða við fé- lagarnir værum búnir að ákveða að fara í keilu eða djamma, þú varst alltaf til í slaginn. Þessir tímar og stundirnar sem við fé- lagarnir tveir áttum voru margar og góðar. Það var svo gaman þeg- ar þið Alma komuð í heimsókn, strákarnir hlökkuðu svo til þegar Siggi „bróðir“ eins og þeir kölluðu þig kæmir. Elsku vinur okkar, við gætum skrifað heila bók um þig, hve ynd- islegur þú varst og góður vinur. Eins og þú sagðir oft sjálfur, ég elska þig. Við elskum þig líka og þín verður sárt saknað. Megi þú hvíla í friði, elsku vinur. Elsku Alma, synir og fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þínir kæru vinir, Elvar og Guðrún Björg. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Sigurð Örn Hermannsson, sem var starfsmaður hjá okkur í Víkurási til fjölda ára. Okkur var illa brugð- ið þegar við fréttum fyrir rúmlega 2 mánuðum að hann hefði greinst með krabbamein en héldum í von- ina að hann fengi lækningu og næði heilsu á ný. En fyrr en nokk- urn óraði fyrir er komið að kveðju- stund og við erum harmi slegin. Siggi hafði allt til að bera sem prýða má góðan starfsmann og vinnufélaga. Hann var duglegur, ósérhlífinn og úrræðagóður, trygg- ur, fínn spilafélagi í kaffitímum, góður vinur vina sinna, stundum dálítið dulur en alltaf einlægur og hvers manns hugljúfi, svona mætti lengi telja. Einhverjum kann að þykja þetta klisjukennd upptaln- ing en þetta er bara það sem kem- ur upp í hugann þegar við minn- umst Sigga. Og hann var fyrst og fremst góður drengur, hafði sér- lega gott hjartalag og reyndist öll- um vel sem til hans leituðu. Siggi hætti störfum hjá okkur í Víkurási fyrir um 2 árum vegna gamalla meiðsla sem hann hlaut sem ungur maður í hafnarvinnu en fékk aldrei bót á. En hann kíkti endrum og sinnum til okkar í heimsókn og leysti stundum af þegar mikið lá við. Það var gott að fá hann inn á verkstæðið og við fundum að það var gagnkvæmt, honum fannst gott að vera með gömlu vinnufélögunum aftur. Veik- indi hans í sumar komu okkur öll- um á óvart og þótt útlitið væri svart trúðum við ekki öðru en að hann ætti eftir meiri tíma en raun varð á. Okkur er orða vant. Marg- ar spurningar um lífið og tilveruna herja á hugann en fátt er um svör. Það var ætlunin að rétta Sigga lítið bænakver til að hafa á nátt- borðinu og grípa í, og láta fylgja með svohljóðandi ritningarvers: Og Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast. (5. Mósebók 31:8) Tileinkum það eftirlifandi aðstand- endum og biðjum góðan Guð að hjálpa þeim í gegnum þessa miklu sorg. Vottum Ölmu, drengjunum, for- eldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Fyrir hönd vinnufélaga í Vík- urási, Benjamín Guðmundsson. Atvinnuauglýsingar ⓦ Áhugasamir hafi samband við Ólöfu í síma 899 5630. Blaðberi óskast Blaðbera vantar sem fyrst í Innri-Njarðvík Sölumenn í verslun Óskum að ráða duglegan og hressan sölumann í verslun okkar. Áhugavert starf við að selja spennandi vörur. Markið er rótgróin framsækin verslum með reiðhjól, æfingatæki, skíði og fleiri sportvörur. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Ármúla 40. Einnig er tekið við umsóknum á netfangið: markid@markid.is Sölufulltrúi óskast Framsækin verslun á höfuðb.sv. vantar metn- aðarfullan sölufulltrúa í 80-100% starf. Fastur vinnutími er 12-18 virka daga og annan hvern laugardag. Einnig getum við bætt við okkur sölufulltrúa í hlutastarf seinni part dags. Hent- ugt fyrir metnaðarfulla námsmenn. Skilyrði eru góð íslenskukunnátta og æskilegt er að um- sækjendur séu eldri en 25 ára. Nánari uppl. veittar í síma 848 6287 (Guðrún). Ljósmyndastofan Mynd óskar eftir aðstoðarmanneskju í fullt starf sem fyrst. Starfið felur í sér t.d. af- greiðslu, frágang, símasvörun sem og aðstoð við ljósmyndara. Upplýsingar ekki veittar á staðnum og ekki er óskað eftir nema. Umsóknir berist á box@mbl.is merktar: ,,L - 20515’’ fyrir 7. september. Reyklaus vinnustaður. Fasteignasalan Miklaborg leitar að kraftmiklum sölumönnum til að bæt- ast í hóp öflugs liðs starfsmanna. Við val á um- sækjendum verður m.a. annars leitað eftir: Jákvæðni og starfsgleði. Íslenskukunnáttu, bæði í rituðu og töluðu máli. Metnaðargirni og ábyrgðarkennd. Reynslu af fasteignasölu/sölumennsku. Fasteignasalan Miklaborg er ört vaxandi fyrir- tæki sem ætlar sér að verða í fremstu röð á sviði fasteignaviðskipta. Hjá Mikluborg er mikil áhersla lögð á jákvætt starfsumhverfi, metnað í starfi og framúrskarandi vinnuaðstöðu. Mikla- borg er reyklaus vinnustaður. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir skal senda á oskar@miklaborg.is. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Til leigu snyrtileg skrifstofuherbergi í Ármúla. Mismunandi stærðir. Góð aðstaða. Upplýsingar í síma 899 3760. Fyrirtæki Atvinnu/viðskiptatækifæri Til sölu rótgróið netfyrirtæki í fjarkennslu, skuldalaus og þægilegur rekstur sem borgar sig upp stuttum tíma. Hægt að reka fyrirtækið hvaðan sem er. Hentar vel samheldinni fjöl- skyldu með góða tölvukunnáttu. Verð kr. 8.000.000. Fyrirspurnir sendist á net- fangið: olol@torg.is. Tilkynningar Fullyrðingar í merkingum matvæla Vegna nýrra reglna Evrópusambandsins um notkun fullyrðinga í umbúðamerkingum matvæla vill Umhverfisstofnun vekja athygli á að íslenskum framleiðendum og innflytjendum matvæla, þar með talið fæðubótarefna, gefst nú kostur á að koma á framfæri upplýsingum um heilsufullyrðingar sem þeir óska eftir að nota í framtíðinni. Fullyrðingarnar verða að vera rökstuddar með vísindalegum gögnum. Frekari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ust.is og hjá Jónínu Þ. Stefánsdóttur og Brynhildi Briem í síma 591 2000. Gögn skulu send til Umhverfisstofnunar fyrir 1. október 2007. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.