Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ómar Örn Hauksson omar@itn.is NÍUNDI áratugurinn var um margt merkilegur áratugur. Nýrómantíkin hélt innreið sína í alla heimsins menningarkima og fólk fór að safna skotti, síðu að aftan og túberaði toppinn. Myndbandstæknin kom líka til sögunnar og allir kepptust um að fá sér myndbandstæki á heimilið. Þó var valið ekki eins ein- falt og halda mætti. Tvö vörumerki, VHS og Beta kepptu um almenn- ingshylli og urðu átökin á tímabili ansi hörð. Á endanum stóð VHS þó uppi sem sigurvegari en sigur þess má rekja til þess að framleiðslan var ódýrari auk þess sem VHS hafði lengri upptökutíma. Beta, sem var tæknilega séð betri tækni, varð hins- vegar atvinnutæki sem enn er notað í dag á meðan VHS hefur gefið upp öndina á heimamarkaðnum og ný tækni, DVD, tekið við. Disney og PS3 styðja Blu Ray En þrátt fyrir að DVD sé rétt um 10 ára gamalt á almenningsmarkaði þá hefur hafist nýtt stríð á milli fylk- inga sem vilja ná yfirráðum á mark- aðinum. Fyrir um ári komu fyrstu háskerpu DVD diskarnir á markað en eins og áður þá voru það tvær fylkingar sem kepptu um hylli neyt- enda. HD DVD sem Toshiba og Microsoft standa á bak við og Blu Ray sem Sony og Apple hafa þróað. Það sem hefur gert þetta stríð svo flókið og leiðinlegt fyrir neytendur er að kvikmyndafyrirtækin hafa einnig skipt sér í flokka með eða á móti annarri hvorri tækninni. Flest fyrirtækin hafa, þar til nýlega, ann- að hvort gefið út á báðum sniðum eða bara á Blu Ray, en Universal fyrirtækið var það eina sem gaf ein- göngu út í HD DVD. Það sem gerði stöðu Blu Ray svona sterka voru fyr- irtæki á borð við Disney sem höfða til fjölskyldufólks en það er stærsti neytendahópurinn, og Playstation 3 sem hefur innbyggðan Blu Ray spil- ara í tölvunni. 150 milljón dalir Þrátt fyrir að HD DVD hafi komið á markað mun fyrr en Blu Ray og sé ódýrari kostur þá hefur sala á Blu Ray diskum verið 2-3 á móti einum HD DVD diski. Allt leit út fyrir að þetta stríð yrði yfirstaðið eftir næstu jól en í síðustu viku tók Micro- soft sig til og bauð – að því er sagt – Paramount og Dreamworks kvik- myndafyrirtækjunum, 150 milljón dali fyrir að gefa aðeins út á HD DVD en fyrirtækin höfðu áður gefið út undir báðum merkjunum. Fyrir neytendur eru þetta skelfilegar fréttir. Enginn vill kaupa sér tvö tæki til þess að horfa á kvikmyndir og það hefur aldrei tekist að sann- færa neytendur um annað. Svo virð- ist sem þessi fyrirtæki hafi ekki lært neitt af VHS og Beta stríðinu forð- um daga. Hitt er svo annað mál að hvorugu þessara merkja og tækninni sem þau framleiða, hefur tekist að fanga athygli hins almenna neytanda. Fyr- ir nokkrum vikum náðu háskerpu diskar að toppa sölu á VHS spólum sem þýðir að rétt um 2% kaupenda eru að velta þessu fyrir sér. Hinn al- menni neytandi er meira en sáttur við sinn venjulega DVD disk og ein- hver tími er enn í það að almenn- ingur stökkvi út í næstu búð og kaupi sér svona græju. Ástæðan er e.t.v. helst sú að þegar DVD-tæknin kom á markað þurfti fólk ekki að kaupa sér nýtt sjónvarp og aðrar græjur til þess að njóta tækninnar. Þess þarf hins vegar ef maður á að njóta háskerpumynda til fulls og ekki bara háskerpusjónvarp heldur líka hljóðmagnara sem er sérstak- lega ætlaður háskerputækni. Hin ástæðan er svo sú að enginn áþreifanlegur munur er á mynd- og hljóðgæðum þessara