Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Lifandi myndir af austfirsku mannlífi
8. áratugarins.
Pólitísk og heimspekileg lærdóms-
saga eftir Guttorm Sigurðsson frá
Hallormsstað.
Fæst í helstu bókabúðum.
Snotra.
Spádómar
Garðar
Hljóðfæri
EG Tónar
Úrval af harmonikum í ýmsum
stærðum og gerðum, auk fylgihluta,
frá kr. 29.000. Akureyri S: 462 7374 &
660 1648. Reykjavík S: 568 3670 &
824 7610. Kennsla fyrir byrjendur.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
PMC silfur- og gullsmíða-
námskeið.
(Precious Metal Clay frá Mitsubishi
Ltd.). Byltingarkennd aðferð - einfalt
og skemmtilegt fyrir alla. PMC eru
micro-agnir af silfri bætt með bindi-
efnum þannig að silfrið er auðmótan-
legt og það síðan brennt við hátt hita-
stig þannig að aukaefnin brenna upp
og eftir verður hreint silfur 999. Grunn-
nám er 15 klst. (ein helgi), nemendur vinna
4 skylduverkefni og 2 frjáls (6 módelskartgripi).
Kennt er er eftir alþjóðlegu kennslukerfi.
Verð 45 þús. kr. Allt efni og áhöld inni-
falin - ath. flest stéttarfélög niðurgreiða
námið. VISA - EURO. Skráning og upplýsingar
á www.listnam.is eða í síma 511 3100
og 695 0495.
Námskeið í tréskurði
Örfá pláss laus í september nk.
Hannes Flosason,
sími 554 0123.
Til sölu
Utanhúsklæðning og pallaefni úr
sedrusvið
Spónasalan ehf.,
Smiðjuvegur 40, gul gata,
sími 567 5550.
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja!
Er komin móða eða raki milli glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.
Sími 897 9809.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Ýmislegt
580 7820
Nafnspjöld
580 7820
BannerUp
standar
Taska
fylgir
myndrenninga-
Rope Yoga hjá Sigurjónu. Ný nám-
skeið hefjast 27. ágúst og 3. sept-
ember. Nokkur pláss laus. 4ra ára
reynsla. Skráning og upplýsingar í
síma 899 4329.
Mjúkir og þægilegir dömu-
inniskór úr leðri , skinnfóðraðir.
verð: 6.550.
Léttir og mjúkir dömu-inniskór úr
leðri, skinnfóðraðir.
verð: 6.880.
Flottir dömuskór úr leðri, skinn-
fóðraðir og með svæðanudd-
punktum. Verð: 6.885
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Ath. verslunin er lokuð á
laugardögum í sumar.
Létt fylltur í BC skál kr. 2.350.
Buxur í stíl kr. 1.250
Mjúkur og yndislegur í BCD
skálum kr. 2.350. Buxur í stíl kr. 1.250.
Mjög flottur og haldgóður í CDE
skálum kr. 2.350. Buxur í stíl kr. 1.250
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg áðgjöf.
www.misty.is.
Lokað á laugardögum í sumar.
Bílar
VW árg. '98 ek. 104 þús. km. Vel
með farinn, 15" álfelgur, spoiler, sam-
litaður og þjónustubók. Sími 862 4937.
Toyota Avensis.
Reyklaus og fallegur. Beinskipting,
árg. ‘02. Ek. 90 þús. km. Nýyfirfarinn
af Toyota. Ný dekk fylgja. Ásett verð
990 þús. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 698 9808.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Kristófer Kristófersson
BMW.
861 3790.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Mótorhjól
Til sölu vegna mikillar fjölgunar
barna… Eitt fallegasta hjól landsins.
Hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi!
Árið 2003, Ducati 749S.
Einn eigandi frá upphafi.
Einn þjónustuaðili frá upphafi.
Ekið rúma 20.000 km.
Tárfellandi eigandi veitir nánari
upplýsingar í síma 660 1022.
Mótorhjólafatnaður. Útsala á Or-
range mótorhjólafatnaði. Ótrúlegt
verð, allt á að seljast. Sjá nánar á
www.staupasteinn.is eða uppl. í
síma 847 3988 eftir kl. 17.
✝ Geir ValbergGuðnason fædd-
ist í Reykjavík 3.
febrúar 1931. Hann
lést á heimili sínu í
Atlanta í Bandaríkj-
unum þriðjudaginn
7. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
Geirs voru hjónin
Þorbjörg Sigurð-
ardóttir húsmóðir,
f. í Háarima í
Þykkvabæ 17. 6.
1905, d. 22. 4. 1990
og Guðni Guðnason
verkamaður í Reykjavík, f. á
Jaðri í Þykkvabæ 16. 9. 1905, d. 9.
9. 1965. Bróðir Geirs var Sig-
urður Fannar byggingafræð-
ingur, f. 27. 6. 1949, d. 21. 8.
2001.
Geir kvæntist hinn 29.12.1955
Ásbjörgu Sveinu Húnfjörð hús-
móður, f. í Reykjavík 22. 3. 1935.
Foreldrar hennar voru Vil-
hjálmur Jósepsson Húnfjörð
Íþöku, New York og lauk B.Sc.
prófi í greininni 1956, mastergr-
áðu 1957 og doktorsgráðu (Ph.D.)
1961. Að loknu námi kom Geir
heim og starfaði sem sérfræð-
ingur í matvælaiðnfræði við At-
vinnudeild Háskóla Íslands 1961
til 1963 en þá fluttist hann til
Bandaríkjanna og réði sig til
Philip Morris í Richmond þar sem
hann stundaði rannsóknir á tób-
aki en árið eftir réðst hann til
Coca-Cola í Atlanta í Georgíu og
starfaði fyrst við rannsóknir og
framleiðslu á tei og var þá með
aðsetur í Perú, Englandi, New
Jersey og Kenýa. Árið 1976 varð
hann deildarstjóri við rannsókna-
og þróunardeildina í höf-
uðstöðvum Coca-Cola í Atlanta.
