Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 63

Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 63 HÉR voru góðir gestir frá Ný- fundnalandi; gítarleikararnir Duan Andrews, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, og Brad Powell, hryngítaristi, sem þó fékk að leika eitt blússóló, er þeir hittu Björn Thoroddsen gítarvirtúos og Jón Rafnsson bassaleikara á fjölsóttum tónleikum í DOMO. Django-sveiflan var á dagskrá og hefur Björn ekki yfirgefið hana þótt rafvæddari hafi hann verið í seinni tíð með Gömmum og Cold Front-sextettnum. Björn hefur leikið með fjölda þekktra er- lendra gítarleikara, en hér voru eng- ir heimssnillingar á ferð. Andrews er smekklegur gítaristi og merkilegt nokk; bestu sóló hans voru ekki í djassstandördum sem hann þekkir út og inn heldur í „Tangó“ Björns Thoroddsens og „Sofðu unga ástin mín“, einföld og einlæg. Björn lék skemmtilegan rapsódískan inngang að „Tangó“, ljúffagran, en hefði mátt sleppa sjóvinu, sem var einskonar millikafli með gítartrommi og grí- neffektum, áður en „Tangóinn“ sjálfur hófst. Sá kafli hefði mátt koma annars staðar, á undan „Sweet Georgia Brown“ eða „Limehouse Blues“, svo einhverjir slagarar kvöldsins séu nefndir. Django var líka á dagskrá; „Minor Swing“ sem allir þekkja og ópus sem minna er spilaður, „Swing 42“. Þarna eins og annars staðar sýndi Björn yf- irburðatækni og músíkalítet og Jón Rafnsson lyfti gítartríóinu með sveiflubassaleik sínum eins og jafn- an þetta kvöld. Gestirnir buðu upp á heldur slappan dúett, „Rosa“ eftir Andrews, en það var gaman að heyra „The Breakwater Boys“ eftir franska Nýfundnalandsfiðlarann Emile Benoit sem þeir fjórmenn- ingar léku frísklega. Forvitnilegt var að heyra í tónlistarmönnum frá landi sem maður þekkir lítið – þótt margt eigi þessar tvær eyjar sam- eiginlegt. Gestir frá Nýfundnalandi TÓNLIST DOMO Thoroddsen og Andrews. Sunnudags- kvöldið 25. nóvember 2007  Vernharður Linnet Morgunblaðið/Frikki Landsliðsmenn Duane Andrews og Björn Thoroddsen. 18 ára og eldri www.saft.is Fyrir hvern er jólagjöfin?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.