Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 26

Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI GRENNRI ÉG ÆTTI AÐ SKRIFA MEGRUNARBÓK ÉG SAGÐI „GRENNRI“, EKKI „FLATARI“ ÉG VERÐ! NÚNA GET ÉG FENGIÐ AÐ VERA HETJA! ...OG SÍÐAN... ÉG BYRJA Á ÞVÍ AÐ DANSA TIL AÐ RUGLA ANSTÆÐINGANA... HLEYP ÉG! FÓLK ER FÍFL! ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ÆTLA ÉG AÐ BÚA ÞÚSUND KÍLÓMETRA FRÁ ÖLLUM! HVAÐ ÆTLAR ÞÚ ÞÁ AÐ BORÐA? MAMMA GETUR KOMIÐ TVISVAR Á DAG OG ELDAÐ ÞAÐ ER ALDEILIS FERÐALAG HVAÐ ER Í MATINN? PUTTA- MATUR HVERNIG GETUR SPAGETTÍ OG KJÖTBOLLUR VERIÐ PUTTAMATUR? ÉG FANN EKKI HNÍFAPÖRIN EVA, EKKI GERA ÞETTA, ÞÚ MANST HVAÐ GERÐIST SÍÐAST ÞANNIG AÐ ÞÚ HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ HITTA SJÚKLINGANA ÞÍNA HEIMA? JÁ, ÉG VONA AÐ ÞAÐ SÉ Í LAGI Í FÍNU LAGI! ÞAÐ SKIPTIR MIG ENGU MÁLI HVAR ÉG FER TIL SÁLFRÆÐINGS EN MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVAÐ ÉG ER AÐ BORGA FYRIR TÍMANA ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ GETA LÁTIÐ EINHVERN ÞRÍFA HÉRNA EIGUM VIÐ EKKI AÐ TALA UM ÞÍN VANDA- MÁL? HEILSAÐU UPP Á HETJUNA... ÉG... VAR EINU SINNI SLÖKKVILIÐSMAÐUR.... EN EFTIR AÐ KONAN MÍN LÉST Í ELDSVOÐA... HEF ÉG VERIÐ MJÖG HRÆDDUR VIÐ ELD EFTIR ÞAÐ SEM ÞÚ GERÐIR Í DAG... GERIR ÞAÐ ÞIG BARA AÐ ENN MEIRI HETJU dagbók|velvakandi Fálkaorðuna á Dalvík ÉG GET ekki orða bundist yfir gestrisni Dalvíkinga í kringum fiski- daginn mikla. Ég var mætt þarna ásamt fjölskyldu minni á miðviku- deginum og þá var orðið ansi margt um manninn. Á öllum stöðum sem maður þurfti að sækja þjónustu voru allir eins og þeir hefðu fengið sér meðferð í mannlegum sam- skiptum, þvílík kurteisi og lipurð. Meira segja fólkið sem þreif klósett- in á tjaldstæðum bæjarins var í ess- inu sínu alla helgina. Alveg fannst okkur frábært að heimsækja blá- ókunnugt fólk á föstudagskvöldinu og þiggja hjá því fiskisúpur af hin- um ýmsu gerðum og allt sem þeim fylgdi. Okkur leið eins og við værum komin heim til vina okkar, sennilega hefur þessi frábæra vinakeðja sem mynduð var fyrr um kvöldið átt þátt í þeirri líðan. Skreytingarnar við húsin voru rosalega skemmtilegar og allir virtust taka þátt. Á kvöldin gat maður rölt í bæinn og notið stemmningar eins og gerist á góðu kvöldi í útlöndum, tónlist var leikin af fingrum fram úr góðum görðum og ungir sem aldnir undu sér vel. Þetta er aðeins brot af þessari heim- sókn okkar sem ég rifja upp og er alveg viss um að fálkaorðan á fullt erindi til ykkar, Dalvíkingar. Takk fyrir okkur. Elínborg Ben. Borinn út af félagsbústöðum ÉG VAR ákaflega hissa á því að lesa í dagblaðinu fyrir miðjan mánuð að gamall maður hefði verið borinn út vegna vanskila úr þjónustuíbúð Reykjavíkurborgar. Þetta úrræði er víst fyrir þá sem þurfa aðstoðar við og mér skildist að þessi maður væri reglumaður og hefði einungis ekki náð endum saman. Þess vegna skil ég ekki hvernig þetta er hægt? Ber borgin ekki ábyrgð á velferð þessa einstaklings og annarra sem bornir eru út? Er hægt að ætlast til þess að gamall maður sofi úti? Hvað ef það væri komin