Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 1
laugardagur 3. 11. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Wenger og Ferguson mætast í stórleiknum í London í dag >> 2-3 VALSKONUR ÆTLA ÁFRAM MÆTA KRUSEVAC FRÁ SERBÍU TVÍVEGIS AÐ HLÍÐ- ARENDA Í EVRÓPUKEPPNINNI UM HELGINA >> 4 Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Sigurður er uppalinn Valsmaður og lék með félaginu þar til hann fór til Danmerkur í sumar. Hann er 25 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, alla sex leikina í Evrópukeppninni í Sviss 2006 og fimm leiki á undan henni. Sigurður sagði að það væri ekki sjálfgefið að snúa aftur heim á Hlíðarenda. „Nei, ég veit hreinlega ekki hvað verður því Valsmenn fengu leik- mann í minn stað, sem er alveg eins og ég og fékk meira að segja núm- erið mitt, og ég hef ekki hugmynd um hvort þeir þurfa á mér að halda. Það er hvort eð er lokað fyrir fé- lagaskiptin í bili svo ég ætla að taka mér kærkomna hvíld frá handbolt- anum í tvær vikur eða svo. Ég fékk satt best að segja mikinn leiða á honum hérna í Danmörku og þegar maður fer að kvíða fyrir því að fara á æfingar, er nóg komið. Það voru margir hlutir sem gengu einfaldlega ekki upp og ég ákvað því að segja þetta gott og drífa mig heim, ekki síst til að fá knús frá pabba og mömmu. En það er spennandi kost- ur að koma aftur heim og spila í úr- valsdeildinni því mér sýnist hún aldrei hafa verið eins skemmtileg og einmitt í vetur,“ sagði Sigurður, sem gekk beint inn í erfiða fallbaráttu hjá Skanderborg en liðið er næst- neðst í úrvalsdeildinni með eitt stig eftir átta leiki og tapaði, 28:30, fyrir Fredericia í gærkvöld. „Þetta var reyndar einn skásti leikurinn okkar og hörkuspennandi allt til loka. Ég var meira að segja rekinn tvisvar af velli á fyrstu 8 mínútunum. En það hefur líka verið einkennileg upplifun fyrir mig, eftir alla sigurgönguna með Val, að vera í svona fallbaráttu. Liðið er bara ein- faldlega ekki nógu gott,“ sagði Sig- urður sem skoraði 2 mörk fyrir Skanderborg í gærkvöld en Gísli Kristjánsson gerði 2 mörk fyrir Fredericia og þeir Fannar Þor- björnsson og Hannes Jón Jónsson sitt markið hvor. Sigurður er á heimleið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Til Íslands Sigurður Eggertsson fagnar marki í leik gegn Rússum í Evrópukeppninni í Sviss. Hann er á heimleið frá Danmörku. SIGURÐUR Eggertsson, sem hefur leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg það sem af er þessu tímabili, er hættur hjá félaginu og er á leið heim til Íslands. Sigurður staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld, eftir kveðjuleik sinn með liðinu, en sagði jafnframt að hann hefði ekki rætt við nein íslensk lið enn sem komið er.  Hættur hjá Skanderborg  Kveið fyrir æfingum  Ekki sjálfgefið að fara í Val Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is „ÞAÐ var vonlaust fyrir mig að ná þessum leik gegn New- castle en ég vonast til þess að vera kominn í gang aftur þegar við mætum Manchest- er City um næstu helgi,“ sagði Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, við Morgunblaðið í gær. Hann fór ekki með liði Portsmouth norður til New- castle í gær en liðin mætast þar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það verður fyrsti deilda- leikurinn sem Hermann missir af á þessu tímabili en hann var í byrjunarliðinu í fyrstu 11 leikjunum. Hann lék hinsvegar ekki gegn Blackburn í deildabikarnum fyrr