Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það vekur óhug og viðbjóð að lesafrétt bandaríska stórblaðsins The New York Times um vinnu- brögð bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, við yfirheyrslur yfir meintum hryðjuverkamönnum.     Blaðið greindifrá því í gær, að það hefði heimildir fyrir því að myndbönd, a.m.k. tvö, sem CIA hefur eytt, hafi sýnt leyni- þjónustumenn beita meinta hryðjuverka- menn vatnspyntingum, sem blaðið segir vera pyntingaraðferð þar sem líkt er eftir drukknun.     Að þjóð sem vill kalla sig siðmennt-aða, eins og sú bandaríska vill vissulega gera, skuli beita svo ómannúðlegum aðferðum við yf- irheyrslur, er til háborinnar skamm- ar fyrir Bandaríkin.     Auðvitað er það ekkert nema aumtyfirklór, þegar Michael Hayden, yfirmaður CIA, segir í bréfi sem hann ritaði starfsmönnum CIA að ástæðan fyrir því að myndbönd- unum var eytt hafi verið sú að þau hafi skapað hættu í öryggismálum og að upplýsingarnar í þeim hafi ekki lengur haft þýðingu.     Vitanlega var bandaríska leyni-þjónustan ekki að gera neitt annað en eyða sönnunargögnum um ómannúðleg og óboðleg vinnubrögð eigin starfsmanna. Þess vegna höfðu upplýsingarnar á myndböndunum mikla þýðingu.     Það skiptir máli, að þjóðir heimsséu upplýstar um það hvernig bandaríska leyniþjónustan leyfir sér að starfa, í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“. The New York Times á heiður skilinn fyrir að upplýsa um athæfið, sem ugglaust er ekkert einsdæmi. STAKSTEINAR Michael Hayden Til skammar fyrir Bandaríkin                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -     ! ! " # #  " #             $$ % &$ & $$ % &$ &    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   ! "  ' %         $$ % &$ & :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   "&!   &!# "&!   !&  &!  &!   !&! !&                                *$BC $$$$                                   ! "!   # $         *! $$ B *! () * $ $) $'    + <2 <! <2 <! <2 (*   $,  -$.  /   -                   6 2  % & ' "  (      '     !    ) "   *  ! "    +( )  %  !   ,    B  )-  ' "  *(  "  .. )    +   "   '      + '  /    )  &    &  0  (   )   *  '  "  1 $      0 ! +           &+     # /  $     !     01 $$22   $$3'  $,  „Þetta eru vissulega ánægjuleg tímamót hjá fyrirtækinu FL Group,“ sagði Hannes Smárason. VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Ben Þorsteinsson | 7. desember Ég er ekki viss ...Ég þurfti að senda öll- um sveitar/bæj- arstjórum Austurlands lítið bréfkorn með sama texta og af því tilefni þurfti ég að staldra að- eins við og hugsa. Ég hugsaði um það hvort Hornafjörður væri partur af Austurlandi ennþá, landfræðilega taldi ég svo vera. Mál- efnalega var ég ekki viss, og í því er vafinn fólginn. ... Um þetta er ég ekki ennþá viss. Ef einhver getur hjálpað mér, þá er það vel þegið. Meira: gleraugun.blog.is Marta B. Helgadóttir | 7. desember Eru nærmyndir af slys- stað nauðsynlegar? Alltaf kemur þessi spurning upp þegar al- varleg slys eiga sér stað. Það hefur ekki náðst í nánustu ætt- ingja og vini til að láta vita af slysinu þegar myndir eru birtar í fjölmiðlum. Hvern langar til að sjá bíl vina sinna svona útleikinn án þess að vita um afdrif fólksins, og slasað fólk borið burtu eins og sýnt var í kvöldfréttum? … Meira: martasmarta.blog.is Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 7. des. Hin nýju alheimstrúarbrögð Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sér- trúarsöfnuður sé orðinn til. ... Mantra þeirra er hins vegar