Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 25 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9-16 bað, kl. 9- 16.30 smíði/ útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10-16 púttvöll- urinn. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kaffi. Vetrardagskráin hefst í byrjun september skráning og upplýsingar í síma 535 2760. Allir velkomnir. Ferðaklúbbur eldri borgara | 30. ágúst dagsferð um Suðurströnd, Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyr- hólaey, Kerlingardalur og Vík í Mýrdal. Munið haustlitaferðina 21. september, allir eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011, Hannes. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan að Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK að Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554 3438. Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi- tár kl. 13.30. Kveðjuhóf verður haldið til heiðurs Stefaníu Björnsdóttur miðvikudaginn 29. ágúst kl. 16, þar sem hún lætur af störfum hjá félaginu þ. 1. sept. n.k. Félag kennara á eftirlaunum | Dagsferð á Reykja- nesið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8 miðvikudaginn 29. ágúst. Skráning í s. 595 1111. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður við til hádegis. Hádegisverður kl. 11.40. Lomber kl. 13. Canasta kl. 13.15. Fyrirhuguð vetrarstarfsemi verður kynnt fimmtudaginn 30. ágúst kl. 14. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 postulínsmáln- ing og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handa- vinna. Kl. 20.30 félagsvist. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna og tréútskurður. Kl. 19.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Björnsvöllur (púttvöllur v/Breiðholtslaug) er opinn virka daga, kylfur og kúlur án endurgjalds. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið öllum. Skrán- ing stendur yfir. Postulín, tölvur, ljóðagerð, klaustur, bókmenntir, magadans eða hvernig vilt þú sjá starfið í vetur? Hugmyndabankinn opin virka daga kl. 9-16. Haustfagnaður 29. ágúst. Ferð í Kjós 30. ágúst. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka- stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Söng og sam- verustund kl. 15. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 11-12 leikfimi, Janick. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffi- veitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Á morgun þriðjudaginn 28. ágúst fer Opið hús Vídalínskirkju í vettvangs- ferð kl. 13. Farið verður til Grindavíkur og Salt- fisksetrið skoðað. Kaffi drukkið á leiðinni. Heim- koma áætluð upp úr kl. 16. Þeir sem óska að koma með láti vita í síma 895 0169. Verið velkomin. 60ára afmæli. ÞórunnIngólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsfunda ehf., til heimilis á Strandvegi 21 í Garðabæ, er sextug í dag. Hlutavelta | Þessir ungu krakkar héldu tombólu á Garðatorgi og var hún til styrktar Rauða krossinum. Þau söfnuðu 3.400 krónum. Þau heita, Arnar Ingi, 5 ára, Hekla Mist, 7 ára, og Alexandra Petrea, 7 ára. dagbók Í dag er mánudagur 27. ágúst, 239. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Ámorgun, þriðjudag, kl.20.30 mun Guðrún Svein-bjarnardóttir, doktor ífornleifafræði, flytja fyr- irlestur um fornleifarannsóknir í Reykholti. Fyrirlesturinn er hluti af röðinni Fyrirlestrar í héraði og fer fram í Snorrastofu í Reykholti. „Í fyrirlestrinum mun ég fjalla um rannsókn á gamla kirkjugrunn- inum í Reykholti, en uppgröftur hófst þar árið 2002 með stuðningi Kristnihátíðarsjóðs og lauk í sum- ar,“ segir Guðrún. „Kirkjan í Reykholti var færð um set á 19. öld, en í ljós hefur komið að fram að því höfðu kirkjubyggingar á staðnum allar verið reistar á sama reitnum. Uppgröftur í gamla kirkju- grunninum hefur leitt í ljós minjar um hverja kirkjuna ofan á annarri, en við teljum að elsti grunnurinn sé frá árdögum kristni á Íslandi, á 11. öld,“ segir Guðrún. „Kirkjan varð sóknarkirkja á 12. öld og er þetta fyrsta rannsókn á slíkri kirkju hér á landi, og hún veitir auk þess heild- arsýn yfir þróun byggingarinnar all- ar þessar aldir. Mikið fannst af grip- um í uppgreftrinum, alls um 2.000 fundarnúmer. Elstu gripirnir eru frá 12. og 13. öld, m.a. hringnæla, svonefndur kirkjukambur, brot úr leirkönnum og glerbikar, auk mið- aldaglers úr kirkjugluggum.“ Guðrún segir fyrstu kirkjuna í Reykholti aðeins hafa verið um 4,5 metra að lengd: „Á 12. öld reis hér stærri kirkja, með sérstökum kór og stórum stoðarholum við hornin á kirkjuskipinu. Þessi þróun sam- ræmist því sem vitað er um kirkju- byggingar í Noregi. Byggingarefnið hefur þó að hluta til verið sér- íslenskt, en m.a. er notaður hvera- steinn sem sóttur hefur verið í ná- grenni Reykholts,“ útskýrir Guðrún. „Gripirnir sem fundist hafa eru hins vegar ólíkir því sem fundist hefur í norskum kirkjuminjum, en suma munina hefur okkur tekist að rekja til Englands, Frakklands og Þýskalands og bendir það til að tölu- verð tengsl hafi verið milli Reyk- holts og meginlands Evrópu á mið- öldum.“ Að sögn Guðrúnar er nú unnið að úrvinnslu á þeim munum sem fund- ist hafa: „Þótt uppgreftri sé lokið er mikil rannsóknarvinna framundan, og vonandi að fjármagn fáist til að ljúka þeirri vinnu á næstu árum.“ Fræði | Fyrirlestur í Reykholti á þriðjudag um fornleifarannsóknir Fróðlegir fundir  Guðrún Svein- bjarnardóttir fæddist í Reykja- vík 1947. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði og þýsku frá HÍ 1972, meistara- gráðu í forn- leifafræði frá University College í Lundúnum og doktorsprófi frá Birmingham- háskóla 1987. Guðrún hefur starfað við rannsóknir og kennslu um ára- bil, á Íslandi og í Bretlandi, einkum við Þjóðminjasafn Íslands og UCL. Guðrún er gift Robert Boyce, doktor í sagnfræði, og eiga þau tvær dætur. Tónlist Austurbær | Kl. 20-21.30. Söngkonan Eivör Pálsdóttir við undirleik Stórsveit Reykjavíkur leikur útsetningar á lögum sínum. Iðnó | Láð og lög kl. 21. Píanóleikarinn Agnar Már Magn- ússon leikur lög af nýrri plötu ásamt septett sínum. Auk þess kemur Kristjana Stefánsdóttir og syngur með Agnari nokkur lög. Mannfagnaður Samtökin ́78 | Opið hús er í Samtökunum 7́8, Laugavegi 3, hvert mánudags- og fimmtudagskvöld. Regnbogasal- urinn er opinn frá kl. 20-23.30 en bókasafnið frá kl. 20-23. Stöðugt bætist nýtt og spennandi efni við safnkostinn. All- ir velkomnir. Fyrirlestrar og fundir Árnagarður 311 | Kl. 12.15. Í opnum fyrirlestri á vegum Al- þjóðamálastofnunar HÍ fjallar Houchang Chehabi, prófess- or við Boston-háskóla, um stjórnarfar í Íran. Hann spyr hvort kjör Mahmouds Ahmadinejads í embætti forseta hafi haft einhver áhrif á stefnu íranska ríkisins. Að auki ræðir hann kjarnorkuprógramm Írans. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2110 Reykjavík. ÞESSI unga snót brosir kát til fólks þar sem hún tekur þátt í karnivali á sérstökum barnadegi í Notting Hill í London í gær. Eitt stærsta götupartí Evrópu var haldið í gær þegar þúsundir manna gengu um Notting Hill í búningum og blésu í flautur og sköpuðu þannig hina einu sönnu karnivalsstemningu. Reuters Sólskinsbros FRÉTTIR DAGANA 29. og 30. ágúst nk. mun yfirmaður heilsurannsóknasviðs Evrópusambandsins, dr. Octavi Quintana Trias, dveljast hérlendis og kynna sér starfsemi og rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar. Miðviku- daginn 29. ágúst mun hann flytja op- inn fyrirlestur um evrópskar heilsu- rannsóknir í fyrirlestrarsal ÍE að Sturlugötu 8 kl. 16:30, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist Health Research in Europe and European Community Funding. Dr. Octavi Quintana Trias er læknir að mennt. Auk læknisstarfa í heimalandi sínu, Spáni, hefur hann gegnt fjölda opinberra trúnaðar- starfa, bæði heima fyrir og á vett- vangi Evrópusamstarfs, þ.á m. sem yfirmaður alþjóðaskrifstofu spænska heilbrigðisráðuneytisins og forseti nefndar Evrópuráðs um siðfræði líf- vísinda. Síðan árið 2002 hefur dr. Quintana Trias stjórnað þeirri skrif- stofu Evrópusambandsins sem hefur umsjón með rammaáætlunum þess á sviði heilsurannsókna, en á árunum 2007-2013 er áformað að verja um 6 milljörðum evra í því skyni. Fyrirlestur hjá ÍE OPNAÐUR hefur verið ferða- og menningarvefur um Vestmanna- eyjar á slóðinni www.VisitWestman- Islands.com. Í tilkynningu frá að- standendum segir að á vefsvæðinu sé hægt að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um Vestmannaeyjar, m.a. um ferðir til og frá Vest- mannaeyjum, ferðamöguleika, gist- ingu, sögu Vestmannaeyja og fleira. Þá er ljósmyndagallerí á síðunni og þar er hægt að nálgast útgefið efni og horfa á kynningarmynd- band. Jafnframt segir í tilkynningunni að vefurinn verði uppfærður reglu- lega ásamt því sem nýir hlutir munu birtast á síðunni. Markmið hennar sé að auka með- vitund um Vestmannaeyjar á heims- vísu og deila þeirri náttúrufegurð sem er í Vestmannaeyjum með sem flestum, að því er segir í tilkynning- unni. Vefurinn er rekinn af 24seven ehf. Nýr vefur um Vestmannaeyjar ur í góðar þarfir og mun nýtast klúbbfélögum. Strókur heldur úti starfsemi fyrir fólk á Suðurlandi með geðraskanir. Á myndinni eru frá, vinstri, í aft- ari röð: Haraldur Gíslason, Guð- mundur Bjarki Sigurðsson, Bjarki Leósson og Konráð Jóhannsson. Neðri röð frá vinstri er Margrét Lea Haraldsdóttir, Anna Kristín Leós- dóttir og Irena Birta Gísladóttir. Á myndina vantar Unni Lilju Gísla- dóttur, Þóru og Sigrúnu Jónsdætur, Margréti og Steinunni Lúðvíks- dætur og Katharínu Jóhannsdóttur. Selfoss | Nokkrir krakkar sem bú sett eru í grónu hverfi á Selfossi tóku sig saman og opnuðu sjoppu um síðustu helgi þegar haldið var götugrill og seldu úr henni ýmsar nauðsynjar sem slíkar samkomur þurfa á að halda, gosdrykki, sælgæti og fleira. Afrakstur þessa framtaks var kr. 50.500 og með þá upphæð fóru þau á stúfana og keyptu gasgrill og ýmsa fylgihluti hjá Byko sem efldi fram- takið og gaf krökkunum góðan af- slátt. Gasgrillið afhentu þau svo Klúbbnum Stróki þar sem það kem- Gáfu andvirði sjoppu- reksturs til Stróks Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.