Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Helena Ólafs-dóttir,
þjálfari meistara-
flokks kvenna í
knattspyrnu hjá
KR. hefur tekið
þátt í öllum sjö
bikarúrslitaleikj-
um KR til þessa.
Sem leikmaður
liðsins og fyrirliði þess og einnig sem
þjálfari KR eða þá sem þjálfari mót-
herja Vesturbæjarfélagsins.
Keflavík komst í úrslitaleikinn ídag með því að leggja HK/
Víking 1:0 í fyrstu umferð, Fylki í
vítaspyrnukeppni í annarri umferð,
Aftureldingu 2:1 í þriðju umferð og
Fjölni 3:1 í undanúrslitum. KR vann
Þór/KA 5:2 í 8-liða úrslitum og
Breiðablik 7:3 þar sem Olga Fær-
seth gerði fjögur mörk, öll í fyrri
hálfleik.
Sævar Jónsson mun flauta til leiksá Laugardalsvelli í dag klukkan
16 en aðstoðardómarar verða Jó-
hann Gunnar Guðmundsson og Þor-
valdur Árnason. Stuðningsmenn
beggja liða hefja upphitun klukkan
13, KR-ingar á sínu félagssvæði og
Keflvíkingar í K-húsinu.
Íslensku unglingalandsliðin í blaki,skipuð leikmönnum 19 ára og
yngri, töpuðu bæði sínum fyrstu
leikjum á Norðurlandamótinu sem
fram fer í Noregi. Piltarnir töpuðu
3:0 fyrir Norðmönnum, 25:11, 25:23
og 25:11. Stúlkurnar mættu Dönum
og töpuðu einnig 3:0 í jöfnum leik,
25:23, 26:24 og 25:20
Árni Þór Sigtryggsson skoraðieitt mark í fyrsta leik sínum
með Granollers í spænsku 1. deild-
arkeppninni í handknattleik. Lið
hans bar þá sigurorð af Pilotes
Posada, 27:26.
Anatolij Demjanenko sagði í gæraf sér sem þjálfari úkraínska
knattspyrnuliðsins Dynamo Kiev, í
kjölfarið á ósigri gegn Roma í Meist-
aradeild Evrópu. Þar með hafa þjálf-
arar þriggja liða í Meistaradeildinni
hætt störfum á síðustu dögum en
hinir eru José Mourinho hjá Chelsea
og Gheorghe Hagi hjá Steaua
Búkarest.
Alfreð Gísla-son, þjálfari
Gummersbach og
íslenska lands-
liðsins í hand-
knattleik, fer með
lið sitt á gamla
heimavöllinn sinn
í Magdeburg í 32-
liða úrslitum
þýsku bikarkeppninnar. Gummers-
bach dróst í gær gegn B-liði Magde-
burg en Alfreð þjálfaði Magdeburg
um árabil með frábærum árangri.
Engin Íslendingalið drógust sam-an í bikarnum en Flensburg,
með Einar Hólmgeirsson og Alex-
ander Petersson innanborðs, fékk
erfitt verkefni því liðið leikur við
Nordhorn á útivelli. Sama er að
segja af Loga Geirssyni og félögum í
Lemgo sem spila á útivelli við bikar-
meistarana Rhein-Neckar Löwen,
sem unnu bikarinn í fyrra undir
nafni Kronau-Östringen.
Essen, lið Halldórs Sigfússonar,leikur við Hamburg á útivelli,
Göppingen sækir Eisenach heim,
Burgdorf leikur við Saarlouis á úti-
velli, N-Lübbecke með Þóri Ólafs-
son og Birki Ívar Guðmundsson inn-
anborðs leikur við Waiblingen á
útivelli, Wilhelmshavener sækir
Friesenheim heim og Empor
Rostock, lið Elíasar Más Halldórs-
sonar, leikur við Erlangen á útivelli.
Fólk sport@mbl.is
„Auðvitað á ég ættir mínar að rekja
til Keflavíkur og þar lék ég fyrstu
árin og einnig í körfunni. En í
íþróttum er það nú einu sinni þann-
ig að maður leikur á fullu fyrir það
félag sem maður er í hverju sinni,“
sagði Olga í samtali við Morgun-
blaðið í fyrradag og taldi víst að hún
gæti farið óáreitt um heimabæ sinn
þó svo hún næði að skora á móti
Keflavík í úrslitaleiknum.
