Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 3

Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 3 Jón ArnórStefánsson skoraði 14 stig fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma í fyrra- kvöld þegar það sótti heim spænska stór- veldið Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Þau dugðu þó ekki því Real Madrid náði að knýja fram sigur, 89:83, og Roma hefur því tap- að tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Jón Arnór byrjaði ekki inná en kom til leiks um miðjan fyrsta leikhluta og spilaði alls í 22 mínútur af 40. Hann var í stóru hlutverki hjá Roma í seinni hálf- leiknum.    Nemanja Sovic, körfuknattleiks-maður úr Fjölni, er genginn til liðs við 1. deildarlið Breiðabliks. Sovic, sem er þrítugur Serbi, hefur leikið með Grafarvogsliðinu undan- farin þrjú ár og spilaði fyrstu fjóra leiki þess á þessu tímabili þar sem hann gerði 12,8 stig að meðaltali í leik.    Arnór Smárason og félagar ívaraliði Heerenveen eiga góða möguleika á að komast alla leið í átta liða úrslit hollensku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Arnór skoraði eitt mark í fyrrakvöld og lagði annað upp þegar liðið vann óvæntan útisigur á 1. deildarliðinu ADO Den Haag, 3:1. Í gær var dregið til 16-liða úrslita og þar slapp Heerenveen-B við úrvalsdeildarliðin en dróst gegn 2. deildarliðinu Quick Boys Katwijk.    Þorri Björn Gunnarsson skoraði2 mörk fyrir Ringsted sem tap- aði fyrir Viborg á útivelli, 28:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gærkvöld. Ringsted er á botni deildarinnar með eitt stig eftir átta leiki.    Bjarki Sigurðsson, fyrrum lands-liðsmaður í handknattleik og núverandi þjálfari Aftureldingar, skoraði hvorki fleiri né færri en 15 mörk í gærkvöld þegar B-lið Aftur- eldingar vann B-lið Fram, 33:31, í hörkuleik í bikarkeppni HSÍ að Varmá í Mosfellsbæ. Með sigrinum er Afturelding-B komin í 8-liða úr- slit og Mosfellingar gætu átt tvö lið þar því A-lið félaganna mætast einn- ig í keppninni, í Safamýrinni í dag.    Paulo Ferreira, portúgalskiknattspyrnumaðurinn hjá Chelsea, verður frá keppni næstu fimm til sex vikurnar vegna ökkla- meiðsla. Fólk sport@mbl.is Bæði lið hafa unnið átta leiki og gert tvö jafntefli en Arsenal er taplaust á meðan United er með einn ósigur á bakinu, gegn Manchester City í þriðju umferðinni. Frá þeim tíma hefur United hins vegar unnið átta deildaleiki í röð. „Þetta er stórleikur enda hefur báðum liðum gengið afar vel og allir vilja sjá hvort liðið er betra þessa stundina. Bæði lið hafa spilað mjög góðan og skemmtilegan fótbolta og þetta verður örugglega magnaður leikur. Það er mikil hefð fyrir stór- leikjum á milli þessara félaga, við höfum tekist vel á undanfarin tíu ár og leikir liðanna hafa ávallt verið góðir og mikil barátta í gangi. Á ár- um áður snerist þetta fyrst og fremst um líkamleg átök en nú leggja bæði liðin megináhersluna á tæknina og góðan fótbolta,“ sagði Wenger en hans menn eru ósigraðir í 17 leikjum í röð og hafa leikið ein- staklega vel það sem af er tíma- bilinu. „Við misstum aðeins móðinn und- anfarin tvö ár og stóðum efstu lið- unum of langt að baki, en nú erum við komnir aftur í slaginn um meist- aratitilinn. Þar á hins vegar margt eftir að gerast. Liverpool og Chelsea munu bæði blanda sér í þá baráttu og svo hefur Blackburn staðið sig geysilega vel,“ sagði Wen- ger á fréttamannafundi í gær. Ég sagði að Arsenal yrði sterkara án Henrys „Ég reiknaði með því fyrir tíma- bilið að Arsenal yrði með í barátt- unni um titilinn í ár og þessa stund- ina að minnsta kosti hef ég rétt fyrir mér. Ég sagði að lið Arsenal yrði sterkara án Thierrys Henrys og ég tel að Wenger hafi gert rétt með að láta hann fara. Tími hans hjá félag- inu var liðinn. Gott gengi liðsins kemur mér alls ekki á óvart og ég sagði í sumar að Arsenal myndi aldrei láta það gerast aftur að vera 20 stigum á