Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 1
íþróttir Ágúst Björgvinsson tekur við kvennalandsliðinu í körfuknattleik >> 4 STJARNAN SKEIN SKÆRT FRAM SÁ EKKI TIL SÓLAR Á HEIMAVELLI – VALUR NÁÐI FJÓRÐA SÆTINU EFTIR SIGUR GEGN HK >> 2-3 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég er búinn að fá jólagjöfina í ár. Að fá að starfa á næst stærsta knatt- spyrnumóti í heimi er mikill heiður og þetta verður mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Kristinn við Morgun- blaðið í gær en hann var þá nýbúinn að fá fréttirnar um að hann hefði verið valinn til starfa á Evrópu- mótinu. Kristinn og sjö aðrir dómarar verða svokallaðir fjórðu dómarar í riðlakeppninni en Evrópumótið hefst 7. júní og lýkur með úrslitaleik þann 29. júní. 16 þjóðir leika til úr- slita um Evrópumeistaratitlinn þar sem Grikkir eiga titil að verja. ,,Það verður frábært að fá að starfa með þeim bestu í Evrópu og ég er gríðarlega ánægður. Það er ólíklegt að við sem störfum sem fjórðu dómarar á mótinu verðum lengur en í riðlakeppninni, því eftir riðlakeppnina býst ég fastlega við að þeir dómarar sem lenda í niður- skurðinum sinni hlutverki fjórða dómara,“ sagði Kristinn. Kristinn mun standa í ströngu fyrir mótið því allir tólf dómararnir ásamt aðstoðardómurunum og fjórðu dómurunum munu þurfa að þreyta ýmis próf, bæði skrifleg og verkleg. ,,Þetta er líka sárabót fyrir Ever- ton-leikinn fræga og segir manni að það hafi gengið vel þrátt fyrir ein stór mistök,“ sagði Kristinn en eins og mönnum er í fersku minni urðu honum og Gunnari Gylfasyni á mis- tök þegar þeir dæmdu vítaspyrnu á Zenit í leik liðsins gegn Everton á Goodison Park og í kjölfarið var leik- manni liðsins vikið af velli. Þetta voru einu mistök Kristins í leiknum og þau virðast ekki hafa haft nein áhrif því hann fékk góða einkunn hjá eftirlitsdómaranum fyrir frammi- stöðu sína og er nú verðlaunaður með því að starfa á Evrópumótinu. Þá má fastlega reikna með því að hann fái fleiri verkefni eftir áramót- in, hugsanlega í 32-liða úrslitum UEFA-keppninnar. Þeir tólf dómarar sem hafa verið valdir til að dæma á Evrópumótinu eru: Konrad Plautz, Frank De Bleeckere, Howard Webb, Herbert Fandel, Kyros Vassaras, Roberto Rosetti, Pieter Vink, Tom Henning Øvrebø, Lubos Michel, Manuel Enrique Mejuto González, Peter Fröjdfeldt, Massimo Busacca Kristinn til starfa á EM KRISTINN Jakobsson, knatt- spyrnudómari, hefur verið valinn til starfa í úrslitakeppni Evrópu- móts karlalandsliða í knattspyrnu sem fram fer í Sviss og Austurríki næsta sumar en dómaranefnd evr- ópska knattspyrnusambandsins til- kynnti í gær hvaða dómarar hafa verið valdir til að sinna dómgæslu á mótinu. Þetta er mikil viðurkenn- ing fyrir Kristin, sem mun sinna starfi fjórða dómara ásamt sjö öðr- um dómurum. Búinn að fá jólagjöfina segir Kristinn Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Emil meiddist í leik Reggina gegn Sampdoria þann 1. desember og fékk þá þungt högg framan á læri. Reikn- að var með að hann yrði tilbúinn á ný fyrir leik liðsins gegn Catania á Þor- láksmessu en læknisskoðun á þriðju- dag leiddi í ljós að það væri ekki inni í myndinni. Emil missti jafnframt af bikarleik Reggina gegn meisturum Inter Mílanó í gærkvöldi. „Ég var sendur til læknis í Róm þar sem þetta lagaðist ekki eins fljótt og búist var við. Menn voru smeykir við að þetta gæti verið eins alvarlegt og hjá Marco Materazzi, leikmanni Inter, sem var frá í þrjá mánuði og þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið högg á lærið í haust. Í mynda- tökunni kom í ljós að það er enn blæðing til staðar í lærinu, það kom smá rifa á vöðvann, og ég verð að hvíla mig í tvær vikur í viðbót. Það er hinsvegar lán í óláni að jólafríið er að skella á, auk þess sem leik við AC Milan, sem ég hefði misst af, var frestað fyrr í þessum mánuði,“ sagði Emil við Morgunblaðið í gær. „Svo er alls ekki víst að ég hefði leikið þennan bikarleik gegn Inter. Þjálfarinn ákvað að hvíla 5-6 fasta- menn vegna þess að leikurinn gegn Catania í deildinni á sunnudaginn skiptir okkur öllu máli. Það má því segja að ég missi bara af tveimur leikjum á sex vikum, gegn Parma um síðustu helgi og gegn Catania. Ef allt er með felldu spila ég með þegar við mætum Empoli á útivelli 13. janúar,“ sagði Emil sem er á leið heim í jólafrí. „Það verður yndislegt að koma aftur heim. Ég verð í tíu daga jólafríi og á að mæta á ný til æfinga 2. jan- úar. Vonandi tekst liðinu bara að vinna Catania á sunnudaginn svo við verðum ekki í of slæmri stöðu þegar deildin byrjar aftur. Það verður mjög erfitt að vera á meðal áhorf- enda á þeim leik.“ Reggina er næstneðst með 10 stig, hefur aðeins náð að vinna einn leik af fimmtán og gert sjö jafntefli. Liðið er fjórum stigum á eftir næstu liðum, Siena, Livorno og Empoli, en á einn leik til góða. Emil frá keppni fram í janúar  Hefur ekki jafnað sig af meiðslum í læri  Gat ekki leikið gegn Inter í gærkvöldi EMIL Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur ekki með liði sínu, Reggina, í ítölsku A-deildinni á ný fyrr en keppni þar hefst aftur eftir jólafríið, þann 13. janúar. Úr leik Emil Hallfreðsson. AP Bardagi Michael Ballack og félagar hans í Chelsea lögðu Liverpool 2:0 í gær í 8-liða úrslitum enska deildabikars- ins. Chelsea mætir Everton í undanúrslitum en Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham drógust saman. »3 fimmtudagur 20. 12. 2007 íþróttir mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.