Hún hefur fundið leiðina í markið
í sumar, skoraði 16 mörk í jafn
mörgum leikjum með KR í deildinni
og heldur að hún hafi spilað eina
átta bikarúrslitaleiki. Hún er því al-
vön að spila á Laugardalsvelli.
„Mér er sama hvað menn segja en
bikarúrslitaleikurinn er fyrir mér
stærsti leikur sumarsins og sá
skemmtilegasti að spila og þar vilja
allir vera. Þetta verður því bara
skemmtun á laugardaginn,“ sagði
Olga, langmarkahæsta knatt-
spyrnukona landsins, sem hefur
skorað 265 mörk fyrir lið sín í efstu
deild og yfir 300 mörk samanlagt í
öllum mótum fyrir KR.
Mætum til að vinna
Þrátt fyrir að KR hafi unnið
Keflavík 5:0 í fyrri leiknum í deild-
inni og 4:0 í þeim síðari og Olga hafi
gert þrennu í fyrri leiknum og
tvennu í þeim síðari, á hún von á
erfiðum leik. „Við förum að sjálf-
sögðu í þennan leik til að sigra, það
er ekki spurning. Bikarleikir eru
allt öðruvísi en deildarleikir og þó
svo við höfum haft betur í sumar þá
lentum við í talsverðum vandræðum
með að brjóta ísinn á mánudaginn í
Keflavík. Þegar komið er út í svona
leik getur allt gerst. Það búast allir
við því að við vinnum og við ætlum
okkur það. En í íþróttum, og ekki
síst í bikarleikjum, getur allt gerst
og við verðum að vera vel á tánum
til að klára þetta dæmi. Ef menn
mæta ekki tilbúnir í leiki þá er allt-
af hætta á að tapa,“ sagði Olga.
Helena Ólafsdóttir þjálfari KR
sagði að undirbúningi liðsins yrði
mjög svipað háttað og fyrir hvern
annan leik. „Við verðum reyndar
aðeins meira saman en fyrir deild-
arleiki, en við munum sofa í okkar
rúmum aðfaranótt laugardagsins.
Síðan hittumst við í morgunmat á
laugardagsmorguninn og mætum
síðan til leiks ákveðnar í að njóta
þess að spila úrslitaleik og hungr-
aðar í titil,“ sagð Helena.
Ástand leikmanna KR er þokka-
legt en Katrín Ómarsdóttir verður
að sjálfsögðu ekki með enda ökkla-
brotnaði hún fyrir skömmu. Ekki er
útséð um hvort Embla Grétarsdótt-
ir getur verið með en hún meiddist
á dögunum en KR-ingar eru að von-
ast til að hún geti leikið. Aðrir leik-
menn eru til í slaginn.
Mikil spenna fyrir leiknum
„Það er rosamikil spenna fyrir
þessum leik hjá okkur, enda stærsti
leikur ársins hjá okkur öllum og
sjálfsagt stærsti leikur ferilsins hjá
flestum okkar, í það minnsta hjá
mér,“ sagði Lilja Íris Gunnarsdótt-
ir, fyrirliði Keflavíkur þegar hún
var innt eftir hvernig spennustigið
væri hjá Keflavíkurliðinu fyrir bik-
arúrslitaleikinn við KR.
„Ástandið hjá okkur er að skána
en hún Guðný Petrína Þórðardóttir,
aðal-senterinn okkar og marka-
skorari, er meidd en hefur verið að
æfa síðustu daga með okkur og við
vonum að hún geti leikið með,“
sagði Lilja Íris.
Hún sagði að liðið ætlaði að gista
á Hótel Loftleiðum fyrir leikinn.
„Við gistum aðfaranótt laugardags-
ins á Loftleiðum, tökum eina æf-
ingu á föstudeginum á Valbjarnar-
velli og mætum síðan á aðal-
leikvanginn tilbúnar í slaginn.
Spennustigið er nokkuð hátt hjá
okkur en við ætlum að passa okkur
á að nota það ekki sem neikvæða
spennu, heldur hafa gaman af þess-
um leik. Við ætlum að koma og
njóta þess að fá að spila þennan
leik. Við erum komnar þetta langt
og komnar með silfrið þannig að
það er í sjálfu sér engu að tapa hjá
okkur. Við töpuðum fyrir KR á
mánudaginn en það skiptir ekki
máli þegar komið er í úrslit bikars-
ins,“ sagði Lilja Íris.
