Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 10

Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það vekur óhug og viðbjóð að lesafrétt bandaríska stórblaðsins The New York Times um vinnu- brögð bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, við yfirheyrslur yfir meintum hryðjuverkamönnum.     Blaðið greindifrá því í gær, að það hefði heimildir fyrir því að myndbönd, a.m.k. tvö, sem CIA hefur eytt, hafi sýnt leyni- þjónustumenn beita meinta hryðjuverka- menn vatnspyntingum, sem blaðið segir vera pyntingaraðferð þar sem líkt er eftir drukknun.     Að þjóð sem vill kalla sig siðmennt-aða, eins og sú bandaríska vill vissulega gera, skuli beita svo ómannúðlegum aðferðum við yf- irheyrslur, er til háborinnar skamm- ar fyrir Bandaríkin.     Auðvitað er það ekkert nema aumtyfirklór, þegar Michael Hayden, yfirmaður CIA, segir í bréfi sem hann ritaði starfsmönnum CIA að ástæðan fyrir því að myndbönd- unum var eytt hafi verið sú að þau hafi skapað hættu í öryggismálum og að upplýsingarnar í þeim hafi ekki lengur haft þýðingu.     Vitanlega var bandaríska leyni-þjónustan ekki að gera neitt annað en eyða sönnunargögnum um ómannúðleg og óboðleg vinnubrögð eigin starfsmanna. Þess vegna höfðu upplýsingarnar á myndböndunum mikla þýðingu.     Það skiptir máli, að þjóðir heimsséu upplýstar um það hvernig bandaríska leyniþjónustan leyfir sér að starfa, í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“. The New York Times á heiður skilinn fyrir að upplýsa um athæfið, sem ugglaust er ekkert einsdæmi. STAKSTEINAR Michael Hayden Til skammar fyrir Bandaríkin                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -     ! ! " # #  " #             $$ % &$ & $$ % &$ &    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   ! "  ' %         $$ % &$ & :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   "&!   &!# "&!   !&  &!  &!   !&! !&                                *$BC $$$$                                   ! "!   # $         *! $$ B *! () * $ $) $'    + <2 <! <2 <! <2 (*   $,  -$.  /   -                   6 2  % & ' "  (      '     !    ) "   *  ! "    +( )  %  !   ,    B  )-  ' "  *(  "  .. )    +   "   '      + '  /    )  &    &  0  (   )   *  '  "  1 $      0 ! +           &+     # /  $     !     01 $$22   $$3'  $,  „Þetta eru vissulega ánægjuleg tímamót hjá fyrirtækinu FL Group,“ sagði Hannes Smárason. VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Ben Þorsteinsson | 7. desember Ég er ekki viss ...Ég þurfti að senda öll- um sveitar/bæj- arstjórum Austurlands lítið bréfkorn með sama texta og af því tilefni þurfti ég að staldra að- eins við og hugsa. Ég hugsaði um það hvort Hornafjörður væri partur af Austurlandi ennþá, landfræðilega taldi ég svo vera. Mál- efnalega var ég ekki viss, og í því er vafinn fólginn. ... Um þetta er ég ekki ennþá viss. Ef einhver getur hjálpað mér, þá er það vel þegið. Meira: gleraugun.blog.is Marta B. Helgadóttir | 7. desember Eru nærmyndir af slys- stað nauðsynlegar? Alltaf kemur þessi spurning upp þegar al- varleg slys eiga sér stað. Það hefur ekki náðst í nánustu ætt- ingja og vini til að láta vita af slysinu þegar myndir eru birtar í fjölmiðlum. Hvern langar til að sjá bíl vina sinna svona útleikinn án þess að vita um afdrif fólksins, og slasað fólk borið burtu eins og sýnt var í kvöldfréttum? … Meira: martasmarta.blog.is Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 7. des. Hin nýju alheimstrúarbrögð Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sér- trúarsöfnuður sé orðinn