Morgunblaðið - 29.08.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 29.08.2007, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnarnesi hafa lagst á eitt um að börn og ung- menni geti stundað tómstundastarf óháð efnahag eða félagslegum að- stæðum, að því er segir í frétt frá bæjarfélaginu. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, segir tóm- stundastyrkina hafa verið meðal mikilvægustu stefnumála núverandi meirihluta fyrir síðustu kosningar og því sé einkar ánægjulegt að sjá þá í höfn. Frá og með haustinu stendur öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi til boða 25 þúsund króna styrkur til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf. Styrkurinn veitir börnum aukið valfrelsi og stuðlar að jafnrétti í samfélaginu. Þar sem styrkirnir lækka útgjöld heimilanna vonast bæjaryfirvöld til að þeir verði hvati fyrir börn til að stunda það íþrótta-, tómstunda- eða æskulýðsstarf sem mestan áhuga vekur hjá þeim, segir í fréttinni. Hvert ungmenni á Seltjarnar- nesi fær 25 þúsund krónur SALA áfengis það sem af er sumri hefur aukist um 5,39% á milli ára. Á tímabilinu 1. júní til 26. ágúst hefur ÁTVR selt 5.607.515 lítra af áfeng- um vökva, en í fyrra seldust 5.320.845 lítrar. Í júní í ár jókst salan um 7% milli ára, en mest var aukningin í júlí þegar góðviðrið lék við landann. Jókst þá sala áfengis um heil 9% á milli ára. Þess ber þó að geta að áfengis- salan fyrir verslunarmannahelgina nú reiknast með sölutölum í júlí en í fyrra reiknaðist áfengissala fyrir verslunarmannahelgi með sölutöl- um í ágúst. Eins og fram hefur komið í blaðinu varð einnig umtalsverð söluaukning á tóbaki mánuðina júní og júlí í ár, samanborið við sömu mánuði í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Aukin sala á áfengi í sumar LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu var ekki lengi að finna ósvífinn þjóf á mánudagskvöld, en sá hafði tæmt sjóðsvél pítsustaðar í miðborg Reykjavíkur. Starfsfólk staðarins gat gefið lögreglu greinargóða lýs- ingu á manninum, sem hafði stokk- ið inn fyrir afgreiðsluborðið, tekið peningana og hlupið burtu. Að sögn lögreglu fannst maðurinn í vellyst- ingum á nærliggjandi krá, í óðaönn við að eyða stolnu fjármununum. Fannst á barnum EKKERT fannst á Svínafellsjökli í gær sem gefur tilefni til frekari leit- ar að Þjóðverjunum tveimur sem leitað hefur verið undanfarna daga. Leitarmenn voru að störfum í gær þar sem lítill bakpoki og plastpokar fundust í fyrradag með búnaði sem tilheyrir Þjóðverjunum. Búnaðurinn fannst við enda Svínafellsjökuls und- ir grjóthleðslu sem gefur til kynna að mennirnir hafi skilið hann eftir áður en þeir lögðu á jökulinn. Var ákveðið að leita svæðið aftur með það í huga að mennirnir hefðu farið niður jökulinn í þeim tilgangi að sækja búnaðinn sem þeir skildu eftir en þar var um að ræða létta skó, inniskó, fatnað (hreinan og óhrein- an), hluta klifurbúnaðar og bækur. Flogið var með hóp leitarmanna frá Björgunarfélagi Hornafjarðar upp á jökulinn og fóru þeir sem leið lá niður jökulinn frá því svæði sem tjöldin stóðu og að þeim stað sem búnaðurinn var geymdur. Að leitinni í gærkomu menn frá Ríkislögreglustjóra, Björg- unarfélagi Hornafjarðar og Lög- reglustjóranum á Eskifirði ásamt áhöfn þyrlu Landhelgisgælunnar. Leitinni hætt Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝJASTI stórmeistari Íslands í skák, Héðinn Steingrímsson, hefur gengið til liðs við skákdeild Fjölnis og gert samning við deildina til tveggja ára. Héðinn Steingrímsson hefur alla tíð verið í TR en undanfarin ár hefur hann