tveggja merkja þó Blu Ray hafi að vísu meira geymslupláss á sínum diskum, 50 gb á móti 30 gb á HD DVD. HD DVD býður á móti upp á fleiri möguleika varðandi aukaefni en það mun brátt breytast því Blu Ray hefur heitið því að standa HD DVD jafnfætis á því sviði. Purple Ray Hættan er sú að á endanum muni neytendur standa frammi fyrir tveimur vörutegundum sem eru ná- kvæmlega eins fyrir utan það kvik- myndaúrval sem þau bjóða uppá. Í þeirri stöðu mun Blu Ray verða ofan á því stærstu, fjölskylduvænu, kvik- myndaverin (eins og Disney) styðja þá tækni. Eins og er þá eru það lík- lega bara kvikmyndaáhugamenn og fjárfestar sem hafa áhyggjur af nú- verandi stöðu en von er á að margir muni að lokum sitja eftir með sárt ennið og tómt seðlaveskið. Mín lausn á málinu er hins vegar að þessar tvær fylkingar blandi þessum tveim- ur stöðlum saman í Purple Ray og láti Prince semja kynningarlagið. Háskerpu ruglingur Augnayndi Kvikmyndin 300 er ein þeirra sem var gefin út bæði á Blu Ray og HD DVD. / ÁLFABAKKA ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 10:20 B.i. 10 ára / KRINGLUNNI ASTRÓPÍA kl. 6:15 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP RATATOUILLE m/ensku tali kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 4 - 5:30 (Digital kl.5:30) LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.10.ára THE TRANSFORMERS kl. 5 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 8 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 8:15 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MATT DAMON ER JASON BOURNE MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS eee H.J. - MBL eeee - JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL eeee - JIS, FILM.IS AÐ MÍNU MATI ÆTTU ALLIR AÐ DRÍFA SIG MEÐ FJÖLSKYLDUNA - A.S, MBL LANDSLIÐ GRÍNISTA Í STÆRSTU ÍSLENSKU BÍÓMYND ÁRINS. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 EIN SÚ SKEMMTILE- GASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN TÖLVULEIKIR GUILTY Gear er afturhvarf til gömlu spilakassaleikjanna sem mað- ur spilaði á Fredda og Spilatorgi hér um árið. Leikurinn, eða leikirnir, þar sem þeir eru tveir í þessum pakka, eru einfaldir slagsmálaleikir í tví- vídd og minna óneitanlega á Dark- stalkers. Leikirnir tveir eru Guilty Gear: Judgment og Guilty Gear X2. Judgment er mjög einfaldur leikur þar sem persónan gengur eftir vegi og lemur allt sem verður á vegi hennar, svolítið eins og Double Dra- gon var. X2 er á hinn bóginn meiri keppnisleikur eins og Tekken. Judg- ment er óneitanlega skemmtilegri en þeir líða báðir fyrir að vera of ein- feldningslegir og maður verður fljótt þreyttur á að gera sömu hlutina aft- ur og aftur. X2 líður einnig fyrir það að PSP-stjórnunin hentar ekki fyrir þær kröfur sem leikurinn gerir gagnvart spilun og er það miður. Tveir geta spilað í einu á milli PSP-tölva en fyrir utan það er fátt sem hrífur mann. Grafíkin er falleg og litrík, eilítið kassaleg en virkar. Hljóðið er sæmilegt með pirrandi hljómborðsrafmagnsgítargeðveiki yfir manni allan tímann. Kannski ekki alveg minn tebolli og það þarf aðeins meira innihald til þess að svona leikir haldi athyglinni. Eins og á Fredda Ómar Örn Hauksson Guilty Gear „Judgment er mjög einfaldur leikur,“ segir í dómnum. TÖLVULEIKIR PSP Majesco Guilty Gear: Judgment 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.