Salih Heimir Porca er þjálfari
Keflvíkinga og hann var ánægður
með að koma liðinu í úrslitaleikinn.
„Það er mikill spenningur hjá stelp-
unum, enda eru nokkrar stelpur
mjög ungar hjá okkur, allt niður í
14 og 15 ára. Svo er ég með serb-
neska og enska leikmenn og ís-
lenskar líka og þetta er mikil
blanda. Þegar maður mætir KR vill
maður helst vera með reynda leik-
menn. En svona er þetta. Það er
gaman að koma hingað og spila úr-
slitaleik, ég gerði það sjálfur þrisv-
ar sinnum og gekk vel. Þetta er sér-
stakur leikur og ég er að reyna að
segja stelpunum að við séum sig-
urvegarar, við erum búin að vinna
silfrið og gullið er í boði. Við gerum
auðvitað okkar besta til að krækja í
það.
Aðalmálið er að leggja sig alla
fram og í bikarúrslitaleik gera
menn það alltaf. Þetta eru hörku
stelpur og ef okkur tekst að láta
þetta allt smella saman og komum
grimm til leiks getur allt gerst,“
sagði Salih Heimir Porca.
Morgunblaðið/Ómar
Spenningur Nokkur spenningur er fyrir úrslitaleik Keflavíkur og KR í VISA-bikar kvenna í dag. Hér kljást þær
Embla Grétarsdóttir, sem verður vonandi með í dag, og Vesna Smiljkovic, leikmaður Keflavíkur.
KR-ingar freista þess að
vinna bikarinn þriðja sinni
KEFLAVÍK og KR mætast í úrslita-
leik VISA-bikarkeppni kvenna á
Laugardalsvelli í dag klukkan 16.
Þetta er í 27. sinn sem leikið er í
bikarkeppni kvenna og hefur Valur
unnið oftast, eða tíu sinnum. KR
hefur tvívegis orðið meistari, 1999
og 2002 en Keflavík hefur aldrei
sigrað en einu sinni leikið til úr-
slita, gegn ÍA árið 1991. ÍA vann
6:0, sem er stærsti sigur í úrslita-
leik kvenna, og þá lék ung stúlka úr
ÍBK, eins og félagið hét þá, sinn
fyrsta bikarúrslitaleik. Olga heitir
hún Færseth sem nú leikur með KR
og er fyrirliði liðsins..
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Olga Færseth, fyrirliði KR, lék með Keflavík í úrslitum fyrir sextán árum
EYJAMENN verða að vinna Þrótt úr Reykjavík í
næst síðustu umferð 1. deildar karla í knatt-
spyrnu í dag til að eiga möguleika á að vinna sér
sæti í úrvalsdeildinni. Liðin mætast á Valbjarn-
arvelli og takist ÍBV ekki að sigra er ljóst að
Þróttur fer upp, og einnig væru þá Grindavík og
Fjölnir komin upp, sama hvernig þeirra leikir
fara í dag, gegn Reyni og Þór.
Vinni Eyjamenn hinsvegar í dag verða þeir
með 41 stig og Þróttur 44 fyrir lokaumferðina.
Eftir leiki dagsins gætu þrjú lið verið komin upp,
tvö, eitt, eða jafnvel ekkert.
Grindvíkingum nægir jafntefli gegn Reyni úr
Sandgerði á heimavelli í dag til að fara upp og
Fjölnir myndi tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni
með því að leggja Þórsara í í Grafarvogi í dag.
ÍBV fær síðan Fjölni í heimsókn í síðustu um-
ferðinni, og það gæti orðið hreinn úrslitaleikur
um sæti í úrvalsdeildinni, fari svo að ÍBV vinni
Þrótt í dag og Fjölnir næði ekki að sigra Þór.
Botnslagurinn er líka spennandi því þar eru
KA og Reynir með 16 stig, Njarðvík 17 og Vík-
ingur Ó. og Stjarnan eru með 19 stig og Þór 21.
Eitt þessara liða fellur. Víkingur og Stjarnan
mætast í dag, KA fær Leikni R. í heimsókn og
Njarðvík tekur á móti Fjarðabyggð en Reynir
fer til Grindavíkur og Þór í Grafarvoginn. Í loka-
umferðinni mætast Þór og KA nyrðra, Njarðvík
heimsækir Stjörnuna, Reynir fær Þrótt í heim-
sókn og Víkingar leika við Leikni R.
ÍBV verður að sigra – annars eru úrslit ráðin