í þessari viku. „Ég meiddist í nára í leiknum við West Ham um síðustu helgi. Það er ekkert alvarlegt, en það var hins- vegar alveg glatað að ná því að spila í Newcastle. Þetta er einhver smá rifa en maður verður bara að vera skyn- samur og ég verð vonandi klár um næstu helgi,“ sagði Hermann. Portsmouth hefur átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur, unnið fjórum sinnum og gert tvívegis jafntefli í síðustu sex deildaleikjum sín- um, og er í sjöunda sæti úr- valsdeildarinnar. Hermann kyrr heima ALBERT Brynjar Ingason, knattspyrnumaður úr Fylki, gekk í gær til liðs við Íslands- meistara Vals og samdi við þá til þriggja ára. Albert er 21 árs sóknarmaður, uppalinn hjá Fylki, og hefur skorað sex mörk í 36 leikjum með liðinu í úrvalsdeildinni. Þar af gerði hann fjögur mörk í 13 leikjum í ár, þrennu gegn Keflavík. Albert átti ekki fast sæti í Fylkisliðinu fyrr en seinni hluta mótsins. Hann kom inn á sem varamaður fimm sinn- um í fyrstu tíu umferðunum en var í byrjunarliðinu í síð- ustu átta leikjunum. Auk þess að leika með Fylki var Albert í láni hjá Þórsurum seinustu vikur tímabilsins 2005 og gerði þá eitt mark í sjö leikjum í 1. deildinni. Hann á að baki sex leiki með yngri landsliðum. Óhætt er að segja að tengsl Alberts við Val séu mikil. Fað- ir hans, Ingi Björn Alberts- son, er markahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi og var jafnframt þjálfari Vals 1990-1992 og aftur um tíma 1999. Afi Alberts var svo Al- bert Guðmundsson, einn fræknasti knattspyrnumaður- inn í sögu Vals og atvinnu- maður í Frakklandi og á Ítalíu um árabil, og síðar ráðherra. Þá spilar mágur Alberts, Guðmundur Benediktsson, með Val og gæti leikið með honum í framlínunni. Albert til liðs við Val KVENNALIÐ Fylkis fær góðan lið- styrk í dag þegar tvær efnilegar knattspyrnukonur skrifa undir samninga. Það eru Laufey Björns- dóttir úr Breiðabliki og Thelma Ýr Gylfadóttir úr Val sem báðar eru 18 ára gamlar en þegar komnar með talsverða reynslu úr úrvalsdeild- inni, auk þess að eiga að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Kristinn Steingrímsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki, staðfesti komu þeirra í Árbæ- inn við Morgunblaðið í gærkvöld. Laufey lék alla 16 leiki Breiða- bliks í úrvalsdeildinni í sumar, og skoraði fjögur mörk. Samtals á hún að baki 36 leiki í deildinni og hefur gert í þeim 11 mörk. Thelma hefur samtals spilað 25 leiki með Val og ÍA í efstu deild og skorað átta mörk, þar af lék hún fimm deildaleiki með Íslandsmeistaraliði Vals í sumar. Tvær sterkar til Fylkis PATREKUR Jóhannesson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í hand- knattleik, verður ekki meira með Stjörnunni fyrr en í fyrsta lagi að loknu landsleikjahléinu í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Garða- bæjarliðinu í síðustu leikjum vegna meiðsla í hné og Kristján Hall- dórsson þjálfari Stjörnunnar sagði við Morgunblaðið að hann reiknaði ekki með honum strax. „Patrekur er einfaldlega illa far- inn eftir ferilinn og þarf lengri hvíld til að fá sig góðan. Ég geri allavega alls ekki ráð fyrir honum til áramóta og svo sjáum við til. Hann er hinsvegar að gera góða hluti með mér á bekknum og er framtíðarmaður í handboltanum á því sviði,“ sagði Kristján en Patrek- ur hefur verið honum til aðstoðar í undanförnum leikjum Garðbæinga. Patrekur lengur frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.