Hann vann þar aðallega við þróun
á innihaldsþáttum og uppskriftum
fyrir margs konar drykkjarvörur.
Geir lét af störfum 1994 og bjó
í Atlanta til dauðadags.
Útför Geirs fór fram í Atlanta,
föstudaginn 10. ágúst.
blikksmíðameistari í
Reykjavík, f. á
Valdalæk á Vatns-
nesi í V-Hún., 11. 2.
1898, d. 2. 7. 1973 og
kona hans Sigríður
Ólafsdóttir Húnfjörð
húsmóðir, f. á Geit-
areyjum á Breiða-
firði, 6. 10.1898, d.
13. 7. 1981. Börn
Geirs og Ásbjargar
eru: 1) Gary Valberg
fasteignaendurskoð-
andi, f. í Plainfield
New Jersy 16. 5.
1968. Kona hans er Amanda Mull-
ins kennari, f. í Atlanta 24. 8.
1969. Börn þeirra eru: Garret
Valberg, f. í Atlanta 19. 5. 1996
og Abigail Elise, f. í Atlanta 27. 8.
1998. 2) Linda Denise, matráðs-
kona, f. í Atlanta 9. 11. 1970.
Geir var stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1951.
Hann stundaði nám í matvælaiðn-
fræði við Cornell háskólann í
Besti vinur minn, Geir Guðnason,
er látinn. Vinskapur okkar nær yfir
60 ár eða frá því við kynntumst fyrst
í Menntaskólanum í Reykjavík. Við
lukum stúdentsprófi 1951 og fórum
saman til Bandaríkjanna til náms í
byrjun árs 1953. Fjárráð okkar
leyfðu ekki þann munað að fljúga og
tókum við mun ódýrari kost að sigla
með fragtskipi til New York. Þaðan
lá leiðin í Ohio Wesleyan-háskólann í
Deleware, Ohio. Sumarið eftir fyrstu
önnina dvöldum við í Buffalo, N.Y.
þar sem við fengum vinnu í bílaverk-
smiðjum. Geir vann hjá Ford en ég
hjá Chevrolet og leigðum við saman
herbergi á KFUM hóteli þar sem
leigan var dollar á dag á mann. Vinn-
an var erfið en nokkuð vel borguð og
var vikukaupið rúmlega $100. Til
samanburðar var leyfileg gjaldeyr-
isyfirfærsla að heiman $600 ársfjórð-
ungslega.
Eftir veru okkar í Buffalo skildu
leiðir, Geir fór til Íþöku, N.Y og inn-
ritaðist í Cornell-háskólann en ég
varð áfram í Ohio. Eftir skólárið þar
skipti ég um skóla og hóf nám við
Rensselaer Polytechnic Institute í
Troy, N.Y. og varð þá styttra á milli
okkar og urðu heimsóknir tíðar hvor
til annars. Við Gunna kona mín gift-
um okkur í Troy vorið 1955 og var
Geir að sjálfsögðu svaramaður minn
við þá athöfn. Ég gat launað honum
greiðann hálfu ári síðar þegar þau
Obba giftu sig í sömu kirkju 29. des-
ember 1955.
Geir var vel gefinn og feiknagóður
námsmaður. Þó að vísindin hafi heill-
að hann mest þá var hann mikill
málamaður. Hann hélt íslenskunni
hreinni þrátt fyrir langa veru erlend-
is og ég veit til þess að samstarfs-
menn hans leituð ekki ósjaldan ráða
hjá honum þegar kom að því að
semja vísindagreinar. Geir hafði
mjög ákveðnar skoðanir á flestum
málum og fylgdi ekki alltaf straumn-
um í þeim efnum. Hlýnun jarðar var
honum hugleikin og var hann ekki
sammála Al Gore um að hún væri öll
af mannavöldum heldur hefði orku-
gjafinn sjálfur, sólin, miklu meira
með það að gera. Hann hafði gott
skopskyn og var ákaflega ljúfur í öll-
um samskiptum. Ég man ekki eftir
að við hefðum nokkurn tíma orðið
sundurorða í öll þessi ár. Kannski er
það vegna þess að við bjuggum
lengst af langt frá hvor öðrum og þá
gildir hið fornkveðna:
Ganga skal
skal-a gestur vera
ey í einum stað.
Ljúfur verður leiður
ef lengi situr
annars fletjum á.
(Úr Hávamálum)
Geir var afar barngóður og hafði
gaman af að tala og leika við börn og
styrkti hann gjarnan stofnanir sem
hjálpuðu og líknuðu börnum Á síð-
ustu árum voru samskipti okkar
Geirs mest í gegnum tölvuna, fyrst
með tölvupósti og nú síðast með
tölvusíma tengdum vefmyndavél. Í
tilefni af 50 ára stúdentsafmæli
MR-51 árgangsins var gefið út Stúd-
entatal með æviágripum og þrem
myndum af hverjum og einum, ein
stúdentsmynd, ein skopmynd og ein
mynd í nútímanum. Skopmyndirnar
voru fegnar úr Faunu, skopmynda-
bók sem gefin var út við útskriftina
1951. Geir tók að sér að skanna
myndirnar og minnka þær niður í
passamyndastærð og leysti hann
þetta verkefni með mikilli prýði.
Góður vinur er kvaddur með sökn-
uði.
Við Gunna sendum Obbu og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur.
Jón Reynir Magnússon.
Geir Valberg Guðnason
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar