Morgunblaðið - 29.08.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.08.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 37 Kraftur, fjölbreytni oggleði er það sem kemurupp í huga Aino FreyjuJarvela, formanns SL, bandalags sjálfstæðra leikhúsa, þegar hún er spurð út í einhver ein- kenni næsta leikárs sem hefst inn- an tíðar hjá sjálfstæðum leikhópum um land allt. 39 frumsýningar munu líta dagsins ljós, þar af eru 34 ný íslensk sviðsverk og auk hefð- bundinna leiksýninga segir Aino Freyja að leikhóparnir stefni á ým- islegar tilraunir, kanni nýjar vinnu- aðferðir og kynni til sögunnar framsækin innlend og erlend leik- skáld. Aðildarfélög SL munu sem fyrr setja upp fleiri sviðsverk held- ur en stofnanaleikhúsin gera og með þeim sýningum sem teknar verða upp frá fyrra leikári munu aðildarfélög SL bjóða upp á samtals 55 sýningar. Til gamans má geta að á síðasta leikári var áhorfendafjöldi Sjálfstæðra leikhúsa um 230.000, sem eru fleiri gestir en stofn- analeikhúsin öll fengu samanlagt. Listrænt uppeldi þjóðarinnar Leikárið framundan virðist ætla að verða mjög svipað og í fyrra, segir Aino Freyja og kannast ekki við að áhugi almennings og leikara sé þverrandi. „Það er ávallt fullt af fólki tilbúið að leika eða taka þátt í uppfærslum sjálfstæðra leikhópa og þrátt fyrir að eðli þessara leikhópa sé að þeir taki sér hlé í nokkurn tíma, ýmist vegna anna aðstand- enda eða fjárskorts eru flestir leik- hópar virkir. Barnaleikhóparnir eru mjög virkir og þá nefni ég til dæm- is Möguleikhúsið og Stoppleikhóp- inn en leikhópar koma og fara, sumir eru mjög sterkir í ákveðinn tíma en leggja svo upp laupana. Að- alvandi okkar eru hins vegar fjár- mögnun og það reynist okkur stundum erfitt að sannfæra stjórn- völd um ágæti og nauðsyn þess að sjálfstæðir leikhópar þrífist. Við höfum á okkur þetta áhugamanna- orðspor en það er fjöldi atvinnu- manna sem kemur að uppsetn- ingum þessara leikhópa, og þá ekki bara leikarar, heldur fólk á öðrum listsviðum svo ekki sé talað um iðnaðarmenn. Barna- og unglinga- starfið er líka gríðarlega umfangs- mikið og þessir hópar ferðast um allt land. Þær sýningar sem þeir setja upp eru oftar en ekki fyrstu kynni barna af leikhúsi og því stór þáttur í listuppeldi barna um allt land. Söngur, dans og barnasögur Til viðbótar við hefðbundin leik- verk munu aðildarfélög SL einnig setja upp ýmiskonar söngleiki, kabaretta og dansverk. Á komandi leikári verða tveir söngleikir á veg- um sjálfstæðra leikhúsa. Annar þeirra er nýr íslenskur söngleikur um nútímafólk sem nefnist Hér og nú og verður í uppsetningu Sokka- bandsins með tónlist eftir Baggalút. Þá verður afar öflug starfsemi í dansgeiranum þetta leikárið en samtals 15 ný íslensk dansverk verða frumsýnd. Reykjavík dans- festival hefur leikárið nú á fimmtu- dag með fjölda nýrra verka sem sýnd verða um allan bæ fram á sunnudaginn 2. september. Eins og áður kom fram eru barna- og ung- lingasýningar mikilvægur hluti af starfsemi sjálfstæðra leikhópa og ellefu af frumsýningum ársins verða á verkum sem eru sér- staklega sett upp fyrir börn og ung- linga. Í þessu sambandi nefnir Aino Freyja að á Grímuhátíðinni 2007 komu þrjár af fimm tilnefningum í hlut sjálfstæðra leikhúsa. Sjálfstæð leikhús gera víðreist Sýningar á vegum sjálfstæðra leikhúsa munu fara víðar um heim- inn á komandi leikári heldur en nokkru sinni fyrr. Vesturport stefn- ir til að mynda á að sýna verk sitt Till sammans í Englandi, Banda- ríkjunum, Þýskalandi og Mexíkó en verkið verður frumsýnt á Íslandi í desember. Skoppa og Skrítla munu einnig sýna leikverk sitt í Afríku og New York en verk þeirra var til- nefnt til Grímunnar fyrir barna- leikrit ársins 2007. Sem fyrr munu danslistamenn kynna íslenska menningu víða erlendis. Pars Pro Toto fara með verk sín til Berlínar svo dæmi sé tekið auk þess sem Pa- nic Productions verða með sýningar í Þýskalandi og Frakklandi. „Ég hugsa að þetta verði afar skemmtilegt og spennandi leikár, segir Aino Freyja að lokum. „En mér finnst það líka alltaf jafn ótrú- legt hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu og mæta á sýningar sjálfstæðu leik- húsanna. Það eru til dæmis stærri hópur sem sækir leikhús á hverju ári en sá sem fer á leiki úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu og það segir ef til vill eitthvað um áhugann.“ Á þriðja hundrað þúsund leikhúsgesta í fyrra Sjálfstæðu leikhúsin bjóða upp á fjölbreyttar sýningar í vetur Sæmundur fróði Möguleikhúsið hefur lengi verið eitt öflugasta sjálfstætt starfandi leikhúsið í landinu. Killer Joe Sýning sem er í leik- stjórn Stefáns Baldurssonar var tilnefnd sem leiksýning ársins á síðustu Grímu-hátíð. Morgunblaðið/Kristinn Emma og Ófeigur Stoppleikhóp- urinn fagnaði 10 ára afmæli ekki alls fyrir löngu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is LÍK Í ÓSKILUM Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps. Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 upps. Sun 9/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Sun 2/9 kl. 20 upps. Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20 Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 KILLER JOE Í samstarfi við Skámána Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.