vetur? Framkvæmdastjóri Félagsbú- staða sagði að reglur væru skýrar um þetta og þetta væri einsdæmi. En ég veit að ef fólk lendir í van- skilum þá er engin miskunn sýnd, hvorki hjá Félagsbústöðum né held- ur Velferðarsviðinu. Það á að setja lög um að ekki sé hægt að bera fólk út vegna fátæktar. Ég vil skora á þingmenn, þegar þing verður sett, að koma strax með frumvarp varð- andi þetta efni. Það er löngu tíma- bært. Ég vil sjá samfélag sem er mannvænt og hlúir að þeim sem minnimáttar eru, en er ekki eins og þessi gallharða markaðsvæðing sem ekkert skilur annað en að græða peninga. Hallgrímur Kristinsson. Þakkir MISJAFNT var hvað hver og einn valdi til að njóta á Menningarnótt. Fyrir utan það að þakka skaparan- um frábært veður langar mig til að þakka fyrir fallega tónlist í Hall- grímskirkju og hjá Söngskólanum. Einnig sálmatónleika Ellenar Krist- jánsdóttur í Kirkju óháða safnaðar- ins. Ég þakka því ágæta fólki, sem sýndi list sína og handverk á götun- um, t.d. kransagerð hjá Blómálf- inum við Vesturgötu. Ég þakka starfsfólki Á næstu grösum fyrir frábæra þjónustulund, sem það sýndi til að sem flestir kæmust að til að borða. Frábær skemmtun í Þjóð- menningarhúsinu sagði vinkona mín, sem var á öðru róli. En kærar þakkir fyrir það sem ég náði að sjá og meðtaka. Vesturbæingur. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VEGFARANDI á Laugavegi var vel búinn regnheldum fötum og regnhlíf í þokkabót. Varla mátti það minna vera í úrhellinu fyrir helgi. Haustið er svo sannarlega komið. Morgunblaðið/Frikki Haustar í borginni FRÉTTIR KARLAR til ábyrgðar er yfirskrift ráðstefnu um karla og ofbeldi í nán- um samböndum sem haldin verður fimmtudaginn 30. ágúst nk. í Korn- hlöðunni við Lækjarbrekku. Á ráðstefnunni verður kynnt norska verkefnið Alternative to violence, auk þess sem íslenskir sérfræðingar munu miðla af reynslu sinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Karlar til ábyrgðar er verkefni sem hófst árið 1998. Verkefnið er eina sérhæfða meðferðarúrræðið hér á landi fyrir karla sem beita of- beldi á heimilum og er um að ræða einstaklings- og hópmeðferð hjá sálfræðingum. „Þótt karlar séu ekki einir um að beita ofbeldi er meðferðarúrræðið aðeins fyrir þá,“ segir í tilkynningu. Skráning á ráðstefnuna er á net- fangið jafnretti@jafnretti.is fyrir 28. ágúst. Karlar og ofbeldi HLAUPAHÁTÍÐ verður í vest- urbæ Reykjavíkur 1. september næstkomandi milli kl. 14 og 17 við Vesturbæjarlaug. Það eru Hlaupasamtök lýðveldisins, Vesturbæjarlaug og Þjónustu- miðstöð Vesturbæjar sem bjóða til fjölskylduhlaupsins. Ekki þarf að skrá sig og ekkert þátttöku- gjald að greiða. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir, barnahringur sem er 400 m, stutt hlaup sem er 1 km og Vesturbæjarhringurinn sem er 10 km. Melabúðin býður öllum í grill eftir hlaupið og hlauparar fá frítt í sund í Vestur- bæjarlaug. Hátíðin verður sett af Vilhjálmi Bjarnasyni. Kynnir er Ágúst Kvaran og verndari Guð- rún Arna Gylfadóttir. Hlaupið í vesturbænum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.