auðskilin: Allt vont sem gerist í heiminum hefur aðrar skýringar en þær sem virðast liggja í augum uppi. Trúarbrögð þessi greinast í tvær meg- ingreinar. Annars vegar hreinræktaða vantrúarmenn og afneitara. ... Meira: postdoc.blog.is Kári Harðarson | 6. desember 2007 Gerðu mér tilboð sem ég get ekki hafnað Eitt lærði ég í bók með heilræðum um hvernig ætti að versla hag- kvæmt, og það var að verða ekki ástfanginn af vörunni sem ég er að fara að kaupa. Ef ég verð að eignast Golf GT Sport og ekk- ert annað kemur til greina mun reynd- ur sölumaður sjá það á mér langar leiðir og ég er ekki í neinni aðstöðu til að semja um afslætti við hann eftir það. Maður þarf því að vera hæfilega áhugalaus til að gera góð kaup. Ég var að láta mér detta í hug að- ferð við að ná niður vöruverði. Vefsíða væri búin til þar sem þeir sem vilja kaupa ákveðna vöru geta hitzt og sammælst um 4-5 tegundir af þeirri vörutegund sem kaupa skal. Síðan er tilboða leitað. Sá sem selur hópnum vöruna á lægstu verði fær að selja öll- um hópnum. Skilyrði væri að allir sættu sig við allar tegundirnar áður en þeir skrá sig inn á tilboðssíðuna og skuldbyndu sig til að kaupa af þeim kaupmanni sem býður bestu kjörin. Dæmi um þetta væri kaup á flatskjá. Ég gæti vel hugsað mér tvö tæki frá Panasonic, tvö frá Sony og eitt frá Toshiba. Ef ég keypti þetta tæki í slagtogi með tuttugu öðrum hlyti verðið að geta orðið mjög hagstætt. Eina spurningin í mínum huga er: Hversu góðan afslátt mætti fá ef keypt eru tuttugu tæki í stað eins? Hvað með fimm? Hvað með fimmtíu? Mismunandi vörur eru á mismun- andi verði til að byrja með, hvernig er hægt að gera stuðul sem sýnir óvé- fengjanlega hver bestu kaupin eru? Væri kannski hægt að bera verðið saman við verðin í Evrópu eða Banda- ríkjunum og sjá hver kemst næst upp- gefnu verði erlendis? Er eitthvað til í þessari hugmynd? Ég enda pistilinn á tilvitnun í Bryn- hildi Pétursdóttur hjá Neytenda- samtökunum: „Að lokum mæli ég með því að upp- lýsingum um gengi Nasdaq og FTSE í lok fréttatímans verði skipt út fyrir upplýsingar um verð á mjólkurlítra, bensínlítra og annarri nauðsynjavöru. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það einhvern veginn nærtækara.“ Meira: kari-hardarson.blog.is BLOG.IS Í TILEFNI Nikulásmessu á fimmtu- dag, 6. desember, var haldin sam- eiginleg helgistund rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar og þjóðkirkjunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta er fyrsta sameig- inlega helgistund þessara trúfélaga hér á landi, segir í fréttatilkynn- ingu. Timor Zolotuskiy, prestur safn- aðarins færði Karli Sigurbjörns- syni, biskupi Íslands, að gjöf bisk- upsstaf frá rétttrúnaðarkirkjunni. Með gjöfinni vildi söfnuðurinn votta biskupi og íslensku þjóðkirkj- unni þakklæti sitt fyrir stuðning við starfsemi safnaðarins á Íslandi. Stafur þessi er svonefndur té-bagall, eins og biskupar Austur- kirkjunnar nota. Slíkur bagall frá 11. öld fannst á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum. Hann er staðfesting þess að við upphaf kristni á Íslandi hafi verið hér á landi biskupar Austurkirkjunnar, segir í fréttinni. Klofningur milli austur- og vest- urkirkjunnar varð hálfri öld eftir kristnitökuna á Íslandi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Helgistund Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Timor Zolotuskiy, og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, með biskupsstafinn. Biskup fékk biskupsstaf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.