Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 28
Mér er ljóst að líf mitt
hefur verið óviðráð-
anlegt vegna þess að ég er háð
áfengi og fíkniefnum … 35
»
reykjavíkreykjavík
Flugan fer létt og löðurmannlega meðað fljúga um víðan völl en ákvað þótil tilbreytingar að fá far með Flug-félagi Íslands á föstudagsmorg-
uninn þar sem hún átti erindi til Akureyrar.
Var mætt á Reykjavíkurflugvöll eldsnemma
að morgni og hitti þar fyrir Valgerði Sverr-
isdóttur, þingmann, sem var að drekka morg-
unkaffið sitt fyrir flugtak. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, utanríkisráðherra, var líka á leið
til Akureyrar og hún var ótrúlega morg-
unhress; kát og hlæjandi í ljósum buxum og
köflóttum jakka með fallega tösku í stíl.
Stelpan er farin að vera verulega smart í
tauinu. Fluga hafði tékkað á veðurspánni á
Stöð 2 kvöldið áður til að kanna ferðafærið og
vakti athygli hennar að myndirnar sem fylgja
svokölluðu ,,krakkaveðri“ eru af börnum sem
eru greinilega offitusjúklingar. Átta mig ekki
alveg á hvaða skilaboð eru þar í gangi, líta
börn svona út í dag? Áhrif fjölmiðla eru vin-
sælt smjattefni í tönnum fólks og því spurn-
ing hvort þetta séu ekki óheppilegar fyr-
irmyndir. En kannski eru bollubörnin á
veðurkortinu bara skemmtileg mótsögn við
ofvirku ,,fittnessfríkin“ í Latabæ ...
Fluga flýgur oftast fyrir eigin vélarafli og
kom því á óvart að sjá auglýsingu á borðinu
sínu inni í flugvél en þar stóð stórum stöfum
Saga Capital. Eitt unaðslegt augnablik hélt
fluga að hún væri stödd á lúxusfarrými vél-
arinnar en við lestur blaðanna kom í ljós að
sama kvöld yrði mikið af helsta fyrirfólki
landsins í opnunarhófi fyrirtækisins Saga
Captital á Akureyri.
Fröken fluga hefur verið hamingju-
samlega búsett í hjarta miðbæjarins í 3 ár
og starfs síns vegna (og stuðsins) er hún æði
mikið á ferli þarna í hjartahólfunum og oft
um miðjar nætur. Aldrei hefur daman verið
ónáðuð af nokkrum manni, það hefur enginn
pissað utan í húsið hennar og nær und-
antekningarlaust sefur hún miklum værð-
arsvefni um helgar, þótt ,,skálmöld“ sé sögð
ríkjandi við dyragættina. Henni finnst líka
ekkert að því að nokkrir vinalegir rónar
haldi til í Austurstræti; gaf nokkrum þeirra
rjómabollur á bolludaginn og losa mig
stundum við klinkið í lófa þeirra. Þá verðum
við öll glöð; rónarnir og ég. Flugustelpa fær
útrás fyrir góðgerðargenið og þeir fá kaldan
bjór í kroppinn. Eða volgan. Eftir því hvern-
ig vindurinn blæs hjá Villa … | flug-
an@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Anna Kristín Sigurðardóttir og Stefán Svan.
Börkur Sigþórsson, Hjördís Gulla Gylfadóttir
og Sigríður Eggertsdóttir.
Kitty Von Somtime, Sruli Recht og Elíza
Geirsdóttir Newman.
Fríða Sigurðardóttir, Bryndís Sveinbjörns-
dóttir og Arna Sigrún Haraldsdóttir.
Sigurjón R. Þorvaldsson, Jón Heiðar
Ríkharðsson og Rannveig Rist.
Brynhildur Ólafsdóttir, Róbert Mars-
hall, Magnús Geir Þórðarson og Sigrún
Björk Jakobsdóttir.
Karl Th. Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Guðjón Steindórsson, Haukur Leósson
og Björgvin G. Sigurðsson.
Inga Lind Karlsdóttir, Svanhildur Hólm,
Helgi Jóhannesson, Hólmfríður Þórisdóttir
og Sigurður Þ. Ragnarsson.
Valgerður Sverrisdóttir og Arvid Kro.
flugan
... Innanlandsflug og
offita í veðurkortunum ...
… Rónar og rjómabollur …
Eyjólfur Ásgeirsson og
Lilja Gunnarsdóttir.
Berglind Sunna Stefánsdóttir, Ragnheiður
Harpa Leifsdóttir, Magnús Andersen og
Kristinn Árni Hróbjartsson.
Ævar Jóhannsson, Hermann Örn og
Hafþór Bjarki Jóhannsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bragi Þorgrímur Ólafsson og Orri Jökulsson.
»Höfuðstöðvar Saga CapitalFjárfestingarbanka voru
vígðar í Gamla barnaskólanum
á Akureyri á föstudagskvöldið.
» Fatalínan Mundi var sýnd íVerinu í Loftkastalanum á
laugardagskvöldið að við-
stöddu „hipp og kúl“ liðinu.
» Sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman hélt tónleika í glerskála Norræna hússins á Reyfi 2007.
Björg Bjarnadóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson,
Hanna Björt Kristjánsdóttir, Hrund Rúd-
ólfsdóttir og Erla Lárusdóttir.