teflt fyrir félagslið í Þýska- landi og er að hefja fjórða tímabil sitt í þýsku deildinni. Hann náði stór- meistaratitli á móti í Tékklandi sem lauk 5. ágúst síðastliðinn og hlakkar til að taka þátt í uppbyggingarstarf- inu hjá Fjölni, en auk þess að tefla fyrir nýliðana í 1. deild Íslandsmóts- ins kemur hann að barna- og ung- lingastarfi félagsins. Mikil uppbygging Stórmeistarinn segir að formað- urinn Helgi Árnason hafi unnið mjög gott uppbyggingarstarf hjá deildinni. Hann hafi mikla jákvæða orku og hafi gefið sér byr í seglin. „Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til þess að vinna með hon- um og krökkunum í Grafarvogi,“ segir Héðinn. „Á skákborðinu á ákveðin sköpun sér stað og upp- bygging í hverri skák og það er gaman að taka þátt í svona upp- byggingarstarfi hjá ungu og fram- sæknu félagi.“ Skákdeild Fjölnis var stofnuð 2004. Síðan hefur lið hennar sigrað í neðri deildunum hverri af annarri og er nú komið í hóp þeirra bestu. Á sama tíma hefur verið mikil gróska í skákinni meðal barna og unglinga í Grafarvogi og hafa nemendur Rima- skóla verið þar fremstir í flokki. Helgi Árnason segir mikinn akk að fá stórmeistara eins og Héðin Steingrímsson til liðs við deildina. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá svona kröftugan mann í okkar lið,“ segir hann og bætir við að það sé mjög jákvætt að hafa stórmeist- ara með í uppbyggingunni. Héðinn Steingrímsson hefur gengið til liðs við Fjölni Morgunblaðið/Ómar Samstarf Héðinn Steingrímsson, stórmeistari í skák, og Helgi Árnason, formaður skákdeildar Fjölnis, undirrita samninginn. Fyrir aftan er mynd af Héðni þegar hann varð heimsmeistari 12 ára og yngri 1987. Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is YFIRMENN fangelsa á landinu telja ekki sérstaka ástæðu til að end- urskoða hvernig staðið er að eld- varnamálum fangelsanna, í ljósi af- leiðinga brunans á Stuðlum um helgina. Framkvæmdir standa nú yfir við tvö fangelsi af fimm, því unn- ið er að stækkun Kvíabryggju og fangelsisins á Akureyri. Samhliða framkvæmdunum má ætla að eld- varnamál verði endurskipulögð og er það gert í samvinnu við eldvarna- eftirlit slökkviliðsins á staðnum auk Brunamálastofnunar. Úttekt var gerð á eldvarnamálum Litla-Hrauns fyrir stuttu í kjölfar athugasemda fanga um eigið öryggi í hugsanlegum eldsvoða. Að sögn Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra á Litla-Hrauni, er í öllu farið eftir til- mælum eldvarnaeftirlits og segist hann ekki vita betur en brunavarnir séu góðar í fangelsinu. Þó er tölu- verður munur á húsi 4, sem tekið var í notkun 1995 og húsi 3 sem verið hefur í notkun síðan 1972. Hið fyrrnefnda er búið rafstýrð- um læsingum á öllum hurðum, svo opna má þær allar samtímis ef þörf er á í neyðartilfellum. Þar er hver klefi sérstakt brunahólf sem hindrar að eldur berist á milli. Þar sem hús 3 er eldra er viðbúnaður þar síðri, en allir klefar í báðum húsum eru búnir samtengdum reykskynjurum, auk þess sem í öllum rúmum eru svokall- aðar tregtendranlegar dýnur, sem keyptar voru að tilmælum eldvarna- eftirlitsins, og þarf mikið til að í þeim kvikni. Í hverjum gangi eru svo tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda. Jón leggur áherslu á að samvinn- an við Brunamálastofnun og eld- varnaeftirlitið sé mjög góð. „Að- stæður eru sérstakar svo við verðum að hafa alla með okkur þegar svona er unnið svo við gerum það rétt. Hérna eru um 80 manns svo þetta verður hreinlega að vera í lagi.“ Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg og fangelsið í Kópavogi eru ekki búin rafstýrðum útgöngum eins og Litla-Hraun, en að sögn Guðmundar Gíslasonar forstöðumanns eru allar hurðir eldtefjandi og húsinu skipt í brunahólf svo eldur berist ekki á milli klefa. Brunavarnir fangelsanna almennt í góðum farvegi Morgunblaðið/RAX Hraunið Slökkvitæki og brunaslöngur eru á hverju horni á Litla-Hrauni. Eftir Unu Sighvatsdóttir unas@mbl.is „ÞESSI starfsemi getur ekki verið hvar sem er, svo við getum ekki flutt hana inn í venjulegar byggingar því þá erum við hreinlega farin að stofna þeim í lífshættu, það er ekki flóknara en það,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu, en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig skuli ráðstafa lokaðri deild á Stuðlum eftir að álman sem hýsti hana brann á sunnudaginn. Bragi segir ekki æskilegt að deild- in verði flutt til bráðabirgða. „Þegar komið er með þessa unglinga á deild- ina þá eru aðstæður þeirra og ástand oft mjög krítískt, þau koma oft í lögreglufylgd og eru undir áhrifum alls kyns efna. Þetta gerir kröf- ur til húsnæðis sem er öruggt, en eins og við sjáum til dæmis núna, að jafnvel þótt þetta sé sérstak- lega hannað húsnæði til þess að halda börnum í þessu ástandi þá tekst samt að kveikja í þannig að þau lenda í lífshættu.“ Ávallt er gerð lík- amsleit á þeim einstaklingum sem lagðir eru inn á lokaða deild og allt fjarlægt sem vistmenn geta notað til að skaða sjálfa sig eða aðra. Hátt í 200 börn sæta neyðarvistun á ári og segir Bragi ekki hægt að fyrirbyggja með öllu að einhver þeirra komist inn með eitthvað með sér. Í þessu til- viki bendir allt til að stúlkurnar hafi haft á sér kveikjara. Bragi segist vonast til að hægt verði að leysa málið innan veggja Stuðla. „Við erum að reyna að finna leiðir til að gera þetta án þess að þurfa að loka hluta af meðferðar- deildinni á meðan. En hvað sem við gerum þá þarf það að vera þannig að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna. Engu að síður er alveg ljóst að við munum lenda í stórum vanda.“ Neyðarvist ekki færð burt Bragi Guðbrandsson Stykkishólmur | Forsætisnefnd Al- þingis fundaði í Stykkishólmi í gær og var aðalefni fundarins að skipuleggja störf Alþingis á komandi starfsári. Þetta er fyrsti slíkur fundur Sturlu Böðvarssonar sem forseta Alþingis. Sturla var spurður hvort málefni Grímseyjarferju hefðu verið til með- ferðar eða afgreiðslu hjá nefndinni og svaraði hann því að svo hefði ekki verið en komið hefði fram í umræðum nefndarmanna að þeir væru sammála um að málið væri í eðlilegum farvegi hjá fjárlaganefnd og því þyrfti ekki að ræða það innan forsætisnefndar að svo stöddu. Fjármál Alþingis voru m.a. til umræðu og rætt var um vænt- anlegt þing á vegum NATO í byrjun október. Tillögur frá forseta Alþingis um endurskipulagningu á starfs- háttum Alþingis voru ræddar og Sturla sagði að góð samstaða væri um breytingarnar. Þingsetning verður 1. október nk. samkvæmt venju og var setning- arathöfnin skipulögð á fundinum. Forsætisnefnd tók fyrir erindi frá þingflokki Vinstri grænna um að beina því til Ríkisendurskoðunar að gera samkomulag milli ríkis og Landsvirkjunar um yfirtöku vatns- réttinda í neðri hluta Þjórsár. For- sætisnefnd samþykkti að taka undir beiðnina. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fundur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Einar Már Sigurðsson, Þuríður Back- man, Helgi Bernódusson skrifstofustjóri, Sturla Böðvarsson, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Kjartan Ólafsson og Magnús Stefánsson. Grímseyjarferja ekki rædd á fundi forsætisnefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.