til. ... Mantra þeirra er hins vegar auðskilin: Allt vont sem gerist í heiminum hefur aðrar skýringar en þær sem virðast liggja í augum uppi. Trúarbrögð þessi greinast í tvær meg- ingreinar. Annars vegar hreinræktaða vantrúarmenn og afneitara. ... Meira: postdoc.blog.is Kári Harðarson | 6. desember 2007 Gerðu mér tilboð sem ég get ekki hafnað Eitt lærði ég í bók með heilræðum um hvernig ætti að versla hag- kvæmt, og það var að verða ekki ástfanginn af vörunni sem ég er að fara að kaupa. Ef ég verð að eignast Golf GT Sport og ekk- ert annað kemur til greina mun reynd- ur sölumaður sjá það á mér langar leiðir og ég er ekki í neinni aðstöðu til að semja um afslætti við hann eftir það. Maður þarf því að vera hæfilega áhugalaus til að gera góð kaup. Ég var að láta mér detta í hug að- ferð við að ná niður vöruverði. Vefsíða væri búin til þar sem þeir sem vilja kaupa ákveðna vöru geta hitzt og sammælst um 4-5 tegundir af þeirri vörutegund sem kaupa skal. Síðan er tilboða leitað. Sá sem selur hópnum vöruna á lægstu verði fær að selja öll- um hópnum. Skilyrði væri að allir sættu sig við allar tegundirnar áður en þeir skrá sig inn á tilboðssíðuna og skuldbyndu sig til að kaupa af þeim kaupmanni sem býður bestu kjörin. Dæmi um þetta væri kaup á flatskjá. Ég gæti vel hugsað mér tvö tæki frá Panasonic, tvö frá Sony og eitt frá Toshiba. Ef ég keypti þetta tæki í slagtogi með tuttugu öðrum hlyti verðið að geta orðið mjög hagstætt. Eina spurningin í mínum huga er: Hversu góðan afslátt mætti fá ef keypt eru tuttugu tæki í stað eins? Hvað með fimm? Hvað með fimmtíu? Mismunandi vörur eru á mismun- andi verði til að byrja með, hvernig er hægt að gera stuðul sem sýnir óvé- fengjanlega hver bestu kaupin eru? Væri kannski hægt að bera verðið saman við verðin í Evrópu eða Banda- ríkjunum og sjá hver kemst næst upp- gefnu verði erlendis? Er eitthvað til í þessari hugmynd? Ég enda pistilinn á tilvitnun í Bryn- hildi Pétursdóttur hjá Neytenda- samtökunum: „Að lokum mæli ég með því að upp- lýsingum um gengi Nasdaq og FTSE í lok fréttatímans verði skipt út fyrir upplýsingar um verð á mjólkurlítra, bensínlítra og annarri nauðsynjavöru. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það einhvern veginn nærtækara.“ Meira: kari-hardarson.blog.is BLOG.IS Í TILEFNI Nikulásmessu á fimmtu- dag, 6. desember, var haldin sam- eiginleg helgistund rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar og þjóðkirkjunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta er fyrsta sameig- inlega helgistund þessara trúfélaga hér á landi, segir í fréttatilkynn- ingu. Timor Zolotuskiy, prestur safn- aðarins færði Karli Sigurbjörns- syni, biskupi Íslands, að gjöf bisk- upsstaf frá rétttrúnaðarkirkjunni. Með gjöfinni vildi söfnuðurinn votta biskupi og íslensku þjóðkirkj- unni þakklæti sitt fyrir stuðning við starfsemi safnaðarins á Íslandi. Stafur þessi er svonefndur té-bagall, eins og biskupar Austur- kirkjunnar nota. Slíkur bagall frá 11. öld fannst á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum. Hann er staðfesting þess að við upphaf kristni á Íslandi hafi verið hér á landi biskupar Austurkirkjunnar, segir í fréttinni. Klofningur milli austur- og vest- urkirkjunnar varð hálfri öld eftir kristnitökuna á Íslandi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Helgistund Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Timor Zolotuskiy, og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, með biskupsstafinn. Biskup fékk biskupsstaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.