eftir Manchester Unit- ed. En tímabilið er langt og önnur fé- lög eiga enn möguleika á að blanda sér í baráttuna. Ég þekki það af reynslunni að það er mjög erfiður tími framundan fyrir Arsenal, enda þótt liðið sé líklegt til að vera með í slagnum veturinn á enda,“ sagði Ferguson á fréttamannafundi á Old Trafford í gær, áður en hann fór af stað með lið sitt til London. Wenger með betri útkomu Wenger hefur forystu í innbyrðis leikjum liðanna en 13 sinnum hafa leikmenn hans fagnað sigri en læri- sveinar Fergusons níu sinnum. Í úr- valsdeildinni standa þeir jafnir að vígi. Báðir hafa unnið átta leiki og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Ferguson hefur unnið Englands- meistaratitilinn níu sinnum þau 21 ár sem hann hefur stýrt liðinu en Wenger þrisvar sinnum þau 11 ár sem hann hefur verið við stjórnvöl- inn hjá Lundúnaliðinu. Manchester United og Arsenal eru sigursælustu liðin frá stofnum úrvalsdeildarinnar. United hefur unnið 375 leiki og hlotið samtals 1.258 stig en Arsenal hefur unnið 316 leiki og innbyrt 1.107 stig. Í lið Arsenal vantar í dag þá Rob- in van Persie og Phillipe Senderos en hjá United vantar Gary Neville, Mikael Silvestre, Paul Scholes og Park Ji-Sung. Stórleikur helgarinnar í ensku úrvals- deildinni á Emirates-leikvanginum Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Veltir United Arsenal af toppnum? MANCHESTER United á möguleika á að velta Arsenal af toppi ensku úr- valsdeildarinnar í dag þegar félögin mætast í sannkölluðum stórleik á Em- irates-leikvanginum í London, heimavelli Arsenal, klukkan 12.45. Liðin eru jöfn að stigum en Arsenal á leik til góða og myndi því standa afar vel að vígi, takist liðinu að innbyrða öll þrjú stigin. LBERTO, miðvallarleikmaður Arsen- 31 árs, lyfti meðalaldri stráklingaliðs enal sem lagði Sheffield United að i, 3:0, í 16 liða úrslitum deildabik- eppninnar vel upp, en meðalaldur ins í leiknum var 20,1 ár. Með liðinu u þrír 17 ára og einn 18 ára. Hinn refnilegi enski miðjumaður, Henri nsbury, 17 ára, kom inn á sem vara- ður og í fremsu víglínu var Theo Wal- t, 18 ára. ræðurnir Justin, 23 ára, sem lék sem miðvörður, og Gavin Hoyte, 17 ára, sem var varamaður, voru í leikmannahópn- um. Þeir hafa báðir leikið með enskum unglingalandsliðum. Fyrir utan þessa fjóra Englendinga er stór hópur af ensk- um unglingalandsliðsmönnum hjá Arsen- al, sem eiga framtíð fyrir sér. Það er greinilegt að Arsene Wenger, sem hefur verið deilt á fyrir að vera ekki með enska leikmenn í liðu sínu, er að vinna gott starf – að leggja til unga leikmenn í framtíðarlandslið Englands. Ungir Englendingar hjá Arsenal KIST Ryan Giggs að skora fyrir Man- ster United í dag í stórleik ensku úr- sdeildarinnar við Arsenal verður hann fti leikmaður félagsins sem nær að ra 100 mörk fyrir lið þess í efstu deild nglandi. Um leið verður hann fyrsti ðurinn í 12 ár sem nær þeim áfanga Manchester United. Síðast var það rk Hughes, núverandi knatt- rnustjóri Blackburn, sem komst í 100 rka klúbbinn. obby Charlton er markahæstur í fyrr- indum klúbbi. Hann skoraði 199 mörk í efstu deild á Englandi á 17 ára ferli með Manchester United í 606 leikjum. Aðrir eru: Jack Rowly (1938-1955) 173 mörk, Denis Law (1962-1973) 171 mark, Dennis Viollet (1953-1962) 159 mörk, George Best (1963-1974) 137 mörk, Stan Pearson (1938-1954) 126 mörk, Mark Hughes (1983-1985/1988-1995) 119 mörk, David Herd (1961-1968) 114 mörk, Tommy Tay- lor (1953-1958) 112 mörk, Joe Spence (1919-1933) 106 mörk. Giggs hefur leikið með aðalliði Man- chester United frá 1991. Giggs í 100 marka klúbbinn? Reuters eir góðir Argentínumaðurinn Carlos Tévez og Ryan Giggs fagna marki. Sá besti! Sá flottasti! Ný bók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þetta er bók sem allir knattspyrnuunnendur verða að eiga. holar@simnet.is M bl 9 31 16 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.