Morgunblaðið - 29.08.2007, Side 34

Morgunblaðið - 29.08.2007, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svar til Víkverja 25. ágúst VANGAVELTUM þínum um það hver standi með pálmann í hönd- unum vegna lestarmála á höfuð- borgarsvæðinu er auðsvarað. Það er að sjálfsögðu R-listinn sem lagði fram drög að lestarlínum í aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem samþykkt var 2002. Að Gunnar I. Birgisson skyldi leggja slíka hug- mynd til er þó alveg fráleitt enda fer þar mikill einstaklings- og eins sveit- arfélagsmaður. Ef eitthvað væri myndi hann kannski leggja innan- bæjarleið í Kópavogi. Annars má Víkverji vita það að ef hann hefur setið einn í sínum bíl fastur í umferð að þá er hann hluti vandans en ekki lausnarinnar. Slík- ur hugsunarháttur er þó mjög al- gengur meðal fólks en sá eiginleiki Víkverja að sjá flísina í auga náung- ans er kunnari en frá þurfi að segja. SB. Flytjum Kennaraskólann burt ÉG HEF oft hugsað út í það síðustu ár hve bráðnauðsynlegt er að flytja gamla Kennaraskólann burt frá þeim stað þar sem hann stendur við Laufásveginn. Hugsum okkur þá hörmung sem getur komið upp ef eldur yrði laus í honum í sunnan/ suðvestanroki. Ekki væri möguleiki að bjarga Barnaspítala Hringsins sem nær allur er úr gleri. Árið 1955 var Skipasund 88 flutt úr Lækjargötunni inn í Skipasund, það er örugglega ekki minna hús og enginn vandi að flytja þetta með öll- um þeim framförum og tækni sem í dag er. Karl Jóhann Ormsson, Starengi 26, 112 Rvk. Kaupþingskonsert Mig langar að þakka KB banka fyrir frábæra tónleika á Laugardalsvell- inum. Þetta var hvert augn- og eyrnakonfektið á fætur öðru. Ég skil ekki þessa langdregnu, lélegu um- ræðu varðandi hversu margir þarna voru eða hvort Stuðmenn hafi ekki leikið Halló, Halló! eða Fönn, Fönn, Fönn. Persónulega fannst mér músíkin þeirra vel leikin, fyndin og skemmtileg í senn. Smátilbreyting. Hvort þarna voru 20.000 eða 40.000 manns skiptir kannski ekki öllu máli, tónleikarnir voru á góðum heims- mælikvarða, hvort sem gestir mættu á svæðið eða fengu beint heim í stofu um allt land. Hver listamaðurinn á fætur öðrum var frábær. Takk fyrir mig. Harpa Karlsdóttir. Framlög frá Tryggingastofnun GLITNIR stendur fyrir hlaupi. Ef eldri borgari vill hlaupa og telur sig hlaupa vel og koma í mark þá fær hann fyrir aura. Kíló af ýsu kostar rétt tæplega kr. 1.300 í dag. Spurn- ing mín er: Þeir sem vilja hlaupa og lifa og taka þátt; rýrir þetta mögu- lega framlög frá Tryggingastofnun? Spyr sá sem ekki veit. Helgi Steingrímsson. Þakkir ÉG VIL þakka lyfjadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða þjónustu og einstaka umönnun. Eins vil ég þakka þeim á Hvamms- tanga fyrir góða umönnun og hlýju í veikindum mínum. Benný. Farsími og lyklakippa SVARTUR Motorola-farsími og lyklakippa með 2 lyklum á glataðist í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst. 5.000 kr. í fundarlaun. Vinsamlegast hringið í síma 867 5732. Kvengleraugu í óskilum SJÓNSÓLGLERAUGU fundust á bílaplaninu við Nóatún í Hafnarfirði laugardaginn 25. ágúst. Þetta eru kvengleraugu í svörtu rúskinns- hulstri. Upplýsingar í síma 896 5474. „Köttur á heitu blikkþaki“. Nú fer heitu sumardögunum væntanlega fækk- andi. Þessi myndarlegi köttur hugsar framávið og nýtir blíðviðrið sem best. Morgunblaðið/G.Rúnar Á útsýnisstað Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ KOM FYRIR FRÆNDA MINN? HANN VARÐ FYRIR STRÆTÓ HVAÐA STRÆTÓ? STRÆTÓ... LEIÐAKERFI STRÆTÓ, HVER ER MUNURINN? VHAAAH! VIÐ TÖPUÐUM LEIKNUM OG ÞAÐ ER ALLT KALLA AÐ KENNA! VHAAAHH!! VAR ÉG ÚTI? ÚTI? ÞÚ KOMST EKKI EINU SINNI HÁLFA LEIÐ KJÁNINN ÞINN! ÚPS! HVENÆR HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ KOMI NÆSTA ÞRUMUVEÐUR? ÖRUGGLEGA EKKI FYRR EN Í VOR HANN Á EFTIR AÐ BRÁÐNA ÁÐUR EN VIÐ GETUM LÍFGAÐ HANN VIÐ HANN Á AFMÆLI Í DAG! HANN Á AFMÆLI Í DAG! MÉR FINNST FRÁBÆRT HVERNIG PABBI HEFUR VINGAST VIÐ ÖNDINA HENNAR MÖMMU! HANN Á AFMÆLI HANN KVAKK! HANN Á AFMÆLI Í DAG! NEI, ÞETTA ER HUGSUNARBÓLA... HINAR ERU BARA VENJULEGAR LOFTBÓLUR MIKIÐ VAR ÞETTA ERFIÐUR SÁLFRÆÐITÍMI EF ÉG VÆRI ENNÞÁ Á SKRIFSTOFUNNI ÞÁ MUNDI ÉG TALA UM HANN TIL AÐ LÉTTA Á MÉR ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG ÞURFI AÐ FINNA NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ HLEYPA ÚT TILFINNINGUNUM EFTIR TÍMANA HJÁ MÉR ÍS HVERT FÓR BARDAGAMAÐURINN? HANN HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ HETJA DAGSINS! EF ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ HETJU ÞÁ ER EIN SLÍK HÉR... ÞAÐ VAR ÉG SEM VAR HETJA DAGSINS ROD RAYMOND?!? HVAÐ ER KVIKMYNDA- STJARNA AÐ GERA HÉRNA? SUMIR LEIKARAR LEIKA BARA HETJUR... AÐRIR LIFA SIG MEIRA INN Í HLUTVERKIÐ HANN ER MEIRI LYGARINN dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli FRAMNESVEGUR - EINBÝLI Traust þjónusta í 30 ár Sérlega sjarmerandi og vel staðsett 121 fm einbýli á 2 hæðum, hæð og ris, á þessum eftirsótta stað, Bráðræðisholtinu í vesturbæ. Húsið er að mestu endur- byggt árið 1982. Falleg gróin lóð og suðursólpallur. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, stofa, borðstofa og sjónvarpshol í risi ásamt tveimur baðherbergjum sem voru endurnýjuð árið 2003. Fallegar furufjalir á gólfum og málaður panell á veggjum. Húsið er töluvert stærra en uppgefnir fermetrar vegna súðar í risi. Í heild, mikið endurnýjað hús á einum eftirsóttasta stað Reykjavíkur. Verð 53,0 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.