Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 27.08.2007, Síða 36
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Fjöldaslys í Bessastaðafjalli  Meira en 15 erlendir starfsmenn Arnarfells slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar rúta á leið til Eg- ilsstaða fór út af veginum í Bessa- staðafjalli. Í rútunni voru rúmlega 30 starfsmenn. Hinir slösuðu voru fluttir til Akureyrar, Neskaup- staðar og Reykjavíkur, auk Egils- staða. »Forsíða og 6 Bjargað úr bruna  Reykkafarar björguðu tveimur unglingsstúlkum í gær þegar kviknaði í meðferðarheimilinu Stuðlum í Reykjavík. Stuttur við- bragðstími slökkviliðs þykir hafa skipt sköpum fyrir stúlkurnar sem voru fastar inni í brennandi hús- inu. »2 Mannskæðir eldsvoðar  Minnst 61 hefur látið lífið í skógareldum í Grikklandi sem hafa geisað síðan á föstudag. Stjórnvöld grunar að um íkveikjur sé að ræða og hafa 10 verið hand- teknir. Tugir flugvéla og þyrlna hafa komið til aðstoðar frá ýmsum löndum sem og slökkviliðs- og her- menn. »12 Taldir af  Leit að Þjóðverjunum Matthiasi Hinz og Thomasi Grundt sem hófst 18. ágúst sl. hefur verið hætt og eru þeir taldir af. Alls komu 122 einstaklingar að leitinni í ná- grenni Vatnajökuls. Leitarsvæðið var á köflum afar erfitt og hættu- legt yfirferðar. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Verður bréfið endursent? Forystugreinar: Svara fullum hálsi | Órói í Myanmar Ljósvaki: Bylting handritshöfunda UMRÆÐAN» Milljarðagróði – hvaða lærdóm má draga? Fangar á Íslandi Lýðheilsa í Háskólanum í Rvk. Gróðursetning undirbúin Auðvelt að kaupa fyrstu íbúðina Tært vatn eða efnafræðilegt sull? FASTEIGNIR» Heitast 17 °C | Kaldast 10 °C  Hæg breytileg eða vestlæg átt. Léttskýjað að mestu en hætt við þokubökkum við N- og NV-ströndina. »8 Ryan Phillippe seg- ist aðeins vilja leika í myndum sem fá fólk til að hugsa og efast um heiminn í kring- um sig. »35 FÓLK» Vill fá fólk til að hugsa TÓNLIST» Budam sló Jens Lekman út af laginu. »33 Sæbjörn Valdimars- son gefur heimild- armynd sem segir sögu „slasher- myndanna“ þrjár stjörnur. »33 KVIKMYNDIR» Viðbjóðslegt viðfangsefni TÖLVULEIKIR» Ómar Örn Hauksson fjallar um tölvuleiki. »32» FLUGAN» Flugan fór víða um helgina. »28 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. „Ég er pabbi“ 2. Kvenleg fegurð reiknuð út 3. Telur um einelti að ræða 4. Aron Pálmi kominn til landsins „ÞETTA er gamanmynd en mjög í anda Tsjekhovs þar sem persónan er svo yfirkomin af harmi yfir eig- in kringum- stæðum að hún getur ekki ann- að en hlegið,“ segir Ólafur Eg- ill Egilsson um kvikmyndina Brúðgumann sem er byggð á leikritinu Ivanov eftir Anton Tsjekhov. Ólafur skrif- aði handritið að myndinni ásamt Baltasar Kormáki sem sér einnig um leikstjórnina. Um 20 manna tökulið hefur verið úti í Flatey á Breiðafirði frá því um verslunar- mannahelgina en búist er við því að tökum ljúki um mánaðamótin. Til stendur að setja Brúðgum- ann upp í Þjóðleikhúsinu í vetur og mun sami leikhópur verða að störfum þar og í myndinni. „Það er skemmtilegt að fá að gera þetta í þessari röð, bíóið fyrst og leikhúsið svo, því þá beit- um við vinnsluaðferðum leikhúss- ins, sem vonandi skilar sér í bíó- myndina,“ segir Ólafur sem ætlar að blogga um lífið í Flatey jafnvel þótt þar sé ekkert netsam- band. | 29 Bíóið fyrst, leikhúsið svo Ólafur Egill Egilsson SIGURÐI Flosa- syni saxófónleik- ara bauðst ný- verið að halda tónleika í Lin- coln Center í New York í