Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir STJÖRNUMENN, nýliðarnir í úr- valsdeildinni í körfuknattleik, sögðu í gær upp samningum við tvo af þremur erlendum leikmönnum sínum og þeir eru á leið af landi brott. Það eru Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas og Makedóníumað- urinn Muhamed Taci, en þeir léku sinn síðasta leik með liðinu þegar það vann Þór frá Akureyri, 85:78, í fyrrakvöld. Thomas var áberandi í þeim leik, skoraði 23 stig og tók 11 fráköst, en Taci, sem er 2ja metra hár fram- herji, aðeins skoraði 5 stig í leiknum. „Þetta eru góðir körfubolta- menn en við ákváðum að láta þá fara þar sem þeir voru of sveiflukenndir í leikjunum. Báðir gátu skorað 30 stig í einum leik og fimm í þeim næsta. Nýliðar eins og við hafa ekki efni á slíku og þeir reyndust ekki nógu góðir varnarmenn. Það var ekki einleikið að þeir sem léku gegn Thomas voru bestu menn sinna liða hverju sinni,“ sagði Bragi Magnússon þjálfari Stjörn- unnar við Morgunblaðið í gær- kvöld. Stjarnan leikur næst við Njarð- vík á fimmtudagskvöldið kemur og Bragi sagði að stefnt væri að því að nýr Bandaríkjamaður yrði kominn til félagsins í tæka tíð fyrir þann tíma en leit væri hafin. Stjarnan sendir Thomas og Taci heim og leitar að nýjum útlendingi Steven Thomas ÍR-INGAR tefldu fram nýjum bandarískum leikmanni í fyrrakvöld þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Keflavík, 110:79, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sá heitir Ray Cunn- ingham og hann kom nánast beint úr fluginu í leikinn því hann kom fyrst til landsins fyrr um daginn. Cunn- ingham spilaði í 15 mínútur, skoraði 5 stig og tók 4 fráköst. Hann á að leysa af hólmi Sonny Troutman, landa sinn, sem lék fyrstu þrjá leiki ÍR-inga í haust en stóð ekki undir væntingum og var látinn fara. Cunningham er þrítugur að aldri, framherji, um tveir metrar á hæð, og spilaði með Minot SkyRockets í bandarísku CBA-deildinni á síðasta keppnistímabili en hann hefur ekki leikið áður í Evrópu. Sendu Úkraínumann heim Í gær urðu svo frekari umskipti hjá ÍR-ingum en þeir létu þá úkra- ínska leikmanninn Roman Moniak fara. Hann reyndist þeim enginn happafengur, spilaði þrjá leiki og skoraði ekki nema tvö stig samtals, gegn Skallagrími. Moniak spilaði í fimm mínútur gegn Keflavík í fyrra- kvöld, tók þrjú fráköst en skoraði ekki stig. Umskipti hjá ÍR-ingum Helena Sverr-isdóttir, landsliðskona í körfuknattleik sem áður lék með Haukum, skoraði níu stig í sínum fyrsta leik með Lady Frogs í há- skólakeppninni í Bandaríkjunum. Helena og sam- herjar unnu stórsigur á All-Stars, 78:47.    Þrátt fyrir að sterkustu hand-knattleikslið Þýskalands hafi boðið landsliðsmanninum Holger Glandorf gull og græna skóga fyrir að koma til þeirra hefur Glandorf ákveðið að leika áfram með uppeldis- félagi sínu, Nordhorn. Glandorf er fæddur í nágrenni Nordhorn og hef- ur leikið með liðinu frá barnæsku. Þessi afstaða Glandorf þykir vera einstök nú um stundir.    Þýska handknattleiksliðið Flens-burg ætlar ekki að endurnýja samning sinn við þýska landsliðs- manninn Frank von Behren þegar samningur hans rennur út í vor. Behren hefur verið meira og minna meiddur í tvö ár og hafa forráða- menn Flensburg misst þolinmæðina. Hugsanlegt er talið að Behren gangi til liðs við uppeldisfélag sitt, GWD Minden.    Handknattleiksmaðurinn JanisGrisanovs sem ÍBV leysti und- an samningi fyrir nokkrum dögum hefur gengið í raðir ÍR sem leikur í næstefstu deild.    Kristian Kjelling, landsliðsmaðurNoregs í handknattleik, var valinn besti leikstjórnandinn á fjög- urra þjóða móti í handknattleik í Túnis fyrir viku. Gunnar Petersson, landsliðsþjálfari Norðmanna, undr- ast valið mikið og er ekki einn um það sökum þess að Kjelling lék ekki með norska landsliðinu í keppninni. Vegna meiðsla fylgdist Kjelling með leikjum mótsins frá áhorfendastæð- unum.    Finnbogi Llo-rens, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, hefur skrifað undir nýj- an samning við HK til þriggja ára. Finnbogi hefur spilað með Kópa- vogsfélaginu und- anfarin tvö ár og var einn lykilmanna þess þegar það vann sig upp í úrvals- deildina í fyrra, og hélt sér þar í ár.    