Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 29
2007–2008
Óvitar!
Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin!
Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT
Áskriftarkortasala hafin!
Vertu með!
Sunnud. 16/9 kl. 20
Fimmtud. 20/9 kl. 20
Föstud. 21/9 kl. 20
Laugard. 22/9 kl. 20
Fimmtud. 27/9 kl. 20
Föstud. 28/9 kl. 20
Laugard. 29/9 kl. 20
4 600 200
leikfelag.is
LÍK Í ÓSKILUM
Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps.
Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Sun 2/9 kl. 20 Fim 6/9 kl. 20
Fös 7/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20
Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20
Mið 26/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20
Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20
KILLER JOE
Í samstarfi við Skámána
Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20
DAGUR VONAR
Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20
Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20
Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er ljúfsár gleðileikur um
Jón sem flytur til Flateyjar ásamt
konu sinni, í þeim tilgangi að endur-
skoða líf sitt með áherslu á gleðina
og leit manneskjunnar að lífsfyllingu
og hamingju,“ segir Ólafur Egill Eg-
ilsson, leikari og handritshöfundur,
um Brúðgumann, kvikmynd sem nú
er verið að skjóta í Flatey á Breiða-
firði. Ólafur Egill leikur eitt af aðal-
hlutverkunum í myndinni, en skrifar
auk þess handritið ásamt leikstjór-
anum Baltasar Kormáki.
Brúðguminn er byggð á leikritinu
Ivanov eftir rússneska leikskáldið
Anton Tsjekhov, en sagan er þó
færð yfir í nútímann. „Eins og stað-
an er í dag má segja að myndin sé
innblásin af leikritinu. En ég held að
það sé alveg óhætt að segja að það sé
í töluvert breyttri mynd,“ segir Ólaf-
ur Egill. „Þetta er gamanmynd, en
mjög í anda Tsjekhovs þar sem per-
sónan er svo yfir sig komin af harmi
yfir eigin kringumstæðum að hún
getur ekki annað en hlegið. Það er
þessi stemning sem verið er að
skapa, hvað það er sárt og yndislegt
að vera til – og auðvitað fyndið um
leið.“
Með tærnar í nösunum
Um 20 manna tökulið er í Flatey
um þessar mundir, sem er fremur
fámennur hópur miðað við umfang
myndarinnar. „Við komum í eyjuna
rétt fyrir verslunarmannahelgi og
þá var svo mikið um að vera að það
fékkst ekki gisting fyrir fleiri, og
tökuliðið var því miðað út frá því.
Hér deila menn herbergjum og sofa
með tærnar uppi í nösunum á næsta
manni,“ segir Ólafur Egill, en búist
er við því að tökum ljúki um mán-
aðamótin. „Svo þurfum við reyndar
að koma aftur í tvo eða þrjá daga í
haust eða vetur, auk þess sem það
eru þrír tökudagar í Reykjavík.
En svo var líka eitthvað tekið í
Breiðafjarðarferjunni Baldri á leið-
inni út í eyjuna og það er vert að
taka fram að allir hafa verið sér-
staklega hjálpfúsir og skilningsríkir,
bæði íbúar í eyjunni, sem og skip-
stjórinn á Baldri og aðrir aðstand-
endur.“
Drjúg ljósaskipti
Aðspurður segir Ólafur Egill allt
hafa gengið eins og í sögu í eyjunni
fögru. „Veðrið hefur líka verið eins
og eftir pöntun, það hefur verið því-
líkt blíðviðri. Við erum með mikið af
útitökum enda er íslensk sum-
arstemning í myndinni; Jón gengur í
endurnýjun lífdaga að einhverju
leyti í gegnum íslenska sumarið og
sumarnæturnar. Við höfum verið að
fara á fætur fyrir allar aldir til þess
að fanga þá stemningu enda komið
fram í ágúst og ekki alveg bjart allan
sólarhringinn. En ljósaskiptin hafa
verið okkur drjúg.“
Flatey á Breiðafirði er mikil nátt-
úruperla og að sögn Ólafs Egils hafa
menn haft nóg fyrir stafni í eyjunni,
annað en að búa til bíómynd. „Þeir
Hilmir Snær og Þröstur Leó skelltu
sér til dæmis á lundaveiðar um dag-
inn. Þeir fóru út í eyjarnar hér í
kring og komu til baka með rúmlega
50 lunda, enda er þeim veiðimanns-
eðlið í blóð borið. Lundarnir voru
svo framreiddir af þeim félögum
sama kvöld og voru frábær matur.“
Tekið á mýktinni
Eins og áður segir fer Ólafur Egill
með eitt af aðalhlutverkunum í
Brúðgumanum en aðrir leikarar eru
þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Hilmir Snær
Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Laufey Elíasardóttir, Ilmur Krist-
jánsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson,
Herdís Þorvaldsdóttir, Karl Guð-
mundsson og Þröstur Leó Gunn-
arsson. Baltasar Kormákur stjórnar
svo öllu saman af mikilli festu, en að
sögn Ólafs Egils er hann þó enginn
harðstjóri. „Ég kallaði hann meira
að segja „soft-boss“ um daginn.
Hann er að taka þetta á mýktinni,
enda engin ástæða til annars þar
sem þetta er lítið tökulið og allir í
svo nánu sambýli að öll samskipti
verða að ganga snurðulaust fyrir sig.
En eins og allir vita er Baltasar
fylginn sér, og hann sækir sitt.“
Kvikmynd verður leikrit
Til stendur að setja Brúðgumann
upp í Þjóðleikhúsinu í vetur og mun
sami leikhópur verða að störfum þar
og í myndinni. „Ef allt gengur eftir
náum við að frumsýna bíómyndina
um svipað leyti og leiksýninguna,“
segir Ólafur Egill. „Það er skemmti-
legt að fá að gera þetta í þessari röð,
bíóið fyrst og leikhúsið svo, því þá
beitum við vinnsluaðferðum leik-
hússins sem vonandi skilar sér í bíó-
myndinni.“
Leikararnir hafa gengið lengi með
persónur sínar í maganum því vinna
við Brúðgumann hófst í Þjóðleikhús-
inu strax í janúar. „Þannig að þegar
það kemur að frumsýningu í desem-
ber höfum við haft þetta í maganum
í næstum því heilt ár, sem er auðvit-
að frábært fyrir leikara.“
Þess má loks geta að Ólafur Egill
ætlar að blogga um lífið í Flatey,
jafnvel þótt þar sé ekkert netsam-
band. Slóðin er: www.flateyj-
arblogg.blog.is.
Brúðguminn í Breiðafirði
Tökur á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks standa yfir í Flatey
Leikstjórinn Baltasar Kormákur er enginn harðstjóri að sögn Ólafs. Hér er hann um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri en hluti af myndinni var tekinn þar um borð á leiðinni út í eyjuna.
Bræðurnir Ólafur Egill Egilsson, leikari og handritshöfundur, ásamt
Gunnlaugi bróður sínum sem hefur verið bílstjóri á tökustað.
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600