byrj- un næsta árs. „Aðdragand- inn að því var sá að af einhverjum ástæðum var óskað eftir íslensku djassbandi til að halda tónleika þar. Íslenskir djassleikarar fengu tæki- færi til að senda inn upplýsingar og upptökur eftir sjálfa sig og ég er nýbúinn að fá þær fréttir að ég hafi orðið fyrir valinu og fái að standa fyrir tónleikum þar í janúar eða febrúar. Það er ekki orðið alveg ljóst hvaða verkefni ég mun fara með en það mun væntanlega verða tengt því sem ég hef verið að gera á undanförnum árum,“ segir Sig- urður í viðtali við Morgunblaðið í dag. Það er margt annað að gerast hjá Sigurði sem sendi nýverið frá sér tvær plötur og leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í haust. | 13 Boðið í Lin- coln Center Sigurður Flosason FYRSTU fjárréttirnar fóru fram í sveitum landsins um helgina en réttir standa yfir næsta mánuðinn. Flestar þeirra verða þó ekki fyrr en aðra eða þriðju helgina í september. Í gærmorgun var réttað í Hlíðarrétt í Mývatnssveit og var veður með besta móti. Til réttar komu rétt um 2.000 fjár og fer því heldur fækkandi, eins og víðast hvar, en féð er fallegt á lagðinn og sýnist koma þokka- lega vænt af fjalli. Mikill mannfjöldi var í réttinni enda naut fólkið stundarinnar og réttarstemningarinnar. Gangnamenn fengu prýðisveður og allt hefur gengið svo sem í sögu. Hið vænsta fé af fjalli Fjölmenni kom saman í Hlíðarrétt um helgina Morgunblaðið/Birkir Fanndal Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSRAELSK kona á þrítugsaldri, sem leitað var í Kverkfjöllum, fannst heil á húfi í gær. Arna Ösp Magnúsardóttir, skálavörður í Sig- urðarskála, fann konuna í Hveragili. Þá voru rúmlega 50 björgunarsveit- armenn Slysavarnafélagsins Lands- bjargar af Norður- og Austurlandi farnir til leitar og menn með leit- arhunda frá Reykjavík og Akureyri á leið á svæðið. „Hún fór héðan á föstudag gang- andi í Hveragil og ætlaði að koma aftur um hádegi á laugardag,“ sagði Arna í samtali við Morgunblaðið. „Þegar hún lét ekki sjá sig fór ég að hafa áhyggjur og hafði samband við Neyðarlínuna um kl. ellefu á laug- ardagskvöld. Á sunnudagsmorgun keyrði ég inn í Hveragil og þar hafði konan búið um sig og ætlaði að bíða þar til hún fyndist.“ Tæp- lega tveggja stunda akstur er frá Sigurðarskála inn í Hveragil. Arna sagði konuna hafa lent í þoku og villst á föstudag. Þá var þoka á svæðinu og líka á laugardag en í gær var bjart og gekk á með skúrum. Konan fann vegslóða og tók þá viturlegu ákvörðun að tjalda við endann á honum og bíða. Að sögn Örnu var konan orðin áhyggju- full en hún vissi ekki um þann við- búnað sem fer í gang þegar ein- hvers er saknað. Arna sagði konuna hafa verið ágætlega búna. Hún er búin að ganga um Hornstrandir og hjóla um hálendið í sumar, svo Arna óttaðist ekki að henni hefði orðið kalt. „Ég hafði áhyggjur af því að eitthvað hefði komið fyrir hana og hún slas- ast,“ sagði Arna Ösp. Ferðakonan fékk far úr Sigurð- arskála til byggða í gær. Fannst heil á húfi Ísraelsk ferðakona sem villtist í Hveragili í þoku bjó um sig í tjaldi við vegslóða þar sem skálavörður fann hana Í HNOTSKURN »Sigurðarskáli í Kverk-fjöllum er í eigu Ferða- félags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur. Hann er opinn allt árið og gæsla er þar á sumrin. »Kverkfjöll eru megineld-stöð í norðurbrún Vatna- jökuls og þriðji hæsti fjall- bálkur landsins. Þar er mikið háhitasvæði. Arna Ösp Magnúsardóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.