Skagamenn hafa samið við tvo afefnilegustu knattspyrnumönn- um sínum til tveggja ára. Það eru Guðmundur Böðvar Guðjónsson, 18 ára, sem á að baki 9 leiki með ÍA í efstu deild, og Ragnar Leósson, sem er aðeins 16 ára en spilaði þó tvo leiki í úrvalsdeildinni í sumar. Fólk sport@mbl.is Ágúst segist hafa fengið í hendur upptöku af leik serbneska liðsins og það virðist vera blanda af yngri efni- legri leikmönnum og eldri og reynd- ari, þar á meðal Liljana Knesevic, sem hefur verið ein fremsta hand- boltakona Serba á síðari árum. „Knesevic leikur á miðjunni og er yfirburðamaður í liðinu. Hún er potturinn og pannan í öllu spili liðs- ins. Þannig að það er ljóst að við verðum að leggja áherslu á að stöðva hana til þess að eiga mögu- leika á að komast áfram,“ sagði Ágúst. Knesevic skoraði 56 mörk í fyrstu fjórum leikjum Krusevac í serb- nesku deildinni og því ljóst að hún getur orðið Valsliðinu erfið nái hún sér á strik. „Liðið Krusevac er í uppbyggingu og hefur ekki farið vel af stað í serb- nesku deildinni og er um miðja deildina. Þetta virðist vera nokkuð vel spilandi lið en miðað við þetta sem ég sá þá tel ég okkur eiga ágæt- is möguleika á að komast áfram en það er klárt mál að við verðum að eiga tvo góða leiki til þess að það verði möguleiki. Að minnsta kosti verðum við að leika betur en í síð- asta leik í deildinni, gegn Haukum,“ sagði Ágúst. „Verkefnið er skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem við leik- um Evrópuleiki og stefna okkar er að sjálfsögðu að komast áfram í keppninni, en það er langt í frá nokkuð sjálfgefið,“ segir Ágúst sem stýrði Valsliðinu í undanúrslit í Áskorendakeppninni fyrir tveimur árum. Markmiðið nú er að sjálf- sögðu að komast sem lengst. „Marg- ir leikmanna minna hafa góða reynslu, bæði af Evrópukeppninni fyrir tveimur árum og eins eftir að hafa leikið með landsliðinu þannig að ég tel liðið vera reiðubúið í þetta verkefni. En við komust ekki í gegn- um það nema að leika vel og fá góð- an stuðning frá áhorfendum í báðum leikjum,“ segir Ágúst og bætir við að miðaverði á leikina sé stillt í hóf, aðeins kosti 500 krónur inn fyrir eldri en 16 ára, en frítt fyrir þá sem eru undir þeim aldri. Eins og fyrr segir þá fara leikirnir fram í Voda- fone-höllinni, nýju íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda. „Við verðum að njóta þess að spila og gera allt sem hægt er til þess að vinna. Ég tel okkur hafa reynslu- mikið lið sem á að vera tilbúið í leiki af þessu tagi,“ sagði Ágúst. Forráðamenn Krusevac-liðsins óskuðu í byrjun eftir því við Val að báðir leikirnir færu fram ytra, í bænum Krusevac sem er 150 km fyrir utan Belgrad. „Það tók sinn tíma að ná sambandi við Serbana þar sem þeir tala ekki mikið ensku. En allt hafðist þetta að lokum og eft- ir að samningaviðræður fóru af stað reyndist ekki stórt mál að fá báða leikina hingað heim. Þetta gekk fremur hratt fyrir sig,“ sagði Ágúst. Leikmenn Krusevac komu til landsins á fimmtudagskvöldið og höfðu góðan tíma til að búa sig undir leikina í gær og fram eftir degi í dag. „Ég reikna með að við förum hægt inn í leikinn í dag og sjáum til hvaða möguleikar opnast. Samt verðum við að keyra upp hraðann sé þess kostur, því hraður leikur er tví- mælalaust okkar styrkur,“ segir Ágúst sem telur serbneska liðið vera ívið hávaxnara en Valsliðið en ekki sé munurinn meiri en svo að hann telji að það verði til neinna vand- ræða fyrir Valsliðið. Íslandsmeistarar Stjörnunnar leika í Frakklandi Valur er ekki eina íslenska kvennaliðið sem verður í eldlínunni í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina. Í dag leika Íslands- meistarar Stjörnunnar fyrra sinni við franska liðið US Mios Biganos í EHF-keppninni, 3. umferð. Leikið verður í bænum Mios, sem er skammt suðvestur af Bordeaux. Síð- ari leikur liðanna fer fram hér á landi á sunnudaginn eftir viku. Morgunblaðið/Sverrir Þjálfarinn Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valsstúlkna, stjórnar sínum mönnum í leik. Valur leikur tvo Evrópuleiki að Hlíðarenda um helgina. Stefnum á að komast áfram í keppninni „ÉG Á von á tveimur hörkuleikjum þar sem ég tel okkur eiga mögu- leika á að komast áfram í næstu um- ferð með yfirvegaðri spilamennsku og góðum stuðningi,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik sem í dag og á morgun leikur við serbneska liðið Zork Napredak Krusevac í 3. um- ferð Áskorendakeppni Evrópu. Báðir leikirnir fara fram á heima- velli Vals. Í dag verður flautað til leiks klukkan 18.30 en klukkan 17 á morgun en síðari leikurinn er heimaleikur Vals. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Liljana Knesevic, ein fremsta handknattleikskona Serbíu, leikur hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.