Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir HINN danski landsliðsþjálfari Kúv- eit, Lars Friis-Hansen, er hvergi banginn þótt Alþjóðahandknatt- leikssambandið, IHF, hafi ákveðið að leikið verði að nýju í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í Asíu. Undir stjórn Hansens vann Kúveit Suður-Kóreu, 28:20, í um- deildum úrslitaleik Asíukeppninnar í haust og tryggði sér þar með sæti í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna. „Við vinnum Suður- Kóreumennina aftur,“ sagði Han- sen í samtali við Politiken í gær og bætir við að hann telji landslið sitt ekki munu verða í erfiðleikum með að vinna. „Ég reikna ekki með að það vefjist fyrir okkur að vinna þar sem leikmenn Suður-Kóreu hafa engan fyrir landsliðinu. Þeir hugsa fyrst og fremst um félagslið sín í Evrópu. Þeir voru áhugalausir og slakir í leiknum við okkur,“ segir Hansen sem sá ekkert athugavert við dómgæslu jórdönsku dómar- anna sem dæmdu fyrrgreindan úr- slitaleik. „Það var eitthvað um at- vik sem gátu fallið hvorum megin sem var en ekkert út á dómgæsluna að setja og hún var alls ekki eins slæm og stundum var á Balkan- skaganum hér á árum áður,“ segir Hansen kokhraustur. „Kóreumenn- irnir voru áhugalausir fyrir leikinn enda kom það á daginn að þeir léku afar illa gegn okkur. Þess vegna töpuðu þeir leiknum.“ Tor Lian, forseti Handknattleiks- sambands Evrópu, EHF, segir við Politiken að niðurstaða IHF hafi verið sú að fyrrgreint jórdanskt dómarapar hafi ekki haft réttindi til þess að dæma úrslitaleikinn, enda hafi það ekki svokallað IHF- próf dómara. Lian hefur eftir for- manni dómaranefndar IHF að frammistaða dómaranna í úrslita- leiknum hafi verið „skandall“. Þjálfari Kúveita er kokhraustur HANNES S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, sagði aðspurður á blaðamannafundi sam- bandsins í gær að sambandið myndi gera allt sem það gæti til að gera landslagið þannig að allir þeir sem valdir yrðu í landsliðið gætu verið með. Í fyrra heltust nokkrir úr lestinni, meðal annars sökum þess hversu dýrt var fyrir þá að koma sér frá sínum heimabæ og á landsliðsæfingarnar. „Það voru nú ýmsar ástæður fyrir því að menn gáfu ekki kost á sér í lands- liðið. En það er alveg klárt að við munum gera okkar landsliðsmönnum fært að sækja landsliðsæfingar hjá okkur. Við munum funda með þeim leikmönnum sem landsliðsþjálfararn- ir velja og fara yfir þessi mál. Við munum búa til betra umhverfi fyrir þá sem valdir verða,“ sagði Hannes. Hann sagði líka vera vilja fyrir því að fara meira með landsliðsæfingar út á land. „Við höfum hug á að fara meira út á land, kannski eina helgi eða svo, en við erum auðvitað upp á bæjarfélögin og íþróttafélögin komin með að fá inni í íþróttahúsum, enda er ekki til neinn þjóðarleikvangur þar sem landsliðin geta æft,“ sagði Hann- es S. Jónsson. Vonandi verða allir með Rógvi Jacob-sen, lands- liðsmaður Fær- eyja í knatt- spyrnu og fyrrverandi leik- maður KR, hefur verið seldur frá HB í Þórshöfn til norska 1. deildar liðsins Hödd. Umboðsmaður hans, Jákup í Stórustovu, sagði við dag- blaðið Sosialurin að félög í Eng- landi, Ítalíu, Belgíu og Hollandi hefðu haft áhuga á að skoða Rógva en hann hefði hafnað því að fara eitthvert til reynslu. Tilboð Hödd hafi líka verið svo gott að hann og HB hafi ákveðið að taka því.    Óðinn Björn Þorsteinsson kúlu-varpari og Þórey Edda Elís- dóttir stangarstökkvari, bæði úr FH, hafa verið valin frjálsíþrótta- maður og frjálsíþróttakona ársins 2007 af stjórn Frjálsíþróttasam- bands Íslands.    Guðmundur Pétursson verðureftirlitsmaður UEFA, Knatt- spyrnusambands Evrópu, í leik AEK og Villarreal frá Spáni sem fram fer í Aþenu í kvöld. Hann er liður í lokaumferð riðlakeppninnar í UEFA-bikarnum og hefur því úr- slitaáhrif á hvaða lið fara áfram og komast í 32 liða úrslitin.    Enska blaðið The Sun sagði fráþví í gær að Newcastle, Man- chester City og West Ham hefðu öll áhuga að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við sig þegar félagsskipta- glugginn opnast í janúar. Eiður sagði hinsvegar við spænska blaðið El Periodico Barcelona í gær að hann hefði engan áhuga á að yfir- gefa félagið.    Arsene Wen-ger, knatt- spyrnustjóri Ars- enal, var stoltur af ungu strákun- um sínum eftir að þeir lögðu Blackburn að velli, 3:2, og tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum deilda- bikarkeppninnar í fjórða skipti á fimm árum. Meðalaldur byrjunar- liðs Arsenal var rúm 20 ár, en hann lækkaði við hverja skiptingu og var orðinn rúmlega 19 ár þegar leik lauk. Fjórir 17 ára leikmenn léku með Arsenal. „Strákarnir vilja vinna bikarinn og það geta þeir gert,“ sagði Wenger.    Vanderlei Luxemburgo, fyrr-verandi landsliðsþjálfari Bras- ilíu í knattspyrnu, hefur tekið við Palmeiras í heimalandi sínu í fjórða sinn á þjálfaraferlinum. Undir hans stjórn vann liðið meistaratitil í Brasilíu 1993 og 1994. Vonast forráðamenn Palmei- ras til að Luxemburgo endurtaki leikinn. Fólk sport@mbl.is Ágúst gerði fjögurra ára samning við Körfuknattleikssambandið og sagðist hann hlakka til að takast á við það verkefni. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Ég byrj- aði sem aðstoðarþjálfari hjá ung- lingalandsliðunum árið 2001 og tók síðan við 18 ára liðinu 2003 auk þess að vera með kvennalið Hauka síð- ustu þrjú árin. Ég þekki því ágæt- lega til í kvennaboltanum og flestar þær stelpur sem verða í landsliðinu hafa væntanlega verið hjá mér í yngri liðunum,“ sagði Ágúst í gær þegar skrifað var undir saminginn. „Áherslurnar hjá mér hafa verið þannig að liðin mín hafa kannski æft aðeins meira en gengur og gerist og landsliðið mun líka æfa meira en verið hefur. Landsliðshópurinn mun hittast núna um hátíðirnar og þar munum við ræða hverjar eru tilbún- ar að vera með í þessu verkefni og það er von mín að allar stelpurnar gefi kost á sér. Síðan ætlum við að hittast tvisvar eða þrisvar í vetur og vera með svona móralska fundi. Æf- ingar hefjast síðan þegar deildinni lýkur í vor og æft verður fram að Evrópukeppninni, en auðvitað með fríum því stelpurnar þurfa sitt frí og hvíld,“ sagði Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið tók í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppninni síðast og búið er að skrá liðið til keppni á nýjan leik. Dregið verður í riðla 16. febrúar, bæði í Evrópu- keppni karla og kvenna, en bæði lið eru í svonefndri B-deild. Ekki lengi að hugsa mig um „Ég var ekki lengi að hugsa mig um þegar leitað var til mín um að halda áfram. Allt umhverfið hjá sambandinu er til fyrirmyndar og allt er unnið af fagmennsku auk þess sem það er mikill hugur í mönnum að lyfta þessu hærra en áður. Lands- liðsnefnd og stjórn KKÍ gera vel og ég er spenntur að halda áfram,“ sagði Siguður þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann viðurkenndi þó að það hefði aðeins komið upp í hugann að hætta, en það hefði bara verið í skamma stund. Held við getum farið lengra „Að sjálfsögðu held ég að við get- um komist lengra, annars hefði ég ekki haldið áfram. Uppistaðan í lið- inu er ungir menn sem eru á leiðinni á besta aldurinn í körfunni. Þeir eru komnir með mikla reynslu og með vinnu og einbeitingu er alveg klár- lega hægt að fara lengra. En menn verða að gera sér grein fyrir því að það að fara lengra yrði gríðarlegt skref fyrir íþróttina. Það þýðir einfaldlega að vera meðal 24 bestu þjóða Evrópu og það er kannski stærra en menn gera sér grein fyrir,“ sagði Sigurður. Fyrirkomulagið í Evrópukeppn- inni í körfu hefur oft verið gagnrýnt enda er það þannig að leikið er í nokkrum stuttum törnum sem flest- ir telja ekki sniðugasta fyrirkomu- lagið. Fáránlegt fyrirkomulag „Þetta er auðvitað hreint út sagt fáránlegt. Það eru stóru þjóðirnar sem ráða anski miklu í sambandi við þetta. Ég finn því allt til foráttu en ræð auðvitað engu þar um og við sættum okkur bara við þetta á með- an kerfið er svona. Það er auðvitað miklu auðveldara og skemmtilegra ef þetta væri eins og í fótboltanum, öll lið sett í einn pott og dregið. Þá spila allir við alla í riðlunum og þar er engin B-keppni. Það þykir ekki spennandi en ef menn rýna í keppn- ina hjá okkur er B-keppnin rosalega sterk enda allir þar sem eru að reyna að komast upp í hóp þeirra 24 bestu í körfunni í Evrópu. Bæði keppnisfyrirkomulagið og nafnið á þessu er furðulegt,“ sagði Sigurður. Verður hörkusamkeppni Hann sagðist búast við að hópur- inn yrði svipaður hjá sér og verið hefði. „Það voru margir sem komu að þessu í fyrra og það er fullt af góðum mönnum sem voru ekki með í fyrra en munu klárlega koma inn núna. Þannig að það verður hörku- samkeppni og bara skemmtilegt. Það er gott að vera með íslenska leikmenn erlendis og vonandi fara fleiri út því það er fullt af strákum hér sem eru nægilega góðir til að spila erlendis. Það er reyndar líka kostur að hafa sterka menn hér heima því það gerir deildina hérna sterkari en ella og hún er mjög sterk hér á landi,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Frikki Ráðnir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, innsiglar samninginn við landsliðsþjálfarana, Ágúst Björgvinsson og Sigurð Ingimundarson. Ágúst tekur við konunum og Sigurður með karlana ÁGÚST Björgvinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik og tekur hann við starfinu af Guðjóni Skúlasyni. Sig- urður Ingimundarson skrifaði í gær undir tveggja ára samning um þjálfun karlalandsliðsins, en hann hefur verið með liðið síðustu fjögur árin. Ágúst hefur verið með lands- liðs skipað stúlkum sem eru 18 ára og yngri og stærstur hluti þeirra sem koma til með að verða í lands- liði hans hafa leikið undir hans stjórn í yngri landsliðum Íslands. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.